Dagur - 25.01.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. janúar 1990 - DAGUR - 3
fréffir
Húsavík:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráði hefur borist brcf
frá Starfsmannafélagi Húsa-
víkurkaupstaðar, þar sent
fram kemur að í komandi
kjarasamningum leggi fclagið
áherslu á almenna hækkun
kauptaxta, lciðréttingu launa
miðað við almennan vinnu-
markað og tryggingu umsam-
inna launa.
■ Skólastjóri Tönlistarskól-
ans hefur lagt til að gjaldskrá
skólans hækki urn 10% að
meðaltali frá og með vorönn
1990 og hefur bæjarráð sam-
þykkt að leggjn til við bæjar-
stjórn að þessi hækkun komi
til framkvæmda á framan-
greindum tíma.
■ Bæjarstjóri kynnti á fundi
bæjarráðs nýlega, forðagæslu-
skýrslu fyrir Húsavík I989.
sem unnin cr af Þórarni Gunn-
laugssyni. bar kemur fram að
ásettar skepnur á Húsavík
eru; sauðfé 208, hross 126,
kálfar l() og geldneyti 8.
■ í i'ranihaldi af timræðum í
bæjarráði um kostnað við
tannlækningar. hefur ráðið
samþykkt eftirfarandi: Bæjar-
sjóöur greiði 25% af tann-
læknakostnaði 0-5 ára barna
(ríkissjóður greiði 75%).
Bæjarsjóður greiðir ekki
kostnaö vegna tannlækninga
16 ára (setn var 25% en ríkis-
sjóður greiöir 50%).
■ Húsavíkurkaupstaður átti
40 ára afmæli um síðustu ára-
mót og af því tilefni hefur ver-
ið skipuö afmælisnefnd til að
undtrbúa og skipuleggja hátfða-
höld í tilcfni þess. Ncfndina
skipa, Þorvaldur Vestamann
formaður, Guörún K. Jóhanns-
dóttir, Hjördfs Árnadóttir,
Valgerður Gunnarsdóttir og
Pálmi Pálmason.
■ Iiæjarráð hefur lagt til við
bæjarstjórn að gjaldskrá skíða-
mannvirkja verði hækkuð um
10% frá síðasta ári, nema að
barnamiðar verði á óbreyttu
verði og hefur þaö veriö
samþykkt.
■ Stjórn Framkvæmdalána-
sjóðs hefur samþykkt erindi
frá Rekstrarlánasjóði báta-
útgerðar á Húsavík, þar sem
óskað er eftir styrk að fjárhæð
kr. 72.000.-, sem er sama upp-
hæö og útgerðaraöilar leggja
fram á þessu ári.
■ Bygginganeínd hefur sam-
þykkt aö veita Búseta lóðina
nr. 51-59, til aö byggja á fjórar
íbúðir í raðhúsi. Skilyrði bygg-
inganefndar er að íbúðirnar
verði byggðar mcð bílskúr en
fyrirhugað var af Búseta að
byggja þær án bílskúra.
■ Bygginganefnd hefur sam-
þykkt að veita stjórn verka-
mannabústaða lóðina nr. 6 viö
Grundargarð, til að byggja á
12 íbúðir í fjölbýlishúsi.
■ Á fundi atvinnumálancfnd-
ar nýlcga, kom fram aö hrað-
réttaframleiðsla hefur verið
tekin til skoðunar hjá áhuga-
aðila. Gerö kostnaðaráætlun-
ar er á lokastigi og er reiknað
með ákvörðun um hvort í
framleiðsluna verður ráðist í
lok janúar n.k.
