Dagur


Dagur - 27.01.1990, Qupperneq 5

Dagur - 27.01.1990, Qupperneq 5
Laugardagur 27. janúar 1990 - DAGUR - 5 T annverndardagurinn 2. febrúar: Sífellt nart skemmir tennnr Árlegur Tannverndardagur Tannverndarráðs hefur verið ákveðinn næsta föstudag, 2. febrúar og verður að þessu sinni lögð megin áhersla á umfjöllun um matarvenjur íslendinga. Einkunnarorð dags- ins verða „Sífellt nart skemmir tennur“ og munu Akureyring- ar t.d. sjá áletrunina á strætis- vögnum bæjarins. I tilefni dagsins verður fræðslu- efni sent til grunnskóla landsins og því beint til forráðamanna að tími verði tekinn til að fjalla um tannvernd í skólanum. Tann- læknar á Akureyri og Sauðár- króki hafa skipulagt fræðslu fyrir almenning í tilefni dagsins, birtar verða greinar í fjölmiðlum og fleira. Það er ljóst að í þjóðfélagi þar sem hver íbúi borðar um 17 kíló af sælgæti á ári og um það bil ein „sjoppa" er á hverja 200-400 íbúa, er nauðsynlegt að fræða almenning unt tannvernd. Sykur- neysla íslendinga á stóran þátt í tíðni tannskemmda hér á landi og hve erfiðlega gengur að vinna bug á því ástandi. VG Kvennalistinn: Vararvið dramnum um stóriðju „Kvennalistinn á Akureyri hélt fund laugardaginn 20. janúar. Þar var ákveðið að bjóða fram til bæjarstjórnar í vor. Helstu baráttumál Kvennalist- ans í kosningunum tengjast auk- inni atvinnuþátttöku kvenna. Nú er það orðin regla að konur vinni utan heimilis, en áður var það undantekning. Afkoma heimil- anna byggist yfirleitt á því að allir fullorðnir afli tekna. Atvinnuleysi hefur aukist jafnt og þétt að undanförnu og það er meira meðal kvenna en karla. Til viðbótar kemur dulið atvinnu- leysi kvenna, því þær konur eru ekki skráðar atvinnulausar sem eru á leið út á vinnumarkaðinn, t.d. eftir nám eða uppeldi barna. Konur bera nú uppi fjölmargar atvinnugreinar, svo sem uppeld- is- og umönnunarstörf, að ógleymdri fiskvinnslunni. Ný störf fyrir konur þurfa að líta dagsins ljós. Kvennalistinn varar við draumum um stóriðju. Slík störf eru dýr, þau leysa ekki vanda kvenna, og að auki er við- kvæmu lífríki landsins hætta búin. Það er skoðun Kvennalistans að stjórnvöld hafi ekki komið til móts við aukna atvinnuþátttöku kvenna. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga er að breytast. Nú færist til dæmis stefnumótun í skólamálum og uppbygging í hendur sveitarfélaganna. Kvennalistinn leggur áherslu á nauðsyn samfellds skóladags og góðra dagvista fyrir öll börn sem óskað er eftir slíkri vist fyrir. Næsti fundur Kvennalistans verður haldinn þriðjudaginn 30. janúar kl. 20.00 í Húsi aldraðra. Þar verður hafist handa við að skipuleggja kosningabaráttuna og sníða hugmyndafræðina að aðstæðum á líðandi stund. Áhugasamar konur eru hvattar til að mæta á fundinn og vera með.“ BIFREIÐA- HLUNNINDI Endurgjaldslaus afnot launamanns af bifreið launagreiðanda eru staðgreiðsluskyld og skulu þau metin honum til tekna þannig: Af bifreið sem tekin var í notkun á árunum 1988 og 1989 eða tekin verður í notkun á árinu 1990 skal meta 20% af kostnaðarverði bifreiðarinnar sem hlunn- indi til tekna. Af eldri bifreið skal meta 15% af kostnaðarverði sem hlunnindi til tekna. Kostnaðarverð er skilgreint sem stað- greiðsluverð samkvæmt verðlista á sams konar bifreið nýrri af árgerð 1990, að með- töldum kostnaði vegna hvers konar auka- og sérbúnaðar. Verðlisti fæst hjá skattstjór- um og RSK. Hafi launamaðurgreitt hlutaaf verði bifreiðar skal lækka verð bifreiðarinn- ar til hlunnindamats um þá fjárhæð sem launamaðurinn sjálfur greiddi. Séu endurgjaldslaus afnot launa- manns takmörkuð við ákveðinn kílómetra- fjölda þannig að hann greiði launagreið- anda sínum fyrir ekna kílómetra umfram umsamið hámark skal reikna honum fuli mánaðarleg hlunnindi til tekna uns umsömdu hámarki er náð. Eftir þau tíma- mörk skal draga greiðslu launamanns frá fjárhæð mánaðarlegra hlunninda og falla þau niður sé greiðsla launamanns jafnhá þeim. Mánaðarleg hlunnindi teljast 1/12 af hlunnindamati bifreiðar. Ef afnot launa- manns eru takmörkuð við hluta af mánuði skal meta bifreiðahlunnindi hans í réttu hlutfalli við þann dagafjölda í mánuðinum sem hann hefur afnot af bifreiðinni. Greiði launamaður eldsneytiskostnað (og smurningu) skal lækka hlunnindamat um 4 prósentustig, þ.e. í 16% eða 11 % eftir aldri bifreiða. Heimilt er að lækka hlunnindamat ef launamaður greiðir annan rekstrarkostnað enda afhendi launamaður launagreiðanda sínum kvittanir frá þriðja aðila fyrir slíkum kostnaði og fái hann ekki endurgreiddan. Greiði launamaður launagreiðanda sínum fyrir afnot af bifreið endurgjald sem er lægra en hlunnindamat, skal mismunur- inn teljast launamanni til tekna. Launamanni, sem hefur takmörkuð not af bifreið launagreiðenda, skal meta til hlunninda 14 kr. per ekinn km. Þetta á þó ekki við akstur milli heimilis og vinnustaðar ef slíkur akstur er honum ekki til hagsbóta. Endurgreiddur kostnaðurtil launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, er metinn þannig: Kílómetragjald undir viðmiðunarmörkum: Fyrir 1-10.000km 23.65pr.km. Fyrir 10.001-20.000km 21.20pr.km. . Fyrir 20.001 km. -> 18.70pr.km. ■ Þar sem kílómetragjald er lægra fyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi að fylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu. Fái launamaðurgreitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra, sem miðast við „sérstakt gjald“ eða „torfærugjald" sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður, má hækka viðmiðunarfjárhæðir sem hér segir: mm Fyrirl-10.000kmakstur-sérstaktgjald hœkkunum3.75kr.pr.km. — torfœrugjald hœkkun um 10.85 kr. pr. km. Fyrir 10.001-20.000km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 3.30 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 9.65 kr. pr. km. Umfram 20.000kmakstur-sérstaktgjald hœkkun um 2.95 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 8.50 kr. pr. km. Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu vegna kílómetragjalds er að færð sé reglulega akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt launamanni, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmer ökutækis. RSK RÍKISSKATTSTJÓRi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.