Dagur - 25.01.1990, Blaðsíða 12
Akureyri, fimmtudagur 25. janúar 1990
Kodak
Express
Gædaframköllun
★ Tryggðu filmunni þinni
M—
Jbesta GPed*6myndir'
Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Færeyska skipið sem landaði á Akureyri var að koma í land eftir þriggja og hálfs mánaða útiveru og geri aðrir betur.
Mynd: KL
Arver hf. á Árskógsströnd:
Fékk 130 tonn af rækju
firá færeysku ftystiskipi
Rækjuverksmiðjan Árver hf. á
Árskógsströnd fékk í gær 130
tonn af frystri rækju úr fær-
eysku frystiskipi. Rækjunni
var landað á Akureyri.
Að sögn verkstjóra hjá Árveri
er um að ræða stærsta farm sem
fyrirtækið hefur fengið frá
erlendu frystiskipi. Hann sagði
að rækjan væri kærkominn því að
lítið hefði verið um hráefni að
undanförnu og vinnsluhjólin því
gengið hægt. Með þessum farmi
ættu hjólin að fara að snúast eðli-
lega hjá Árveri á ný og má ætla
að hann sjái 15 manns fyrir vinnu
alla virka daga næstu vikurnar.
Þessi rækja var veitt á Dohrn-
banka og norður undir Svalbarða
og er stór og falleg og mjög góð
til vinnslu.
Sæþór, bátur G. Ben. á Ár-
skógssandi hefur lagt upp rækju
hjá Árveri en hann hefur lagt
rækjutrolli um hríð og undirbýr
vetrarvertíð. Líkur eru á að lítið
hráefni fáist innanlands fyrr en
að lokinni loðnuvertíð, þegar
Þórshamar GK fer á rækjuveið-
ar. óþh
Bæjarstjórn Akureyrar:
Bæjarstjóri leysir
félagsmálastjóra af
- með aðstoð skóla- og
menningarfulltrúa bæjarins
Sigfus Jónsson, bæjarstjóri,
hefur tekið að sér starf fram-
kvæmdastjóra félags- og
fræðslusviðs Akureyrarbæjar á
næstunni, en Jón Björnsson
félagsmálastjóri er í ársleyfi.
Jón mun væntanlega svara því
næsta sumar hvort hann mun
taka við starfi félagsmálastjóra
Akureyrarbæjar á ný þegar
leyfinu lýkur.
Á fundi Bæjarstjórnar Akur-
eyrar á þriðjudag spurðist Úlf-
hildur Rögvaldsdóttir fyrir um
hvort staða Jóns Björnssonar
hefði verið fyllt á meðan hann
væri í leyfi. Bæjarstjóri upplýsti
að hann hefði tekið að sér að
sinna verksviði Jóns næstu mán-
uði, með aðstoð Ingólfs Ár-
mannssonar, skóla- og menning-
arfulltrúa bæjarins, sem tekur að
sér þá þætti sem ekki heyra beint
undir félagsmálin sjálf. „Það er
vilji minn og meirihluta bæjar-
ráðs að prófa þetta um sinn. Jón
Björnsson er farinn í bili til að
sinna öðrum verkefnum," sagði
Sigfús.
Sigríður Stefánsdóttir gagn-
rýndi þetta fyrirkomulag harð-
lega og sagði að sér þætti fróðlegt
að vita að bæjarstjóri Akureyrar
hefði tíma til að sinna svo viða-
rniklu verksviði með sínu aðal-
starfi. Þá taldi hún afar vítavert
hvernig staðið hefði verið að
þessu, og réttum aðilum, t.d.
Svæðisskipulag EyjaQarðar lagt fram til kynningar í gær:
„Er mikflvægt stjómtæki sveitarstjórna“
- Ólafsijörður, Hrísey og Glæsibæjarhreppur eiga ekki aðild að skipulaginu
í gær hófst kynning á svæðis-
skipulagi Eyjafjarðar 1989-
2009 hjá hlutaðeigandi sveitar-
félögum og á skrifstofu Skipu-
Iags ríkisins að Glerárgötu 30 á
Akureyri. Oll sveitarfélög á
Eyjafjarðarsvæðinu að Hrísey,
Ólafsfírði og Glæsibæjar-
hreppi undanskildum eiga
aðild að svæðisskipulaginu.
Þau tvö fyrrnefndu hafa frá
upphafi ekki átt aðild að því en
vegna ákveðins ágreinings sem
upp kom eftir að vinna við skipu-
lagið hófst klauf Glæsibæjar-
Kaupfélag Vopnfirðinga fær greiðslustöðvun framlengda um tvo mánuði:
„Kannskí verðum við neyddir
tfl að lýsa okkur gjaldþrota“
- brýnt að koma sláturhúsamálunum á hreint
Kaupfélag Vopnfirðinga hefur
fengið greiðslustöðvun fram-
lengda um tvo mánuði, til 19.
mars nk., en þriggja mánaða
greiðslustöðvun rann út sl.
föstudag.
Framlenging greiðslustöðvun-
ar byggist á því að enn séu margir
lausir endar í endurskipulagn-
ingu á rekstri fyrirtækisins. Má
þar m.a. nefna sauðfjárslátrun á
Vopnafirði, rekstur trésmiðju
kaupfélagsins og mjólkursam-
lags.
