Dagur - 23.01.1990, Síða 11

Dagur - 23.01.1990, Síða 11
Þriðjudagur 23. janúar 1990 - DAGUR - 11 hér & þar Bænheyrður á síðustu stundu 38 ára Bandaríkjamaður, Charles Hisoire að nafni, varð fyrir óskemmtilegri lífsreynslu 1. júni. Charles er fatlaður og fer allra sinna ferða í hjólastól, eftir að hafa orðið fyrir vinnuslysi um áramótin. Við slysið lamaðist hann á báðum fótum. - fatlaður maður komst í hann krappann á ferð yfir vindubrú Þennan tiltekna dag var Charles á ferð milli tveggja borgarhluta. Veðrið var gott, sunnan andvari, hiti og sólskin. En til að komast leiðar sinnar varð Charles að fara yfir vindubrú, það er brú sem opnast í miðjunni til að hleypa skipum í gegn. Þá gerðist nokkuð sem fáa hefði getað órað fyrir, en gefum nú söguhetjunni orðið: „Ég hrópaði og kallaði þegar ég var var við að brúargólfið fór að lyftast. Ég sat hjálparvana í hjólastólnum, mig langaði mest til að standa upp og hlaupa á brott en það gat ég vitanlega Krossinn sýnir staðinn þar sem Charles var staddur þegar brúin opnaðist. Strikalínan sýnir hvar hann rann niður. Hér sést hvernig Charles hékk í brúnni upp á líf og dauða. Glaumar komnir á Ma ferð á ný Danshljómsveitin Glaumar sem stofnuð var sl. vetur hóf aftur störf í haust eftir að liðs- menn sveitarinnar höfðu sinnt öðrum verkefnum í sumar. Hljómsveitina stofnuðu þeir félagar Jakob Jónsson, Jósef Friðriksson og Eggert Benja- mínsson en hann gegnir ein- mitt stöðu hljómsveitarstjóra hljómsveitarinnar. Glaumar hafa leikið á dans- leikjum vítt og breitt um landið og munu í vetur snúa sér af full- um krafti að árshátíðum og þorrablótum, enda hafa liðsmenn hljómsveitarinnar áralanga reynslu af slíkum samkomum og hafa því sett saman efniskrá sem höfð- ar til allra aldurshópa. Hljómsveitin Glaumar er frá- brugðin öðrum hljómsveitum að því leyti að tækjakoátur hljórii- sveitarinnar býður upp á hágæða hljómburð með hæfilegum styrk fyrir uhcyrcndur, hvort hcldur sem er í smáum eða stórum salar- kynnurn. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 96-22682 (Eggert), 96- 21554 (Jakob) 96-22779 (Jósef). Charles Hisoire á brúnni. „Ég hélt að mín síðasta stund væri komin. ekki. Ég veifaöi höndunum og kallaði eins hátt og ég gat, í þeirri von að brúarvörðurinn veitti mér eftirtekt. En allt kom fyrir ekki, vörðurinn sá mig aldrci. Brúin hélt áfram að lyftast, hjólastólinn rann aftur á bak. Ég setti bremsuna á, en stóllinn hélt samt áfram að renna eftir malbik- inu. Ég greip í stálbita með báð- um höndum, en um leið hallaðist brúargólfið svo mikið að ég datt úr stólnum. Hjólastóllinn hrap- aði beinustu leiö ofan í ána. Heitt var í veðri, ég svitnaöi á höndunum og átti fullt í fangi með að halda ntér. Ég var dauð- hræddur um að missa takið, og hélt áfram að kalla á hjálp. Tím- inn leið hægt, en samt voru þetta ekki nema tvær mínútur. Ég bað til Guðs um hjálp, en mér var Ijóst að kæmi enginn til hjálpar myndi ég kremjast til bana þegar brúin væri látin síga niður aftur. Ég sá eftir að hafa ekki hætt við að fara yfir brúna þegar viðvör- unarbjallan hringdi, en ég hélt að mér myndi takast aö komast yfir áður en hún opnaöist. Þá var ég bænheyrður. Maður nokkur sem hafði verið á ferð rétt á eftir mér á reiðhjóli heyrði í ntér, og skyndilega fann ég hvernig tvær hendur gripu í mig. Mér var bjargað á síðustu stundu frá hroðalegum dauðdaga. Ég verð þessurn manni ævinlega þakklátur." MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI Kaupvangsstræti 16 Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 5. febrúar til 16. maí Barna- og unglinganámskeið Teiknun og málun. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5 fl. 12-14 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna Teiknun. Bryjendanámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingaiist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Grafík. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og loturgerö. ByrjendanámsKeiö. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958. Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. Skólastjóri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.