Dagur - 19.01.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 19. janúar 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
UÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Aukin útbreiðsla
alnæmis
Nú eru nokkur ár liðin frá því heilbrigðisyfir-
völd hér á landi hófu herferð til að freista þess
að hefta útbreiðslu hins skæða sjúkdóms sem
nefndur hefur verið alnæmi. Fyrsta alnæmis-
tilfellið greindist hér á landi í ársbyrjun 1983
og næstu tvö ár þar á eftir greindust fá tilfelli.
í árslok 1985 varð mikil breyting á og síðan
hefur alnæmissjúklingum hér á landi fjölgað
ört. í fyrra greindust sex nýir einstaklingar
með alnæmissmit og á sama tíma greindust
þrír einstaklingar með alnæmissjúkdóminn.
Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisemb-
ættinu höfðu samtals 54 einstaklingar í land-
inu greinst með alnæmissmit um síðustu ára-
mót, þar af 13 með sjúkdóminn sjálfan og
þegar hafa 5 íslendingar látist af völdum
hans. Þessar tölur gefa ljóslega til kynna að
alnæmissjúkdómurinn hefur numið hér land
til frambúðar. Að óbreyttu mun smituðum og
látnum fjölga jafnt og þétt á komandi árum.
Framtíðarspár um útbreiðslu alnæmis eru
uggvænlegar og enn sem komið er standa
læknavísindin ráðþrota gagnvart þessum
sjúkdómi. Reyndar hefur sjúklingum með
alnæmi staðið til boða lyfjameðferð gegn
sjúkdómnum, sem tefur framgöngu hans, en
lækning alnæmissmitaðra er alls ekki í sjón-
máli.
Ómögulegt er að leiða getum að því hve
útbreiðsla alnæmis væri mikil hér á landi í
dag, hefðu heilbrigðisyfirvöld ekki skorið upp
herör gegn sjúkdómnum á sínum tíma. Ljóst
er þó að hún væri mun meiri en raun ber vitni.
Kannanir sem gerðar hafa verið sýna að enn
sem komið er er stór hluti þjóðarinnar fáfróð-
ur um þennan sjúkdóm og fordómar og rang-
hugmyndir um alnæmi og alnæmissjúklinga
eru algeng. Hræðslan við þennan, enn sem
komið er, ólæknandi sjúkdóm er einnig mikil.
Það er þess vegna nauðsynlegt að herða
róðurinn gegn þessum ógnvaldi til mikilla
muna. Veita þarf mun meira fé til markvissrar
fræðslu um eðli og smitleiðir sjúkdómsins, en
nú er gert, því fáfræði almennings um þessa
þætti er helsti farvegur sjúkdómsins um allan
heim. Því fjármagni sem notað yrði til
fræðslu- og áróðursstarfs væri vel varið.
Kostnaður heilbrigðisþjónustunnar vegna
hvers nýs alnæmissjúklings er gífurlegur auk
þess sem líf og heilsa sérhvers manns verða
auðvitað ekki metin til fjár. BB.
í atvinnu- og þjóðlífskreppunni
að undanförnu hefur lítið verið
fjallað um úrræði, þegar undan
eru skilin neyðarúrræðin Atvinnu-
tryggingarsjóður og Hlutafjár-
sjóður, sem eru langt komnir
með þá fjármuni, sem þeir fengu
til ráðstöfunar. Lausnarorð vald-
hafa á þessari kreppu hafa verið
álver og Jón Sigurðsson, iðnaðar-
ráðherra, hefur greint frá mögu-
leikum á byggingu eins og ef til
vill fleiri álvera hér á landi á
næstunni. Eyfirðingar og Sunn-
lendingar, hafa lýst áhuga á að fá
álver í si'n héruð. Eyfirðingar
vilja miklu til kosta og hafa boð-
ist til að byggja sjálfir höfn fyrir
allt að fimmhundruð milljónir,
vegna mögulegs nýs álvers, verði
það reist í Eyjafirði.
En er líklegt að álver í Eyja-
firði og eða annars staðar á land-
inu verði til verulegra bóta í
þjóðlífi okkar? íslendingar hafa
alllanga reynslu af rekstri Sviss-
lendinga á álverinu í Straumsvík.
