Dagur - 25.01.1990, Page 4

Dagur - 25.01.1990, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 25. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Glæstur árangur Samheija hf. í Degi á þriðjudaginn var skýrt frá því að togar- arnir fimm, sem Samherji hf. á Akureyri gerir út, hefðu veitt samtals 13.786 tonn á síðasta ári og að heildarverðmæti þess afla næmi rúmum 1.100 milljónum króna. Þetta er óneitanlega glæsilegur árangur hjá hinu unga og ört vaxandi fyrirtæki, Samherja hf., sem á sex ára ferli hefur skipað sér í röð best reknu fyrirtækja í íslensk- um sjávarútvegi. Það er vissulega að verðleikum sem tímaritið Frjáls verslun og Stöð 2 völdu eigendur Sam- herja hf. menn ársins í íslensku atvinnulífi. Sam- herji hf. er samnefnari fyrir öflug og vel rekin fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi, en sem betur fer eru þau nokkur. Þau hafa hins vegar hlotið minni athygli síðustu misserin en hin, sem eiga við rekstrarörðugleika að etja. Að geta þess sem vel er gert Fjölmiðlar hafa á stundum sætt gagnrýni fyrir það að flytja nær eingöngu „neikvæðar" fréttir, þ.e. fréttir af því sem miður fer í þjóðfélaginu. Það má vissulega til sanns vegar færa að fréttir af afbrotum, slysum, erfiðleikum í atvinnulífi, gjaldþrotum og fleiru, sem ekki er til þess fallið að lífga upp á lífið og tilveruna og auka mönnum bjartsýni, eru fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum. í þessu sambandi er síst við fjölmiðlafólk eitt að sakast, því þorra almennings þykir það t.d. fréttnæmara ef eitthvert fyrirtæki á í rekstrarerf- iðleikum en ef rekstur sama fyrirtækis gengur vel. Hins vegar skal tekið undir það hér að fjöl- miðlar mættu flytja fleiri og betri fréttir af bjart- ari hliðum tilverunnar. Dagur hefur leitast við að fylgja þeirri stefnu eftir bestu getu og notið við það aðstoðar lesenda sinna. Þó mættu ábend- ingar um „jákvæðar" fréttir vera fleiri en raun ber vitni. Ef litið er til atvinnulífsins hafa fréttir af rekstrarörðugleikum fyrirtækja verið mjög áber- andi síðustu tvö árin. Það er í sjálfu sér ofur eðli- legt því atvinnurekstur hér á landi hefur á þessu tímabili átt mjög undir högg að sækja. Gjaldþrot hafa t.d. aldrei verið fleiri í íslandssögunni en á þessu tímabili. Óþarft er að rekja ástæður þessa hér, svo oft sem þær hafa komið fram í ræðu og riti. En einmitt vegna þessa erfiða ástands er meiri ástæða en oft áður til að geta þess sem vel er gert. BB. Stafræn símstöð hjá Pósti og síma: Þjónusta við sím- notendur eykst til muna I þvi tækniþjóðfélagi nútímans sem við lifum nú, er að verða ómögulegt að fylgjast með öll- um nýjungum sem á markað- inn koma. Almenningur getur ekki endalaust tekið á móti, auk þess sem búnaður er marg- ur hver svo flókinn að sækja þarf sérstök námskeið til þess að geta nýtt sér hann. Nýlega var tekin í notkun á Akureyri stafræn símstöð hjá Pósti og síma, en slík símstöð er tölvu- stýrð og býður upp á mun fjöl- breyttari þjónustu en sú gamla gerði. Ekki þarf að sækja námskeið til að geta nýtt sér þjónustuna, en til þess að kynna möguleikana sem bæst hafa við fengum við Ársæl Magnússon umdæmisstjóra Pósts og síma á Norðurlandi til þess að gefa okkur dæmi um ýmsar nýjungar sem litu dags- ins Ijós þegar símstöðin nýja var tengd. „Það sem neytendur verða sennilega fyrst og fremst varir við er að tekin verða inn ný síma- númer á svæðinu sem byrja á tölustafnum 1. Settar voru upp tvær stafrænar stöðvar, önnur á Akureyri sem annast langlínu- umferð á 96-svæðinu og er auk þess móðurstöð fyrir útstöðvar í Eyjafirði. Þá vþr líka tekin í notkun stöð á Dalvík sem annast Dalvíkursvæðið, en það spannar Dalvík, Svarfaðardal, Árskógs- hrepp og Hrísey.“ Ársæll segir að þrátt fyrir þetta verði gömlu númerastöðvarnar sem fyrir voru á Akureyri full- nýttar og stendur ekki til að skipta þeim út. Aðeins viðbót- arnúmerum verður bætt í staf- ræna kerfið eftir þörfurn. Mjög aukin þjónusta Með tilkomu stafrænu símstöðv- arinnar eykst mjög þjónusta við notendur hennar en þeir sem tengdir eru gömlu símstöðinni geta sótt um að verða tengdir nýju stöðinni og þar með notað þjónustuna sem til boða stendur. Notendur í gamla kerfinu verða ekki alveg útundan því þjónusta við þá batnar verulega hvað varð- ar hraðari þjónustu og minni álagsvandræði. Til að geta notfært sér síma- þjónustuna að fullu þarf símnot- andi í stafræna kerfinu að hafa tónvalssíma með tökkunum *, #, og R. Flesta þjónustu þarf að panta á næstu símstöð en vilji ntenn láta símann vekja sig, eða hringja á ákveðnum tíma til að minna á eitthvað, er hægt að sjá um þá tengingu