Dagur - 30.01.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 30.01.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 30. janúar 1990 íþróttir Frjálsar íþróttir: UMSEta Þýskalands Frjálsíþróttahópur á vegum UMSE fer til Kölnar í æfinga- ferð í aprílmánuði. Áætlað er að um 20 manns fari í þessa ferð og tekur ferðin rúman Vi mánuð. Flest besta frjálsíþróttafólk UMSE fer í þessa ferð og verður hún örugglega góður undirbún- ingur undir Landsmótið í Mos- fellsbæ í sumar. En það er ekki bara verið að skipuleggja Þýskalandsferð hjá UMSE. Frjálsíþróttafólkið er að skipuleggja ferð til Laugarvatns og er áætlað að æfa þar um eina helgi. Á þessu sést að það er kraftur í UMSE-fólki um þessar mundir. Nú um helgina tóku Þóra Ein- arsdóttir og Flosi Jónsson þátt í íslandsmótinu í atrennulausum stökkum og var mótið sýnt beint í íþróttaþætti ríkissjónvarpsins. Þau stóðu sig vel en nánar er sagt frá mótinu neðar á síðunni. Harpa Örvarsdóttir átti stórleik gegn Þrótti og skoraði 17 mörk í tveimur leikjum. Mynd: KL Handknattleikur/2, deild kvenna: Létt hjá Þórsstúlkum - unnu Þrótt stórt í tveimur leikjum Þórsarar léku tvo leiki við Þróttara í 2. deild kvenna um helgina. Þórsarar náðu sér vel á strik og unnu báða leikina mjög örugglega, þann fyrri 23:12 og þann síðari 25:15. Þórsarar byrjuöu fyrri leikinn af miklum krafti og komust í 4:0. Þá var eins og Þróttarstúlkurnar gæfust hreinlega upp og heima- stúlkurnar áttu þá léttan leik fyrir höndum. í leikhléi var staðan 12:5 og lokatölur voru 23:12, eins og áður sagði. Siguröur Pálsson þjálfari Þórsstúlknanna leyfði öll- um að spreyta sig þannig að sigurinn hefði getaö orðið stærri ef sterkasta liðið hefði leikið all- an tímann. Harpa Örvarsdóttir var færð úr horninu og stóð sig mjög vel í skyttuhlutverkinu. Einnig átti María Ingimundardóttir góðan leik og var hún sínum fyrri félög- um erfiður ljár í þúfu. Þórunn Sigurðardóttir meiddist snemma í leiknum og gat því ekki leikið meira með. Hún lék ekki heldur með í síðari leiknum. Mörk l'órs: María Ingimundardóttir K. Harpa Örvardóttir 7. Þórdís Siguröar- dóttir 4. Þórunn Siguröardóttir 3. Eva Eyþórsdóttir 1. Markahæstar hjá Prótti: íris Ingvars- dóttir 3. Anna G. Jónsdóttir 3 og Ágústa Siguröardóttir 3. Harpa fór á kostum Þróttarstúlkurnar voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Þórsarana í síðari leiknum frekar en í leiknum dag- inn áður. Reyndar skoraði Þrótt- ur fyrsta markið cn síöan var draumurinn búinn fyrir þær rönd- óttu. Þór komst strax yfir og jók forystuna jafnt og þétt allt til leiksloka. Lokatölur voru 25:15 eftir að staðan hafði verið 13:6 í leikhléi. » Harpa Örvarsdóttir átti frá- bæran leik og áttu Þróttarstúlk- urnar ekkert svar við stórleik hennar. Hún skoraði 10 mörk í leiknum í 11 skotum og er það frábær skotnýting. Þess má geta að Harpa hafði ekki skorað nema 6 mörk það sem af er vetri en í þessuni tveimur leikjum gegn Þrótti skoraði hún 17 mörk. Mörk Þórs: Harpa Örvarsdóttir 10, María Ingimundardóttir 7. Þórdís Sig- uröardóttir 3. Eva