Fengum við það sem við væntum
í því sambandi, t.d. mjög lækk-
andi raforkuverð í landinu? Nei,
það er hátt miðað við ýmsar ná-
grannaþjóðir. Hefur byggst upp
öflugur úrvinnsluiðnaður áls fyrir
tilstuðlan ísal hf. Nei, það sem
gert hefur verið hefur komið ann-
ars staðar frá. Hafa mengunar-
mál verið í því lagi, sem um var
talað. Nei. Stórfé hefur verið var-
ið til að reyna að takmarka
mengun sem mest, en árangurinn
hefur ekki orðið eins og til stóð.
Auðvitað hefur álverið í Straums-
vík verið okkur hagkvæmt að
ýmsu leyti, en mörgum brá þegar
fréttir bárust um „hækkun súráls
í hafi“ og þeir sem vilja vinna að
jöfnuði manna og byggða mega
gjarnan muna, að ísal hf. er for-
réttindafyrirtæki í íslensku
atvinnulífi. Almennar skatta- og
tollareglur gilda ekki um ísal hf.
og það sætir ekki lögsögu
íslenskra dómstóla eins og venju-
legir íslenskir atvinnurekendur.
íslenskir atvinnurekendur eru
því annars flokks þegnar í eigin
landi. Það eru engar líkur á að
bygging og rekstur álvers á svip-
uðum forsendum og ísal hf. hafi
verulega jákvæða þýðingu í
atvinnulífi þjóðarinnar og áhrifin
í Eyjafirði yrðu væntanlega að
mestu skammæ. Þegar til lengri
tíma er litið er líklegt að áhrifin
þar yrðu ekki veruleg, nema ef
vera skyldi til ills eins.
Kreppueinkenni
Kreppan, sem nú er í atvinnu- og
þjóðlífinu er sérstök að ýmsu
Ieyti. Hún hefur staðið miklu
lengur en venjulegar hagkerfis-
kreppur. Ríkissjóður hefur verið
rekinn með halla í að minnsta
kosti sex til sjö ár og á stundum
með mjög miklum halla þrátt fyr-
ir mikinn niðurskurð opinberra
framkvæmda og takmarkanir á
opinberri þjónustu, svo sem í
skólum, sjúkrahúsum, löggæslu
og fleiru. Viðskiptajöfnuður
þjóðarinnar hefur verið óhag-
stæður lengi og þjóðin hefur safn-
að erlendum skuldum í þeim
mæli að flestum mun þykja var-
hugavert. Atvinnu- og viðskipta-
lífið hefur síðustu ár orðið fyrir
fleiri og stærri áföllum en menn
hafa kynnst, a.m.k. síðustu hálfa
öld. Spár hagfræðinga um árið
1990 eru þær að það verði þriðja
árið í röð með minnkandi þjóðar-
tekjur, sem er óvenjulangt sam-
dráttarskeið.
Það sem er þó alvarlegast við
kreppuna er að ástæður hennar
eru ekki ljósar, raunar hefur lítið
sem ekkert verið gert til að kanna
hverjar þær eru. Nú er því ekki
til að dreifa að kreppan hér á
landi eigi rætur í heimskreppu,
öðru nær, og hér á landi hefur
verið góðæri allan þennan áratug
og bærileg viðskiptakjör við
útlönd. Við vitum þó, að við höf-
um gengið allt of nærri fiskistofn-
um okkar síðan við fengum einir
stjórnun fiskveiðanna og það ból-
ar ekki á nokkrum umtalsverðum
umbótum í fiskveiðistjórnuninni.
Það þætti ekki góður læknir, sem
annaðist veika fyrirvinnu heim-
ilisins árum saman án þess að vita
hvað væri að og án þess að gera
ráðstafanir til að rannsaka það.
Einu úrræðin væru deyfilyf og
huggunarorð.
Hvað er að?
Hvað veldur kreppunni í þjóðlíf-
inu? Svör við því verða vafalaust
mörg en sameiginlegt einkenni
þeirra er að þau byggjast ekki á
ítarlegri rannsókn. Þó má full-
yrða að vöntun á álveri getur
ekki verið skýringin. Það er því
ljóst, að bygging álvers eða
álvera léttir kreppunni ekki af,
þótt það kunni að draga eitthvað
úr kreppueinkennum um skeið.
