Dagur - 27.01.1990, Síða 16

Dagur - 27.01.1990, Síða 16
Sauðárkrókur 95-35960 Húsavík 96-41585 Norðurland: Víða ófært í gær Slæmt veður gekk yfir norð- vestanvert Iandið í gær sem varð þess valdandi að ekki var hægt að fara með snjóruðn- ingstæki um þjóðvegi á svæð- inu. Af þessum sökum var t.d. ekk- ert hægt að aðhafast á Öxnadals- heiði, í Vatnsskarði og á Holta- vörðuheiði, vitlaust veður var í Skagafirði og því ekkert rutt á þeim slóðum. í gærmorgun var rutt frá Akureyri til Dalvíkur og Greni- víkur en óvíst var um framhald á þeim leiðum. Kolófært var frá Akureyri til Ólafsfjarðar. I austurátt til Húsavíkur og þaðan af lengra var í gær fært vel búnum bílum, en Kísilvegur var ófær. Sídegis í gær átti að taka ákvörðun um mokstur í dag ef veður skánaði en samkvæmt veð- urspám átti það að ganga niður í nótt. VG Ekið á hross í Skagafirði - málið fyrir dóm Seinni partinn á fimmtudaginn ók vöruflutningabifreið á hross við bæinn Gígjarhól á Sauðár- króksbraut. Hrossið þurfti að aflífa og er því var lokið hélt bifreiðin leiðar sinnar. það nema verða kærður. Magnús sagði tjón beggja aðilanna vera svipað og kannski lyki þessu máli þannig að hver sæi um sitt tjón. kj Úr vinnslusal skóverksmiðjunnar Striksins. Að sögn framkvæmdastjóra slapp reksturinn fyrir horn á síðasta ári Skóverksmiðjan Strikið á Akureyri: Keypti skóverslunma Kruinmafót á Egfisstöðum - „verðum að vera ánægðir með útkomuna á síðasta ári,“ segir Haukur Ármannsson framkvæmdastjóri Vöruflutningabifreiðin var frá Vöruflutningum Magnúsar Svav- arssonar og var á leið suður. Ekki kom til kasta lögreglu en skömmu eftir atburðinn tilkynnti Magnús lögreglunni að hann hyggðist fá lögfræðing í málið og hann myndi ekki greiða hrossið fyrr en dómsniðurstaða væri komin. Hér er komið mál sem spenn- andi verður að fylgjast með þar sem mikið hefur verið rætt og rit- að um rétt ökumanna gagnvart lausgangandi hrossum og öðrum búpeningi. Vitað er um eitt svona mál sem þegar er komið í lög- fræðing, en það mál er rekið fyrir konu eina sem ók á hross við bæinn Brautarholt á Sauðár- króksbraut í sumar. Þá hefur lögfræðingur beðið lögreglu um gögn vegna slyss í haust þegar ekið var á hóp hrossa sem verið var að reka í myrkri, líka á Sauð- árkróksbraut. I því slysi slösuð- ust tveir og voru fluttir á sjúkra- hús. Að sögn Magnúsar Svavars- sonar var hann löngu búinn að ákveða að ef svona kæmi fyrir sína bíla myndi hann ekki borga þegjandi og hljóðalaust. Hann sagði að menn væru alltaf of fljót- ir á sér að gefa skýrslur um svona atburði og hann myndi ekki gera Skóverksmiðjan Strikið á Akureyri hefur keypt skóversl- unina Krummafót á Egilsstöð- um. Haukur Armannsson, framkvæmdastjóri Striksins, segir að þrátt fyrir að verk- smiðjan sé nú eigandi að búð- inni muni hún verða rekin sem sjálfstæð eining og hafa á boðstólnum framleiðslu Striks- ins svo og aðrar tegundir af skófatnaði. „Nei, okkur sýnist ekki eiga að vera erfitt að reka þessa verslun. Petta er ágætlega gróin verslun sem hefur haft jafna og góða sölu,“ segir Haukur. Aðspurður segir Haukur að rekstur Striksins hafi sloppið fyrir horn á síðasta ári. Hann segir eftirtektarvert að skósalan komi í miklum bylgjum og sérstökum toppi nái hún á síðustu mánuðum ársins. Þessum sveiflum verði því að aðlagst. Núverandi eigendur tóku við verksmiðjunni fyrir hálfu örðu ári og reiknuðu með að á þessum tíma yrði taprekstur og segist Haukur því ánægður með að tekist hafi að ná rekstrin- um réttu megin við núllið. „Það er því engin spurning að við verð- Á fundi Bæjarráðs Húsavíkur með útgerðarmönnum á fimmudaginn var ákveðið að skipa þriggja manna nefnd, tvo fulltrúa frá útgerðarmönnum og einn frá bæjaryfirvölduni. Á nefndin að vinna upp viss gögn til að hægt sé að setja fram skýrt og skipulega hvern um að vera ánægðir með þessa útkomu," segir