Dagur - 19.01.1990, Blaðsíða 7
„Séra Björn Halldórsson í Laufási var mjög virtur maöur og haföi geysileg
áhrif,“ segir séra Bolli Gústavsson.
dórssonar spanna mikið svið.
„Hann orti mik'.u fleira en sálma.
iHann var pólitískur maður og
■virkur í sjálfstæðisbaráttunni þó
ekki væri hann áberandi. Björn
var þjóðfundarmaður með Jóni
i Sigurðssyni árið 1851 og stóð
stöðugur með Jóni allt til síðasta
dags. Hann hafði gífurleg áhrif út
á við, m.a. á Tryggva Gunnars-
son í baráttunni fyrir frjálsri
verslun enda var Tryggvi nem-
andi Björns. Kvæði Björns voru
því mörg hver pólitísk og einnig
var hann lipur vísnasmiður og
hnyttinn í kveðskap sínum. Stór
hluti þess kveðskapar sem í bók-
inni birtist kemur nú í fyrsta sinn
fyrir almenningssjónir enda var
séra Björn ekki fyrir það að trana
sér fram og gaf aldrei út neina
ljóðabók. Björn var hins vegar
mjög virtur maður og hafði geysi-
leg áhrif. Mér finnst ég eiga séra
Birni margt að þakka enda hefur
hann haft hin bestu áhrif á mig
hér, svona án þess að ég ætli að
fara að vera neitt dulrænn," segir
séra Bolli að lokum. JOH
Starfsmcnn Kjötiðnaðarstöðvar KEA við girnilega þorrabakka sem þeir hafa útbúið. Mynd: ehb
Þorramatur á hvers manns borð
- litið við í Kjötiðnaðarstöð KEA
Pegar þorriiin gengur í garð er
mikið um að vera hjá Kjötiðnað-
arstöð KEA á Akureyri. Nokkrir
starfsmenn vinna við að tilreiða
þorramatinn á sérstaka bakka,
sem seldir eru í verslununt.
Blaðamaður kom við í pökkunar-
stöðinni og spjallaði við Jóhann
Pálsson, kjötiðnaðarmann, og
Leif Ægisson, forstöðumann
Kjötiðnaðarstöðvar KEA.
„Við byrjum að vinna við
þorramatinn í október og
nóvember, núna gerum við ekk-
ert annað en að afgreiða matinn
út frá Kjötiðnaðarstöðinni og
sptja hann á bakka. Þetta eru
eins og tveggja manna bakkar
sem við sendum í verslanir,“ seg-
ir Leifur. Hann benti á að Reyk-
víkingar tækju þorrann almennt
fyrr heldur en venjan er norðan-
lands, þar er algengt að þorra-
maturinn fari að renna út strax
eftir fyrstu viku janúarmánaðar.
„Þorramatstíminn“ gengur líka
miklu fyrr yfir í Reykjavík,
mesta annríkið er um garð geng-
ið í höfuðborginni á tveimur
vikum. Norðlendingar fara sér
hægar í þorramatnum enda dreif-
ist salan á miklu lengra tímabil
t.d. á Akureyri.
Nú þegar er búið að afgreiða
mikið af þorramat í verslanir á
Akureyri, en í gær var fyrst farið
að afgreiða hina hefðbundnu
þorrabakka. Mikil vinna er við
þorramatinn en bakkarnir eru
afgreiddir einu sinni í viku frá
Kjötiðnaðarstöðinni. Pantanir
eru teknar niður fyrri hluta vik-
unnar en sjálf afgreiðslan fer
frani á fimmtudögum og föstu-
dögum. Fjórir til fimni starfs-
menn vinna við þorramatinn um
þessar mundir hjá KEA. „Við
verðum að undirbúa þetta með
þriggja til fjögurra mánaða fyrir-
vara, til að súrmaturinn nái að
súrna,“ sagði Leifur.
Jóhann Pálsson, kjötiðnaðar-
maður og verkstjóri í pökkunar-
deild, segir að þorrabakkar fyrir
fjögur hundruð manns hafi verið
tilreiddir til að byrja með og
afgreiddir í gær. „Við erum aðal-
lega einn dag í þessu, en tíu til
tuttugu bakkar eru afgreiddir
aðra daga. Á morgnana byrjum
við á að taka til pantanir í búöirn-
ar, þessa rétti sem við framleið-
um hérna, raspaðar kótelettur
o.fl., síðan er unnið við þorra-
matinn en vinnudagurinn endar á
að saga dilkakjöt og pakka því,
vinna við saltkjöt o.s.frv. eftir
því sem vantar í verslanirnar.
í þorrabökkunum er eftirfar-
andi: Súrmeti; sviðasulta, eistu í
hlaupi, pressað lambakjöt,
bringukollar og hvalrengi, kjöt-
meti; hangikjöt, saltkjöt, nýtt
kjöt eða steik og magáll, hákarl
og harðfiskur, flatbrauð, rúg-
brauð og smjör," segir Jóhann.
Pá er ekki annað en að drífa
sig í þorramatinn, eða kannski er
réttara að tala um að rífa þorra-
matinn í sig, a.m.k. harðfiskinn!
EHB
Föstudagur 19. janúar 1990 - DAGUR - 7
............^
0
KAUPMENN
Fundur verður haldinn að Hótel KEA
laugardaginn 20. janúar kl. 13.30.
Fundarefni:
Virðisaukaskatturinn
Á fundinn mæta fulltrúar skattstjórans á Akureyri
og Þórir Ólafsson löggiltur endurskoðandi frá
Endurskoðunarmiðstöðinni N. Manscher.
Kaupmannafélag Akureyrar.
DAGUR
óskar eftir að ráða
íþróttafréttamann
í fullt starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf
20. febrúar nk.
Góð islensku- og vélritunarkunnátta og góð
almenn menntun áskilin.
Skriflegar umsóknir berist ritstjóra fyrir 1.
febrúar nk.
Strandgötu 31, Akureyri, sími 24222.
M YNDLISTASKOLIN N
Á AKUREYRI
Kaupvangsstræti 16
Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri
5. febrúar til 16. maí
Barna- og unglinganámskeið
Teiknun og málun.
1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku.
2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku.
3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku.
4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku.
5 fl. 12-14 ára. Einu sinni í viku.
Málun og litameðferö fyrir unglinga.
Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku.
Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku.
Kvöldnámskeið fyrir fullorðna
Teiknun.
Bryjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Módelteiknun.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Málun og litameðferð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Auglýsingagerð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Byggingalist.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Grafík.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Skrift og leturgerð.
Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku.
Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958.
Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga.
Skólastjóri.