Þórður Pálsson kaupfélags-
stjóri segir að á þessu stigi sé erf-
itt að segja til um hvernig mál
þróist. „Kannski verðum við
frekar neyddir til þess að lýsa
okkur gjaldþrota, þó að við séum
það ekki, en að láta kúga okkur
til þess að leggja hér niður
búskap,“ segir Þórður.
Eins og margoft hefur komið
fram er mikil óvissa með sauð-
fjárslátrun á norðausturhorninu.
Vopnafjörður er einn þeirra
staða sem kemur til umræðu í því
sambandi. Þórður segir að enn
virðist standa í mönnum hvar
slátra eigi fé frá Vopnafirði.
'Hann segir það liggja fyrir að
þessi mál verði að komast á
hreint áður en greiðslustöðvunar-
tíma lýkur 19. mars.
Þórður segir og ýmsar þreifing-
ar með rekstur mjólkursamlags-
ins. Hann segir að Kaupfélagið
hafi áhuga á að losa sig við þá
eign en engin niðurstaða sé enn í.
sjónmáli.
Varðandi trésmiðju kaupfé-
lagsins segir Þórður að til
skoðunar sé að iðnaðarmenn á
Vopnafirði stofni hlutafélag um
að leigja hús trésmiðjunnar og
kaupi tæki hennar. óþh
hreppur sig frá Samvinnunefnd
um skipulagsmál Eyjafjarðar og
er því ekki aðili að skipulaginu.
Stefán Thors, skipulagsstjóri
ríkisins, segir það rýra svæðis-
skipulagið að áðurnefnd sveitar-
félög séu ekki aðilar að svæðis-
skipulaginu en hins vegar séu
bundnar við það vonir að þau
„komi inn“ við lögbundna endur-
skoðun þess að fimm árum liðn-
um.
Vinna við gerð svæð’sskipu-
lagsins hefur staðið yfir síðustu
fimm ár og er það að vonum
mjög viðamikið. Eyjafjörður er
þriðja svæðið sem fær staðfest
svæðisskipulag, áður hefur það
verið samþykkt fyrir Ölfusið og
Suðurnes.
Að mati Stefáns Thors er
svæðisskipulag mikilvægt stjórn-
tæki sveitarfélaga og með það í
höndunum sé t.d. auðveldara fyr-
ir sveitarstjórnir að ákvarða hvar
eigi að staðsetja tiltekna atvinnu-
starfsemi.
Svæðisskipulagið liggur
frammi til kynningar til 7. mars
nk. og ber að skila skriflegum
athugasemdum við það fyrir 21.
mars nk. óþh
nefndarmönnum og deildarstjór-
um félagsmálasviðs bæjarins, ekki
tilkynnt um þessa skipan mála
eða boðið að ræða hana í tæka
tíð.
Heimir Ingimarsson tók undir
þessa gagnrýni og kvað málsmeð-
ferð meirihluta bæjarráðs með
ólíkindum.
Björn Jósef Arnviðarson vís-
aði framkominni gagnrýni á bug
og taldi að verið væri að gera mál
úr því sem ekkert væri. Málið
hefði verið rætt tvisvar í bæjar-
ráði.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
þakkaði fyrir framkomnar upp-
lýsingar. Hún tók undir þá gagn-
rýni sem fram kom og taldi lág-
mark að bókað væri í bæjarráði
hvernig skipan þessara mála yrði
háttaö. EHB
Stjórn Hraðfrystihúss
ÓlafsQarðar hf.:
Jón Eflert og Jón
Hlutafjársjóðs
Jón Ellert Lárusson, við-
skiptafræðingur á Akureyri,
og Jón Þórðarson, sjávar-
útvegsfræðingur á Akureyri,
verða fulltrúar Hlutafjársjóðs í
stjórn Hraðfrystihúss Olafs-
fjarðar hf.
Eins og kunnugt er komu bæði
Atvinnutryggingasjóður útflutn-
ingsgreina og Hlutafjársjóður að
fjárhagslegri endurskipulagningu
Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. á
síðasta ári. Hlutafjársjóður lagði
fram umtalsvert fjármagn og af
þeim sökum fær hann tvo menn
af fimm í stjórn fyrirtækisins.
Jón Ellert Lárusson á ásamt
öðrum verslunina Bókval á
Akureyri. Nafni hans Þórðarson
er forstöðumaður sjávarútvegs-
brautar Háskólans á Ákureyri.
óþh
Rólegt hjá lögreglu
- enginn á barinn
á Sigló um helgina
Dagurinn í gær var heldur tíð-
indalítill hjá lögreglunni á
svæðinu. Það sem helst var
áberandi á öllum vígstöðum
var leiðinda færð í bæjum, sér-
staklega fyrir gangandi fólk.
Á Siglufirði voru klofstígvél
öruggasti búnaður fólks og gerðu
menn nokkuð af því að hjálpa
ökumönnum sem höfðu fest sig í
þungum snjónum. Þar ræða
menn sömuleiðis nokkuð unt
þann viðburð sem átti sér stað
um helgina, en þá mætti ekki
nokkur maður á barinn á
staðnum. Slíkt þykir ttðindum
sæta þar sem Siglfirðingar er
þekktir fyrir góða ballstemmn-
ingu. VG