Dagur - 18.01.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 18. janúar 1990
*
I vetur hefur verið
unnið mikið við
áframhaldandi upp-
byggingu skíða-
svæðisins í Hlíðar-
fjalli. Stærstu fram-
kvæmdirnar eru
bygging húss fyrir
göngufólk og upp-
setning nýrrar lyftu í
Hólabraut. Einnig
hafa skolpleiðslur
frá Skíðastöðum
verið endurnýjaðar
og fleiri viðhalds-
verkefni mætti
nefna. En nú þegar
framkvæmdum er
að ljúka vantar bara
snjóinn.
Nýja lyftun leysir togbrautina í Hólabraut af hólmi. ívar Sigmundsson sló því fram í gamni að lyftan væri fyrir börn, byrjendur og konur, en hvað sem því líður
þá bætir hún skíðaaðstöðuna í Hlíðarfjalli til muna. Myndir: kl
■'«%*
Skíðasvæðið í HKðarQaHi:
ívar Sigmundsson, forstöðu-
maður Skíðastaða, var beðinn að
gera grein fyrir uppbyggingunni í
vetur og talið barst fyrst að hús-
inu sem byggt var við skíða-
göngubrautirnar.
„Skíðaráð Akureyrar er að
byggja hús við göngubrautina og
er það hugsað sem aðstaða fyrir
fólk sem er að trimma sér til
ánægju og einnig sem keppnis-
aðstaða. Þarna verður aðstaða
fyrir tímatöku, snyrtingar og
fleira. Þetta er raunar hliðstæð
aðstaða og komin er fyrir alpa-
greinaliðið uppi í Strýtu.
Húsið er langt komið. Væntan-
lega verður byrjað að mála það
að innan í þessari viku og ég
reikna með að það verði tekið í
notkun í byrjun febrúar,“ sagði
ívar.
Hús og lýsing
við göngubrautina
Skíðaráð Akureyrar hefur byggt
þetta hús frá grunni og fjármagn-
að það upp á eigin spýtur. Hafist
var handa við bygginguna í ágúst
og er húsið nú nánast fullklárað.
Við göngubrautina hefur einnig
verið komið upp lýsingu og hægt
er að ganga nokkurn spotta sem
er upplýstur. ívar sagði að mark-
miðið væri að auka þessa lýsingu
smátt og smátt.
- Er kannski hægt að rekja
þessar framkvæmdir við göngu-
brautarinnar til vaxandi áhuga á
skíðagöngu?
„Já, tvímælalaust. Áhuginn
hefur vaxið feykilega mikið og
staðreyndin er sú að þegar komið
er fram í mars er göngufærið oft
búið í Kjarnaskógi og þá kemur
fólk hingað upp í Hlíðarfjall á
kvöldin. Ég er alveg klár á því að
ef brautin væri upplýst þá kæmi
fleira fólk. Um helgar er mjög
margt fólk hérna á gönguskíðum
og göngufólki hefur fjölgað mjög
á síðastliðnum árum. Þetta er
mjög ánægjulegt,“ sagði ívar.
- En hvað með aðrar fram-
kvæmdir í vetur?
„Við tókum í gegn allar skolp-
lagnir frá húsinu í sumar, lögðum
nýjar og settum rotþrær. Þetta
var ansi illa farið eftir 30 ára
notkun. Það var grafið hér langt
niður í fjall og gengið mjög vel
frá þessu. Þetta var heilmikið
verk.“
„Lyfta fyrir börn,
byrjendur og konur!“
- Hvenær var síðan hafist handa
við nýja skíðalyftu?
„Bæjarstjórnin ákvað í byrjun
september, ef ég man rétt, að
byggja lyftu í Hólabraut. Við
höfðum óskað eftir því að ráðist
yrði í þessa framkvæmd og eftir
samþykki bæjarstjórnar var
stokkið til, lyftan teiknuð og síð-
an pöntuð. Skíðaráð Akureyrar
tók að sér að byggja undirstöð-
urnar, en þarna eru mjög dugleg-
ir menn. Þeir gerðust verktakar
að þessu verki og notuðu það
sem fjáröflun að gera lyftuna
klára fyrir uppsetningu. Við
reistum hana síðan og var hún
komin upp í byrjun janúar. Þessa
dagana erum við að prufukeyra
lyftuna."
- Þessi lyfta er í Hólabrautinni
og þá væntanlega fyrir börn, eða
hvað?
