Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 18. janúar 1990 - DAGUR - 11 -J íþróftir Stefán í Tindastól? Tindastólsmenn á Sauðárkróki standa nú í viðræðum við Stef- án Arnarson, fyrrverandi markvörður KR-inga, um að hann verji mark félagsins í 2. deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Stefán staðfesti í samtali við Dag að hann væri að velta þessu máli fyrir sér. „Því er ekki að neita að mig er farið að klæja í fingurna að spila aftur og það gæti alveg eins verið að ég myndi ganga til liðs við Tindastól. Ég hef hins vegar tekið mér frest fram í næstu viku að svara norðanmönnum," sagði Stefán. Stefán, sem er 26 ára, lék með KR-ingum og Valsmönnum í 1. deildinni en lék ekkert á síðasta keppnistímabili. Hann er nú einn af lykilmönnum Gróttuliðsins í handknattleik en lék á sínum tíma tvo U-18 landsleiki í knatt- spyrnu fyrir íslands hönd. Pað er ekki spurning að Stefán myndi fylla vel í skarð Gísla Sigurðsson- ar sem hefur, eins og kunnugt er, gengið til liðs við Skagamenn. Stefán Arnarson markvörður. Haukur Eiríksson frá Akureyri er einn þeirra sem tekur þátt í Vasa-göng- unni. Karfa: Góð byijun Þórs dugði ekki gegn ÍR Þórsarar náðu ekki að fylgja eftir ágætri byrjun í leiknum í Úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik gegn ÍR. Eftir að hafa náð 11 stiga forskoti á tímabili í fyrri hálfleik misstu Þórsarar taktinn og töpuðu leiknum með 16 stiga mun, 83:67. Þórsarar byrjuðu leikinn með miklum krafti og komust fljót- lega í 12:4. Þessum mun héldu gestirnir fram eftir hálfleikn- um og þegar um 5 mínútur voru til leikhlés höfðu þeir 8 stiga forskot, 37:29. Þá hljóp allt í baklás hjá Akureyringunum og ÍR-ingarnir skoruðu fimmtán stig gegn tveimur Þórsara. Staðan í leikhléi var því 44:39 fyrir Reyk- víkingana. ÍR-ingar héldu þessu forskoti allt til leiksloka. Að vísu náðu Þórsarar að minnka muninn í 4 stig, 65:61, þegar um átta mínút- ur voru til leiksloka en fóru þá mjög illa meö mörg upplögð tækifæri og mistókst því að draga ÍR-liðið að landi. Undii lok leiks- ins var eins og gestirnir gæfust upp og gekk þá ÍR á lagið og vann öruggan sigur, 83:67. Skíðaganga: Tólf Norðlendmgar til Vasa - stór hópur íslendinga í þessa þekktu göngu Stór hópur íslendinga ætlar að taka þátt í hinni frægu Vasa- göngu í Svíþjóð í byrjun mars. I heild eru það 24 íslendingar sem ætla að ganga og af þeim hópi eru tólf Norðlendingar, tíu frá Akureyri, einn frá Olafsfirði og einn úr Fljótun- um. Vasa-gangan er ein þekktasta skíðaganga í heimi og árlega skíða um 10-12 þúsund manns þessa 90 knt sem leggja þarf að baki til að Ijúka göngunni. Sigurður Aðalsteinsson, einn af forsvarsmönnum íslensku göngugarpanna, sagði að þetta væri stærsti hópur íslendinga sem Unglingalandsliðið í badminton til Austurríkis: Eigum möguleika gegn Finnum - rætt við Konráð Þorsteinsson úr TBA Konráð Þorsteinsson úr TBA heldur á miðvikudaginn til borgarinnar Pressbaum í Aust- urríki til að spila með ungl- ingalandsliði Islands í Evrópu- keppninni í badminton. Þar mæta Islendingar Finnum og Pólverjum í B-hópi og er Konráð einn af sex unglinga- landsliðsmönnum Islands. „Ferðin leggst vel í mig. Ég er Staðan í handboltanum - 3. deild B-riðill: Völsungur 10 8-1-1 265:212 16 ÍH 10 6-1-3 251:208 13 Fram-b 8 6-0-1 226:196 12 Fylkir 9 5-1-3 253:223 11 UBK-b 8 5-0-3 193:192 10 Grótta-b 8 2-0-6 169:192 4 Ármann-b 7 1-1-5 169:209 3 Ögri 7 1-0-6158:198 2 Reynir 71-0-6157:211 2 Næsti leikur Völsunga er gegn UBK-b á föstudags- kvöldið á Húsavík kl. 20.00. Þetta er mikilvægur leikur því eini leikurinn sem Völsungar hafa tapað var einmitt gegn Blikunum. í ágætis æfingu og það verður gaman að takast á við þetta