Dagur - 19.01.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 19.01.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 19. janúar 1990 Til barna og foreldra í Akureyrarsókn: Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju er nú tekinn til starfa á ný eftir jólafrí. Þess vegna viljum viö minna á að öll börn eru velkomin, hvort sem þau hafa verið með áður eða ekki. Komið og takið þátt í starfinu og gerum það fjölbreytilegt og skemmtilegt! Þeir sem hafa eitthvað í pokahorninu, sem þeir vilja sýna eða segja frá, eru velkcmnir með það í kirkjuna. Takið líka foreldra ykkar og vini með. Sunnudagaskólinn er alltaf á sunnudögum kl. 11. Starfsfólk Sunnudagaskólans. Sjötta bók séra Bolla Gústavssonar í Laufási væntanleg: „A séra Birní margt að þakka“ - sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar hefur veitt væntanlegri bók séra Bolla um séra Björn í Laufási 500.000 kr. verðlaun Séra Bolli Gústavsson í Laufási hefur fengið verðlaun að upp- hæð kr. 500.000 úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar vegna útgáfu á Ijóðmælum séra Björns Halldórssonar í Laufási. Bók þessi mun vænt- anlega koma á markað í apríl og gefur Almenna bókafélagið hana út. í bókinni er og ítarleg ritgerð um Björn Halldórsson sem séra Bolli hefur skrifað. Hann hefur unnið að þessu verki síðustu árin og lauk því síðastliðið sumar en þetta er sjötta bók hans. „Auðvitað hlýtur maður að gleðjast mikið yfir þessum styrk. Þetta verk á rætur að rekja til þess er ég settist að hér í Laufási árið 1966. Ég gerði mér fljótt grein fyrir því að hér hafa setið ákaflega merk skáld og fræði- menn og auðvitað ber séra Björn Halldórsson þar mjög hátt. Hann á marga merka sálma í íslensku sálmabókinni enda var hann einn þeirra sem skipaði skáldanefnd- ina er stóð að sálmabókinni árið 1886. Ég hef áður skrifað lítillega um séra Björn og á síðustu árum hef ég safnað saman ljóðmælum eftir hann, bæði úr sendibréfum hans, úr handritum og úr ljóða- söfnum frá öldinni sem leið. Ég naut mjög stuðnings doktors Finnboga Guðmundssonar lands- bókavarðar og fékk mikið af bréfum sem varðveitt eru af af- komendum séra Björns og Finn- bogi er einmitt einn þeirra," segir séra Bolli í samtali við blaðið um þessa væntanlegu bók. Ljóðmæli séra Björns Hall- Minjasafnið í Laufási. Mikið að gera hjá starfsfólki Verðlagsstofnunar: HótelKEA Laugardagurinn 20. janúar Hljómsveitin Galleri leikur fyrir dansi ★ Sýnishorn af matseðli: Sjávarréttakokteill ★ Innbakaðar svínalundir á spínatbeði Djúpsteiktur dalabrie með rifsberjahlaupi Verð aðeins 2.680,- Þorramatur Nú er þorrinn að ganga í garð og allar kirnur, krókar og trog stútfull af bæjarins besta þorramat sem þið getið snætt í sölum hótelsins eða tekið með ykkur heim. Viljum gjaman að fólk sé meðvitað um vömverð - segir Níels Halldórsson Mikið hefur verið að gera hjá starfsfólki Verðlagsstofnunar undanfarna daga, bæði við að taka á móti símhringingum frá neytendum og við skráningu á vöruverði í verslunum. Við gildistöku laga um virðisauka- skatt um áramótin átti verð á matvöru í flestum tilfellum að lækka og er tilgangurinn með skráningu nú m.a. að bera niðurstöður saman við skrán- ingu á sömu vörutegundum sem framkvæmd var rétt fyrir áramót.. Aö sögn Níelsar Halldórssonar starfsmanns Verðlagsstofnunar á Akureyri hafa starfsmenn stofn- unarinnar unnið að því undan- farna daga að skrá niður vöru- verð í matvöruverslunum. Um er að ræða sömu verðkönnun og gerð var rétt fyrir áramót og er tilgangurinn að ná fram saman- burði á verði. „Það hefur komið í ljós að sumt hefur lækkað en annað hefur hækkað,“ sagði Níels. Hann segir að margir framleiðendur hafi hækkað vöru sína rétt fyrir áramótin svo á ýmsar vörur sem í raun áttu að lækka er komið nýtt verð sem leitt hefur til verðhækkunar á vörunni. . Níels segir að mjög mikið sé hringt á skrifstofuna vegna verð- lagsbreytinga sem átt hafa sér stað um og eftir áramótin. „Það virðast margir ekki átta sig á því að það voru margar vörutegundir á sérstöku jólatilboði í desember. Nú hefur verð á ný verið fært í eðlilegt horf og finnst fólki það því hafa hækkað mjög.“ Hann segist sömuleiðis verða var við að fólk átti sig ekki almennilega á því í hverju gildistaka virðisauka- skattsins felst og þurfi greinilega að kynna skattinn betur fyrir al- menningi. Aðspurður um hvernig al- menningur getur best verið á verði sagði Níels að best væri að reyna að fylgjast grannt með vöruverði. „Fólk má gjarnan hringja hingað til okkar á Verð- lagsstofnun telji það sig verða vart við eitthvað óeðlilegt því við erum hér m.a. til þess að svara fyrirspurnum. Við viljum gjarnan vita að fólk sé meðvitað um vöru- verð,“ sagði Níels Halldórsson starfsmaður Verðlagsstofnunar á Akureyri. VG Níels Halldórsson starfsmaður Verðlagsstofnunar hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga við skráningu á vöruverði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.