„Jú, þetta er lítil lyfta. Ég hef
sagt að hún sé fyrir börn, byrj-
endur og konur, en það hefur
ekki vakið mikla lukku, sérstak-
lega ekki hjá konum. Þessi lyfta
er rétt um 300 metra löng, hæð-
armunurinn er 45 metrar og hún
getur flutt 800 manns á klukku-
stund. Þetta er diskalyfta, hlið-
stæð þeirri í Hjallabrautinni en
þó meira sniðin fyrir lítil börn.
Aðgangur að togbrautinni sem
var í Hólabraut var ókeypis en í
vetur verður tekin upp sala á
kortum í nýju lyftuna."
- Ég þarf varla að spyrja að
því, nýja lyftan hlýtur að vera
mun öruggari en togbrautin.
„Já, þetta er alvöru lyfta með
möstrum og vírinn er í þriggja
metra hæð, þannig að menn eiga
ekki að geta slasað sig á þeim.
Það var fyrst og fremst þess
vegna sem ráðist var í þessar
framkvæmdir. Álagið var mikið á
gömlu togbrautinni og við vorum
hálf hræddir þegar þar var mikið
af óvönu fólki. Auk þess er flutn-
ingsgeta nýju lyftunnar miklu
meiri og við erum vissir um að
aðsókn í Hólabrautina mun auk-
ast.“
Nánast enginn snjór
ívar sagðist nú bara bíða eftir
snjónum. Það var éljagangur
þegar ég ræddi við hann fyrr í
vikunni en áður en menn geta
farið að renna sér á skíðum í
Hlíðarfjalli verður að koma
almennileg ofankoma.
„Það er nánast enginn snjór
hérna. Við höfum keyrt á bíl um
allt fjallið í sambandi við lyftu-
bygginguna og það hefur vissu-
lega gert verkið auðveldara. Það
er ekki nægur snjór fyrir troðar-
ann.“
í þessu sambandi má benda á
að þeir sem ætluðu í skíðaferðir
til Akureyrar í þessum mánuði
eru þegar farnir að afpanta, sú
var a.m.k. raunin á einu hóteli
bæjarins.
„Þetta er ekkert óvenjulegt.
Við opnuðum í fyrra 28. janúar
við svipaðar aðstæður, mjög
lélegar, enda gekk þetta brösu-
lega fram til 10. febrúar þegar
loks fór að snjóa eitthvað að ráði.
En ætli við verðum ekki bæn-
heyrðir fljótlega,“ sagði ívar og
var bjartsýnn.
í vetur verður heilmikið um að
vera í Hlíðarfjalli. Síðustu vik-
una í mars verður Vetrarhátíð
íþróttasambands íslands. í
tengslum við hátíðina verða hald-
in skíðamót fyrir fullorðna og
unglinga, og er rætt um alþjóð-
legt mót í því sambandi. Einnig
verður vélsleðakeppni á skíða-
svæðinu og áhersla lögð á trimm
og almenningsíþróttir. Niðri í bæ
verður keppt á skautum og í
hestaíþróttum.
Mikið um að vera
tvo síðustu mánuðina
Páskarnir verða hálfum mánuði
eftir vetrarhátíðina og þá verður
að vanda mikið um að vera í
Hlíðarfjalli. Má þar nefna Flug-
leiðamót þar sem bæði verður
keppt í flokki unglinga og full-
orðinna og síðan Andrésar andar
leikana, en haldið verður upp á
15 ára afmæli leikanna í vor. í
fyrra voru keppendur um 600 og
ekki verða þeir færri nú á þessu
stærsta skíðamóti landsins.
„Þetta fer rólega af stað en síð-
an verður allt á öðrum endanum
síðustu tvo mánuðina, eins og
venjan hefur verið,“ sagði ívar.
Með tilkomu nýrrar skíðalyftu
í Hólabraut og skála fyrir göngu-
fólk að ógleymdum upplýstum
göngubrautum þá eru aðstæður
fyrir skíðafólk orðnar mun betri
en áður í Hlíðarfjalli. Forsvars-
menn í atvinnulífinu og ferða-
þjónustu hafa löngum litið fjallið
hýru auga og skíðaferðir til
Akureyrar hafa m.a. fengið
nokkurn hljómgrunn í Banda-
ríkjunum. En eins og staðan er í
dag eru berir melar í brekkunum
og menn verða að bíða uns mjöll-
in hefur klætt þá í sinn hvíta kjól.
SS
Vélsleðamarkaður
Vlltu selja?
Vlltu kaupa? vé\sieí>atoVK’
Vlltu skípta?
Komið með gamla sleðann
á útimarkaðinn á vélsleðasýningunni
í Iþróttahöllinni nk. laugardag og sunnudag
L.I.V.