Dagur - 30.01.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 30.01.1990, Blaðsíða 6
6^—JDAGUR - Þriðjudagur 30. janúar 1990 Firmakeppni Knattspyrnudeildar Þórs í innanhússknattspyrnu verður haldin dagana 17. og 24. febrúar og hefst kl. 15.00 báða dagana. Leikið verður samkvæmt gömlu reglunum þ.e. án markvarðar. Þátttaka tilkynnist í síma 22381, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 17.00 og 18.00 fyrir 14. febrúar nk. Þátttökugjald kr. 9.000,- og kr. 7.000,- fyrir lið nr. 2, frá sama firma. Knattspyrnudeild Þórs. AKUREYRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 1. febrúar 1990 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Jón Kr. Sólnes og Sigríður Stef- ánsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjórnar, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Tvímenningur Bridge Ungmennafélagið Gaman og alvara og Sparisjóður Kinnunga halda tvímenningsmót í bridge í Ljósvetningabúð laugardag- inn 3. febrúar kl. 10.00 fyrir hádegi. Spilaðar verða tvær umferðir eftir Michell-fyrirkomulagi. Þátttökugjald er kr. 2.000,- á mann, innifalið er hádegismatur og kaffi að vild meðan spilað er. Spilað verður um silfurstig og auk þess verða verðlaun veitt fyr- ir efstu sætin, bikarar sem Sparisjóður Kinnunga veitir auk bókaverðlauna. Skráning fer fram á staðnum og eru keppendur beðnir að mæta tímanlega. Nánari upplýsingar gefur Þorgeir í síma 43241. Öllu spilafólki er heimil þátttaka. Laugardaginn 20. janúar sl. luku 16 nemendur skrifstofu- tækninámi hjá Tölvufræðsl- unni Akureyri hf. Skrifstofu- tækninámskeið Tölvufræðsl- unnar er 256 klukkustundir að lengd og skiptist í tölvu- og viðskiptagreinar. Hópurinn sem útskrifaðist nú stundaði námið á kvöldin frá því í sept- ember. Á myndinni eru (efri röð, tal- ið frá vinstri): Svavar Laxdal, Vignir Jónasson, Jökull Guð- mundsson, Soffía Jóhannes- dóttir, Anna Gunnlaugsdóttir, Gunnhildur Helgadóttir, Geir Óskarsson, Eiður Eiðsson, Ásgrímur Hilmisson og Jón Ólafsson. Fremri röð, talið frá vinstri: Fríða D. Vignisdóttir, Herdís Hauksdóttir, Gréta Kristjánsdóttir, Helgi Kristins- son, framkvæmdastjóri Tölvu- fræðslunnar Akureyri; Ingi- björg Ingólfsdóttir, Jóhanna B. Bjarnadóttir og Jóna S. Sigurð- ardóttir. Skálafell afliendir fyrsta Cherokee-jeppann Á föstudaginn afhenti Skála- fell hf. á Akureyri fyrsta Cherokee-jeppann sem selst á Akureyri eftir að Jöfur hf. yfirtók Jeep- umboðið af Agli Vilhjálmssyni hf. Eins og bílaáhugamenn vita keypti Chrysler bílasamsteypan Jeep Corporation á síðasta ári. Sú sala hafði þau áhrif að Jöfur hf., umboðsaðili Chrysler á ís- landi, fékk Jeep umboðið. Það var Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ á Akureyri, sem fékk afhentan splunkunýj- an Cherokee Limited á föstu- daginn. Páll Sigurgeirsson hjá Skálafelli segir að verð jeppans sé um þrjár milljónir króna. Jeppinn er „einn með öllu,“ eins og sagt er, aflmikilli 6 cyl. vél með beinni innspýtingu, fjögurra þrepa sjálfskiptingu og sæg af aukabúnaði. „Þetta er Frá afhendingu jeppans á föstudag, f.v.: Ragnar Sverrisson, Sigurgeir Sigurpálsson og Páll Sigurgeirsson. Mynd: kl jeppi sem hefur fengið frábæra dóma bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum. Mikið er spurt eftir þessum jeppum og öðrum frá Jeep,“ segir Páll Sigurgeirsson. EHB óskar eftir að ráða fólk til starfa til að skrifa fasta þætti í blaðið. Tilskilin er góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð almenn menntun. Um eftirtalda efnisþætti er að ræða, auk þess sem ábendingar um fleiri eru vel þegnar: Ennfremur óskar blaðið eftir fólki til að skrifa fasta þætti um sjálfvalið efni. Skriflegar umsóknir berist ritstjóra fyrir 1. febrúar nk. Strandgötu 31, Akureyri, sími 24222. Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda: Fjölmennur verkstjórafundur Um 120 manns sátu verkstjóra- fund Sölusambands ísl. fiskfram- leiðenda sem haldinn var dagana 18. og 19. janúar sl. á Holidav Inn hótelinu í Reykjavík. A fundinum var m.a. rætt um stöðuna á mörkuðum í dag, framleiðslu á vertíðinni, flutt erindi um betri hráefnisnýtingu og umræðuhópar störfuðu. Þá var farið í heimsókn til Grindavíkur þar sem Gunnar Tómasson verkstjóri hjá Þorbirni hf. skýrði frá reynslu þeirra af sprautusöltun og flokkunarkerfi og Sigurður Bogason hjá rann- sókna- og þróunardeild SÍF ræddi um rannsóknir og sprautu- söltun. Síðari fundardaginn hlýddu verkstjórar einnig á erindi um gæði og markað og um gæða- stjórnun. I umræðuhópum voru tekin fyrir ýmis efni svo sem gæðastýring og verðmætasköpun í vinnslunni, tækninýjungar og hlutverk verkstjóra í nútíð og framtíð’. Dagbjartur Einarsson er stjórnarformaður SÍF en Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri. J Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.