hann. Framleiðsla Striksins hefur að mestu leyti verið í fínni skófatn- aði, grófum gönguskóm og kulda- skóm en Haukur segist stefna að því á árinu að reyna fyrir sér á vanda bátaútgerðin á Húsavík á við að glírna, en eins og fram kom í Degi í gær sendu útgerð- armenn bæjaryfirvöldum áskorun um að beita öllum sín- um áhrifum útgerðinni til að- stoðar. Reiknað var með að nefndin kæmist á laggirnar í gær, hæfi störf strax og skilaði sínu verkefni hið fyrsta. öðru sviði markaðarins. „Þarna á ég fyrst og fremst við þessar neysluvörur, þetta sem fólk er að nota daglega. Við þurfum að fara líka yfir í léttari línurnar og stækka þann þátt í framleiðsl- unni,“ segir Haukur. JÓH „Við geturn líka beint þrýstingi til stjórnvalda sem skapa náttúr- lega frumorsök að þessum vanda, og er sá aðili sem verður að eiga stærstan þátt í að leysa hann,“ sagði Bjarni, og benti á að útgerðin hringinn í kring um landið ætti í erfiðleikum. IM Norðurland vestra: Útgerðarmálin á Húsavík: „Svona gengur þetta ekki lengur“ - segir bæjarstjóri - nefnd skipuð til að kanna vandann Fjármál og framtíð Leikfélags Akureyrar: - segir Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri Sigurður Hróarsson, leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, átti fund með Svavari Gests- syni, menntamálaráðherra, í upphafi þessarar viku og gerði honum grein fyrir fjár- hagsstöðu Leikfélagsins. Að sögn Sigurðar kvaðst mennta- málaráðherra hafa hug á því að endurskoða samninginn sem fallinn er úr gildi og tryggja áframhaldandi rekst- ur atvinnuleikhúss á Akur- eyri. „Svavar hafði trú á því að geta fengið samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og fjármálaráðu- neyti til að gangast inn á hug- myndir sínar. Nú er verið að skoða málið betur og ekki síðar en í næsta mánuði mun hann boða til fundar með fulltrúum frá Léikfélaginu og Akureyrar- bæ og þá verður vonandi gengið frá samningum,“ sagði Sigurð- ur. Hann sagði það mikinn styrk að finna einlægan áhuga hjá menntamálaráðherra og einnig væri gott að finna að bæjaryfir- völd sýndu málefnum Leikfé- lags Akureyrar fullan skilning. „Þeir eru rausnarlegir sem endranær og fjárhagsáætlun bæjarins sýnir raunhæfa hækk- un milli ára," sagði Sigurður. Samkvæmt frumvarpi að fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árið 1990 er frantlag til Leikfélags Akureyrar 16,5 milljónir króna, en það gæti breyst í umræðum í bæjarstjórn. SS „Mig skortir upplýsingar til að geta metið stöðuna nákvæmlega, en það segir sig sjálft að aðstæður þessarar atvinnugreinar eru vondar. Á undanförnum 2-3 árum hafa fiskveiðiheimildir þessara báta verið skertar um 25- 30%, en tilkostnaðurinn við að ná þessu minna magni hefur stór- aukist, vegna hækkunnar á rekstr- arvörum langt umfram hækkun á fiskverði. Svona gengur þetta ekki lengur. Nú er bara að finna hvað er til ráða, eða hvort eitt- hvað er til ráða.“ sagði Bjarni Þór Einarsson, bæjarstjóri, er Dagur spurði hann um málið í gær. Bjarni sagði að bærinn gæti ekki blandað sér í rekstur útgerð- arfyrirtækjanna sem væru í einkaeign, en þegar bæjarstjórn bærist slíkt erindi sem útgerðar- mennirnir hefðu sent, væri sjálf- sagt að leita lausna með þeim. Skólahaldi víðast frestað - annan föstudaginn í röð Skólahaldi var frestað allvíða á Norðurlandi vestra vegna veðurs í gær. Er þetta í annað skiptið á skömmum tíma sem skólum er frestað vegna veðurs, en það var einmitt síð- astliðinn föstudag. í skólum eru krakkar og kenn- arar því farnir að tala um „föstu- dagsveður“. í einum skóla sem Dagur hafði samband við taldi einn kennarinn það vera skynsamlegt að taka föstudagana út af skólaalmanakinu í bili a.m.k. { Húnavatnssýslu var nær öllu skólahaldi aflýst í gær en skólar voru í gangi í Skagafirði fram eft- ir degi. kj

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.