Dagur - 19.01.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. janúar 1990 - DAGUR - 5
Tómas Gunnarsson.
ar eru háir, undandráttur skatta
ef til vill verulegur og önnur
atriði eins og óvenjulegar björg-
unaraðgerðir vegna yfirvofandi
gjaldþrota tíðar. Öllu atvinnulífi
hnignar og fólk reynir að forða
sér.
Er eitthvað sem bendir til þess,
að réttarfarið hér á landi sé ekki í
góðu lagi? Sem starfandi lögmað-
ur um tuttugu ára skeið er svar
mitt já. Flestir vita að dómsmál
ganga fremur seint þótt miðað
hafi í rétta átt að því leyti síðustu
ár. Algengast er að rekstur máls í
héraði og Hæstarétti taki a.m.k.
þrjú ár. Eitt stórt mál sker sig þó
úr, þ.e. mál dómsmálaráðherra
gegn Magnúsi Thoroddsen, sem
var höfðað í héraði snemma árs
1989 og dæmt í Hæstarétti í
nóvember 1989. Hér þurftu kerf-
ismenn að fá lausn fljótt. En það
eru fleiri eftirtektarverð einkenni
á þessu máli, svo sem mikill
ágreiningur lögmanna um máls-
atvik og önnur atriði sem því
tengjast, þótt hvorugur aðili hafi
séð ástæðu til að óska opinberrar
rannsóknar eins og lögin um rétt-
indi og skyldur starfsmanna ríkis-
ins gera ráð fyrir. Þá voru
_ dómendur í Hæstarétti ekki sam-
mála um meintan siðferðisbrest
Magnúsar eða þýðingu hans og
verður það þó að teljast höfuð-
atriði í máli, sem átti að reka sem
opinbert mál. Svokallað Hafskips-
mál er annað mál þekkt af fjöl-
miðlaumfjöllun. í því máli er
fjarri því að málsaðilar séu sam-
mála um þegar unnar rannsókn-
araðgerðir eða þær upplýsingar,
sem fyrir liggja, sem er höfuð-
atriði í öllum málum, en sérstak-
lega í opinberum málum. 1 því
máli var ríkissaksóknari loks í
Hæstarétti dæmdur vanhæfur
sem slíkur vegna náinna tengsla
við mann, sem talinn var geta
tengst málinu sem sakborningur.
Það á auðvitað ekki að geta gerst
í sæmilegu réttarkerfi að menn
séu að vinna sem opinberir starfs-
menn í málum, sem geta tengst
ættingjum þeirra og enn síður að
rannsóknarlögreglustjóri ríkisins
geti stjórnað rannsókn í opinberu
máli sem mögulega tengist ein-
hverjum honum nákomnum. En
þetta er mögulegt hér á landi þar
sem sakamál eru að verulegu
leyti rannsökuð í lokaðri lög-
reglustofnun. Þá hef ég fyrir satt,
að verulegur ágreiningur hafi
verið með málflytjendum um
málsatvik í svokölluðum Guð-
mundar- og Geirfinnsmálum, en
í þeim voru ungmenni dæmd í
allt að sautján ára fangelsi.
Allt eru þetta mjög slæm ein-
kenni á réttarfari.
Hvað er til ráða?
Alþingi þarf að taka forystu og
vinna ötullega að öllum þáttum
löggjafar, sem lúta að mannrétt-
indum og rekstri dómsmála, svo
sem að endurskoða stjörnar-
skrána og lög um réttarfar og
starfshætti dómstóla í landinu.
En er það ekki einmitt þetta, sem
unnið hefur verið að síðustu ára-
tugi, kann einhver að spyrja? Jú,
en hér hefur samtryggingarkerfi
gömlu stjórnmálaflokkanna,
embættismanna, fjölmiðla og
ýmissa annarra valdaaðila staðið
saman og stendur enn. Fyrir
skömmu spurði Stefán Valgeirs-
son, alþm., Óla Þ. Guðbjartsson
dómsmálaráðherra, á Alþingi,
m.a. hverju sætti, að mál Magnús-
ar Thoroddsen væri ekki rannsak-
að að hætti opinberra mála. Svör
ráðherrans voru óljós, en hann
vísaði til ákvarðana fyrri dóms-
málaráðherra og afskipta Ríkis-
endurskoðunar. Engin af hinum
alþingismönnunum þurfti að
spyrja nokkurs af þessu tilefni og
enginn þeirra sá ástæðu til að lýsa
stuðningi við afstöðu eða svör
ráðherrans og var þó ekkert
smámál til umræðu. Doði og
þögn eru oft viðbrögð samtrygg-
ingarkerfisins.
Hvað er til ráða þegar réttar-
kerfi þar með talinn Hæstiréttur,
framkvæmdavaldshafar og
Alþingi bregðast? Þá eru kjós-
endur þeir einu, sem eftir eru.
Jafnvel einn djarfur alþingis-
maður getur áorkað miklu.
