Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 3
fréttir Fimmtudagur 18. janúar 1990 - DAGUR - 3 Dýpkunarfélagið hf. á Siglufirði segir Köfunarstöðina hf. og fleiri aðila komast upp með að greiða ekki söluskatt af dýpkunarframkvæmdum: „Hefiir verið eins og sjóræningjafélag" - „þetta er dæmi um leikaraskap þeirra Dýpkunarfélagsmanna“ Jóhannes Lárusson, fram- kvæmdastjóri Dýpkunarfé- lagsins hf. á Siglufirði, segir að á sama tíma og Dýpkunarfé- lagið standi full skii á sölu- skatti af sinni vinnu komist einn af samkeppnisaðilum fyrirtækisins, Köfunarstöðin hf. í Reykjavík, upp með að borga ekki söluskatt af dýpkun. Þá hafi menn grun um að Björgun hf. í Reykjavík borgi ekki fullan skatt af sinni vinnu og vitað sé um að ekki hafi verið greiddur söluskattur af dýpkunarframkvæmdum á vegum Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyjabæjar. Jóhannes segir að gerð hafi verið athugasemd við þessa skip- an mála hjá Fjármálaráðuneyti og skattyfirvöldum en án árang- urs. í ljósi þess liggi næst fyrir að kæra málið til embættis umboðs- manns Alþingis. Kristbjörn Þór- arinsson hjá Köfunarstöðinni hf. segir það rakalausan þvætting að fyrirtæki hans hafi ekki staðið skil á söluskatti af dýpkunarfram- kvæmdum. Hann segir hins vegar verðugt efni fyrir fjölmiðla að kafa ofan í rotin mál Dýpkunar- félagsins hf. Köfunarstöðin átti lægsta tilboð í dýpkun í Kleppsvík í fyrradag voru opnuð tilboð í 200 þúsund rúmmetra dýpkun í Kleppsvík í Reykjavík. Köfunar- stöðin hf. í Reykjavík átti lægsta tilboðið, 43,2 milljónir. Tilboðið er 81,5% af kostnaðaráætlun. Dæluskip hf. á Siglufirði kom næst með 47,4 milljónir, 89,3% af kostnaðaráætlun. Svo til jafn hátt tilboð átti Björgun hf. í Reykjavík. Dýpkunarfélagið hf. á Siglufirði bauð 85,8 milljónir króna. Þetta tilboð iniðast við að gröfuskip verði notað til verks- ins. Suðurverk hf. átti hæsta til- boðið, 100,4 milljónir króna. Að sögn Jóhannesar eru sömu hluthafar í Dæluskipi hf. og Dýpkunarfélaginu hf. Hann segir Sjávarafurðadeild Sambándsins: Verðmæti útflutnings jókst um rúm 40% milli ára - talsverð aukning á öllum markaðssvæðum nema Sovétríkjunum Útflutningur á sjávarafurðum til Taiwan jókst um tæp 70% inilli ára. Útllutningur frystra sjávar- afurða hjá Sjávarafurðadeiid Sambandsins jókst á síðasta ári að magni til um 15,6% en út- flutningurinn var rúmum 40% verðmætari en árið á undan.i Flutt voru út 53,710 tonn fyrir röska 9 milljarða króna. Stór hluti þessa útflutnings fór til Bandaríkjanna eða 14.100 tonn. Aukningin á þennan markað er 2.900 tonn eða 26% og jókst hlutdeild Bandaríkj- anna í útflutningi Sjávarafurða- deildarinnar um 2% á árinu. Samkvæmt upplýsingum frá Sjávarafurðadeildinni varð aukn- ing á öllum markaðssvæðum nema Sovétríkjunum þar sem samdrátturinn var 11%. Þangað fóru 3.200 tonn af frystum sjávar- afurðum á árinu. Aukning varð á hinn bóginn í Vestur-Evrópu. Þangað fóru 23.300 tonn á móti 20.900 tonn- um árið áður. Aukning var því um 2.400 tonn eða 11%. Til Austur-Asíu voru flutt 12.900 tonn á móti 10.700 tonnum árið 1988. Hlutdeild markaðslanda í Austur-Asíu hélt enn áfram að aukast og varð nú 24% á móti 23% árið áður. Þýðingarmestu markaðslöndin í Austur-Asíu voru Japan með 10.172 tonn og Taiwan með 2588. Eftirtektar- vert er að milli ára eykst útflutn- ingurinn til Taiwan um tæp 70%. Af einstökum afurðum varð mest aukning á árinu í útflutningi á frystri loðnu og á frystum loðnuhrognum. Útflutningur Sjávarafurðadeildarinnar á fryst- um loðnuhrognum jókst um 113% en á frystri loðnu um 50%. Aukningin á frystum botnfisk- afurðum var 15% og sala á frystri síld jókst um 25% milli ára. Sam- dráttur varð hins vegar um 14% á sölu frystra hrogna. JÓH Greiðslufrestur á virðisaukaskatti í tolli: Krafa ráðuneytis um banka- ábyrgð verði afnrnmn Á fundi sem Félag íslenskra iönrekenda boðaöi til í vikunni var rætt um nýja reglugerð fjármálaráöuneytisins þess efnis að krefjast bankaábyrgð- ar vegna greiðslufrests á virðis- aukaskatti í tolli. Á fundinum kom fram óánægja með þessa kröfu og sögðu forráðamenn félags iðnrekenda brýnt fyrir iðnaðinn að fá reglugerðinni breytt. Fundarmenn samþykktu eftir- farandi ályktun vegna þessa máls: „Fundur í Félagi íslenskra iðn- rekenda haldinn 16. janúar 1990 skorar á fjármálaráðuneytið að afnema kröfu um bankaábyrgð vegna greiðslufrests á virðisauka- skatti í tolli. Krafan um banka- ábyrgð veldur iðnfyrirtækjum verulegum kostnaði og skerðir möguleika fyrirtækjanna til eðli- legrar lántöku vegna rekstrar. Eitt meginmarkmið virðis- aukaskatts er að jafna samkeppn- isstöðu íslensks iðnaðar gagnvart erlendum keppinautum að því er varðar almenna, óbeina skatt- heimtu. Með kröfunni um banka- ábyrgð verður þessu markmiði ekki náð. í Evrópu er almennt ekki gerð krafa um slíka ábyrgð og ísland sker sig því algerlega úr að því er þetta varðar, einmitt þegar unnið er að því að sam- ræma starfsskilyrði fyrirtækja í Evrópu.