Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, fímmtudagur 18. janúar 1990 12. tölublað Niðurstaða „hrognafundar“ í ráðuneytinu: Innlendum verksimðjum gefirm 10 daga frestur Innlendum kaupendum grá- sleppuhrogna hefur verið gef- inn tíu daga frestur til að gera tilboð í óseld grásleppuhrogn frá síðustu vertíð. Þetta er niðurstaða fundar allra hlutað- eigandi hagsmunaaðila, inn- lendra kaupenda og þriggja fulltrúa Landssambands smá- bátaeigenda, um málið í utan- ríkisviðskiptaráðuneytinu sl. þriðjudag. „Við ákváðum að gefa íslensku verksmiðjunum forskot á að bjóða í grásleppuhrognin. Við gerum okkur grein fyrir að verðið muni lækka og íslensku kaupendunum er gefinn kostur á að fá ódýrara hráefni áður en við bjóðum erlenda samkeppnisaðil- anum hrognin,“ segir Sævar Árnason, trillukarl á Sauðár- króki og formaður grásleppu- nefndar Landssambands smábáta- eigenda. 15 milljónir til H.Ó.: „Nú verða þeir að spjara sig“ Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum sl. þriðjudag að úthluta Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar hf. 15 milljóna króna styrk. Styrkurinn er veittur af 50 milljóna króna fjárveitingu á fjáraukalögum 1989. „Við vonum svo sannariega að fjárhagslegri endurskipulagningu Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. sé þar með lokið. Nú verða þeir að spjara sig. Ég vona að menn séu ánægðir með hvernig til hefur tekist í Ólafsfirði. Á það er vert að leggja áherslu að þar var lok- að einu frystihúsi," segir Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar. óþh Sævar vildi ekki nefna verð í þessu sambandi en hins vegar væri ljóst að verðið myndi lækka töluvert. Hann sagði að hér væri um að ræða tæplega ársgamla vöru og því væri verðlækkun óhjákvæmileg. „Það er kaupend- anna að gefa tóninn með verðið,“ segir Sævar. Sævar segir að um það megí deila hvort verði á grásleppu- hrognunum hafi verið haldið of hátt. „Við erum búnir að selja á sjötta þúsund tunnur á 1100 mörk og við gerðum samninga og vildum ekki ganga á bak orða okkar með því að lækka vöruna. Það er enginn kominn til með að segja að við hefðum selt meira ef við hefðum lækkað verðið,“ segir Sævar. Sævar segir það hafa komið fram á fundinum á þriðjudag að íslensku verksmiðjurnar vanti hrogn og því vonist menn til að þær kaupi nú hrcgn frá síðasta ári. Að sögn Sævars er búist við að ekki seinna en um miðjan febrú- ar liggi fyrir um magn og verð á grásleppuhrognum sem hægt verði að losna við á næstu vertíð. óþh Langþreyttur og lúinn er, Ijóri í gömlu húsi. Mynd: KL Byggðastofnun: Lánar 85 mUljónir til Silfúrstjömu og Miklalax - skulda Byggðastofn- un hálfan miiljarð Eins og fram kom í Degi í gær samþykkti stjórn Byggðastofn- unar á fundi á Akureyri sl. þriðjudag lán til tveggja norð- lenskra fiskeldisfyrirtækja, Miklalax hf. í Fljótum og Silf- urstjörnunnar í Oxarfirði. Ákveðið var að lána fyrirtækj- unum til samans 85 milljóna króna rekstrarlán til bráða- birgða. Ákvörðun um þessa lána- fyrirgreiðslu er byggð á því að ekki hafi enn verið gengið frá skipulagi rekstrarfjármögnunar í fiskeldi og því séu það hagsmunir Byggðastofnunar að rekstur þess- ara fyrirtækja gangi með eðlileg- um hætti. Á það er bent að Byggðastofn- un eigi 20% hlutafjár í þessum tveim fyrirtækjum. Samanlögð skuld þeirra við stofnunina nemur 500 milljónum króna. óþh Byggðastofnun, Framkvæmdasjóður og Fiskveiðasjóður: Hugsanlegt tflboð í eignir þrotabús Árlax í Kelduhverfi - 30 þúsund fiskar fluttir frá Ártungu í ker Silfurstjörnunnar Stjórn