Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 18. janúar 1990 fréttir Dalvíkurtogarar: Fiskuðu fyrir 450 milljónir króna Dalvíkurtogararnir fjórir, Björgvin, Björgúlfur, Baldur og Dalborg veiddu samtals 9246 tonn á síðastliðnu ári. Yerðmæti aflans er um 450 milljónir króna. Björgvin fiskaði mest á síðasta ári af Dalvíkurtogurunum, 3114 tonn, að verðmæti 141 milljón króna. í öðru sæti kemur hinn togari Útgerðarfélags Dalvík- inga, Björgúlfur, með 2563 tonn að verðmæti 130 milljónir króna. Baldur skipar þriðja sæti með 1834 tonna heildarafla að verð- mæti 83,5 milljónir króna. Dalborg náði 1501 tonni af bolfiski á síðasta ári að andvirði 75,9 milljónir króna. Þá veiddi hún 234 tonn af rækju fyrir rúmar 19 milljónir króna. Heildarafli Dalborgar er því 1735 tonn og verðmæti hans er 94,9 milljónir króna. Ekki liggja fyrir tölur um afla og aflaverðmæti Blika á síðasta ári. óþh BæjaiMtrúar heimsækja Mjólkursamlag KS Bæjarfulltrúar á Sauðárkróki heimsóttu Mjólkursamlag KS fyrr í vikunni. Nutu þeir leið- sagnar samlagsstjóra og kaup- félagsstjóra um húsnæðið og síðan var öllum boðið í kaffi á eftir. Samlagsstjóri, Snorri Everts- son og ostameistarinn Haukur Pálsson fylgdu gestunum um vinnslusali þar sem þeir skýrðu verk og vinnslu. Að lokinni skoð- Um virðisauka- skattskylda vöru Þann 11. janúar sl. gaf Verðlags- stofnun út svohljóðandi tilkynn- ingu: „Athygli þeirra, sem fram- leiða, flytja inn eða kaupa virðis- aukaskattskylda vöru til endur- sölu er vakin á því að óheimilt er að telja skattinn til kos'tnaðar- verðs vöru og skal skatturinn því ekki vera hluti af álagningar- stofni.“ unarferð um vinnslulínuna var safnast saman í kaffistofu sam- lagsins þar sem kaupfélagsstjóri og samlagsstjóri fluttu stutt ávörp og svöruðu fyrirspurnum gest- anna. Nokkur umræða varð um skýrslu afurðastöðvanefndar í mjólkuriðnaði, sem skilað var síðasta haust. í máli Kaupfélags- stjóra kom fram að ýmislegt í þeirri skýrslu væri varla nógu vel grundað. M.a. þætti mönnum sem mikil framleiðsluáhætta væri tekin með því að hafa alla osta- framleiðslu landsins í einni afurðastöð, svo sem skýrslan ger- ir ráð fyrir, svo og þætti líklegt að mikilvæg tækni og verkþekking færi forgörðum með þessum ráð- stöfunum. í máli bæjarfulltrúa kom fram að þeim hugnaðist vel rekstur Mjólkursamlags KS og í lokin lýsti Aðalheiður Arnórsdóttir forseti bæjarstjórnar yfir ánægju sinni og annarra bæjarfulltrúa með þessa heimsókn. kj ÍlÍtíííI ÍÞRÓTTADEILD 1I LÉTTIS 'VAKUBSYIB/ Félagsfundur verður haldinn í Skeifunni, fimmtudaginn 18. janúar kl. 20.30. Fundarefni: Íþróttahátíð, kynning. Önnur mál. Félagar hvattir til aÖ mæta. Stjórnin. i Fulltrúar 17 sveitarfélaga við Eyjafjörð undirrituðu í vikunni samning um sameiginlega þátttöku þeirra í stjórnun og framkvænidum við framhaldsskólann á svæðinu, í tilefni af gildistöku nýrra laga um framhaldsskóla. Samning- urinn var undirritaður í húsakynnum Verkmenntaskólans á Akureyri og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Mynd: KL Sunnudagsbíltúr hjóna á Akureyri: Sáu öm norðan við Gáseyri - líklega ókynþroska ungfugl, telur Ævar Petersen, fuglafræðingur Örn sást norðan við Gáseyri sl. sunnudag. Hjón frá Akureyri í sunnudagsbíltúr áttu leið þarna og veittu athygli gríðar- stórum fugli sem sat á að giska tíu metrum frá veginum. Að sögn mannsins var hann kominn framhjá