Dagur - 19.01.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 19.01.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 19. janúar 1990 13. tölublaö Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMHMR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Hvammstangi: Hlutafélagið Orðtak-fjarvinnu- stofa stomað fyrir 1. mars nk. Akveöið hefur veriö að stofna hlutafélag um fjarvinnustofu á Hvammstanga. A fundi sl. miðvikudagskvöld var ákveðið að hlutafélagið fengi nafnið Orðtak-fjarvinnustofa. Stefnt er að þriggja milljóna króna hlutafé. Fjarvinnustofan hefur loforð fyrir húsnæði í eigu Héraðssjóðs að Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Steingrímur Steinþórsson, kennari, veitir henni forstöðu fyrst um sinn. Karl Sigurgeirsson, umsjónar- maður átaksverkefnis í atvinnu- málum, hefur haft með undir- búning að stofnun hlutafélags um fjarvinnustofu að gera. Hann segir að næstu skref í málinu verði að leita tilboða frá tölvufyr- irtækjum í stofntækjabúnað fjar- vinnustofunnar. Áætlað er að hann kosti um 3 milljónir króna. f>á hefur verið ákveðið að senda út fréttabréf til kynningar á Orð- taki-fjarvinnustofu þar sem fólki verður boðinn hlutur í fyrirtæk- inu. Karl segir að menn séu ákveðn- ir í að fara gætilega af stað og ráðast í fyrstu í ekki meira en það sem fyrirtækið ræður við. Hann segir greinilega mikinn áhuga fyr- Ólafsfjörður: Bensíngos við sjoppu Eitthundrað og tuttugu lítrar af bensíni fóru út um víðan völl við bensínafjgreiðsu söluskála Skeljungs í Olafsfirði í gær. Einhverra hluta vegna gleymd- ist að fjarlægja bensínslöngu úr Subaru-bifreið eftir áfyllingu. Ökumaður ók á brott og slangan fylgdi með. Afleiðingarnar voru þær að slangan klipptist í sundur og 120 lítrar af bensíni fóru niður. Hvorki bifreið né bensíntanki varð að öðru leyti meint af. óþh 'ir slíkri fjarvinnustofu og vitað sé um að margir hyggist gerast bein- ir aðilar að henni. Engir fastir starfsmenn verða ráðnir en fólk tekur að sér verkefni sem verk- takar. Til greina kemur útgáfu- starfsemi hverskonar, þýðingar og fleira. Þó svo að fjarvinnustof- an hafi aðsetur á Hvammstanga er að sögn Karls opin leið að fólk sem hefur einkatölvur vinni verk- efnin heima. Karl segist m.a. vonast til að fjarvinnustofan fái verkefni frá hinu opinbera. „Við ætlumst til þess að fá til- boð innan tveggja vikna frá tölvufyrirtækjunum og stefnum að öðrum fundi eftir tvær vikur með það fyrir augum að stofna hlutafélagið fyrir 1. mars nk.,“ segir Karl. óþh Þorrinn byrjar í dag með tilheyrandi átveislum. Að venju blóta menn þorra með kjötmeti, hákarli, laufabrauði, rúg- brauði, harðfiski og guð má vita hverju. A baksíðu blaðsins í dag er gagnmerk úttekt á þorranum. Mynd: KL Siglfirðingar reiðir Vegagerðinni vegna fyrirkomulags á snjómokstri: „Ég veit ekki af hverju við erum annars flokks borgarar Mikill urgur er nú í Siglfirðing- um út í Vegagerð ríkisins vegna fyrirkomulags á snjó- mokstri á veginum til Siglu- fjaröar. Mokað er til Siglu- fjarðar þrisvar í viku; mánu- daga, þriðjudaga og föstudaga og segja Siglfirðingar það óskiljanlega stífni Vegagerðar- innar að ef ekki sé vegna veð- urs hægt að moka á moksturs- dögum komi ekki til greina að moka næsta dag. Þá er það gagnrýnt að snjó- mokstri til Siglufjarðar sé fjar- stýrt frá höfuðstöðvum Vega- gerðarinnar á Sauðárkróki. Á það er bent að ruðningstæki sé staðsett í Ketilási og moksturs- maður heimilisfastur á Sauðár- króki. Siglfirðingar telja eðlileg- ast að ruðningstæki og maður til að stjórna því sé á Siglufirði og stjórn á mokstrinum sé alfarið í höndum heimamanna. Sigurður Hilmarsson hjá Siglu- fjarðarleið segir að sl. föstudag hafi vegagerðarmenn hlaupið frá hálfnuðu verki og neitað að moka á laugardag. í Ijósi þess hafi hann ákveðið að moka á kostnað sinn og Sigluness hf. „Staðreyndin er sú að þessir hlut- ir verða aldrei til friðs fyrr en þessum málum er stjórnað héðan frá Siglufirði. Ég vcit ekki af hverju við erurn annars flokks borgarar í þessu landi. Við erum með sameiginlega heilsugæslu með Fljótunum og fáum ekki mokstur daglega