Dagur - 30.01.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 30.01.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 30. janúar 1990 ri Minning: T Sigurdrífa Tryggvadóttir Engidal, Bárðdælahreppi, S-Þing. Fædd 16. maí 1911 - Dáin 2. nóvember 1989 Hinn 2. nóv. sl. andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur Sigurdrífa Tryggvadóttir frá Engidal í Bárðdælahreppi. Útför henn- ar var virðulega gjörð frá Húsavíkur- kirkju þann 11. s.m. Átta synir hennar allt vörpulegir menn á besta aldri báru kistuna til grafar og á eftir fylgdu fjórar dætur hennar ásamt stórum hópi barnabarna. Nokkuð er það óvanalegt að sjá svo stóran systkinahóp saman kominn. Það má og segja, að foreldr- um þessara systkina hafi skilað óvenju vel um brattlendi lífsbaráttunnar, sem jafnan var háð á brjóstum hinnar mis- gjöfulu náttúru þessa lands, en þau voru fólk mikillar gerðar bæði til sálar og líkama og árangurinn eftir því. Sigurdrífa var af þingeysku bergi brotin í ættir fram. Hún var fædd að Halldórsstöðum í Bárðdælahreppi þann 16. maí 1911 og yngst af fimm börnum foreldra sinna þeirra Maríu Tómásdóttur frá Stafni í Reykjadal og Tryggva Valdemarssonar frá Engidal í Bárðdælahreppi. Á Halldórsstöðum ólst Sigurdrífa upp til 14 ára aldurs, en þá fóru foreldrar hennar búferlum að Engidal í sömu sveit. Bærinn Engidalur stendur í mjúku dragi í Fljótsheiðinni austan Bárðardals og er heiðarbýli í þess orðs fyllstu merkingu. Eigi sér þaðan'til annarra bæja, en víðsýni er allt til Bárðarbungu á Vatnajökli, þá skyggni er gott. Grösugt og kjarnlent er umhverfis Engidal og skammt til veiðivatna svo landkostir eru þar gildir að fornu mati. Hins vegar er langræði til næstu bæja og býlið því mjög út af fyrir sig í hinum víða bláfjallageimi. í þessu sérstæða umhverfi ólst Sigurdrífa upp til fullorðinsára og undi flestra ævi sinnar daga, enda órofa böndum bund- in sinni heimaslóð. Sigurdrífa var kona ekki stór vexti, en svaraði sér vel á alla lund og bar mikla persónu, enda vakti hún virðingu og traust allra, sem henni kynntust. Hún fór aldrei flast að neinu og var framkoman bæði mild og hógvær, en þó hispurslaus eins og þeim er lagið, sem gott vald hafa yfir sjálfum sér og öðrum. Hún var bæði bókhneigð og námfús og fylgdist jafnan vel með öllu, sem gerðist nær og fjær. Ung að árum réðist hún til vistar í Reykjavík, en höfuðborgarlífið freist- aði hennar ekki svo leiðin lá heim í Engidal að vetri liðnum. Á Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal stundaði hún nám veturna 1929-30 og 30-31. Skólagangan varð ekki lengri, en sakir námfýsi stundaði hún töluvert sjálfsnám með þeim árangri, að hún náði að lesa norður- landamálin reiprennandi og þýsku sér til gagns. Átvik höguðu því svo, að ekki þurfti Sigurdrífa að yfirgefa Engidal til að finna gæfu sína og draumaprins. Haust- ið 1932 réðist að Engidal ungur vetrar- maður, Páll Guðmundsson að nafni. Páll var maður húnvetnskra ætta fædd- ur að Svertingsstöðum í Miðfirði, einn af átta börnuni hjónanna Guðmundar Sigurðssonar og Guðrúnar Einarsdótt- ur. Páll var niaður sérstæðrar gerðar og mátti um liann segja, að hann hefði andansgjöf jafnt sern handa svo og hitt, að eigi fór liann erindisleysu í Engidal. Árið 1934 gengu þau Sigurdrífa og Páll að eigast og hófu búskap á heiðarbýl- inu. Sá búskapur þeirra þar stóð að því sinni óslitið til vorsins 1951 og voru þá börn