Dagur - 25.01.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 25.01.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 25. janúar 1990 SamaðarátaMð Dögun ’90 í Glerárkirkiu - „Ungt fólk með hlutverk“ vinnur að uppbyggingu safnaðar- starfs í samvinnu við sr. Pétur Þórarinsson næstu vikurnar Um þessar mundir er átak í uppbyggingu safnaðarstarfs í Gler- árkirkju að fara af stað. Heiti átaksins er „Dögun ’90,“ og hreyfingin „Ungt fólk með hlutverk“ stendur að átakinu í samvinnu við sóknarprestinn, sr. Pétur Þórarinsson. Blaðamaöur spjallaði við Þor- stein Kristiansen, starfsmann „Ungs fólks með hlutverk'- og biblíuskóla sem hreyfingin rekur á Eyjólfsstöðum á Fljótsdalshér- aði. Hann hefur um þriggja mán- aða skeið starfað við biblíuskól- ann. Með honum voru tveir nemendur skólans, Arna Ýrr Sig- urðardóttir og Gunnar Árnason. Nám þeirra í biblíuskólanum er bæði verklegt og bóklegt. Þau hafa lokið bóklega hlutanum en verklegi þátturinn fer fram með því að starfa við safnaðarátakið í Glerárkirkju. Þorsteinn varð fyrstur fyrir svörum. - „Ungt fólk með hlutverk" er hreyfing sem upprunnin er í Reykjavík. „Já, það er rétt. Hreyfingin var stofnuð um hvítasunnuna árið 1976. Það var gert eftir að kristi- legur hópur ungs fólks hafði starfað um fjögurra ára skeið. Hluti hópsins hafði áður tekið þátt í kristilegu starfi innan KFUM og K, en kaus að nota aðrar starfsaðferðir. Hópurinn átti það sameiginlegt að vilja sjá hlutverk kirkjunnar vaxa og eflast. Samtökin eru stofnuð til að boða trú og auka áhrif kristn- innar í landinu. Hér er um boð- unarhreyfingu að ræða.“ Biblíuskólinn á Eyjólfsstöðum - Hvernig var starfseminni hátt- að fyrstu árin? „Starfsemin var mjög öflug allt frá upphafi. Sem dæmi get ég nefnt að árið eftir stofnunina, 1977, voru sendir út fimm boðun- arhópar, til Vestmannaeyja, Siglufjarðar, Ólafsvíkur og Egilsstaða, fyrir utan fimmta hópinn sem ferðaðist um landið. Upp úr þessu starfi gerðist það að hreyfingin festi kaup á jörðinni Eyjólfsstöðum á Fljótsdalshér- aði. Þar var settur á fót biblíu- skóli. Kaupin voru gerð árið 1978 og framkvæmdir hófust árið eftir. Það tók okkur því tíu ár að koma biblíuskólanum upp og í rekstur.“ - Hvernig standið þið að fjár- mögnuninni? „Við innheimtum ekki félags- gjöld en byggjum mikið á stuðn- ingsaðilum sem styrkja okkur. Þá erum við með útgáfustarfsemi; gefum út bækur, snældur og fleira. Það er því eðlilegt að bygging skólans hafi tekið sinn tíma því hreyfingin er ekki fjársterk, eins og gefur að skilja. Við höfum líka gengið gegnum þrengingar og erfiða tíma vegna þess að hluti hópsins yfirgaf hann og myndaði söfnuði sem hafa val- ið að starfa utan þjóðkirkjunnar. Sá hópur sem valdi að starfa inn- an kirkjunnar minnkaði en vonir eru bundnar við að hann muni stækka og eflast með tilkomu biblíuskólans.“ Yilja byggja söfnuðina upp í samvinnu við prestana - Ert þú félagi í KFUM, Þor- steinn? Það félag er einnig boð- unarhreyfing innan kirkjunnar. „Ég er reyndar skráður félagi þar ennþá, já. En það sem greinir þessar hreyfingar að er ekki kenningalegur ágreiningur, því þær starfa á sama grundvelli og þjóðkirkjan þannig séð. Munur- inn er sá að KFUM og K ákvað að starfa í eigin húsnæði og sam- lagast þjóðkirkjunni á allt annan hátt en Ungt fólk með hlutverk, sem tekur beinan þátt í starfi þjóðkirkjunnar. Við viljum byggja söfnuðina upp í samstarfi við prestana.