Dagur - 23.01.1990, Side 7

Dagur - 23.01.1990, Side 7
Þriðjudagur 23. janúar 1990 - DAGUR - 7 Þór kastaði frá sér sigrinum - Akureyringarnir voru yfir 69:68 þegar 16 sekúndur voru eftir og höfðu knöttinn Þegar aðeins 16 sekúndur voru til leiksloka í Grindavík í leik heimamanna og Þórs í Úrvals- deildinni í körfuknattleik var staðan 69:68 Þórsurum í vil og þeir með knöttinn. Allt stefndi því í sigur Akureyringanna en fyrir fádæma klaufaskap sendu þeir knöttinn út fyrir hliðarlínu og Grindvíkingar brunuðu upp og skoruðu 70:69. Til að kór- óna ógæfu Þórsara var dæind lína á Jón Örn Guðmundsson strax í næstu sókn er 6 sekúnd- ur voru leiksloka og til að stöðva sókn heimamanna var brotið á Guðmundi Bragasyni. Hann skoraði úr öðru vítaskot- inu og tryggði Grindvíkingum sigur 71:69. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og voru yfirleitt 3-5 stigum yfir í fyrri hálfleik. Leikurinn var frek- ar hraður og fjörugur en hittnin ekkert sérstök hjá báðum liðum, eins og sést á skorinu. Þórsurum tókst ekki að hrista heimamenn af sér og undir lok hálfleiksins tóku þeir gulklæddu góðan kipp og náðu að jafna leik- inn 35:35 með fjórum stigum í röð. Þannig var staðan er gengið var til búningsherbergja. Jafnræði var með liðunum í byrjun síðari hálfleiks en síðan náðu Þórsarar átta stiga forskoti, 47:55, um miðjan hálfleikinn. Dan Kennard átti þá mjög góðan kafla en hann var greinilega besti maður vallarins, En körfuknattleikurinn er hverfull. Heimamenn tóku á sig rögg og náðu forystunni í fyrsta skipti í leiknum 64:63 er rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Pað var hart barist síðustu mínúturnar. Þórsarar endur- heimtu forystuna fljótlega aftur og höfðu leikinn í hendi sér. En heppnin var með heimamönnum og þeir náðu að tryggja sér sigur á lokasekúndunum á eftirminni- legan hátt, eins og þegar hefur verið lýst. Grindvíkingar sýndu jafnan leik og er liðið skipað mörgum jafnsterkum leikmönnum. Ef ætti að taka einn fram yfir annan þá var það Hjálmar Hallgrímsson sem skoraði m.a. fjórar 3 stiga körfur. Ron Davis var sterkur í vörninni en hittnin var frekar slök hjá honum. Guðmundur Bragason hafði sig ekki eins mik- ið í frammi eins og oftast áður. Þórsarar geta nagað sig í hand- arbökin að hafa kastað frá sér sigr- inum í þessum leik. Þeirra. besti maður var Dan Kennard sém var í miklu stuði í skoruninni og hirti þar að auki urmul að fráköstum í bæði sókn og vörn. Jón Örn Guðmundsson og Konráð Ósk- arsson áttu einnig ágætis leik. Dómarar voru þeir Kristján Möller og Leifur Garðarsson og sluppu þeir sæmilega frá hlut- verki sínu. Stig UMFG: Hjálmar Hallgrímsson 17, Ron Davis 15. Guömundur Bragason 12, Steinþór Helgason 8, Guðlaugur Jónsson 7. Rúnar Árnason (í, Ólat'ur Jóhannsson 4 og Eyjólfur Guðlaugsson 2. Stig Þórs: Dan Kennard 34, Jón Örn Guðntundsson 13, Konráð Óskarsson 13, Björn Sveinsson 5, Eiríkur Sigurðsson 4. MG/AP Aðalfundur knattspyrnudeildar Þórs: Sigurður endurkjörinn - sérstakt kvennaráð sett á laggirnar Sigurður Arnórsson var endur- kjörinn formaður knattspyrnu- deildar Þórs á aðalfundi deild- arinnar um helgina. Sigurður hlaut rússneska kosningu og er þetta fjórða árið sem hann gegnir stöðu formanns en hann Steingrímur í Leiftur Steingrímur Örn Eiðsson drengjalandsliðsmaður í knatt- spyrnu frá Siglufirði er fluttur til Ólafsfjarðar og leikur með Leiftri á næsta keppnistíma- bili. Steingrímur, sem er 17 ára gamall, hefur leikið 6 drengja- landsleiki fyrir íslands hönd. Hann lék 6 leiki með KS-liðinu í 3. deildinni í fyrra. var gjaldkeri deildarinnar í tvö ár þar áður. Fundurinn var vel sóttur og voru þar gagnlegar umræður um árangur deildarinnar á síðasta ári og markmið Þórsara fyrir kom- andi ár. Ásamt Sigurði voru þeir Bene- dikt Guðmundsson varaformað- ur, Rúnar Antonsson gjaldkeri, Friðrik Adolfsson, Guðmundur Svanlaugsson og Þorsteinn Árna- son endurkjörnir í stjórn. Reynir Karlsson og Hákon Hendriksen gáfu ekki kost á sér áfram en í þeirra stað koma Gestur Davíðs- son og Þröstur Emilsson. Á fundinum var ákveðið að skipta upp unglingaráðinu og stofna sérstakt kvennaráð. Svav- ar Þór Guðjónsson var kosinn formaður þess ráðs en formaður hins nýja unglingaráðs var kjör- inn Óskar Erlendsson. Karfa: Bo líklega á förum Misklíð er nú komin upp í her- búðum Tindastólsmanna í körfuknattleik vegna ágrein- ings um þjálfaramál. Bo Heid- en, hinn bandaríski Ieikmaður liðsins, var settur í leikbann gegn IR á sunnudaginn og lík- ur benda nú til að Bandaríkja- maðurinn fari aftur til síns heima þrátt fyrir að töluvert sé eftir af keppnistímabilinu. Aðdragandi þessa máls er sá að Bo Heiden var aldrei sáttur við þá ákvörðun stjórnar Tinda- stóls að setja Kára Marísson af sem þjálfara liðsins. - settur úr liðinu gegn ÍR Bo Heiden. Þetta orsakaði ýmsa samstarfs- erfiðleika á æfingunr sem endaði með því að leikmenn funduðu og tóku afstöðu með þjálfaranum, Val Ingimundarsyni, í þessari deilu. Ef Bo fer er hann finrmti Bandaríkjamaðurinn sem fær reisupassann í Úrvalsdeildinni í vetur. Fyrstur fór Bandaríkja- maðurinn hjá Þór en síðan fylgdu Kanarnir hjá ÍBK, UMFN og Grindavík í kjölfarið. Það er greinilegt að það er ekki tekið út nreð sældinni að vera bandarísk- ur leikmaður hér á landi um þess- ar rnundir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.