Dagur - 30.01.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 30.01.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. janúar 1990 - DAGUR - 7 Hvað sögðu þau um valið? Haukur Valtýsson „Ég átti alls ekki von á því að komast þetta ofarlega í kjörinu. Reyndar átti ég alls ekki von á því að neinn blakmaður kæmist meðal þeirra fimm efstu þannig að þetta er frábær árangur. Reyndar lít ég á þetta sem viðurkenningu til blakdeildar KA í heild sinni fyrir árangur- inn á síðasta ári og það er ánægjulegt að fólk hefur metið íslandsmeistaratitil okkar strák- anna að verðleikum. Petta ýtir undir okkur að halda áfram á sömu braut þannig að ég þakka öllum þeim sem veittu mér sitt atkvæði.“ Erlingur Kristjánsson „Það kom mér ekki á óvart að Þorvaldur skyldi verða fyrir val- inu. Hann hefur sýnt það og sannað í ensku knattspyrnunni að það átti enginn annar þenn- an titil skilið. í sambandi við mig er erfitt að segja hvort þetta hafi komiö mér á óvart. Maður veit aldrei hverjir senda inn atkvæðaseðla þannig að valið getur alltaf farið allavega. Hins vegar er ég stolt- ur af því að hafa komist inn í hóp fimm efstu í kjörinu og þetta ýtir undir metnaðinn að standa sig í íþróttum." íþróttamennirnir sem lentu í fimm efstu sætunum í kjörinu um íþróttamann Norðurlands. F.v. Haukur Valtýsson blakmaður í 2. sæti, Erlingur Kristjáns- son handknattlciks og knattspyrnumaður í 4. sæti, Þorvaldur Órlygsson Íþróttainaður Norðurlands 1989, Þóra Einarsdóttir frjálsíþróttamaður í 5. sæti og Sigurður Pálsson, sem tók við verðlaunum fyrir Eyjólf Sverrisson knattspyrnu og körfuknattleiksniann. íþróttamaður Norðurlands 1989: Þorvaldur varð fyrir valinu - „er ánægður og stoltur,“ sagði hann eftir að úrslitin voru ljós Þóra Einarsdóttir „Ég sá á föstudaginn í Degi að ég hafði fengið nokkur atkvæði en bjóst ekki við að komast þetta ofarlega í kjörinu. Þetta sýnir að fleiri fylgjast með frjálsum íþróttum en ég hélt og það ýtir á mann að standa sig í framtíðinni. Þetta hefur vakið nokkra athygli meðal vina og vanda- manna og hafa þau tekið þessu fagnandi.11 Þorvaldur Örlygsson var valin Iþróttamaður Norðurlands fyr- ir árið 1989. Það var Dagur og lesendur blaðsins sem stóðu að valinu og var Þorvaldur kosinn með öruggum meirihluta at- kvæða. Haukur Valtýsson blakmaður, Eyjólfur Sverris- son knattspyrnu- og körfu- knattleiksmaður, Erlingur Kristjánsson knattspyrnu- og handknattleiksmaður og Þóra Einarsdóttir frjálsíþróttakona voru í næstu sætum. Það kemur víst fæstum á óvart að Þorvaldur Örlygsson skyldi verða fyrir valinu sem íþrótta- maður Norðurlands. Síðasta ár var mjög viðburðaríkt hjá Þor- valdi og má þar nefna Islands- meistaratitil KA, hann var valinn besti leikmaður 1. deildarinnar, kosinn Knattspyrnumaður Akur- eyrar og síðast en ekki síst gerði hann atvinnusamning við enska stórliðið Notthingham Forest. Sjá nánar í viðtali við Þorvald neðar síðunni. Haukur Valtýsson, fyrirliði KA-liðsins í blaki, lenti í öðru sæti í kjörinu um íþróttamann jNorðurlands. Haukur leiddi lið sitt til sigurs á íslandsmótinu í [fyrra og var það fyrsti íslands- meistaratitill KA í meistara- Iflokki. Haukur hefur lengi verið í leldlínunni og er margreyndur landsliðsmaður. Það var því verðskuldað að hann skyldi lenda þetta ofarlega í kjörinu en Hauk- ur er maður hógvær og kvaðst taka við þessum titli fyrir hönd félaga sinna í KA-liðinu í blaki. Eyjólfur Sverrisson knatt- spyrnu og körfuknattleiksmaður lenti í þriðja sæti í kjörinu og kemur