Eyþórsdóttir I. Inga Vala Birgisdóttir 1. Hugrún Fclixdóttir 1. Anna H. Gunnarsdóttir I og Sigurborg Daöadóttir I. Mörk Þróttar: Irís Ingvarsdóttir 4. Svanhildur Þengilsdóttir 4. Anna G. Jónsdóttir 3. Ágústa Sigurðardóttir 2 og Er'na Jónsdóttir 2. Akureyringar töpuðu d Hörkuspenna „Ég er vitaskuld ánægður með þetta. Það er alltaf erfítt að spila gegn KA, ekki síst hér á Akureyri. Hér er ætíð mikil og góð stemmn- ing,“ sagði Gunnar Svanbergsson, einn liðsmanna ÍS-liðsins í blaki, en sl. laugardag tryggði IS sér efsta sætið í deildarkeppninni í blaki með 3-2 sigri á KA í íþróttahöll- inni á Akureyri. Leikur toppliðanna var æsispenn- andi en að sama skapi var hann ekki - oddahrinu þurfti til mjög vel leikinn. Leikmenn voru greinilega mjög taugaspenntir, enda mikið í húfi. Einkum var áberandi framan af leiknum hve taugar KA- manna voru strekktar. ÍS náði góðri forystu í 1. hrinu, 7:1, og síðar 11:4. Þá vöknuðu KA-menn til lífsins og náðu að jafna 13:13 og knýja fram sigur 15:13. Gestirnir hefndu þessa grimmilega í annarri hrinu. Þeir komust í 8:0 og sigruðu 15:10. Þriðja hrina einkenndist af mikilli Hafsteinn Jakobsson og félagar í KA urðu að bíta í það súra epli að tapa fyrir ÍS og tap með KA deildarmeistaratitlinum í hendur stúdenta. v Islandsmótið i stökkum fór útsendingu í laugardag. íslandsmótið í atrennulausum stökkum: Góður árangur Norðlendinga atrennulausum fram í beinni sjónvarpssal á Norðlendingar á voru sigursælir á mótinu og áttu fjóra sigurvegara, Flosa Jónsson UMSE í langstökki, Þorstein Þórsson UMSS í há- stökki, Helga Sigurðsson UMSS í þrístökki og Þóru Ein- arsdóttur í þrístökki. Þar að auki fékk Þóra silfur í lang- stökki og Helgi brons í sömu grein. Flosi varð öruggur sigurvegari í karlaflokki í langstökki og stökk 3,35. Hann bætti eigin árangur um 1 cm og er þetta bæði Eyja- fjarðarmet og íslandsmct öld- unga. „Með sama áframhaldi verð ég búinn að slá íslandsmetið eftir tíu ár," sagði Flosi og brosti en það met á Gústaf Agnarsson lyftingakappi og er það 3,44. í þrístökki sigraði Þóra Einars- dóttir með 8,12 og Helgi Sigurðs- son UMSS sigraði í sömu grein í karlaflokki með 9,74. Gamla kempan, Aðalsteinn Bernharðs- son, lenti í öðru sæti í þrístökk- inu með 9,64. í hástökki sigraði Þorsteinn Þórsson UMSS með 1,63 en Þuríður Ingvarsdóttir HSK sigraði í sömu grein í kvennaflokki. En lítum á einstök úrslit: Langstökk karlar: metrar Flosi Jónsson UMSE 3,35 Unnar Garðarsson HSK 3,31 Helgi Sigurðsson UMSS 3,25 Langstökk kvenna: metrar Guðrún Arnardóttir UMSK 2,83 Þóra Einarsdóttir UMSE 2,71 Halldís Höskuldsd. Árm. 2,68 Hástökk kvenna: metrar Þuríður Ingvarsd. HSK 1,30 Hrefna Frímannsd. ÍR 1,25 Elín Þórarinsd. FH 1,25 Hástökk karlar: metrar Þorsteinn Þórsson UMSS 1,63 Stefán Þ. Stefánss. ÍR 1,63 Ólafur Guðmundss. HSK 1,55 Þrístökk karlar: metrar Helgi Sigurðsson UMSS 9,74 Aðalst. Bernharðs. UMSE 9,64 Þrístökk konur: metrar Þóra Einarsdóttir UMSE 8,12 Guðrún Arnardóttir UMSK 8.07 Halldís Höskuldsd. Árm. 7,64

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.