Dagur - 25.01.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 25.01.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. janúar 1990 - DAGUR - 7 Kennarar og nemendur á Eyjólfsstöðum. Samtökin starfa í meira en 100 löndum víða um heim, starfrækja skóla og hundruði námskeiða á hverju ári. Eyjólfsstaðaskólinn er hlekkur í þessu starfi og alþjóð- legri skólakeðju. Nú er lokið fyrsta námskeiðinu á Eyjólfsstöðum. Við köllum það grunnnámskeið, um er að ræða fimm mánaða námskeið sem boðið er upp á í flestum löndum heims. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldsnám- skeið en fyrir þá íslendinga sem vilja halda áfram stendur til boða að sækja námskeið víða um heim.“ Þjálfun leikmanna á starfsvettvangi - Nú hafið þið lokið fyrri hluta námskeiðsins, bóklega hlutan- um. Hvað tekur við? „Þá tekur við verklegi þáttur- inn sem tekur tvo mánuði. Við leggjum mikla áherslu á 'að nám- skeiðið sé ekki eingöngu fræði- legt heldur eitthvað sem breytir lífi einstaklingsins. Mikilvægt er að hafa þjálfun á starfsvettvangi. Við völdum í þetta skipti að starfa öll saman að ákveðnu verkefni, þ.e. allir sem tóku þátt í námskeiðinu, vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið á Eyjólfsstöð- um. Við fengum á sínum tfma beiðni frá sr. Pálma Matthíassyni um að koma og hjálpa honum í Glerárkirkju, og þegar sr. Pétur Þórarinsson tók við kom hann inn í þetta samstarf. Þannig hefur þetta þróast. Við erum því komin til Akureyrar til að starfa í sex vikur við Glerárkirkju, um tutt- ugu manns.“ - Hvað hyggist þið gera? „Við erum að vinna að undir- búningi þessa dagana, að byggja grunninn ef svo má segja. Við ætlum að gefa út safnaðarblað Glerárkirkju í tengslum við þetta. Annað mál, sem við erum einnig að vinna að, er skoðana- könnunin sem ég nefndi áðan. Ætlunin er að taka úrtak og leggja fyrir fólkið spurningar um afstöðu til kirkju og kristni. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin um það hvenær skoð- anakönnunin verður lögð fyrir en það gerist annað hvort í endaðan janúar eða í byrjun febrúar. Einnig ætlum við að gefa út söng- bók og undirbúa fleira í þessu sambandi. Límmiðar verða prentaðir með heiti átaksins, sem heitir „Dögun '90, átak í safnað- aruppbyggingu við Glerárkirkju.“ Létt kristileg tónlist og vitnisburdir Við munum taka þátt í öllu hefð- bundu starfi kirkjunnar eins og það hefur verið í vetur og bjóða auk þess upp á sérstakar sam- komur. í því sambandi vil ég geta góðs gests, Hollendings sem hef- ur oft gist ísland áður. Samkom- ur verða síðan á föstudagskvöld- um, meðan á átakinu stendur, a.m.k. fram yfir miðjan febrúar. Varðandi samkomurnar vil ég taka fram að við reynum að hafa líflega tónlist á þeim. Létt, kristi- leg tónlist hefur rutt sér mjög til rúms, þá verða vitnisburðir þar sem fólk vitnar um reynslu sína af Guði. Við viljurn hafa lifandi tilbeiðslu í kirkjunni þar sem fólk er virkir þátttakendur. Hinn almenni safnaðarmeðlimur verð- ur að taka virkan þátt í tilbeiðsl- unni.“ Þau Arna Sigurðardóttir og Gunnar Árnason eru þátttakend- ur í námskeiðinu sem hófst á Eyjólfsstöðum. Þau voru spurð um námskeiðið og viðhorf til þess starfs sem framundan er. Þörf fyrir að þekkja Biblíuna betur - Hvers vegna fórst þú á þetta námskeið, Gunnar? „í nútímaþjóðfélagi er þess krafist að fólk hafi góða yfirsýn yfir þá hluti sem það starfar við, og auk þess er þjóðfélagið miklu flóknara nú en áður. Það er engin furða þótt þörf sé á skóla sem hægt er að sækja til að fræðast um biblíuna. Ég hef starfað við KFUM en þar eru samkomur tvisvar til þrisvar í viku. Ég hafði alltaf löngun til að starfa meira og fræðast og vildi fá tækifæri til að liggja yfir þessu. Þetta er ein ástæðan. Það er allt annað að fara í skóla en að fara á samkomur, því í skóla er hægt að verja öllum deginum til biblíunáms. Mér fannst ég einmitt þurfa meiri fræðslu um biblíuna." - En þú, Arna? „Ég fór af mjög svipuðum ástæðum í þennan skóla og Gunnar en vil þó bæta við að ég hafði mikla þörf fyrir að fara á stað eins og Éyjólfsstaði, þar sem við gátum tekið okkur út úr skarkala hversdagslífsins. Þar gat ég íhugað framtíðina og hvað ég vildi gera. Ég tel að það hafi ver- ið mjög gott tækifæri að komast í skólann. Ég hef verið virk í starfi KFUK og var komin í þá stöðu að fara að leiða aðra. Það að starfa sem leiðtogi sýndi mér fram á að ég þurfti meiri fræðslu og betri undirbúning til að þetta yrði ekki eins og blindur að leiða blindan. Þetta er líka spurning um per- sónulega uppbyggingu mannsins, því hver einstaklingur er þrí- skiptur í líkama, sál og anda. Skólinn býður upp á uppbygg- ingu fyrir þetta þrennt.