en allir aðrir staðir á Norðurlandi vestra fá mokstur daglega vegna sameigin- lcgrar heilsugæslu," sagði Sigurð- ur. „Það er algjörlega fráleitt að snjómokstri hér sé stjórnaö af manni á Sauðárkróki og hann ráðskist með allar samgöngur á landi við Siglufjörð,“ bætti hann við. Þetta mál var rætt á bæjar- stjórnarfundi á Siglufirði í gær og létu menn þar þung orð falla. Ekki var ályktað um málið cn búist er við að það komi til umræðu á næsta bæjarráðsfundi. Ekki tókst að ná tali af for- svarsmönnum Vegagcrðarinnar á Sauðárkróki í gær og fengust þau svör að þeir væru staddir í Fljótum. Hjörleifur Ólafsson, hjá vegacftirlitinu í Reykjavík sagði það ekki rétt að mokstur til Siglufjarðar væri einungis Fljóta- megin frá. Vegagerðin leigði tæki frá Sjglufjaröarbæ til þcss að moka á móti tækjunum í Fljót- um. Þá sagði Hjörlcifur að með því að staðsetja blásara í Kctilási teldu menn að hann nýttist betur í mokstur í aðrar áttir en ef hann væri staðsettur á Siglufirði. Hjörleifur taldi að ef fram kæmi mjög eindrcgin ósk Sigl- firöinga um breytingu á núver- andi fyrirkomulagi yrði hún gaumgæfilega skoöuð. óþh Jafnréttisráðgjafi Akureyrarbæjar: Uppstillingarnefndir framsóknar- og sjálfstæðismanna á Akureyri vinna að tillögu um framboðslista flokkanna: Framsókn tílbúín um mánaðamót og sjálfstæðísmenn í febrúar hinir flokkarnir komnir styttra við val á frambjóðendum Tveir stjórnmálaflokkanna sem nú eiga fulltrúa í bæjar- stjórn Akureyrar, Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðis- flokkur, hafa lokið skoðana- könnun vegna bæjarstjórnar- kosninganna í vor og uppstill- ingarnefndir beggja flokka vinna þessa dagana að tillögu um listauppstillingu. Eftir því sem næst vcrður komist eru framsóknar- og sjálfstæðis- menn lengst komnir af flokk- unum við val frambjóðenda til bæjarstjórnarkosninganna á Akureyri í vor. Framsóknarmenn höföu skoðanakönnun dagana 6. og 7. janúar sl. meðal flokksmanna um val á frambjóðendum á lista flokksins. Að sögn Gísla Kr. Lorenzsonar, formanns upp- stillingarnefndar, hefur nefndin hliðsjón af niðurstöðum könn- unarinnar við val á frambjóð- endum flokksins. Hann segir að nefndin sé komin á gott skrið og við það sé miðað að Ijúka til- lögu að framboðslista frant- sóknarmanna í næstu viku. Niðurstaða uppstillingarnefnd- ar verður lögð fyrir fulltrúaráð framsóknaríélaganna. Fundur þess hefur ekki verið dagsettur en að öllu óbreyttu liggur endanlegur listi, með 22 nöfnum, fyrir um mánaðamótin janúar-febrúar. Kjörnefnd fulltrúaráös sjálf- stæðisfélaganna korn saman til fundar í gærkvöld til að fara yfir niðurstöður skoðanakönnunar um frambjóðendur á lista flokksins, sem fram fór um síð- ustu hclgi. Að sögn Knúts Karlssonar, formanns kjör- nefndar, tóku 235 manns þátt í könnuninni og scgist hann vera nokkuö ánægður með þátttöku. Sama gildir um könnun sjálf- stæðismanna og framsóknar- manna að ekki er gefið upp hvaða menn fengu llest at- kvæði. Knútur segir að kjör- nefndar sé að gera tiliögu til fulltrúaráðs um skipan frant- bjóðenda á lista flokksins og síðan sé í valdi þess að ákveða endanlegan lista. „Við tökum okkur tíma fram í febrúar og förum okkur hægt. Einu tíma- mörkin sern við höfum sett okk- ur er að listinn verði tilbúinn í febrúar," segir Knútur. óþh Umsækjendur um stöðuna teknir á beinið Akureyrarbær auglýsti stöðu jafnréttisráðgjafa lausa til umsóknar í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar um þetta nýja starf, sem Akureyri tekur upp fyrst sveitarfélaga hér á landi. Nokkrir munu hafa sótt um starfið og verður væntanlega ráðið í stöðuna í næsta mán- uði. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, sagði að nú væri verið að ræða við umsækjendur en jafnframt bíða bæjaryfirvöld eftir einum umsækjanda sem er búsettur utan Akureyrar og ætlar að koma í viðtal við hentugleika. „Það verður sennilega ekki ljóst fyrr en í febrúar hvernig staðið verður að ráðningunni. Jafnréttisnefnd gerir tillögur sem hafðar verða til hliðsjónar þegar ráðið verður í stöðuna,“ sagði Sigfús. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.