Flugmálaáætlunin:
1200 metra brautir í Grímsey og við Þórshöfn
Verið er að byggja nýjan flug-
völl á Þórshöfn. Um er að
ræða 1200 m braut og vonast
er til að framkvæmdum Ijúki
árið 1991. Gert er ráð fyrir
fjárveitingum til framkvæmd-
anna á flugmálaáætlun til
fjögurra ára, sem lögð var
fram á Alþingi sl mánudag. Er
þar um að ræða 12 milljónir á
Saga Akureyrar:
Fyrsta bindið fær
byr frá bæjarstjórn
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
samþykkt bókun menningar-
málanefndar þar sem kveðið er
á um útgáfu á 1. bindi af sögu
Akureyrar ásamt endurnýjun á
samningi við Jón Hjaltason,
söguritara. Handritið að þessu
fyrsta bindi er að mestu tilbúið
og þykir því tímabært að huga
að útgáfumálum.
í bókuninni sem bæjarstjórn
samþykkti er lagt til að Ákureyr-
arbær sjái um útgáfuna og ráði
sérstakan aðila til að sjá um
útgáfustjórn. Gengið verði til
samninga við Prentverk Odds
Björnssonar um prentun bókar-
innar á grundvelli tilboðs frá 3.
janúar.
Ennfremur er kveöið á um að
söguritari sjái um útvegun
mynda, gerð myndatexta og
ráðningu prófarkalesara. Sögu-
ritari á einnig að fylgjast með
vinnslu bókarinnar. Útgáfustjóri
á hins vegar að skipulcggja og sjá
um auglýsingar á bókinni og sölu
hennar.
Þá var samþykkt að framlcngja
ráðningarsamninginn við Jón
Hjaltason til 31. desember 1990.
SS
Aflabrögð á Norðurlandi 1989:
Rækjan hoppar upp og
niður sem aldrei fyrr
— 226% samdráttur á Akureyri
Rækjuveiði dróst töluvert
saman milli áranna 1988 og
1989, ekki síst á Norðurlandi.
Aflasamdrátturinn er mjög
Þrotabú Vinkils sf.:
Eignimar
ennþá óseldar
Ekki hefur enn fengist viðun-
andi tilboð í eignir þrotabús
Trésmiðjunnar Vinkils sf. á
Akureyri, að sögn Ásgeirs
Björnssonar, bústjóra. Tré-
smiðjan Þór hf. á Akureyri
sýndi eignunuin áhuga en
Ásgeir segir að það dæmi hafi
ekki gcngið upp.
Ásgeir segir að þrátt fyrir þetta
sé ekki öll nótt úti með að aðilar
á Akureyri kunni að kaupa eignir
trésmiðjunnnar á næstunni.
Hann vill á þcssu stigi ekki upp-
lýsa um hvaða aðila sé að ræða.
Fyrsti skiptafundur í þrotabúi
Vinkils sf. verður 21. febrúar.
Þar verður m.a. lögð fram kröfu-
skrá. Skiptastjóri verður kosinn
og kröfuhöfum gerð grein fyrir
gangi málsins síðustu mánuði.
óþh
núsjafn eftir einstökuin lönd-
unarstöðvum og einnig má
fínna dæmi um aukinn rækju-
afla á árinu 1989. Lítum á
dreifínguna á Norðurlandi.
Á Eyjafjarðarsvæðinu er sam-
drátturinn augljós. Á Siglufirði
veiddust 1.320 tonn í fyrra á móti
1.507 tonnum árið áður. Ólafs-
firðingar fengu 313 tonn á móti
327, Dalvíkingar 963 á móti
1.240, til Árskógsstrandar komu
572 tonn á ntóti 745 árið áður og
á Akureyri var gríðarlegur sam-
dráttur, 778 tonn á móti 2.537.
Þetta er 226% samdráttur milli
ára, ef marka má bráðabirgðatöl-
ur Fiskifélags Islands. Hins vegar
sker Grenivík sig úr, þar komu
193 tonn af rækju að landi á móti
aðeins 7 tonnum árið áður.
Þegar austar dregur má sjá
miklar sveiflur. Húsvíkingar
auka sinn hlut, 2.018 tonn á móti
1.344, rækjan hrynur á Kópa-
skeri, 3 tonn á móti 447, en mikil
uppsveifla á Raufarhöfn, 135
tonn á móti 4.