það víst ekki á óvart að hann skyldi vera meðal efstu manna. Hann var sá eini af íþróttamönnunum sem ckki komst á afhendinguna enda er hann nú staddur í Mið-Ameríku mcð liði sínu, Stuttgart, á keppn- isferð. Eyjólfur sló svo sannarlega í gegn í sumar með knattspyrnu- landsliðinu U-21árs þegar hann skoraði öll mörk íslands í 4:0 sigri gegn Finnum á Akureyrar- vellinum. Eftir þann frækilega árangur beindust augu þekktra liða að Eyjólfi og eftir nokkra umhugsun ákvað hann taka boði hins þekkta v-þýska knatt- spyrnuliðs, Stuttgart. Þar dvelur hann um þessar mundir og verð- ur gaman að fylgjast með hvernig hann stendur sig í hinum harða slag atvinnuknattspyrnunnar. Eflingur Kristjánsson knatt- spyrnu- og handknattleiksmaður úr KA lenti í 4. sæti. Hann hefur vcrið fastur maður í topp 5 í >essu kjöri undanfarin ár og það kom ekki á óvart að liann var meðal efstu manna enn eitt árið. Erlingur var fyrirliði KA-liðsins í knattspyrnu sem sigraði á ís- landsmótinu síðastliðið sumar. Hann er nú þjálfari KA-liðsins í handknattleik, er markahæsti maður liðsins og cinn af marka- hæstu mönnum í 1. deildinni í handknattleik. Þóra Einarsdóttir frjálsíþrótta- kona frá Dalvík lenti í fimmta sæti í kjörinu. Þóra var yngsti íþróttamaöurinn sem komst inn á listann að þessu sinni en árangur hennar á síðasta ári var mjög góður. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrir tveimur árum átti hún best 1,52 í hástökki en í fyrra stökk hún 1,77 og tryggði sér þar með sæti í íslenska landsliðinu sem keppti á Smáþjóðaleikunum á Möltu. Hún er mjög fjölhæf íþróttakona og sigraði m.a. í þrístökki á íslandsmótinu í atrennulausum stökkum um síð- ustu helgi. igar fókíð á götumii mig er ég stoltur - segir Þorvaldur Örlygsson Þorvaldur Örlygsson var ánægður el'tir að Ijóst var að hann liafði orðið hlutskarp- astur í valinu um íþrótta- mann Norðurlands. „Það er mér sérstaklega mikils virði að það er hinn almcnni íþrótta- ábugamaður sem velur mig seni íþróttamann Norður- lands. Eg held að ég geti sagt með góðri samvisku að þessi titill og kjöriö um besta leik- niann 1. deildar í fyrra hafi verið þær tvær vegtyllur sem glatt hafa mig mest af öllum þeim viöurkenningum sein ég hef lilotið að undunförnu,‘* sagði knattspyrnumaðurinn knái. Þorvaldur kom heim um helgina í stutt frí en fer aftur til Englands í dag. Meirihluti leik- manna liösins fór til Spánar en i huga Þorvaldar var aldrei nein spurning að hann kæmi til Ak- ureyrar. „Þetta er búinn aö vera erfiður en spennandi timi og ekki laust við að þreyta sitji í manni. Það hefur því verið kær- komið að kom’á heim til Akur- eyrar í smá afslöppun." sagði hann. En það er stutt í að baráttan hefjist á nýjan leik. Á laugar- daginn leikur Forest við Crystal Palace í Nottingham og kvaðst Þorvaldur búast viö að vera í liðinu áfram en þó væri aldrei að vita hvað Brian Clough framkvæmdastjóri gerði. „Mað- ur veit aldrei fyrr en klukku- tíma fyrir leik hverjir byrja inná og framkvæmdastjórinn er óút- reiknanlegur. En svona miðað viö frammistööu mína í undan- förnum leikjum býst ég viö að vera í byrjunarliði." Þorvaldur segist vera búinn að koma sér þokkalega fyrir í íbúð skammt frá leikvangi félagsins. Þar mun hann verða fram á voriö en Þorvaldur er farinn að leita sér að varanleg- um samastað í borginni. í blað- inu á morgun verður viðtal við Þorvald þar sem rætt verður um lífið og tilveruna í kringum knattspyrnuna í Englandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.