Dagur - 19.01.1990, Blaðsíða 11
íþróffir
Föstudagur 19. janúar 1990 - DAGUR - 11
l
Páll Gíslason skoraði 11 mörk fyrir Þór gegn Árnianni. Mynd: kl
íþróttamaður
Norðurlands 1989
Nafn íþróttamanns: íþróttagrein:
1.
2.
3.
4.
5.
Nafn:
Sími:
Heimilisfang:
Sendið til: íþróttamaður Norðurlands 1989
c/o Dagur, Strandgötu 31, 600 Akureyri.
Skilafrestur til 20. janúar 1990.
y
Skilafresturmn
að renna út
Skilafrestur vegna kjörs
„íþróttamanns Norðurlands
1989,“ er að renna út og fer nú
hver að verða síðastur að
senda inn seðil. Þegar hafa yfir
tuttugu íþróttamenn fengið
íþróttir
Handknattleikur:
Föstudagur: -
2. deild kvenna..Þór-Þróttur f íþrótta-
höllinni kl. 20.30.
3. deild karla...Völsungur-UBK-b á
Húsavík kl. 20.00.
Laugardagur:
2. deild kvenna...Þór-Þróttur í íþrótta-
höllinni kl. 14.00.
1. deild karla....FH-KA í Hafnarfirdi
kl. 16.30.
Körfuknattleikur:
Úrvalsdeildin...Tindastóll-ÍR á Sauðár-
króki kl. 16.00.
Úrvalsdeildin...UMFG-Þór í Grinda-
vík kl. 20.00.
atkvæði í kjörinu og það er um
að gera fyrir lesendur Dags að
senda inn seðil til að hafa áhrif
á kjörið.
Fimm efstu menn í kjörinu
verða heiðraðir sérstaklega í hófi
sem Dagur mun halda fyrir
íþróttamennina. „íþróttamaður
Norðurlands,“ fær þá veglegan
farandgrip til geymslu í eitt ár en
allir íþróttamennirnir fá bikar til
eignar um árangur sinn.
Guðrún H. Kristjánsdóttir
skíðakona var kosinn „íþrótta-
maður Norðurlands" í fyrra, en
einnig hafa Kári Elíson lyftinga-
maður, Halldór Áskelsson knatt-
spyrnumaður og Daníel Hilmars-
son skíðamaður hlotið þennan
titil.
Skilafresturinn rennur út á
morgun, laugardag 20. janúar, en
seðlar með póststimpli fyrir þann
tíma eru teknar gildir þótt þeir
berist ekki til blaðsins fyrr en
eftir helgina.
Handknattleikur/2. deild:
Jafiit í daufum leik
- Pór-Ármann 22:22
Þór og Ármann gerðu jafn-
tefli, 22:22, í 2. deildinni í
handknattleik í Reykjavík á
miðvikudagskvöldið. Þórsarar
voru betr: aðilinn framan af
leiknum en Ármenningar náðu
að jafna í síðari hálfleik og
jafntefli því staðreynd.
Þórsarar byrjuðu mun betur í
leiknunt og skoruðu tvö fyrstu
mörkin. Ármenningar jöfnuðu
en Þórsarar komust yfir 4:2.
Reykjavíkurpiltarnir jöfnuðu á
nýjan leik og komust yfir 5:4.
Það var í eina skiptið í öllum
leiknum sem þcir voru yfir.
Þórsarar náðu forystunni tljót-
lega aftur en tókst ekki að hrista
Ármenningana almennilega af
sér. Þegar gengið var til búnings-
herbergja höfðu Þórsarar þó
tveggja marka forskot, 11:9.
Þórsarar höfðu öll tök á því að
tryggja sér sigur í síðari hálfleik en
flumbrugangur og æsingur kom í
veg fyrir það og Ármenningar
náðu að jafna leikinn um miðjan
hálfleikinn. Jafnt var á síðustu
þremur tölunum og lokatölur
22:22, eins og áður sagði.
Reyndar sluppu Þórsarar með
skrekkinn á lokasekúndunni því
Ármenningar skoruðu en dómar-
arnir höfðu flautað leikinn af sek-
úndunni áður. Skömmu áður
höfðu Þórsarar fengið færi en
markvörður Ármanns varði og
sendi knöttinn fram en þá kom
lokaflaut dómaranna.
Bestur Þórsara í leiknum var
Páll Gíslason og skoraði hann
hvorki fleiri né færri en 11 mörk.
Að vísu voru nokkur þeirra úr
vítum en samt sem áður góður
ár'angur hjá Páli.
Bestur hjá Ármanni var Hauk-
ur Haraldsson fyrirliði en einnig
átti Þráinn Ásmundsson ágætan
leik.