Á Norðurlandi vestra eru takt-
fastar sveiflur. Hlutfallslega
nokkuð jöfn aukning á Hvamms-
tanga, Blönduósi og Hólmavík,
en svipaður samdráttur á Skaga-
strönd og Sauðárkróki. SS
Á snjóþotu. Mynd: KL
þessu ári en 19 milljónir á
næsta ári.
„Framkvæmdir ganga mjög
vcl. Að vísu hafa komið upp ýmis
vandamál, en þau hafa verið leyst
jafnharðan. Við urðum fyrir því
óhappi í upphafi að sú efnisnáma
sem við ætluðum okkur að nýta
brást, en við voruni svo stál-
hcppnir að finna aðra námu ekki
síðri, og jafnvel nær flugvallar-
stæðinu. Völlurinn er að hluta til
byggður á mýrlendi og kafli í því
er dýpri en mælingar okkar gerðu
ráð fyrir í upphafi, en það var
ekki stórvægilcgt vandamál,"
sagði Jóhann H. Jónsson, hjá
Flugmálastjórn, aðspurður um
hvort bygging vallarins hafi ekki
gengið hálf brösulega fram að
þessu.
í fyrra var byrjað á lengingu
flugvallarins í Grímsey. Þá var
framkvæmd heilmikil sprengi-
vinna sem nú er lokið. Á þessu
ári eru áætlaðar 8 milljónir til
vallarins og á næsta ári 6 milljón-
ir, til að lengja völlinn um 300
metra. Völlurinn er nú unt 900 m
og verður því lengdur í 1200
metra og mun það gera allt flug
til Grímseyjar mun öruggara.
Við flugvöllinn á Sauðárkróki
er fyrirhugað að byggja tækja-
geymslu og eru 8 milljónir áætl-
aðar til þeirra framkvæmda á
þessu ári.
Við Akureyrarflugvöll er áætl-
að að Ijúka gerð öryggissvæða á
þessu ári, með því að rækta þau
upp og hefjast þær framkvæmdir
í vor. Einnig er gert ráð fyrir að
snjóhreinsibúnaður á Akureyri
verði aukinn, en unnið hefur ver-
ið að því jafnt og þétt. Sérstak-
lega er þar tekið tillit til hinna
nýju flugvéla sern Flugleiðir taka
í notkun fyrir Atlantshafsflugið í
vor. Þær geta nýtt sér Akureyr-
arflugvöll sem varaflugvöll og því
þarf að auka öryggi snjómokst-
ursins, að sögn Jóhanns H. Jóns-
sonar. IM
Aðalfundur
Akureyrardeildar Norrænafélagsins
veröur haldinn mánudaginn 29. janúar kl. 20.30 í
Dynheimum, Hafnarstræti 73.
Stjórnin.
Aðalfundur
Golfklúbbs Akureyrar
verður haldinn að Jaðri miðvikudaginn 31.
janúar kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
Glæsibæjarhreppur
Þorrablót
Hið árlega þorrablót verður haldið í Hlíðarbæ
laugardaginn 3. febrúar kl. 20.30 STUNDVÍS-
LEGA.
Hljómsveitin Fimm félagar leikur.
Allir hreppsbúar fyrr og nú velkomnir
ásamt ættingjum og vinum.
Miðapantanir í síma 26733, Lilla eða 26090, Hcrborg, mið-
vikudaginn 31. janúar og fimmtudaginn 1. febrúar frá kl.
20.00-22.00, bæði kvöldin. Nefndin.
Árshátíð
Árshátíð harmonikuunnenda
verður haldin í Lóni laugardaginn 3. febrúar, borð-
hald hefst kl. 19.30, skemmtiatriði, glens og grín.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Aðgöngumiðar seldir í Lóni föstudaginn 2. febrúar kl.
18.00 til 20.00.
Miðaverð krónur 2000,-. Upplýsingar í símum 21940
og 25534.
Athugið húsið opnað kl. 19.00 og lokað aftur kl.
20.30.