“ - Hvernig taka prestarnir því? „Það er upp og ofan, til að byrja með vorum við ung og óreynd á þessu sviði og óþekkt stærð. En ég vil segja að þau áhrif sem við höfum komið til leiðar með þátttöku okkar í kirkj- unni eru mikil. Samþykkt presta- stefnu og kirkjuþings um að ára- tugurinn 1990 til 2000 verði helg- aður safnaðaruppbyggingu er dæmi um að starf okkar hefur fengið hljómgrunn. Fólk er með- vitaðra um að ekki er nóg að byggja guðshús úr steinsteypu heldur verður jafnframt að byggja upp innra starf kirkjunn- ar.“ Ástæður þess að fólk sækir ekki kirkju kannaðar - Hlýtur uppbygging safnaðar- starfs ekki að byggja á því að fólk almennt sæki sína kirkju? „Já, hver er ástæða þess að fólk sækir ekki kirkju í ríkara mæli? Ýmsir hafa velt þessari spurningu fyrir sér og leitað svara. Það viljum við einnig gera ætlum að kanna viðhorf til kirkju og kristni. Við vitum að fólk sæk- ir kirkju á hátíðum eða við sér- stök tækifæri, en margir fara ekki á öðrum tímum. Vilji okkar er að ná til fólksins og vekja með því áhuga á þjóðkirkjunni þannig að boðskapur hennar nái til þess.“ - Hvernig sérð þú fyrir þær hið æskilegasta ástand þessara mála? „Æskilegast væri að kirkjan og kirkjusókn væri samnefnari dag- legs lífs fjölskyldunnar. Eðlilegt væri að allir færu í kirkju; pabbi og mamma, afi og amma, börnin og unglingarnir á heimilinu. Allir gætu sameinast í kirkjunni.“ - En nú er ekki messað nema einu sinni í viku. „Já, en kirkjan getur alltaf aukið starf sitt og boðið upp á meiri fjölbreytni fyrir alla ald- urshópa. Barna- og æskulýðsstarf þarf að stórefla hér á landi, fyrir- bænaguðsþjónustur eru dæmi um nýbreytni í kirkjulegu starfi og þar fyrir utan má starfrækja alla vega hópa sem geta komið saman í heimahúsum eða kirkjum. Slík- ir hópar geta t.d. rætt um biblí- una, fræðst um ákveðin atriði í Heilagri ritningu, beðið saman, rætt um mál eins og fjölskyldu- mál, hjónaband, sorg o.s.frv. í þessu sambandi vil ég benda á að kirkjan er fyrst og fremst boðunarafl, það er markmið hennar að hluta til að boða kristna trú. Ef við verðum ein- hvern tíma svo lánsöm að almenningur verði virku. í kirkj- unni eru verkefni út um allan heim, því markmið kristins manns er að ná til allra manna með trúna.“ - Hvernig hyggist þið vinna að markmiðum „Ungs fólks með hlutverk" í gegnum Biblíuskól- ann að Eyjólfsstöðum? „Markmiðið er að gefa ungu fólki á öllum aldri tækifæri til að koma og fræðast um grundvallar- atriði Biblíunnar. Trú okkar er sú að með því að fólk kynnist grundvallaratriðum kristninnar og lifir í samræmi við það muni líf þess breytast. Fyrsta hlutverk skólans er að hver nemandi hans verði heilsteyptur þjóðfélags- þegn, reiðubúinn til að takast á við lífið. í öðru lagi er markmiðið að fólk verið hæft til að taka þátt í starfi kirkjunnar, í barnastarfi, æskulýðsstarfi og öðrurn þeim vettvangi sem kirkjan starfar á.“ - Ungt fólk með hlútverk er hluti alþjóðlegrar hreyfingar, er það ekki? „Já, rétt er það, við erum hluti alþjóðlegra samtaka sem nefnast „Ýouth with a Mission.“ Það eru þverkirkjuleg samtök en við störfum algerlega innan kenn- ingagrundvallar þjóðkirkjunnar. Glerárkirkja á Akureyri. Að fræðast um Biblíuna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.