Dómarar voru þeir Þorlákur
Kjartansson og Guðmundur Sig-
urðsson og stóðu þeir sig ágæt-
lega.
Mörk Þórs: Páll Gíslason 11/5, Ólafur
Hilmarsson 3, Sævar Árnason 3, Jóhann
Jóhannsson 2, Kristinn Hreinsson 2 og
Ingólfur Samúelsson 1.
Mörk Ármanns: Haukur Haraldsson
7, Þráinn Ásmundsson 5, Friðrik
Jóhannsson 4, Friðrik Jósafatsson 4, Ein-
ar Eiríksson 2.
Knattspyrnudeild TBA:
HaJldór
formaður
Halldór Jóhannsson var kos-
inn formaöur knattspyrnu-
deildar TBA á aðalfundi deild-
arinnar á nýlega. Á fundinum
var samþykkt að efla baráttu-
andann og var hugur í þeim
TBA-mönnum að standa sig í
3. deildinni á komandi keppn-
istímabili.
Állir leikmenn frá síðasta
keppnistímabili ætla að vera með
áfram, fyrir utan að fráfarandi
formaður Andrés Pétursson mun
dvelja næstu mánuðina hjá
Hammerfest Fodboltklub að
kynna sér æfingar og æfingaað-
stæður á norðlægum slóðum.
Á fundinum var ákveðið að
taka upp viðræður við Norðan-
menn sunnan heiða um að leika í
hinni svokölluðu Sunnandeild
TBA en sú deild myndi sjá um þá
leiki sem eru á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu.
Þess má líka geta að Pétur
Bjarnason var endurkjörinn for-
maður kvennadeildar með lófa-
taki.
Halldór Jóhannsson.
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
„Hef trú á heimaliðum“
- segir Rúnar Sigurpálsson,
hinn getspaki Akureyringur
Rúnari Sigurpálssyni tókst ekki að leggja Jónberg Hjaltalín
starfsfélaga sinn að velli. Þeir mætast því aftur þessa vikuna.
En Rúnar hefur nú slegið öll met í getraunaleiknum og er þetta
sjöunda vikan sem hann er með í getraununum. Hann spáir
mörgum heimasigrum þessa vikuna og segist jafnvel ekki spá
Liverpool sigri á útivelli gegn Crystal Palace.
Sjónvarpsleikurinn er viðureign Arsenal og Tottenham og verð-
ur þar örugglega hart barist. Þorvaldur Örlygsson og félagar í
Forestliðinu mæta nágrannaliðinu, Derby, og að sögn Þorvaldar
er þá alltaf troðfullt á vellinum og mikil stemmning.
Rúnar:
Arsenal-Tottenham 1
Aston Villa-Southampton 1
Chelsea-Charlton 1
C. Palace-Liverpool x
Derby-Nott. For. x
Everton-Sheff. Wed. 1
Luton-Q.P.R. 1
Man. City-Coventry 1
Millwall-Wimbledon 1
Oldham-Newcastle 1
Oxford-Blackburn x
Wolves-Swindon 1
1X21X21X21X2
Jónberg:
Arsenal-Tottenham 1
Aston Villa-Southampton 1
Chelsea-Charlton 1
C. Palace-Liverpool 2
Derby-Nott. For. 2
Everton-Sheff. Wed. 1
Luton-Q.P.R. 2
Man. City-Coventry 2
Millwall-Wimbledon 2
Oldham-Newcastle 1
Oxford-Blackburn x
Wolves-Swindon 2
1X21X21X21X2
HöldursL
BÍIASAIA
við Hvannavelii.
Símar 24119 og 24170.
MMC Colt 1500 GLX sjálfskipt-
ur, árg. '89. Litur hvítur, ek. 16
! þús., verð 830.000,-
Toyota Corolla LX Sedan 1300
12 v, árg. '88. Litur rauður, ek.
28 þús., verð 760.000,-
Subaru station 1800 GL 4x4,
árg. '87. Litur s. grár, ek. 70
þús., verð 880.000,-
MMC Lancer 1500 GLX, 5 gíra,
árg. '87. Litur hvítur, ek. 40
þús., verð 650.000,-
MMC Colt 1500 GLX, 5 gíra,
álfelgur, árg. '86. Litur hvítur,
ek. 70 þús.
Subaru station 1800 GL 4x4,
árg. '83. Litur hvítur, ek. 83
þús., verð 380.000,-
Honda Accord EX, árg. '83. Lit-
ur steingrár, ek. 83 þús., verð
450.000,-
★
Greiðslukjör
við allra hæfi
Höldurst
BÍIASAIA
við Hvannavelli.
Símar 24119 og 24170.