Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 27. janúar 1990 hamingjusamir. Karlinn fylgist með fréttum, les blöðin, sér um bílinn, dráp á skordýrum og viðhald á ljósaperum, svo og ýmislegt fleira sem honum er tamt. Hann unir við sitt, konan við sitt, verkaskiptingin er á hreinu og togstreita því óþörf. Ég hélt satt að segja að þessi sjónarmið væru löngu úrelt, en ég gat ekki skilið orð konunnar í áðurnefndum lífsgæðaþætti á annan veg en þann að ef hjón viðhalda eðlislægum mismun kynjanna þá verða þau ham- ingjusamari en ella. Petta er ekkert sem ég er að búa til og því engin ástæða til að ráðast á mig fyrir annarlegar skoðanir. Það kom fram, minnir mig, aö þessi hjón geta öðlast andleg og siðferðileg gæði. Þau eru ekki í veraldlega streðinu, togstreitunni og ánauð peninga- hyggjunnar. Hjón sem vinna á hinn bóginn bæði úti og það mikið eru líkleg til að raska öllu jafnvægi. Hefðbundin kynhlut- verk riðlast, andleg og siðferði- leg gæði gleymast, allt miðast við það að krækja í meiri og meiri peninga til að geta keypt spánýtt leðursófasett og fánýtan munað. Ég læt hér staðar numið. Það kom mér satt að segja mjög á óvart að heyra slíkar skoðanir frá konu, skoðanir sem byggðar voru á rannsóknum, skoðanir sem við ættum kannski að hug- leiða nánar með tilliti til lífs- gæða og hamingjunnar. Hallfreður • • Orgumleiðason: Lífsgœði og lukku- legt hjónaband Góðan daginn, lesendur á eyj- unni grænu svo og á meginland- inu. Allt er vænt sem vel er grænt, segja framsóknarmenn og klappa sér á kviðinn, en þar sem Hallfreður er gjörsamlega ópólitískt afl í hringiðu þjóðlífs- ins þar sem öldurnar rísa og brotna með gríðarlegum eyði- leggingarmætti og gjörninga- veður eru daglegt brauð, þar sem andleg orka er í hrópandi mótsögn við náttúruöflin og andstæða viskunnar ræður ríkjum, þar sem hamingjan er fólgin í 8 millimetra steypu- styrktarjárnum og 16 millimetra pornógrafískum myndum, þá tel ég rétt að sniðganga stjórn- málin og vinda mér í úrvinnslu á nýjustu upplýsingum um lífs- gæði og farsæl hjónabönd. umræðunum. Ég hef ávallt haft mætur á samborgara mínum Páli Skúlasyni, þótt ég hafi aldrei skilið hann, og hann brást ekki frekar en fyrri daginn. Jón Björnsson er líka íhugull og grandvar maður. Sálfræðingur- inn var á hinn bóginn dálítið útundan sér og útundan. Kven- maður var og í þessum fríða flokki til að viðhalda settum hlutföllum og reglum um jafn- rétti kynjanna, þ.e. ein á móti fjórum. Þrátt fyrir þessi viðurkenndu hlutföll verð ég að segja að orð konunnar náðu sterkari tökum á mér en fjálglegar vangaveltur karlanna. Hún kom nefnilega fram með sjálfan vísdóm vís- dómsins, stóra sannleikann, gullnu regluna sem hefur gleymst í gírugri jafnkvenréttis- baráttunni. Hún skýrði frá við- tölum sínum við hjón og lagði á borðið niðurstöður sem eru lyk- illinn að farsælu hjónabandi. Og þær niðurstöður berstrípa nútímakenningar og brjóta nið- ur múra sem hlaðnir hafa verið á undanförnum árum. Ef ég hef skilið konuna rétt þá voru traustustu og farsælustu hjónaböndin þau þar sem hefð- bundið kynhlutverk var í háveg- um haft. Hún sagði þetta ábyggilega. Hamingjan í hjóna- bandinu er þannig fólgin í því að eiginkonan sé sem mest heima og sinni skyldum sínum, vinni í mesta lagi hálfan daginn utan heimilis. Karlinn vinnur sína venjulegu 40-50 tíma á viku. Lögð var áhersla á hefð- bundið kynhlutverkið innan veggja heimilisins sem grund- völl að hamingjuríku hjóna- bandi. Ef konan unir sátt við húsmóðurstörfin, þessi gömlu góðu sem felast í matargerð, uppvaski, gólfþvotti, bleiuskipt- um og svona mætti lengi telja, og plagar ekki eiginmanninn með þeim, þá eru báðir aðilar Þetta var nokkuð langur og snúinn inngangur en nú er kom- ið að málefni dagsins. Fyrir skömmu var í Sjónvarpinu all- bærilegur þáttur sem Arthúr Björgvin stýrði og þenkjandi gestir lögðu