Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 7
Þegar blaðumenn Dags litu við í Hólabrautinni (ekki sam- nefndri götu á Akureyri heldur skíðabrekku í Hlíðarfjalli) var Kristinn Sigurðsson, starfs- maður Skíðastaða, að vinna við frágang nýju lyftunnar. Þetta er Doppelmayer diska- lyfta frá Austurríki. Kristinn sagði að snjðleysið hefði komið sér vel við uppsetn- ingu lyftunnar og hefði það verk gengiö ntjög vel. Lyftan er nánast tilbúin en diskarnir voru ekki komnir á vírana sl. þriðjudag. Kristinn sagði að fyrst þyrfti að keyra lyftuna í sólarhring, vírarn- ir ættu eftir að slakna og huga verði að ýmsurn stillingum. Að lyftunni liggja línur og vír- ar af ýmsum stærðum og gerðum, rafmagnslínur og einar 12 síma- línur sem nauðsynlegar eru til að stjórna lyftunni. Og það er óhætt að segja að breytingin sé mikil frá togbrautinni sem var áður þarna í Hólabrautinni, brekku barna og byrjenda. Svo lítill var snjórinn í Hlíðar- fjalli að ekki hefur verið hægt að troða ncrna eina litla skíða- brekku í gilinu og þar átti að reyna að leyfa elstu krökkunum sem stunda skíðaæfingar að renna sér. Kristinn átti t.a.m. í erfiðleikum með að komast leið- ar sinnar á snjósleða. Starfsfólk Skíðastaða var í óða önn að gera allt klárt fyrir kom- andi skíðavertíð. Sjálft lnísið var skrúbbað hátt og lágt, lyftur hafa verið gerðar klárar og senn er allt til reiðu, nema hvað skíðasnjóinn vantar. SS Kristinn Sigurðsson að störfum við nýju Doppelmayr lyftuna. Fimmtudagur 18. janúar 1990 - DAGUR - 7 HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI Utsalan er í fullum gangi Nú gerir fólk góð kaup á fatnaði og mörgu fleiru hjá okkur. 30-50% afsláttur frá gamla verðinu Komið og kannið málið. Þið erud alltaf velkomin. M! Sigurhar Guftnnmdssomrhf. HAFNARSTRÆTl 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI §Vidtalstími Akureyri Árni Gunnarsson alþingismaöur veröur í skrifstofu Alþýöuflokks- ins, Strandgötu 9, Akureyri kl. 17- 19 í dag, fimmtudag. Sími 24399. Fundur Húsavík Fundur í FélagsheimMinu, föstudagskvöld kl. 20.30. Umræðuefni: Sveitastjórnarmál. Árni Gunnarsson alþingismaöur kemur á fundinn og ræöir stjórnmálaviöhorfiö. Þennan skála byggðu félagar í Skíðaráði Akureyrar sérstaklega fyrir skíðagöngufólk. Auglýsing frá utanríkisráðuneytinu Dagana 10.-11. maí 1990 verður haldiö hæfnis- próf í Reykjavík á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir umsækjendur um störf hjá Sameinuðu þjóðunum á eftirfarandi starfssviðum: 1. Stjórnun 2. Hagfræöi 3. Tölvufræði 4. Fjölmiðlun/útgáfustarfsemi Skilyröi fyrir þátttöku í hæfnisprófinu er að um- sækjandi: - íslenskur ríkisborgari - hafi lokið háskólaprófi og hafi jafnframt tveggja ára starfsreynslu eða hafi lokið há- skólaprófi í framhaldsnámi á háskólastigi - hafi góða ensku og/eða frönskukunnáttu. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 32 ára. Pierre Pelanne, deildarstjóri prófdeildar Sam- einuðu þjóðanna heldur fyrirlestur um hæfnis- prófið 20. janúar n.k. í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla íslands, kl. 14.00. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir um þátttöku í hæfnisprófinu verða að berast utanríkisráðuneytinu fyrir 1. mars 1990. Prófstaður verður auglýstur síðar. Reykjavík 11. janúar 1990

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.