þeirra orðin 10. Nærri má því geta, að ekki hefur lífsbaráttan á heið- arbýlinu verið eintómur dans á rósum og önn húsfreyjunnar þung bæði daga og nætur. Skipulagsfundur fyrir bæjarstjórnarkosningar verður í Húsi aldraðra í kvöld 30. janv kl. 20.00. Hugmyndafræði, starfsaðferðir, stefnuskrá. Áhugasamar konur eru hvattar til að mæta og velja sér verkefni, stór eða smá eftir atvikum. Stýrimann og háseta sem einnig getur tekið að sér matseld vantar frá 1. mars á ferju sem sigla mun á Eyjafjarðarsvæð- inu. Umsóknarfrestur er til 12. febrúar nk. Upplýsingar hjá Örlygi í síma 96-22172 eftir kl. 17.00 og á skrifstofu Hríseyjarhrepps í síma 96- 61762 frá kl. 14.00-18.00. Til marks um það, þá fór Sigurdrífa aldrei í kaupstað í þessi rúm 15 ár og eitt sinn liðu svo 5 ár, að hún fór eigi út af bæ sem kallað er. Það var löngum hlutskipti hennar, að klukkan réði ekki vinnudeginum, held- ur trúmennska hennar og endalitlar þarfir annarra. Bókhneigðinni gat hún ekki þjónað, nema að taka af svefn- tíma sínum um nætur, þegar kyrrð var komin á barnahópinn. En hjónin voru samtaka unt allt, hvort heldur sem galt meðlæti eða mót- læti og ekkert var til annarra sótt, enda sjálfsbjargarhvötin sterk hjá báðum. Búið var að vonum ekki stórt, en afurðagott með afbrigðum því Páll var snjall búmaður. Einnig var hann slyng- ur veiðimaður og sótti mikla björg í bú bæði hvað snerti fugl og fisk, enda heiðin gjöful á hvoru tveggja. Vorið 1951 brugðu þau Engi- dalshjónin á það ráð að flytjast búferl- um að Saltvík í Reykjahreppi og mun sú ráðabreytni einkunt hafa orsakast af því, að þau vildu bæta menntunarað- stöðu barna sinna. í Saltvík fæddust þeim brátt tveir drengir og þar búnaðist þeim vel, því jörðin er kostamikil, en sakir þess að þau fengu hana ekki keypta, þá fluttu þau þaðan eftir 9 ára búskap austur að Eiðum í N-Múlasýslu og var öllum sveitungum þeirra eftirsjón að, því þau voru hinir bestu nágrannar og svo góð heim að sækja að við var brugðið. Á Eiðum var viðstaðan aðeins tvö ár, því þar festi fjölskyldan eigi yndi og lá þá leiðin vestur að Syðrivöllum á Vatnsnesi þar sem æskuheintili Páls hafði áður staðið. Á Syðrivöllum var svo þegar hafist handa með umfangs- miklar framkvæmdir bæði hvað snertir byggingar og ræktun og grunnur lagður að nýrri og betri framtíð. En á þessum árum tók hinn stóri systkinahópur mjög að dreifast úr for- eldrahúsum bæði vegna náms og starfa svo sem vænta mátti. Sigurdrífa fann sig ekki heima á Syðrivöllum og mun hugur hennar oft hafa leitað til æskustöðvanna. Páll mun ekki heldur hafa fallið eins vel að umhverfinu og hann hugði, því tímarn- ir höfðu breyttst og æskufélagarnir umvörpum horfnir. Hinsvegar var ljómi endurminninganna frá Engidal kominn á himininn og laðaði heim í heiðardalinn. Það fór því svo árið 1968 eftir 7 ára dvöl á Syðrivöllum, að þau hjónin létu jörðina í hendur Eiríki syni sínum og fluttu norður í Engidal þar sem þeim var vel fagnað af f.v. sveit- ungum, ungum sem öldnum. Við endurkomu sína í Engidal gátu þau hjónin kastað mæðinni, notið bók- hneigðar sinnar og dundað við hann- yrðir, sem báðum var lagið. Búskapur- inn var aðeins nokkrar kindur til ánægjuauka og veiðiskapur húsbónd- ans sport í stað lífsbaráttu áður. Börn þeirra og tengdabörn hlúðu að dvöl þeirra í Engidal með ýmsu móti, en lang stærstur var hlutur Kristlaugar dóttur þeirra í því tilliti. Hún dvaldi í