Byggðastofnunar hefur veitt Guðmundi Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, heimild fyrir hönd stofnunar- Dýpkunarfélagið hf. á Siglufirði: Hyggst leita til umboðsmanns Alþingis Forsvarsmenn Dýpkunarfé- lagsins hf. á Siglufirði hafa ákveðið að leita til embættis umboðsmanns Alþingis sök- um þess að þeir segja fyrir- tækinu gert að greiða sölu- skatt af dýpkunarvinnu en samkeppnisaðilum ekki. Þeir segjast hafa staðið skil á söluskatti og hyggjast greiða virðisaukaskatt af dýpkunar- vinnu eins og þeim beri. Hins vegar geti þeir ekki horft upp á að samkeppnisaðilar komist undan því ár eftir ár að borga söluskatt af sinni vinnu. í því sambandi er Köfunarstöðin hf. í Reykjavík nefnd til sögunnar. Einn af forsvarsmönnum Köfunarstöðvarinnar segir ásakanir Dýpkunarfélagsmanna um vangoldinn söluskatt vera alvarlegan áburð og algjörlega úr lausu lofti gripinn. í Fjármálaráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að þetta mál væri í athugun í ráðuneyt- inu og hjá skattyfirvöldum og ef sú rannsókn leiddi í ljós að um vangoldinn söluskatt væri að ræða myndi viðkomandi fyrir- tækjum verða gert að greiða hann að fullu samkvæmt ákvæð- um skattalaga. Nánar er fjallað um þetta mál á síðu 3 í dag. óþh innar til að taka upp viðræður við þrotabú Árlax hf. í Keldu- hverfi um kaup Byggðastofn- unar, Fiskveiðasjóðs og Fram- kvæmdasjóðs á eignum þess. Guðmundur Malmquist sagði í samtali við Dag að þessi heim- ild væri bundin því að sam- komulag tækist milli þessara þriggja áðurnefndra aðila. Að sögn Guðmundar verða Byggðastofnun, Framkvæmda- sjóður og Fiskveiðasjóður að vera samstiga um kaup á eignum þrotabúsins því þessir aðilar eigi samhliða veðrétt. „Þetta er auðvitað háð töluvert mörgum skilyrðum sem eru óuppfyllt. Ef Framkvæmdasjóð- ur og Fiskveiðasjóður taka svip- aða ákvörðun er þarna kominn viðræðuhópur og þar með hreyf- ing á málin og væntanlega lagður grunnur að tilboði í eignir þrota- búsins,“ segir Örlygur Hnefill Jónsson, bústjóri þrotabús Árlax hf. Að sögn Örlygs er þrotabúið með fiskeldisstöðina í fullum rekstri og fjármagnar Samvinnu- bankinn reksturinn. Síðustu tvo daga hefur verið flutt umtalvert magn af fiski úr kerjum Árlax í Ártúngu yfir í eldisker Silfur- stjörnunnar og segir Örlygur Hnefill það gert til þess að létta á stöðinni. Búist var við síðdegis í gær að fluttir yrðu 30 þúsund fiskar, 250-500 grömm að þyngd á milli stöðvanna. Áður höfðu 2000 fiskar verið fluttir frá Ártungu í lónin hjá ísnó í Keldu- hverfi. Örlygur segir að fyrst um sinn taki Silfurstjarnan þessa 30 þús- und fiska í eldi en eftir þrjá mán- uði taki forsvarsmenn stöðvar- innar afstöðu til kaupa á þeim. „Ef samningar um kaup takast þá ekki eru Silfurstjörnumenn til- búnir til að ala fiskinn áfram upp í sláturstærð." óþh Norðurland: Vegir víða þungfærir í gær snjóaði töluvert á Norðurlandi og spilltist færð á vegum af þeim sökum auk þess sem röskun varð á flugi. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni á Akureyri var ófært um Fljót til Siglufjarðar og Ólafsfjarðarmúli var einnig orðinn ófær. Þungfært var orðið í grennd við Húsavík og austur um. Að- eins var fært jeppum og stórum bílum á Tjörnesi og versnandi veður var á leiðinni austur til Vopnafjarðar og mátti því búast við ófærð á þeim slóðum. Á Öxnadalsheiði var töluverð ofankoma og skafrenningur en þar voru tæki Vegagerðarinnar í gangi og var vegurinn ágætlega fær, þannig að fært var milli Akureyrar og Reykjavíkur. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.