Lokaorð
Álver í Eyjafirði sem byggða-
jöfnunartæki var raunar hvatinn
að greinarkorni þessu. Það kem-
ur ekki til mála að byggja álver
þar eða á Suðurlandi, í álitleg-
ustu landbúnaðarhéruðunum.
Ein stærstu vandamál jarðarbúa
eru mengun og umhverfisspjöll
og það er ekki enn séð hvernig
þau mál verða leyst. Þess vegna
verður óspillt náttúra og afurðir
dýrmæti framtíðarinnar. Erfitt
verður að hafna stóriðju og jafn-
vel smárekstur getur verið illa
mengandi. En skylt er að haga
svo byggingu og rekstri álvers hér
á landi að sem minnst spjöll og
tjón verði.
Eyjafjörður hlýtur að verða
með síðustu stöðuin fyrir álver,
vegna kyrrviðrisins, sem þar ríkir
oft. Þetta er auðvitað leikmanns-
viðhorf, en það er sami maður,
sem finnur fyrir því í hálsi og
augum þegar hann ekur á áttatíu
fram hjá álverinu í Straumsvík í
vestlægri átt.
Eru umbætur í réttarfari helstu
úrræði þín í byggðamálum,
kunna landsbyggðarmenn að
spyrja? Og svarið verður já, þótt
vissulega komi margt fleira til,
jafnvel álver þar sem hætta á
umhverfisspjöllum væri í lág-
marki. Ef einstakir borgarar eða
byggðir sæta verulegu misrétti,
sem gerist hér, og eins og á stend-
ur í þjóðlífinu get ég ekki bent á
nokkurt öflugra tæki til leiðrétt-
inga en gott réttarfar. Það er
jafnframt öflugasta tækið til
menningar og velferðar þjóðar
og til að þegnarnir fái notið þekk-
ingar sinnar og atorku.
Reykjavík, 7. janúar 1990.
Tómas Gunnarsson.
Höfundur er lögmaöur í Keykjavík.
Þorrahlaðborð
í Sæluhúsinu
Skógræktarfélag
Eyfirðinga:
Árleg
Kjaraaganga
ámorgun
Á morgun, laugardaginn 20.
janúar, fer fram hin árlega
„Kjarnaganga" á skíðum. Trimm
án tímatöku verður frá kl. 13-16
og trimm með tímatöku fyrir alla
aldurshópa kl. 16.
Allir þátttakendur fá viður-
kenningarborða og hressingu að
göngu lokinni. Verðlaun verða
fyrir þrjú efstu sætin í hverjum
flokki í tímatökunni.
Það er Skíðaráð Akureyrar
sem aðstoðar starfsmenn Skóg-
ræktarfélagsins við framkvæmd
þessarar göngu. Hefur svo verið
frá því að gangan fór fyrst fram
1982.
Sæluhúsið á Dalvík ætlar að
bjóða upp á hlaðborð með þorra-
mat á laugardagskvöldið. Þetta
er orðinn árviss viðburður hjá
Sæluhúsinu og hefur hlotið góðar
Kaupmannafélag Akureyrar
boðar á morgun til kynningar-
fundar um virðisaukaskatt á
Hótel KEA á Akureyri. Á fund-
inum munu fulltrúar skattstjór-
ans á Akureyri og Þórir Ólafs-
son, löggiltur endurskoðandi frá
Leikfélag Akureyrar sýnir um
þessar mundir barna- og fjöl-
skylduleikritið Eyrnalangir og
annað fólk. Uppselt var á sýn-
ingu sl. fimmtudag en tvær sýn-
ingar verða um helgina, á laugar-
dag og sunnudag, og hefjast þær
kl. 15.
Höfundar leikritisins eru syst-
viðtökur. Dalvíkingar ættu því
að geta komist í rétt þorraskap á
laugardagskvöldið en á staðnum
verður sköpuð þjóðleg stemmn-
ing með harmonikuleik.
Endurskoðunarmiðstöðinni, fara
yfir nýja skattkerfið sem leysti
söluskatt af hólmi um síðustu
áramót. Fundurinn hefst kl.
13.30 og eru félagsmenn hvattir
til að mæta.
urnar Iðunn og Kristín Steins-
dætur. Leikstjóri er Andrés Sig-
urvinsson og tónlistin er eftir
Ragnhildi Gísladóttur. Hall-
mundur Kristinsson hannaði leik-
mynd, Rósberg Snædal búninga
og gervi og Ingvar Björnsson lýs-
ingu.
Hótel KEA:
Fundað um virðisaukaskatt
Leikfélag Akureyrar:
Eymalangir enn á ferð
Endurtelmiiig
Vegna gódrar þátttöku
síðasta sxmnudag licjfinn við
aftur opið hús stumudaginn
21. janúar frá kl. 14.00-17.00
Komið og kynnið ykkur
starfsemina á vorönn
Þú stendur betur að vígi með slerifstofu-
tækninámið í fartcskinu.
Allir velkomnlr — Veitingar.
Töhiiiræðslaii Akureyri hf.
Glerárgötu 34, IV. hæð, Akureyri, sími 27899.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002
/