“ JÓH að nauðsynlegt hafi reynst að skipta upp fyrirtækinu vegna þess hve um ólíkan rekstur sé að ræða, annars vegar dæluvinnu og hins vegar dýpkun með gröfuút- búnaði. Hafa skilað skýrslum með núll í söluskatt Jóhannes segir að ekki komi á óvart að Köfunarstöðin hf. eigi lægsta tilboðið í þetta verk þar sem ekki sé gert ráð fyrir sölu- skatti af dýpkuninni eins og lög geri ráð fyrir. Hann segir að Köfunarstöðin hf. hafi komist upp með þetta í 8-9 ár. Að sögn Jóhannesar hefur skattyfirvöld- um verið bent á þetta og sömu- leiðis Fjármálaráðuneytinu, en ennþá án árangurs. „Við höfum ætíð staðið skil á söluskatti og það segir sig sjálft að það er mjög slæmt mál ef við getum ekki verið í eðlilegri samkeppni. Vegna þessa höfum við misst verkefni sem nemur tugum milljóna króna. Köfunarstöðin hefur verið eins og sjóræningjafélag. Þeir hafa skilað söluskattsskýrslum með veltutölum og núll í sölu- skatt. Menn á Skattstofunni í Reykjavík hafa haldið að um væri að ræða köfunarþjónustu, vegna þess að nafnið bendir til þess, en hún er undanþegin sölu- skatti. Þeir hafa hins vegar unniö við dýpkun með allskonar til- heyrandi útbúnaði og þannig siglt undir fölsku flaggi. Þeir halda áfram að bjóða í verk án þess að gera ráð fyrir söluskattskilum," segir Jóhannes. Jóhannes segir að fyrir liggi orð hlutaðeigandi aðila í Fjár- málaráðuneytinu um aö Dýpkun- art'élagið hf. hafi staðið rétt aö söluskattsskilum en jafnframt að umræddum samkeppnisaðila beri að skila söluskatti. Hins vegar hafi ekkert gerst í málinu frá því í haust sem leið. „Það hefur ekk- ert gerst í málinu í sex mánuði og það liggur fyrir að við munum kæra þessa söluskattsmismunun til embættis Umboðsmanns Al- þingis.“ Höfum skilað öllum okkar sköttum „Það er alrangt að við höfum ekki skilað söluskatti. Dýpkun- arfélagsmenn ættu ekki að tala svona. Við skilum öllum okkar sköttum eins og okkur ber að gera og höfum alltaf gert. Hvað borgar þetta nýja fyrirtæki Dælu- skip hf. í söluskatt? Hefurðu heyrt það? Þetta er dæmi um leikaraskap þeirra Dýpkunarfé- lagsmanna. Dýpkunarfélagið er í greiðslustöðvun og er samt að bjóða í verk. Jóhannes er ennþá viö sama heygarðshornið og ber þessa vitleysu upp á okkur. Þessi maöur ræðst á okkur úr öllum áttum. Ég verð að fara taka í rassgatið á honum. Viö áttum lægsta tilboðið í verkið í Reykja- vík. Ég held aö þar hafi allir gert ráð fyrir 24,5% virðisaukaskatti, enda fram tekið í útboðsgögn- um.“ Kristbjörn segir að ýmislegt varðandi starfsemi Dýpkunarfé- lagsins sé athugunarefni. Hann segir það t.d. undarlegt að félag- iö fái verk á helmingi hærra verði út um land en fyrirtæki í Reykja-' l vík og það án útboða. Skattaskoðun er ekki lokið í ráðuneytinu Snorri Olsen hjá Fjármálaráðu- neytinu kannaðist vel viö þetta söluskattsmál þegar hann var inntur eftir því í gær. Hann sagöi að málið snéri fyrst og fremst að skattayfirvöldum en ráðuneytið vissi af því. „Við ræð- um ekki skattamál einstakra fyrirtækja en hins vegar er það rétt að Dýpkunarfélagsmenn geröu athugasemd við að tiltekin fyrirtæki í samkcppni við þá borguöu ekki skatta eins og þeim bæri. Okkar svar við því var að taka þessi fyrirtæki í skoðun og henni cr ekki lokið. Ef út úr henni kemur í Ijós að þau hafi ckki borgað skatta eins og þeim ber, þá verður að sjálfsögðu lagt á þau og þeim gert að borga skattana með álagi og viðurlög- um í samræmi við ákvæði skatta- laga.“ óþh Nytt nám á nýju áii Starfsmeontunamámlð Skrifetofiitækni Kenndar eru tölvu- og vúðskipta- greinar. Pú stendur betur að vígi með skrif- stofutækninámið í farteskinu. Hringdu og leitaðu frekari upplýs- ingar í síma 27899. Tökuiræðslan Akureýrf h£ Glerárgötu 34, 4. hæð, sími 27899.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.