verk- efni,“ sagði Konráð í samtali við Dag en ásamt Konráði eru tveir drengir frá Borgarnesi og þrjár stúlkur úr TBR í unglingalands- liðinu. Borgin Pressbaum í Austurríki er rétt fyrir utan Vín og þar hefst keppnin fimmtudaginn 25. janú- ar. íslendingar leika fyrst gegn Finnum og þar ættum við að eiga þokkalega möguleika. Síðan á laugardag verður spilað við Pól- Konráð Þorsteinsson badminton- kappi. land en Pólverjarnir eru með mjög sterkt lið. Liðunum í þessari keppni er skipt niður í riðla líkt og í HM í handknattleiknum. Þegar riðla- keppninni lýkur þá spila íslend- ingar við eitthvert landslið sem hefur lent í sama sæti og íslend- ingar í sínum riðli. íslenska liðið kemur aftur til landsins á sunnudaginn og er von á Konráði aftur til Akureyrar á mánudag. hefði farið í þessa göngu. Einu sinni áður, árið 1984, hafi verið skipulögð ferð til Vasa og þá hafi 10 íslendingar farið. í þessa ferð þurfti að skrá sig fyrir 15. nóvember þannig að menn hafa haft töluverðan tíma til að undirbúa sig fyrir keppnina. „Enda þurfa menn að vera í nokkuð góðu formi til að ganga þessa vegalengd," sagði Sigurð- ur. Snjóleysi hefur nú verið að gera íslensku göngumönnunum gramt í geði því það fer enginn að ganga þessa 90 km æfingalaus. ísfirðingarnir voru á hjólaskíðum fram að jólum en þar er nú kom- inn þokkalegur snjór. Akureyr- ingarnir hafa hlaupið og gengið í Kjarnaskógi þannig að þeir ættu að verða tilbúnir 4. mars er gang- an fer fram. Engin kona er meðal íslensku þátttakendanna, en þó nokkur hópur af kvenfólki gengur Vasa- gönguna á hverju ári. Sigurður sagði að engar konur hefðu feng- ist til að fara með þeim að þessu sinni og yrðu þeir strákarnir bara að sætta sig við það. Skíði: Kristinn keppir á HM-unglinga í mars - mótið fer fram í V-Þýskalandi Kristinn Björnsson frá Ólafs- tlrði verður að öllum líkindum fulltrúi íslands á heimsmeist- aramóti unglinga í alpagrein- um sem fram fer í V-Þýska- landi í byrjun mars. Hann hef- ur sýnt miklar framfarir í vetur og ætti að geta staðið sig vel á því móti. íslenska landsliðið í alpagrein- um tók þátt í tveimur mótum í Osló í Noregi um síðustu helgi. íslensku keppendunum gekk ekki sem best og náði Kristinn skástum árangri en hann lenti í 46. sæti og 47. sæti af rúmlega 200 keppendum. Sigurvegari var Sverre Melby frá Noregi, en hann sigraði einnig á Flugleiða- mótinu á íslandi í fyrra. Jón Örn Guðmundsson og Konráð Óskarsson áttu ágætan leik fyrir Þór í fyrri hálfleik en duttu niður í þeirn síðari. Eiríkur Sigurðsson var drjúgur að vanda og bróðir hans, Jóhann, átti góða spretti. Dan Kennard var í strangri gæslu Tommy Lee í sókninni en tók mörg varnarfrá- köst að vanda. Hjá ÍR var Björn Steffensen góður en einnig átti ungur leikmaður, Björn Bollason ágæt- an leik. Ekki bar mikið á Banda- ríkjamanninunt Tommy Lee að þessu sinni. Dómarar voru þeir Kristinn Albertsson og Jón Guðmundsson og dæmdu þeir þokkalega. Stig Þórs: Jón Örn Guðmundsson 16, Konráð Óskarsson 15, Eiríkur Sigurðs- son 11, Dan Kcnnard II. Björn Sveins- son 6, Jóhann Sigurðsson 6 og Stefán Friölcifsson 2. Stig IR: Jóhannes Sveinsson 17. Björn Steffensen 16. Tommy Lee 14. Björn Bollason 14. Sigurður Einarsson 10, Kristján Einarsson S. Björn Leósson 2 og Eggert Garðarsson 2. bjb/AP Björn Sveinsson skoraði 6 stig gegn ÍR. Mynd: TLV Staðan í körfunni A-riðill: ÍBK 18 14- 4 1808:1495 28 Grindavík 18 11- 7 1457:1427 22 Valur 18 7-11 1464:1473 14 ÍR 19 7-12 1484:1612 14 Rcynir 18 1-17 1237:1662 2 B-riðill: KR 18 16- 2 1391:1225 32 UMFN 18 15- 3 1620:1210 30 Haukar 18 8-10 1593:1476 16 UMFJ 18 8-10 1523:1501 16 Þór 18 4-14 1504:1701 8

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.