“ Gunnar: „Skólinn er ekki ein- göngu vitsmunalegur heldur á námsefnið að ná til sálarinnnar.“ Að koma þekkingu sinni á framfæri við aðra - Hvernig var bóklegi þáttur námskeiðsins byggður upp, þ.e. sá þáttur sem þið hafið nú lokið? Arna: „Fyrst og fremst var kennt um grundvallaratriði krist- innar trúar, sérstaklega á hinum lútherska kenningagrundvelli sem íslenska þjóðkirkjan starfar eftir. Farið var í ýmis málefni, þrenningarkenningin var út- skýrð, kennt um skírn, mannleg málefni eins og hjónaband og mannleg samskipti en til þessa þáttar var variö einni viku, bæn- ina o.fl." Gunnar: „Áhersla var lögð á hvernig þátttakendur gætu komið þekkingu sinni á framfæri við aðra, og hvernig höfða ætti til nútímans. Rætt var um hvernig ætti að nýta fleiri tjáningarform en hið talaða orð til að koma kristinni trú á framfæri. Kristin trú er samfélagstrú, það sem við gefum af okkur fáum við í stað- inn.“ - Hvað hafið þiö grætt á þessu námskeiði? Arna: „Alveg ótrúlega mikið. Mikla þekkingu fyrst og fremst, og kennslan nýttist mcr afar vel. Maður lærði mikið og fékk góð ráð um hvað eigi að gcra og hvað að forðast þegar trú er boðuð. Reyndir menn sögðu okkur frá ýmsum dæmum um hvernig eigi að standa að boðun Orðsins og hvað beri að varast.“ Gunnar: „Biblían hcfur svör viö öllum spurningum, líka spurningum nútímans, og þegar við skoðum ýmis þjóðfclagsleg vandamál sem eru uppi í dag, t.d. hjónabandið, barnauppeldi o.s.frv., þá hefur Biblían svör við þessu öllu. Þetta var skemmtileg staðfesting á því sem ég vissi reyndar áður. Spennandi að vinna með prestunum - Finnst ykkur ekki spennandi að fara að vinna við safnaðarupp- bygginguna í verki? Arna: „Vissulega, þetta er að vísu ekki fyrsti hópurinn sern ger- ir þetta, en hér er um að ræða öflugasta átakið sem hefur verið gert til þessa.“ Gunnar: „Það er spennandi að fá að vinna með prestunum því að í stórum sóknum kemst sókn- arpresturinn alls ekki yfir öll verk. Það er gaman að fá að vera leikmaður og fá aö vinna með prestinum í slíkum kringumstæð- um, því prestur kemst ekki yfir allt sem þarf að gera í 5 þúsund rnanna sókn.“ - Hvað geriö þið ef fólk segir sem svo: „Hvað eruð þið að skipta ykkur af þessu, þið eruð ekki prestar?" Arna: „Þetta viðhorf endur- speglar útbreiddan misskilning meðal almennings og hefur stað- ið henni alveg ótrúlega mikið fyr- ir þrifum. Sá sem kynnir sér störf presta sér að einn prestur í 5 þús- und manna söfnuöi kemst ekki yfir allt sem hægt væri að gera væri meiri mannafli fyrir hcndi. Prestur í slíkri aðstöðu sinnir nauðsynlegum athöfnum, t.d. skírnum og jarðarförum, auk þess sem liann messar og er sálu- sorgari fyrir söfnuöinn. Allir sem hafa kynnst störfum presta vita að þeir eru afar uppteknir af að sinna vandamálum annarra. Boð- unarhlutverkið er mikilvægt og það má ekki fara forgöíðum, en margir aðrir en presturinn geta komið inn í vandamál fólks og hjálpað við að leysa þau, t.d. fólk sem hefur jafnvel gengið í gegn- um söniu vandamál. Ég vil nefna sorgarviðbrögð sem dæmi. Allt leikmannastarf verður þó aö sjálfsögðu að vera á kristnum grundvelli. í skólanum fengum við kennslu í grundvallaratriöum kristinnar trúar, og þótt við séum ekki guöfræðimenntuð höfum við samt haldgóða þekkingu og reynslu í að vinna í vandamálum fólks." Gunnar: „Það er líka í sam- ræmi við Biblíuna að fleiri taki þátt í boðun Orðsins, því hér er ekki um neitt að ræða sem var aðeins ætlað einni stétt manna. Kristur kenndi sjálfur að allir ættu að boða, ekki eingöngu prestarnir." EHB Eyjólfsstaðir á Fljótsdalshéraði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.