Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 18. janúar 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Fólksflutningar
og óskir um búsetu
í byrjun þessarar viku sendi Húsnæðisstofnun ríkisins
frá sér skýrslu sem þegar hefur vakið verðskuldaða
athygli. í skýrslunni er fjallað um búsetuóskir og fólks-
flutninga landsmanna og er hún unnin af Félagsvís-
indastofnun Háskólans upp úr könnun sem fram-
kvæmd var sumarið 1988 fyrir Húsnæðisstofnun. í
skýrslunni kemur fram að rúmlega þriðjungur (38%)
allra þeirra sem búa á 200-1.000 manna stöðum á
landsbyggðinni hafa alvarlega hugleitt brottflutning á
síðustu fimm árum og þá aðallega til höfuð-
borgarsvæðisins. Hið sama á við um litlu lægra hlutfall
íbúa enn minni þéttbýlisstaða. Frá stærstu þéttbýlis-
stöðunum hugsa hins vegar fáir um brottflutning eða
5-6% íbúanna og litlu fleiri úr dreifbýlinu.
Þessar upplýsingar eru mjög áhugaverðar, þótt ást-
æða sé til að taka þeim með vissum fyrirvara. Könnun-
in er gerð fyrir einu og hálfu ári, einmitt á þeim tíma er
erfiðleikar í efnahagslífi, sérstaklega í sjávarútvegi og
fiskvinnslu, voru hvað mestir. Stjórnmálaástand á
þessum tíma var einnig mjög slæmt og mikil óvissa
ríkjandi af þeim sökum. Þess vegna má ætla að svör
þátttakenda í könnuninni endurspegh mjög þá svart-
sýni og jafnvel vonleysi sem ríkti meðal almennings
víða um land á þeim tíma.
Þrátt fyrir þennan fyrirvara er enginn vafi á því að
fyrrnefnd skýrsla hefur að geyma mikilsverðar upplýs-
ingar. Hún er tvímælalaust þarft innlegg í þá byggð-
aumræðu sem átt hefur sér stað hér á landi um langt
árabil. Sem fyrr segir kemur fram í könnuninni að
margir vilja búa annars staðar en þeir nú gera. Sér-
staklega er óánægja með búsetu áberandi á Vestfjörð-
um og Norðurlandi vestra svo og á Austurlandi, ef
marka má könnunina. Á hinn bóginn eru íbúar
Norðurlands eystra og sér í lagi Akureyringar ánægðir
með staðarvalið og vilja fæstir annars staðar vera. Það
er einnig athyglisvert að íbúar dreifbýlisins eru ekki
eins óánægðir með hlutskipti sitt og margir vilja vera
láta, svo og að tíundi hver höfuðborgarbúi vildi helst
búa utan höfuðborgarsvæðisins.
Það hefur margsinnis komið fram að landsmenn
telja atvinnu mál, kjör og félagslega þjónustu veiga-
mestu ástæður þeirrar miklu byggðaröskunar sem átt
hefur sér stað í landinu. í næstu sætum eru húsnæði-
smál, samgöngur og félags- og menningarlíf. Augljóst
er að flestir sem flutt hafa búferlum eða vilja flytja,
gera það vegna óánægju með eitt eða fleiri ofan-
greindra atriða í sinni heimabyggð. í ljósi þessa eru
niðurstöður skýrslunnar þarft umhugsunarefni fyrir
stjórnvöld. Þær eru staðfesting þess að núverandi
byggðastefna er úrelt. Þær eru jafnframt mjög ákveðin
vísbending um það að stjórnvöld þurfi að snúa sér að
því að alefli að styrkja stóra þéttbýliskjarna í öllum
landshlutum og skapa þannig sem öflugast mótvægi
við höfuðborgarsvæðið. Eyjafjarðarsvæðið, með Akur-
eyri sem þungamiðju, hefur þegar sannað ágæti sitt
sem byggðakjarni á Norðurlandi eystra. Þetta svæði
þarf að efla enn frekar á næstu árum. Hliðstæðum
aðgerðum þarf að beita í öllum öðrum landshlutum til
að þar megi rísa öflugir byggðakjarnar. Um þetta þarf
byggðastefna næstu ára að snúast. Að öðrum kosti
verður fólksflóttinn til höfuðborgarsvæðisins ekki
stöðvaður. BB.
íþróttafélagið Akur 15 ára:
Félaginu bárust góðar gjafir
í tilefiii þessara tímamóta
íþróttafélagið Akur, átti 15 ára
afmæli þann 7. desember síð-
astliðinn. Félagið hét lengst af
Iþróttafélag fatlaðra Akureyri
en nafninu var breytt á aðal-
fundi árið 1987. Stofnfélagar
voru 38 en í dag eru félagar á
bilinu 70-80. Fyrsti formaður
félagsins var Stefán Árnason
en núverandi formaður er Jakob
Tryggvason. Félagar í ÍFA,
hafa jafnan staðið sig vel á
íþróttamótum, jafnt hér heima
og erlendis en félagsmenn hafa
tekið þátt í fjölda móta á
erlendri grundu.
