Dagur - 23.01.1990, Page 2

Dagur - 23.01.1990, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 23. janúar 1990 Skútustaðahreppur: Bætt staða við breytta verkaskiptingu líklega tvöfaldast ráðstöfunarfé Unnið er að fjárhagsáætlun Skútustaðahrepps og reiknað með að hún verði tilbúin til samþykktar í febrúar. Utlit er fyrir að óvenju mikið fé verði eftir til framkvæmda eða greiðslu skulda, eftir að rekstr- aráætlun hefur verið gerð. Þessi upphæð gæti numið um 20 milljónum króna, eða tvö- faldri þeirri upphæð sem til ráðstöfunar var í fyrra. Stafar þetta fyrst og fremst af bættri stöðu sveitarfélagsins vegna breytinga á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Greiðslustaða sveitarfélagsins hefur verið fremur slæm og mikið af skammtímaskuldum, þó heildarskuldir þess séu ekki mjög miklar. Sagði Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri, að nú gæfist tækifæri til að koma skikki á fjármálin fyrir kosn- ingarnar. Ekki er búið að ákveða fram- kvæmdír á vegum sveitarfélagsins á árinu. Verið er að byggja skóla við Reykjahlíð og vonast er til að húsið nái fokheldisstigi í vor. Varmaskiptastöð hefur verið byggð fyrir hitaveituna og settir hafa verið upp mælar í öll hús, en fljótlega verður farið að selja vatnið samkvæmt mælunum. Vatn hefur ekki verið selt sam- AKUREYRARB/ÍR ■HLJJnWfe Auglýsing um lausar íbúðarhúsalóðir í Giljahverfi Lausar eru til umsóknar lóðir við Tröllagil og Drekagil. Um er að ræða 4 fjölbýlishúsalóðir fyrir 8 hæða hús með 20 íbúðum hvert og 9 raðhús á einni hæð og 2 parhús á einni hæð. Umsóknum skal skilað til byggingafulltrúa, Geislagötu 9, Akureyri fyrir 08.02. 1990. Nánari upplýsingar um lóðirnar og umsóknar- eyðublöð liggja frammi hjá embætti byggingarfull- trúa. Byggingarfulltrúi Akureyrar. A söluskrá kvæmt hemla- eða mælakerfi í sveitinni að undanförnu. í fyrstu notaði hitaveitan borholuvatn, en í því var útfelling það mikil að öll mælitæki vildu stíflast og eyði- leggjast. Lagnir urðu einnig ónýt- ar vegna efnainnihalds vatnsins svo farið var út í byggingu varma- skiptastöðvarinnar, þar sem jarð- gufa er notuð til upphitunar á köldu vatni. Uppsetning mæl- anna og sala eftir þeim er síðan síðasta skrefið í þessum fram- kvæmdum. Ein gata í þorpinu var malbik- uð í sumar og nú er komið bund- ið slitlag á allar götur í þorpinu. Mikið hefur verfð unnið á tjald- stæðum í sveitinni og er ástand þeirra að verða nokkuð gott, þó meira þurfi að gera til að bæta aðstöðuna á þessum fjölsótta ferðamannastað. Góð aðsókn var að gistiaðstöðu sem hreppurinn starfrækir, og nú þegar er mikið búið að bóka fyrir næsta sumar. í vetur var sundlaugin lokuð í langan tíma meðan unnið var að viðgerðum og endurbótum, m.a. endurnýjun á ónýtum lögnum. Nú hefur laugin verið opnuð á ný en mikið vandamál er að plast- efnið sem notað er í laugarkerið flagnar af og síðan skemmist trefjaefnið sem undir því er, en ekki hafa fundist ráð til að gera við þessar skemmdir. Jón Pétur taldi mannlíf í Mývatnssveit ágætt, og reiknar með að menn fari að dunda sér við kosningaundirbúninginn, svona að afloknu þorrablótinu. IM Aflabrögð á árinu 1989: Samdrátturiim á Norðuriandi langt