Ég álít, að höfuðástæða aftur-
farar og kreppunnar hér sé hin
sama og víðast annars staðar þar
sem afturför er og misrétti og
örbirgð ná tökum á þjóðfélögum.
Það er jafnan einn hinna þriggja
meginþátta stjórnarfarsins sem
bilar, þ.e. réttarfarið. Reynsla
margra annarra þjóða, t.d. þriðja
heims og fleiri er upplýsandi.
Slakt réttarfar leiðir til þess, að
menn njóta ekki jafnréttis eða
kunnáttu sinnar og atorku og
sækja fast í störf þar sem síður
reyndir á það.
Atvinnurekendur og aðrir forð-
ast aðgerðir, sem eru óvenjulegar
eða þeir eiga erfitt með að sjá
fyrir endann á. Slakt réttarfar
leiðir til þess, að opinberri tekju-
öflun hnignar, vegna undandrátt-
ar, jafnvel þrátt fyrir heimildir
hins opinbera til að stöðva rekst-
ur án dóms. Þeir sem ófyrirleitn-
astir eru komast oft léttast frá
hlutunum. Mörgum reynist
örðugt að keppa við fyrirtæki í
viðskiptaumhverfi þar sem skatt-
hvað er að gerast
Tónlistarfélag Akureyrar:
Ljóðatónleikar Gunnars og Jónasar
Þriðju tónleikar Tónlistarfélags
Akureyrar á þessum vetri verða
haldnir á sal Gagnfræðaskólans á
Akureyri á morgun, laugardag-
inn 20. janúar 1990, og hefjast
þeir kl. 17. Um er að ræða ljóða-
tónleika Gunnars Guðbjörnsson-
ar, tenórsöngvara, og Jónasar
Ingimundarsonar, píanóleikara.
Á tónleikunum verður fluttur
Ijóðaflokkurinn „Malarastúlkan
fagra“ (Die schöne Mullerin) eft-
ir Franz Schubert við ljóð Wil-
helm Muller.
„í „Malarastúlkunni fögru“ er
tekist á við dæmigerð yrkisefni
rómantíska tímabilsins; ástina,
með von sinni og sælu, afbrýði og
vonbrigðum, og fegurð náttúr-
unnar sem fléttast um þetta allt
og er í senn félagi og áhrifavald-
ur.
Ungi maðurinn sem kannar
ókunna stigu gengur í félagsskap
lækjarins til myllunnar og ræðst
þar í vinnu. Hann verður yfir sig
ástfangin af dóttur malarans en
síðar kemur veiðimaðurinn og
nær að vinna ást stúlkunnar.
Yfirkominn af ástarsorg gengur
pilturinn aftur til lækjarins, sem
syngur yfir honum síðasta vöggu-
ljóð.
Gunnar Guðbjörnsson er
fæddur árið 1965. Hann hefur
víða komið fram sem einsöngvari
með kórum og hljómsveitum á
Islandi og víðar í Evrópu. Þá hef-
ur hann einnig haldið nokkra ein-
söngshljómleika.
Jónas Ingimundarson ætti að
vera óþarfi að kynna. Þar fer
einn okkar fremsti píanóleikari
um margra ára skeið. Hann hefur
haldið fjölda tónleika hér heima
og erlendis og margoft leikið í
útvarpi og sjónvarpi. Jónas er
kennari við Tónlistarskólann í
Reykjavík.
Fúsi froskagleypir:
Allra síðustu sýningar
Vegna mikillar aðsóknar hefur
Leikklúbburinn Saga ákveðið að
hafa tvær aukasýningar á leikrit-
inu Fúsi froskagleypir. Sýning-
arnar verða næstkomandi laugar-
dag kl. 15 og 18. Þetta eru allra
síðustu sýningar, enda próf yfir-
vofandi hjá mörgum leikendum.
Um síðustu helgi voru auglýst-
ar lokasýningar á leikritinu en þá
brá svo við að það var uppselt og
komust færri að en vildu. Búið er
að sýna leikritið 10 sinnum auk
sérstakra sýninga fyrir Dalvíkur-
skóla. Yfir 600 manns hafa séð
Fúsa froskagleypi og eru að-
standendur Sögu að vonum
ánægðir með þessa aðsókn.
Rétt er að ítreka að allra síð-
ustu sýningar verða á laugardag-
inn.