án aðstoðar sím- stöðvarinnar. Fyrir utan þjónustuna „vakn- ing/áminning“ sem minnst var á hér að ofan, er hægt að koma ákveðnum símanúmerum á minni í símanum og kalla á þau með styttra númeri. „Símtal bíður“ er þjónusta sem virkar þannig, að notandi verður var við ef hringt er til hans á meðan talað er í símann. Þá er ýmist hægt að Ijúka yfirstandandi símtali og fá samband við þann sem hringir, eða „geyma“ viðmælanda á með- an rætt er við þann sem hringir. Af öðrum þjónustum má nefna flutning hringingar í annan síma, endurval á númerinu sem síðast var hringt í, að tala við tvo til skiptis, þrír geta talað saman samtímis, símtalsflutningar og fleira. Allar nánari upplýsingar um þessa þjónustu og hvernig hún er tengd er að finna í 'síma- skránni á blaðsíðu 16. Ný númer að bætast við Ársæll segir að í kjölfar tengingar nýju símstöðvarinnar hafi nokk- ur fyrirtæki þegar skipt um síma- númer og má þar t.d. nefna BSO, Landsvirkjun og DNG. Nýja númer BSO byrjar á 1 og svarar nú símsvari í garnla númerinu sem tilkynnir hvert nýja núinerið er. Þeir BSO menn hafa fundið fyrir því aö margir nátthrafnar helganna sem þurfa á þjónustu þeirra að halda, trúi því alls ekki að nýja númerið sé rétt, en nýja númerið þeirra er 1-10-10. Fljótlega mun Kaupfélag Ey- firðinga taka í notkun nýtt síma- númer sem byrjar á 3, en númer- ið þeirra verður 30-300. Hér er á ferðinni kerfi þar sem Kaupfélag- Norræn vinabæjavika í Vásterás 24.-30. jjúní - ungum Akureyringum á aldrinum 13-20 ára gefinn kostur á að taka þátt í dagskrá vikunnar „í ár halda íbúar Vásterás, vina- bæjar Akureyrar í Svíþjóð, upp á 1000 ára afmæli bæjarins. Vegna þess afmælis er ýmsum viðburð- um dreift á allt árið. Einn af há- punktum hátíðarhaldanna verður síðustu vikuna í juní. Þá verður meðal annars norræn leiksýn- ingahátíð, þar sem tuttugu og fimm leikhópar víðsvegar að af Norðurlöndunum verða á staðn- um og sýna verk sín. Þessa sömu viku er einnig boð- ið til hinnar árlegu norrænu vina- bæjaviku í ár. Frá hverjum vina- bæ er boðið rúmlega 40 þátttak- endum, þannig að alls verða þátt- takendur þar eitthvað á þriðja hundrað. Það eru einkum fjögur viðfangsefni sem boðið er uppá á þessari vinabæjaviku. Norræni menningar- arfurinn Tíu unglingum á aldrinum 13-20 ára er boðið héðan frá Akureyri. Hugmyndin er að gefa þessum unglingum möguleika á að end- urlifa víkingatímabilið í sögu Norðurlandanna, með því að: a: reyna hvernig víkingarnir lifðu, b: taka þátt í að byggja langhús frá víkingatímanum, c: fá að reyna ýmiss konar hand- verk frá þessum tíma, eins og framleiðslu á járni, jurtalitun, matargerð og ýmislegt fleira. d: læra rúnaletur og hvernig á að rista rúnir, e: kynnast því hvernig upplýs- inga unt fyrri tíma er aflað með því að taka þátt í forn- leifagreftri. Norræn íþróttadagskrá Boðið er tíu 15-17 ára ungling- um, sem hafa áhuga á leikfimi, frjálsum íþróttum, knattspyrnu, tennis eða badminton. Helstu viðfangsefni verða: a: að gefa unglingum frá vina- bæjunum kost á að hittast og kynnast með þátttöku í íþrótta- æfingum á viðkomandi svið- um, b: að auka þekkingu sína og færni í viðkomandi íþrótta- grein undir leiðsögn alþjóð- lega þekktra þjálfara, c: að gefa þeim kost á að ræða við reynda íþróttamenn, Um félagslegu hlið íþróttanna, d: að ræða möguleikana í hverju bæjarfélagi á því að hindra notkun vímuefna í tengslum við íþróttir. Norræn þjóðlagatónlist Boðið er fjórum 13-20 ára tónlist- armönnum, sem áhuga hafa á þjóðlagatónlist. Boðið verður uppá: a: möguleika fyrir tónlistarfólkið að auka færni sína með því að skiptast á reynslu við norræna félaga, b: að njóta leiðsagnar þekktra þjóðlagatónlistarmanna, c: að kynnast ýmsu um þróun þjóðlagatónlistar í norrænu löndunum, c: að skapa gömlum hefðum nýj- an búning, í samvinnu við þá sem sýna þjóðdansa. Norrænir þjóðdansar Boðið er átta ungum dönsurum. Helstu viðfangsefni: a: að undirbúa og sýna nokkra þjóðdansa frá eigin landi, b: að kynnast þjóðdönsurum á líku reki frá hinum vinabæj- unum, c: að kynnast ýmsum sögu- og dansvenjum hinna landanna, d: að móta nýjar leiðir fyrir hefðbundna þjóðlagatónlist í samvinnu við tónlistarfólkið. Allt ungt fólk á aldrinum þrett- án til tuttugu ára á möguleika á að taka þátt í einhverju ofan- nefndra atriða. Þeir sem hafa hug á frekari upplýsingum geta haft samband við skrifstofu menning- armála hjá Akureyrarbæ í Strandgötu 19 b, sími 27245. í skólum bæjarins, hjá íþróttafé- lögum og félagsmiðstöðvum munu einnig liggja frammi upp- lýsingar og umsóknareyðublöð um vinabæjavikuna.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.