Dagur - 19.01.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 19.01.1990, Blaðsíða 12
Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Mikil vinna hjá Loðskinni á Sauðárkróki: Vaktavinna í athugun Mikil vinna er nú hjá Loðskinni hf. á Sauðárkróki. Verið er að framleiða upp í gerða samn- inga en eins og mörgum er kunnugt tókst forráðamönnum verksmiðjunnar að selja alla frainleiðslu þessa árs. í samtali Dags við Þorbjörn Árnason framkvæmdastjóra stendur til að lengja vinnutímann til að ná þeirri framleiðslu sem samningarnir segja til um. Hann sagði að menn væru að velta fyrir sér hvort grundvöllur væri fyrir einhverskonar vaktavinnu til að Bankar á Akureyri: Svipuð eftirspum eftir lánsfé Eftirspurn eftir lánsfé í lána- stofnunum á Akureyri virðist vera svipuð og undanfarna mánuði það sem af er jan- úarmánuði. Nokkrir bankamenn sem Dag- ur ræddi við sögðu að venjulega væri janúar rólegur mánuður og lítið um að fyrirtæki sæki eftir lánum á þessum árstíma. í Landsbankanum á Akureyri fengust þær upplýsingar að lána- eftirspun einstaklinga væri óbreytt frá síðustu mánuðum fyrra árs. Eftirspurn fyrirtækja eftir lánum mun vera ineð minna móti. „Mér sýnist þetta vera ósköp svipað og áður,“ segir Ásgrímur Hilmisson, einn útibússtjóra íslandsbanka á Akureyri, og var það einnig álit annarra banka- starfsmanna sem spurðir voru. EHB minnka vinnuálagið á því fólki sem starfar nú í verksmiðjunni. En til þess þarf að ráða fleira starfsfólk. Þorbjörn sagðist ekki vita hvernig mannskapurinn tæki aukinni vinnu því það virtist vera erfitt að fá fólk til að vinna yfir- vinnu. Aðspurður um reksturinn á síðasta ári sagði Þorbjörn að fyrri hluti ársins hefði verið mjög erf- iður en sá síðari mun betri. Hann sagði hins vegar óvíst hvort að góði kaflinn síðari hluta ársins myndi duga til þess að bæta upp halla þess fyrri. Þorbjörn sagði að horfur á þessu ári væru ekkert svo slæmar en fyrirtækið þyrfti samt sem áður að glíma við háan vaxta- kostnað. Á móti kæmi að greiðsl- ur vegna nýju samninganna væru nú mun örari og hluti af fram- leiðslunni reyndar staðgreiddur. kj Beðið sumars. Mynd: KL Tæplega 2000 útlendingar fengu úthlutað atvinnuleyfi hér á landi 1989: Austur-Evrópubúar og arabar vilja bretta upp ermar á Fróni Á bilinu 1500-2000 útlendingar fengu atvinnuleyfi hér á landi á síðasta ári samkvæmt upplýs- ingum Oskars Hallgrímssonar hjá Félagsmálaráðuneytinu. Þetta er mjög álíka tala og undanfarin ár. Þá er ógetið Norðurlandabúa sem hér stunda atvinnu, en í gildi er gagnkvæmur samningur um vinnu þeirra á Norðurlöndum. Fjölmargir sækja hér um vinnu en fá ekki. Meðal annars er um að ræða fólk frá fjarlægum heimshlutum, Asíulöndum, Afríku og löndum Austur-Evr- opu. Á undanförnum árum hefur mest borið á erlendum vinnu- krafti í fiskvinnslu. Á þessu varð engin breyting á nýliðnu ári. Nokkur smærri sjávarpláss, einkanlega á Vestfjörðum, byggja að stórum hluta á vinnu Héraðsdómara vantar í Evjafirði erlends vinnuafls. Þá hefur verið nokkuð um erlendan vinnukraft í landbúnaði hér á landi. Að sögn Óskars Hallgrímsson- ar ber hér mest á fólki frá löndum breska samveldisins, m.a. Bret- landi og Ástralíu. Einnig er mik- ið um vinnukraft frá Norðurlönd- um, enda eru í gildi samningar um rétt Norðurlandabúa til að vinna á öllum Norðurlöndununr án útgefinna atvinnuleyfa. „ástandið er ekki gott“ - segir Elías I. Elíasson sýslumaður Ólafur Ólafsson, aðalfulltrúi við bæjarfógetaembættið á Akureyri, hefur verið skipaður héraðsdómari í Húnavatns-, Skagafjarðar- og Þingeyjar- sýslum til maíloka. Ólafur gegnir einnig héraðsdómara- embætti í Ólafsfirði og Siglu- firði. Eins og kunnugt er voru sett bráðabirgðalög um héraðsdóm- ara, þar sem Hæstiréttur hefur heimvísað málum eftir áramótin í þeim tilvikum þegar reglulegur dómari eða fulltrúi hans gegnir jafnframt embætti lögreglustjóra, þ.e. hefur á hendi embættisfærslu bæði framkvæmdavalds og dóms- valds. Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á Akureyri og Dalvík og sýslumað- ur Eyjafjarðarsýslu, segir að staða Ólafs Ólafssonar sé ennþá ófyllt. „Ég hef óskað eftir heim- ild fyrir nýjum héraðsdómara en veit ekki hvernig því verður tekið. Lagaheimild hefur verið fyrir þremur héraðsdómurum við þetta embætti í 18 ár og við meg- um ekki við því að missa neinn dómara úr starfi,“ segir Elías. Unr mitt ár 1992 verður fram- kværnda- og dómsvald algerlega aðskilið hér á landi, og þá munu verða miklar breytingar hjá emb- ættum sýslumanna og bæjarfó- geta. Dómstólarnir verða þá aðskildir frá þessum embættum. „Það er ekki ofsögum sagt að okkur vanti nýjan dómara til enrbættisins því ekki er lengur talið fært að fulltrúar mínir annist opinber mál og sakamál, með hiiðsjón af gangi mála hjá Hæsta- rétti undanfarið. Eins og málum er nú komið eru þeir tveir hér- aðsdómarar, sem nú eru starf- andi við embættið, mjög störfum hlaðnir svo vart verður séð að þeir komist að óbreyttu ástandi yfir hið aukna álag sem fyrirsjá- anlegt er. Því hef ég sótt um að héraðsdómurum verði fjölgað við embættið. En ástandið er ekki gott eins og er í þessum málum,“ segir Elías I. Elíasson. EHB Óskar segir að auk þeirra sem fái hér atvinnuleyfi séu fjölmargir sem óski eftir að ráða sig í vinnu hérlendis. Mikið er um fólk frá löndum Austur-Evrópu. Hann nefnir sem dæmi Pólverja, Rúm- ena, Ungverja og Júgóslava. Þeir síðastnefndu virðast halda tryggð við ísland, en eins og kunnugt er voru hér fjölmargir Júgóslavar í vinnu við virkjunarframkvæmdir á Búrfellssvæðinu á sínum tíma. Þá nefnir Óskar að fólk frá Asíulöndum sækist eftir atvinnu hér, einkum sé það áberandi með Arabalönd. óþh Þorrinn byrjar í dag: „Þar var átveisla stór, þar var ólgandi bjór“ - fyrsta samkvæmið á Islandi sem telja má þorrablót var haldið á Akureyri fyrir 116 árum /í dag byrjar þorri en allt frá tímatalsbreytingunni árið 1700 hefur mánuöurinn þorri byrjaö á bilinu 19.-25. janúar og þá ætíð á föstudegi. Sam- kvæmt yfirliti Árna Björns- sonar, þjóðháttafræðings, í bókinni Þorrablót á íslandi hefur saga þorrablóta á ís- landi gengið í nokkrum bylgj- um. Árni segir að ætla megi að á fyrstu öld Islandsbyggðar hafi Þorrabiót verið opinberar sam- komur til að fagna því að vetur- inn var hálfnaður. Eftir kristni- töku og fram á miðja 19. öld hafi það verið einkamál hvers sveitaheimilis að taka á móti þorra en á síðasta þriðjungi 19. aldar hefjist þorrablót hjá ein- stökum félögum í kaupstöðum. Árni segir að nálægt síðustu aldamótum hafi þorrablótin far- ið aö bcrast frá kaupstöðum til sveitanna, fyrst á Fljótsdalshér- aði og í Eyjafirði. Um 1950 hafi þó farið aö bera á vaxandi eftir- sjá og afturhvarfshneigö meöal aðfluttra kaupstaðarbúa og jafnvel afkomenda þeirra. Um þetta leyti hafi orðið þorrablót fest rætur á þeim samkomum sem nú eru alþekktar og um 1960 hafi síðan orðið þorramat- ur komið fram í málinu í fyrsta sinn. í bók Árna segir að fyrsta samkvæmið á íslandi sem telja megi þorrablót, og sagt hafi ver- ið opinberlega frá, hafi verið haldið á Akureyri 23. janúar þjóðhátíðaráriö 1874. Og til að forvitnast nánar um þorrablóts- hald á Akurcyri á síðustu öld er hér gripið niður í frétt í Akur- eyrarblaðinu Stefni 1. febrúar 1893: „Þorrablót hjeldu Akureyr- ingar og Oddeyringar í húsi gestgjafa Ólafs Jónssonar á Oddeyri 20. f.m. Var þar nær 40 manna saman komið bæði karl- ar og konur, og skemmtu allir sjer hið bezta. Þar var átveizla stór, þar var ólgandi bjór, mat- ur borinn á borð í trogum og etið með sjálfskeiðingum en engir gaflar notaðir; var drukk- ið fast, en engin urðu veizlu- spjöll.“ JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.