orð í belg. Lífs- íi, gæðakapphlaupið var mest til ! umræðu. mál sem hægt er að ræða frá ýmsum sjónarhornum, t.d. kristilegu, kapítalísku, marxísku, rómantísku, raun- sæju, sálrænu og jafnvel kvenna- pólitísku sjónarhorni. Gott mál. En lengi vel bólaði ekkert á öðru en gömlum klisjum, stað- reyndum sem allir vita en nenna ekki að hafa í heiðri. Þar á ég við þá lítt umdeildu skoðun að hamingjan sé frekar fólgin í friði og ást heldur en geislaspil- ara og gullslegnu sófaborði. Jórtrandi tyggigúmmí og sötr- andi appelsínusafa (nýir og betri siðir!) sat ég (ath. lá ekki) í sófanunt og fylgdist með Það gengur ýmislegt á í samskiptum hjóna og skiptast á skin og skúrir. Uppskrift að farsælu hjónabandi er því vel þegin, en hún felur í sér að hefðbundið kynhlutverk sé virt. Sumt fólk fer ekki eftir tilmælum læknisins um að æfa bakstyrkjandi æfingar og því fer sem fer. Hefurðu einhvern tímann farið til læknis vegna bakverks og hann ráðlagt þér að gera einhverjar æfingar til að styrkja bakið? Ef svo er þá hefurðu sennilega kynnst því hve erfitt það er að æfa einn og án hvatningar frá öðrum. Sumu fólki finnst veru- lega erfitt að gera einhverjar æfingar ef það er enginn sem það æfir með eða rekur það áfram við æfingarnar. Þetta þekkja allir þeir sem taka sig til einn daginn og kaupa einhver æfingatæki, handlóð, teygjur eða mittis- trimmara og gera svo lítið annað en að horfa á tækin eða stinga þeim inn í skáp eftir fyrstu vik- una. Þetta á sér ósköp eðlilegar orsakir. Þegar fólk þarf að fara að gera eitthvað eins og það að fara að æfa í fyrsta skipti á ævinni, þá er það mun auðveld- ara ef það fær einhvern með sér til halds og trausts og leiðbeining- ar. í sumum tilfellum bakveiki mæla læknar með æfingum en í könnun sein gerð var á því hve margir færu eftir ráðleggingum læknisins var útkoman sú að þeir sem fóru þangað sem vanir þjá.lf- arar höfðu stöðugt eftirlit með þeim æfðu vel og mikið en í þeim tilfellum þar sem baksjúklingarn- ir ætluðu að æfa upp á eigin spýt- ur án eftirlits eða hvatningar þá mættu þeir sjaldnar og náðu ekki eins góðum árangri. í könnuninni voru tveir hópar. Annar hópur- inn hafði leiðheinanda sem hafði stöðugt eftirlit með þeim en fólk- ið í hinum hópnum var algerlega sjálfstætt. Það var ekki nóg með að þeir sem höfðu þjálfara næðu mun meiri árangri í alla staði heldur mættu þeir mun betur. Af 96 æfingatímum þá mættu þeir í 91 að meðaltali. Hinn hópurinn mætti hins vegar ekki í nema 32 af 96 tímum. Þessi könnun birtist í blaðinu Journal of Occupation- al Medicine (júní 1989). Þessar niðurstöður eiga vafa- laust ekki bara við sjúklinga sem þurfa að æfa heldur líka mig og þig. Ef hvatninguna og félags- skapinn vantar þá eiga margir mun erfiðara með að æfa sér til heilsubótar. Þá skiptir litlu hvaða æfingar eða íþróttagrein það er. Þess vegna er það skoðun grein- arhöfunda að það sé einungis á fárra færi að æfa heima hjá sér án hvatningar. Oft vill fara svo að þeir sem kaupa sér æfingatæki enda á því að horfa upp á þau rykfalla og verða engum til gagns. Það væri gaman að gera könnun á því hve rnargir eiga ein- hvers konar æfingatæki heima hjá sér og nota þau. Sumt fólk fer ekki eftir leiðbeiningum læknis- ins um að æfa vegna þess að það heldur að æfingarnar muni auka verkina og sársaukann. Raunin er hins vegar önnur þegar fólk fer eftir því sem þjálfarinn segir. Vandinn er oftast sá að taka fyrsta skrefið og byrja að gera eitthvað heilsusamlegt fyrir lík- amann. í fjölda tilfella stafa bak- verkir af hreyfingarleysi og skorti á þjálfun fyrir bakið. Fólk sem vinnur einhæfa vinnu kannast við það. Um leið og vöðvarnir í bak- inu eru notaðir á fjölhæfan hátt þá minnkar hættan á að bakið stífni upp og verði til leiðinda. Heilsupósturinn Umsjón: Siguröur Gestsson og Einar Guðmann

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.