Dagur


Dagur - 23.01.1990, Qupperneq 1

Dagur - 23.01.1990, Qupperneq 1
Alvarlegur atburður á Dalvík: Ráðist á lögregluþjón aðfaranótt sunnudags - eiginkona og móðir komu til hjálpar Sundlaugin í Glerárhverfí var vígð á sunnudaginn og tóku félagar úr Óðni fyrstu sundtökin. Sjá nánar á bls. 4. Mynd: KK 55 Kvennalistinn býður fram til bæjarstjórnar Akureyrar í vor: Fyllsta ástæða til að vera með“ - boðið fram á sömu forsendum og árið 1982 Aðfaranótt sunnudags var ráð- ist á lögregluþjón á Dalvík og reynt að koma í veg fyrir að hann tæki mann fastan. Atburður þessi er litinn mjög alvarlegum augum og er málið í rannsókn hjá rannsóknarlög- reglunni á Akureyri. Lögreglu- þjónninn, Sævar Freyr Inga- son, slapp betur en á horfðist og sagðist hann geta þakkað móður sinni Og eiginkonu fyrir það að vera enn ofar moldu. „Ég var á bakvakt heima hjá mér þegar gesti bar að garði. Mennirnir fóru að rífast út af bifreið og létu mjög ófriðlega. Til að tryggja öryggi heimilisins fór ég með þá út á bílastæði enda áflog í uppsiglingu. Þar ákvað ég að handtaka þann sem lét hvað verst en þá var ráðist aftan að mér og ég á móður minni og eig- inkonu mikið að þakka, en þær komu mér til hjálpar og gátu Þokkaleg færð: Skafremiingur á Öxnadalsheiði í gær var þokkaleg færð á flest- um vegum norðanlands. Um helgina var víða þungfært, t.d. lokaðist Ólafsfjarðarmúli, en aðalleiðir voru mokaðar á laugardaginn. Ekki var fólksbílafært um Öxnadalsheiði í gærmorgun en mokstur var í gangi og orðið fært eftir hádegi. Hins vegar var kom- inn mikill skafrenningur á Öxna- dalsheiði síðdegis og ekki ólík- legt að færð ætti eftir að versna á ný- í gær var einnig mokað í Svarf- aðardal, Saurbæjarhreppi og Öngulsstaðahreppi og færð því hin bærilegasta í bili. SS fengið pilt í lið með sér,“ sagði Sævar Freyr. Mennirnir voru ölvaðir og framkoma þeirra ógnun við frið- helgi heimilisins og auk þess mik- ið virðingarleysi gagnvart lög- reglunni, að mati Sævars. „Það er mjög alvarlegt að fá ekki að vera í friði á sínu heimili og enn alvar- legra þegar ráðist er á mann við skyldustörf," sagði Sævar, sem var einn á vakt þetta kvöld. Af öðrum tíðindum frá Dalvík má nefna að rúta með nemend- um á leið í skóla á Akureyri fauk út af veginum við Litlu-Hámund- arstaði í sviptivindi á sunnudags- kvöld og lagðist á hliðina. Enginn meiddist í þessari veltu og er rút- an ekki mikið skemmd. SS Ákveðið er að Kvcnnalistinn bjóði fram við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri í vor. Þetta er niðurstaða fundar sl. Fyrsti formlegi samningafund- ur vinnuveitenda og aðila vinnumarkaðarins fór fram á sunnudaginn. Samningsaðilar vildu lítið Iáta hafa eftir sér eft- ir fundinn en virtust þó bjart- sýnir. Talið er líklegt að samningar geti tekist á einni viku þar sem miklar undirbúningsviðræður Ílaugardag. Næstu dagar og vikur fara í ýmsan undirbún- ing, gerð stefnuskrár, fjáröllun og uppstillingu framboðslista. hafa farið fram áður. Hins vegar heyrast þær raddir, að takist samningar ekki á þeim tíma verði sífellt erfiðara að ná samkomu- lagi eftir því sem lengra dregur. Annar samningafundur fór fram hjá Sáttasemjara ríkisins í gær þar sem m.a. var skipt upp í vinnuhópa en funda á stíft þessa viku og reyna að ná sáttum. VG Kvennalistinn tók ekki þátt í slagnum við síðustu bæjar- stjórnarkosningar en árið 1982 fékk Kvennaframboðið á Akureyri tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. „Við förum fram á alveg sömu forsendum og árið 1982, að koma rödd kvenna á framfæri og fá meiri umræðu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu," segir Valgerður Magnúsdóttir. Valgerður segir að ekki beri að líta á framboð Kvennalistans sem skilaboð til núverandi bæjar- stjórnar um að málefnum kvenna hafi í engu verið sinnt. „Nei, svo er alls ekki. Hins vegar er hægt að gera miklu betur og reynslan sýnir að af setu okkar í bæjar- stjórn í fjögur ár varð heilmikill árangur og honum viljum við fylgja eftir.