í tilefni þessara tímamóta,
bauð stjórn félagsins til kaffi-
samsætis að Bjargi á laugardag-
inn var og þar mætti fjöldi
félagsmanna, auk annarra góðra
gesta. ÍFA bárust árnaðaróskir
og góðar gjafir í tilefni dagsins.
Margrét Rögnvaldsdóttir for-
maður íþróttafélagsins Eikar,
færði félaginu blómvönd og vasa
og Jakob Björnsson formaður
Lionsklúbbsins Hængs, færði
félaginu tvö borðtennisborð að
gjöf fyrir hönd klúbbsins. Lkl.
Hængur hefur stutt við bakið á
félaginu á ýmsan hátt á síðustu
árum og í dag á klúbburinn tvo
fulltrúa í stjórn félagsins, þá
Guðmund Sigurbjörnsson og
Gunnlaug Björnsson.
Ólafur Jensson formaður
íþróttasambands fatlaðra heiðr-
aði félagið með nærveru sinni og
færði hann félaginu árnaðaróskir
í tilefni þessarra tímamóta. Auk
þess færði hann félaginu að gjöf,
Hvatningarbikarinn, sem IFA
mun síðan veita til varðveiðslu,
þeim félagsmanni er þykir standa
sig best á hverju ári. Þá sæmdi
Ólafur þá félaga sem gegnt hafa
formennsku í ÍFA, silfurmerki ÍF
og einnig þá Þröst Guðjónsson
og Magnús Ólafsson, fyrir ötult
starf í þágu ÍFA og ÍF á undan-
förnum árum.
Loks fór fram verðlaunaaf-
hending í Desembermóti ÍFA,
þar sem keppt var í borðtennis og
boccía. Þrír efstu keppendur í
hverjum flokki fengu verðlauna-
peninga að launum og þeir félag-
ar í IFA sem stóðu sig best í
hverjunt flokki, fengu Hafnar-
bikarinn til varðveiðslu í eitt ár.
Fjölmargir gestir voru mættir í kaffisamsæti ÍFA á laugardaginn, bæði
félagsmenn og aðrir góðir gcstir.
Jakob Björnsson formaður Lkl. Hængs færði ÍFA að gjöf tvö borötennis-
borð fyrir hönd klúbbsins, sem Jakob Tryggvason formaður félagsins veitti
viðtöku. Sitjandi á myndinni eru Ólafur Jensson formaður ÍF og Margét
Rögnvaldsdóttir formaður íþróttafélagsins F.ikar. Myndír: kk
Hafnarbikarinn er gefinn af Ak-
ureyrarhöfn og var nú afhentur í
annað skipti.
í boccía var keppt í A-, B- og
öldungaflokki. í A-flokki sigraði
Stefán Thorarensen ÍFA, í öðru
sæti varð Sigurrós Karlsdóttir
ÍFA og í þriðja sæti Elvar Thor-
arensen ÍFA. í B-flokki sigraði
Helga Helgadóttir ÍFA, Kolbrún
Sigurðardóttir ÍFA hafnaði í
öðru sæti og Svava Vilhjálms-
dóttir ÍFA í því þriðja. í öld-
ungaflokki hafnaði Tryggvi
Gunnarsson ÍFA í fyrsta sæti og
Þorsteinn Williamsson ÍFA í
öðru sæti.
í borðtennis stóðu félagar í
Magna á Grenivík sig best og
röðuðu sér í tvö efstu sætin. í
fyrsta sæti varð Stefán Gunnars-
son, í öðru sæti Gísli Gunnar og í
þriðja sæti Sævar Helgason ÍFA.
Núverandi stjórn ÍFA skipa
þau Jakob Tryggvason, Jósep
Sigurjónsson, Kristín Þórsdóttir,
Guðmundur Sigurbjörnsson og
Gunnlaugur Björnsson. -KK
Fjórir fyrrverandi furmenn ÍFA og núverandi formaður, voru sæmdir silfurmerki íþróttasambands fatlaðra í afmæl-
ishófi félagsins og einnig þeir Þröstur Guðjónsson og Magnús Ólafsson, fyrir ötult starf í þágu ÍFA og ÍF. Á mynd-
inni eru f.v. Ólafur Jensson formaður ÍF, Stefán Árnason fyrsti formaður ÍFA, Júlíanna Tryggvadóttir, Snæbjörn
Þórðarson, Rúnar Þór Björnsson, Jakob Tryggvason núverandi formaður og Þröstur Guðjónsson. Á myndina vant-
ar Magnús Ólafsson.