fuglinum þegar þau hjónin urðu hans vör. Hann bakkaði þá bílnum og hugðist skoða fuglinn betur. Örninn hóf sig umsvifalaust á loft og sveif á bridds vit óvissu og ævintýra. Að sögn mannsins leikur enginn vafi á að um örn var að ræða. Hann sagð- ist hafa séð fálka og þessi fugl hafi verið mun stærri. Ævar Petersen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun, segir að annað slagið láti fólk vifa um erni á Norðurlandi. „Þetta hefur án efa verið ókynþroska ungfugl. Þeir flakka oft um, bæði á vet- urna og sumrin. Þeir verða ekki immi--------------------- kynþroska fyrr en fimm til sjö ára gamlir og þangað til flækjast þeir um. Örninn er sjaldséður á Aust- urlandi, fjærst varpstöðvunum á Vesturlandi og Vestfjörðum.“ Ævar segir að ekki sé nákvæm- lega vitað um stærð Arnarstofns- ins. Þó sé álitið að í landinu séu 35 varppör. Hins vegar segir hann að óvissu gæti um fjölda ókynþroska fugla. í heildina megi þó ætla að Arnarstofninn telji 120 fugla. óþh Bridgefélag Sigluijarðar: Sigluij arðarmótið í sveita- keppni farið af stað Það hefur verið í nógu að snúast hjá félögum í Bridgefélagi Siglu- fjarðar undanfarna mánuði. Fé- lagið stóð fyrir kynningarkvöld- um í nóvember og desember sl. Auglýst var kennsla og var 5 nýj- um pörum raðað með 5 efstu pör- unum úr Siglufjarðarmótinu. 9 sveitir spiluðu í hraðsveitakeppni og varð röð efstu para þessi: Hraðsveitarkeppni 14/11 og 21/11: stig 1. Sveit Ingu Jónu Stefánsd. 753 2. Sveit Jakobínu Þorgeirsd. 725 3. Sveit Birkis og Ingvars Jónss. 681 4. Sveit Eiríks Pálssonar 677 5. Sveit Önnu Láru Hertevig 671 Hraðsveitarkeppni 28/11 og 4/12: stig 1. Sveit Ónnu Láru Hertevig 981 2. Sveit Þorsteins Jóhannssonar 909 3. Sveit Ingvars og Birkis Jónss. 907 4. Sveit Margrétar Þórðardóttur 871 5. Sveit Jónu Ragnarsdóttur 865 Um miðjan desember kepptu 40 ára og eldri við ungliðana í félaginu og er skemmst frá því að segja að öldungarnir sigruðu. Milli jóla og nýárs fór fram hin árlega bæjakeppni á milli norð- ur- og suðurbæjar og vann suður- bær með nokkrum yfirburðum. Siglufjarðarmótið í sveita- keppni hófst í síðustu viku, með þátttöku 10 sveita. Nýliðar sem hófu spilamennsku í haust, fá forgjöf, þ.e. 25 impa á par í hverjum leik. Eftir 2 umferðir er staða efstu sveita þessi: stig 1. Sveit Þorsteins Jóhannssonar 47 Nú er lokið 11 umferðum af 27 í Akureyrarmóti Bridgefélags Akureyrar, tvímenningi. Spil- aður er barometer, 5 spil milli para. Keppnisstjóri sem fyrr er Albert Sigurðsson en útreikn- ing á tölvu annast Margrét Þórðardóttir. Staðan eftir 11 umferðir er þessi: stig 1. Hermann Tómasson/ Ásgeir Stefánsson 121 2. Grettir Frímannsson/ Frímann Frímannsson 113 2. Sveit íslandsbanka 46 3. Sveit Ingu Jónu Stefánsdóttur 38 4. Sveit Birgis Björnssonar 35 5. Sveit Bjarkar Jónsdóttur 31 Kjördæmismót Norðurlands vestra í tvímenningi verður hald- ið í Fljótunum 3. febrúar næst- komandi. 3. Páll Pálsson/ Þórarinn B. Jónsson 104 4. Pétur Guðjónsson/ Anton Haraldsson 98 5. Stefán Ragnarsson/ Hilmar Jakobsson 94 6. Jón Sverrisson/ Máni Laxdal 73 7. Örn Einarsson/ Hörður Steinbergsson 69 8. Sigurður Guðvarðarson/ Jón A. Hermannsson 54 9. Sveinbjörn Sigurðsson/ Stefán Stefánsson 46 10. Jónas Róbertsson/ Bjarni Sveinbjörnsson 43 Akureyrarmót Bridgefélags Akureyrar: Hermann og Ásgeir efstir að loknum 11 umferðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.