“ Valgerður segir að þó svo að stefnuskrá liggi ekki fyrir sé ljóst að eitt af stærstu baráttumálum Kvennalistans fyrir komandi kosningar verði atvinnumál kvenna í bænum. „Þar er staðan mjög keimlík því sem hún var árið 1982, áberandi atvinnuleysi á meðal kvenna." Valgerður segir að næsta skref verði vinnufundur þann 30. janúar. Sá fundur verður auglýst- ur síðar. „Við erum auðvitað bjartsýnar og raunsæjar líka. Okkur finnst fyllsta ástæða til að vera með í umræðunni fyrir kosn- ingar og auðvitað vonumst við til að korpa að bæjarfulltrúa eða - fulltrúum," segir Valgerður Magnúsdóttir. óþh Kjarasamningaviðræður: Fundað stíft þessa viku Guðmundur Bjarnason á þingmannafundi um vanda ÚNP í gær: „Þetta er afar stórt dæmi og erfitt úrlausnar" - ríkisstjórnin verður að útvega Qármagn eða Þórshafnarbúar að fá ódýrara skip í stað Stakfellsins Þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra komu saman til fundar í gærmorgun með full- trúum frá Byggðastofnun og Atvinnutryggingasjóði til að fjalla um hinn mikla vanda sem steðjar að atvinnulífinu á Þórshöfn. Greiðslustöðvun rennur út hjá Útgerðarfélagi Norður-Þingeyinga um mán- aðamótin og tinnist cngin lausn fyrir þann tíma mun rekstur Stakfellsins stöðvast. Það væri mikið áfall fyrir byggðarlagið, en hitt er Ijóst að vandinn er stór því skuldir ÚNÞ vegna Stakfellsins eru tæpar 500 milljónir. En hvaða leiðir er verið að skoða? Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra og 1. þingmað- ur Norðurlandskjördæmis eystra, sagði eftir þingmanna- fundinn í gær að nú lægi á að finna lausn, því ef Stakfell verð- ur innsigiað fer málið í farveg gjaldþrots og uppboða og lítil áhrif hægt að hafa á gang þcss eftir það. „Þetta er afar stórt dænti og erfitt úrlausnar. Skuldirnar eru tæpar 500 milljónir, hugsanlegt söluverð togarans gæti verið yfir 400 milljónir en til að hægt sé að reka skipið mega skuldip á því ekki vera yfir 250-300 miíljónir. Ef sú leið verður farin að koma skuldunum niður í þessa tölu þá erum við að tala um vanda upp á 200 milljónir. Heimamenn hafa talað um að safna hlutafé og nefnd hefur verið talan 50 milljónir, einnig hefur verið rætt unt að scrnja við kröfuhafa um aðrar 50 milljónir en þá eru samt 100 milljónir eftir,” sagöi Guömundur. Það kom fram á fundinum í gær að Byggðastofnun hefur ckki bolmagn til að leysa þetta mál ncrna til komi sérstök fjár- veiting fyrir tilstuðlan ríkis- valdsins. Niðurstaða fundarins er því sú að ríkisstjórnin verður að taka á vanda ÚNÞ og þar með byggðarlagsins í heild og væntir Guðmundur þess að ntál- ið verði rætt í stjórninni innan skamms. En er einhver önnur leið fær? „Þaö hefur alltaf verið í bak- höndinni aö skipta á Stakfellinu fyrir ódýrara skip, sem gæti þó sinnt þcim mikilvæga þætti að útvega hráefni yfir vetrarmán- uðina. Þingmenn og heima- menn hafa vcrið efins um að bátur myndi lcysa málið því við vitum að bátar hafa sótt vestur og suður fyrir land á vertíðar- tímabilinu. Þar með erum við farin að tala um ísfisktogara og þeir liggja ekki á lausu. Þess vegna leggja menn áherslu á að halda skipinu og missa ckki kvótann úr byggðarlaginu.” sagði Guðmundur. Hann sagði að þingmenn kjördæmisins hefðu lagt áherslu á að ríkisstjórnin fjallaði um vanda Þórshafnar og annarra staða í kjördæminu sem eiga t' erfiðleikum. Má þar nefna Presthólahrepp og einnig mun bátaútgerðin á Húsavík eiga við afar rnikla erfiðleika að glíma. Guðmundur kvaðst fagna fram- lagi því sem Ólafsfirðingar fengu frá Byggðastofnun á dögunum. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.