Engidal þeim við hlið 6 síðustu búskap- arárin, eða þar til yfir lauk hjá Páli árið 1984 og reyndist þeim ómetanieg stoð á alla lund. Einviig dvöldu þar synir hennar og maður, þegar þeir máttu því við koma sakir skólagöngu og atvinnu, og lífgaði það mikið upp á samfélag heiðarbýlisins. Eitt sinn spurði ég Sigurdrífu hvort ekki hefði verið erfitt að ala upp þessi 12 börn. Hún iét lítið af því og kvaðst hafa látið þau eldri ala upp hin yngri. Svo kann að hafa verið að einhverju Ieyti og allavega var hún óvenju mikil gæfukona í sínu fjölskyldulífi. Hún giftist manni, er var henni samboðinn, og ól honum 12 börn, sem öll eru vel- mennt mannkostafólk, en þau eru sem hér skal greina: Ásgrfmur, kennari, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu S. Bjarnadóttur; Tryggvi, kennari, búsettur í Svíþjóð, kvæntur sænskri konu, Inger að nafni; Ólöf húsfreyja, búsett á Húsavík, gift Rúnari Hannes- syni; Ragna, húsfreyja, búsett á Húsa- vík, gift Steingrími Árnasyni; Eiríkur, bóndi á Syðrivöllum, kvæntur Ingi- björgu Þorbergsdóttur; Björn, f.v. skólastjóri, nú bankafulltrúi, búsettur í Hveragerði, kvæntur Lilju Haralds- dóttur; Ketill, kennari, búsettur í Mos- fellsbæ, kvæntur Bryndísi Baldursdótt- ur; Kristlaug, húsfreyja og bóndi í Engidal, gift Guðmundi Wíum; Hjört- ur, vinnur við þungavinnuvélar, búsett- ur í Noregi, giftur þarlendri konu, Kar- in Larson; Guðrún, bókasafns- fræðingur, búsett í Reykjavík, gift Eggerti Hjartarsyni, Skúli, ókvæntur, tæknifræðingur og vinnur á verkfræði- skrifstofu í Reykjavík og Guðmundur, verkfræðingur, búsettur í Norégi, kvæntur Kolbrúnu Ýr Bjarnadóttur. Bæði fyrir og eftir lát manns síns varð Sigurdrífa fyrir heilsufarslegum áföllum og dvaldist síðustu árin ýmist á sjúkrahúsi eða meðal barna sinna uns yfir lauk. En þótt heilsu hennar hrak- aði síðustu árin, þá lagði hún ekki árar í bát, því starfið var líf og lífið var starf í hennar augum. Þegar hægri hendin hætti að hlýða henni, þá virkjaði hún hina vinstri til sauma og liannyrða. Starfslöngunin var alltaf söm við sig og hugsunin óbreytt þannig, að alltaf var tekið mið af þörfum annarra fremur en eigin. Það vita þeir, sem henni eiga mest að þakka. Ég efast ekki um, að margur hefur hlotið Fálkaorðuna fyrir minni afrek, en hún innti af hendi í lífi og starfi. Hinsvegar mun það ekki hafa verið henni neitt tjón, þótt hún færi orðulaus af þessum heimi, því lífsskoðun hennar var hafin yfir allan hégóma eins og oft vill verða með hinar hljóðlátu hetjur hversdagslífsins. Hún sá hið smáa í hinu stóra og hið stóra í liinu smáa. Þegar ég lít yfir lífsslóð hennar efast ég ekki um, að hún var ein þeirra sem átti mikinn auð þeirrar gerðar, er möl- ur og ryð fá ei grandað. Þótt ég hafi lítillega gripið á helstu æviatriðum Sigurdrífu Tryggvadóttur, þá var það ekki meiningin að skrifa ævisögu liennar, enda á hún gildari þátt í sögu landsins en svo, að slíku yrði gerð skil í stuttri blaðagrein. Hitt var miklu fremur meining mín, að þakka henni minnisstæða samfylgd, kærar stundir og kynni góð. Þá vildi ég líka óska henni góðrar landtöku á hinni ókunnu strönd handan þess mikla hafs, sem aðskilur lifendur og látna. Öllum börnum hennar og öðrum aðstandend- um sendi ég hugheilar samúðarkveðj- ur, þótt síðbúnar séu. Vigfús B. Jónsson, Laxamýrí DAIHATSU Feroza ’QQ Bíll fyrir þig **

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.