yfir landsmeðaltali - desemberafli þokkalegur fyrir utan loðnuna Aflabrögð í desember ein- kenndust af því að loönan lét ekki sjá sig á haustvertíðinn og aflatölur því mjög lágar Þannig var heildarafli lands manna alls 72.114 tonn í mán uðinum, samkvæmt bráða birgðatölum Fiskifélags íslands, á móti 159.614 tonn- um í dcsember 1988. Skýringin er nær eingöngu fólgin í minni loðnuafla. Þorskafli dróst reyndar nokkuð saman milli ára en flestar aðrar tegundir veiddust í meira magni í des- ember sl. iniðað við sama mán- uð árið áður. Á Norðurlandi komu 12.237 tonn á Iand í desember á móti 40.037 tonnum í desember 1988. Þegar litið er á helstu tegundir lítur dæmið þannig út, tölur fyrir desember 1988 eru í sviga: Þorskur 2.369 (5.019), ýsa 450 (303), ufsi 1.109 (640), karfi 614 (412), grálúða 413 (89), loðna 6.598 (31.864) og rækja 378 (311). Þetta var desemberaflinn en heildarafli landsmanna á árinu 1989 var 1.429.620 tonn á móti 1.703.169 á árinu 1988. Þetta er 19% samdráttur milli ára. Á Norðurlandi var heildaraflinn 1989 247.010 tonn á móti 377.019 tonnum árið 1988. Þetta er 52% aflasamdráttur og er samdráttur- inn á Norðurlandi því langt yfir landsmeðaltali. Það sama gildir um Austfirði en í öðrum lands- hlutum var samdrátturinn mun minni, nær enginn á Vesturlandi og á Reykjanesi var töluverð aukning milli ára. Þorskveiðar drógust saman urn 24 þúsund tonn milli ára og bera Norðlendingar þyngstu byrðarn- ar, eða 16 þúsund tonn. Sam- drátturinn í loðnuveiðum er líka langmestur á Norðurlandi og Austfjörðum. SS Afli á Norðurlandi 1989: Víðilundur: Þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð, íbúðin er mikið endurnýjuð. Skarðshlíð: Þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð, ástand mjög gott. Smárahlíð: Þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð, ástand mjög gott. Keilusíða: Þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð, ástand mjög gott. Flatasíða: Þriggja herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi, ný íbúð. Skarðshlíð: Fimm herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi, ásamt bílskúr. Hafnarstræti: Fjögurra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi, ásamt bílskúr. Steinhús. Núpasíða: Fjögurra herbergja raðhús á einni hæð með bílskúr. Eiðsvallagata: Þriggja herbergja íbúð, mikið áhvílandi. Möðrusíða: Einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Hamarstígur: Þriggja herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Bakkasíða: Einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Hraunholt: Einbýlishús á einni hæð með bílskúr. Fasteignasalan hf. Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878. Hermann R. Jónsson, sölumaður heimasími utan skrifstofutíma er 25025. Hreinn Pálsson, lögfræðingur. Guðmundur Kr. Jóhannsson, viðskiptafræðingur. Blönduós og Húsavík bæta sig milli ára - samdráttur á nær öllum öðrum stöðum Heildaraflinn á Norðurlandi árið 1989 var 247.010 tonn, sem er yfir 50% samdráttur frá árinu áður er hann var 377.019 tonn. Þessi samdráttur er fyrst og fremst hjá löndunarstööv- um sem taka á móti ioðnu, en við ætlum að líta á heildarafl- ann á einstökum stöðum á Norðurlandi og bera saman við tölur frá árinu áður. Rétt er að taka fram að hér er farið eftir bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands fyrir árin 1988 og 1989 yfir heildarafla á hverj- um stað. Svigatölur standa fyrir árið 1988: Hólmavík 5.559 (5.561), Hvammstangi 1.413 (1.305), Blönduós 1.688 (1.099), Skaga- strönd 11.160 (14.505), Sauðár- krókur 9.634 (11.004), Hofsós 457 (698), Siglufjörður 52.715 (99.312), Ólafsfjörður 16.946 (23.105), Grímsey 1.972 (1.986), Hrísey 4.106 (5.464), Dalvík 13.382 (15.510), Árskógsströnd 3.646 (3.991), Hjalteyri 183 (59), Akureyri 64.923 (86.092), Greni- vík 2.113 (2.542), Húsavík 11.000 (10.020), Kópasker 589 (859), Raufarhöfn 24.940 (61.640), Þórshöfn 26.143 (37.828). Eins og sjá má er nær alls stað- ar um samdrátt að ræða eða þá örlitla aukningu sem vart er marktæk. Það er helst hægt að tala um að aflabrögð hafi aukist á Blönduósi og Húsavík milli ára. SS fréftir 7 ■ Bygginganefnd hcfur lagt til að götur í 1. áfanga Gilja- hverfis fái eftirtalin nofn: Safngata suður úr Borgarbrau.t heiti Kiðagil, safngata upp úr Hlíðarbraut heiti Merkigil, nyrðri gatan austan úr Kiðagili heiti Tröllagil og syðri gatan austán úr Kiðagili heiti Dreka- gi'. ■ Bæjarráö hefur samþykkt tillögu l'rá bæjarritara um að leggja niður 6 sjóði í vörslu bæjarstjórnar og ráðstöfun eigna þeirra. Dómsmálaráðu- neytið og Ríkisendurskoðun hafa fallist á tillöguna. Sjóð- irnir eru; Minningarsjóður Önnu C. Schiöth, Minningar- sjóður Margrethe Schiöth, Styrktarsjóður slökkviliðs Akureyrar (Gjafasjóður Ála- sunds), Styrktarsjóður eld- varna á Akureyri, Slvrktar- sjóður C. Höeþfners og konu lians og Trjá- og blómaræktar- sjóður Maríu Kristínar Step- hensen. ■ Bygginganefnd hefur falið byggingaktjóra að auglýsa lausar til umsóknar lóðir viö Tröllagil og Drekagil. ■ Hafnarstjórn hefur sam- þykkt að fela hafnarstjóra að gera Rafmagnsveitum ríkisins tilboð í eignarlóð þeirra sunn- an við Gránufélagsgötu, aust- an Laufásgötu. ■ Félagasmálastjóri Akur- eyrar, Jón Björnsson, er kom- inn í ársleyfi frá störfum og samkvæmt heimildum blaðs- ins, mun Sigfús Jónsson bæjar- stjóri sjá um hans mál á næst- unni. ■ Umhverfisnefnd hcfur í tilefni skógræktarátaks 1990, falið umhverfisstjóra að gera tillögu um átak í skógrækt næstkomandi sumar, Stefnt er að því að bæjarbúum verði gefinn kostur á að planta í úti- vistarsvæðin á Jónsméssu. ■ Jafnréttisnefnd hefur sam- þykkt að vcita fjárhæð kr. 150.000.-, til útgáfu á skýrslu um könnun á vegum „BRYT“ um stöðu kvenna hjá 4 stærstu fyrirtækjum á Akureyri. ■ Byggingafulltrúi kyntiti á fundi bygginganefndar nýlega, bréf frá byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og heilbrigð- isfulltrúa til SS Byggis hf., for- manns húsfélags Hjallalundar 18 og bæjarfógetans á Akur- eyri, þar sem tilkynnt cr um bann við notkun bílgeymslu- kjallara í Hjallalundi 18-22, vegna hættu sem skapast get- ur, þar sent ekki hafa verið uppfyllt ákvæði bygginga-, heilbrigðisreglugerðar og reglugerðar um brunavarnir og brunamál. ■ Hafnarstjórn hefur sam- þykkt 18% hækkun þjónustu- gjalda hafnarinnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.