Dagur - 14.02.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 14.02.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, miðvikudagur 14. febrúar 1990 31. tölublað jOdtt errabudin HAFNARSTRÆTI 92 602 AKUREYRI SiMI 96 26708 BOX 397 Ólafsijörður: Mjólkurlaust í fyrradag Undir kvöld í gær var Ólafs- fjarðarmúli opnaður að nýju en hann hafði ekki verið fær frá því fyrir helgi. Mjólk gekk Akureyri: mimii- háttar óhöpp Talsvert var um minniháttar óhöpp í umferðinni á Akur- eyri í gær. Að sögn Ingimars Skjóldals, varðstjóra, var ástæðan í mörgum tilfellum slæmt útsýni vegna ruðninga við götur. Fjórir árekstar urðu í bænum í gær en í öllum tilfellum slapp fólk við meiðsl og tjón á bílum var minniháttar. f>á bárust lög- reglunni nokkrar tilkynningar um bíla sem ekið haföi verið á án þess að láta eigendur vita um tjónið. Um færðina í bænum sagði Ingimar að hún væri nú orðin þokkaieg þrátt fyrir að í mörgum íbúðagötum eigi eftir að moka betur. JÓH Loðnan: Hákon ÞH tíl Noregs „Þetta er enn sami mokstur- inn,“ sagði Ástráður Ingvars- son hjá Loðnunefnd í síödeg- is í gær. Þá var búið að til- kynna um 13.150 tonna afla frá miðnætti. Meðal þeirra skipa sem fengu afla í fyrrinótt var Hákon ÞH- 250 en skipið hélt í gær til Nor- egs með fullfcrmi, tæp 1000 tonn. Þetta er fyrsta skipið sem landar í Noregi á þessari vcrtíð en nokkur skip hafa landað í Færeyjum og á Hjaltlandi. Bú- ist er við að fleiri skip sigli með loðnu til Noregs ef jafn góð veiði verður næstu vikur og ver- ið hefur að undanförnu. JÓH til þurrðar í verslunum í Ólafs- firði í fyrradag en Flugfélag Norðurlands kom með mjólk í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Ólafs- firði er mikill snjór í Múlanum og því tók það snjóruðningstæki Vegagerðarinnar nokkurn tíma að hreinsa. Mokað var báðum megin frá og var vegurinn orðinn fær um kvöldmatarleytið í gær. Færðin í bænum er orðin þokkaleg en talsverður snjór er í Ólafsfirði. „Þetta var líka vitlaust veður hér um helgina og það komst enginn neitt,“ sagði lög- reglumaður á vakt í Ólafsfirði í gærkvöld. Ekki er óalgengt að Múlinn lokist nokkra daga í senn á vet- urna en sjaldnast hefur orðið skortur á vörum í verslunum í bænum. JÓH Skjól í skafli. Mynd: KL Vetraríþróttahátíð ÍSÍ: Vöru- og sölusýning fær dræmar undirtektir Fyrirhuguð vöru ing í tengslum íþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri 23. - „dýrara að fljúga norður en suður“ og sogusýn- við Vetrar- mars til 1. apríl hefur fengið mjög dræmar undirtektir. Alls var 40 aðilum boðið að taka þátt i sýningunni en aðeins 8 sýndu málinu áhuga. Ljóst er að fyrirkomulagi sýningarinnar Raðsmíðaskip Slippstöðvarinnar til Hvammstanga? „Bíðum nú eftir svörum ráðamanna“ - segir Bjarki Tryggvason, framkvæmdastjóri Meleyrar „Við erum að bíða eftir svör- um ráðamanna um það hvað þeir leggi til að við gerum. Það er því verið að vinna í málinu af okkar hálfu og Slippstöðvar- innar,“ sagði Bjarki Tryggva- son, framkvæmdastjóri Meleyr- ar á Hvammstanga, aðspurður um hvort fundist hafi nýr aðili sem greitt geti fyrir kaupum Meleyrar á raðsmíðaskipi Slippstöðvarinnar á Akureyri. Fiskveiðasjóður íslands hafn- aði á sínum tíma umsókn um lán- veitingu upp á 280 milljónir króna vegna kaupanna en síðar samþykkti Byggðastofnun að lána fyrirtækinu 140 milljónir til að kaupa skipið. Enn vantar Kaupleiguíbúðirnar í Helgamagrastræti 53: Akureyrarbær óskar eftir til- boðum í innréttingu hússins Akureyrarbær auglýsir þessa dagana eftir tilboðum í innrétt- ingu 22 íbúða í Helgamagra- stræti 53. íbúðirnar eru kaup- leiguíbúðir sem afhentar verða næsta vor. Akureyrarbær óskaði eftir að fá að ljúka byggingu hússins fyrir eigin reikning, og lýsti sig jafn- framt reiðubúinn til að kaupa eignarhluta þann sem þrotabúið gerir tilkall til. Þetta var samþykkt, og var þá ráðist í að ljúka hönnun hússins að innan. Sigurður J. Sigurðsson, forseti Bæjarstjórnar Akureyrar, segir að útboð það sem nú fer fram sé miðað við að innrétta húsið frá fokheldisstigi þannig að ekkert verði til fyrirstöðu að taka það í notkun. „Akureyrarbær er ábyrgur gagnvart þessari framkvæmd og er ábyrgðaraðili gagnvart verkinu þar sem langflestar íbúðirnar eru kaupleiguíbúðir, en opinbera húsnæðiskerfið fjármagnar hana. Jafnframt er bærinn skráður eig- andi þessara íbúða þar til þær verða afhentar nýjum eigend- um,“ segir Sigurður. Sigurður benti á að þegar Akureyrarbær hefði samið við Híbýli hf. um byggingu þessara íbúða hefði verið reiknað með að húsinu yrði skilað fullfrágengnu. Hann teldi ekki ástæðu til að ætla að byggingarkostnaður nú yrði meiri en ef Híbýli hefði skilað verkinu eins og til stóð, nema ef vera skyldi kostnaðurinn við það útboð sem nú fer fram. Ef hag- stæð tilboð berast frá byggingar- verktökum gæti vel farið svo að það nægði fyrir þeim viðbótar- kostnaði sem viðbótarútboð þetta leiddi af sér. Spurningunni um fjárhagslegt tjón fyrir bæjar- félagið væri ekki hægt að svara fyrr en dæmið yrði endanlega gert upp. EHB aðila til að lána aðrar 140 millj- ónir og hefur Fiskveiðasjóður íslands aftur komist inn í umræðuna í þessu sambandi. Bjarki sagði þó að engin umsókn hafi verið send stjórn sjóðsins og um það geti hann ekkert sagt hvort af henni verði eða ekki. „Við erum að velta því fyrir okkur núna hver næstu skref okkar verða í þessu máli. Þetta dregst hins vegar ekki í margar vikur enn af okkar hálfu. Við erum ekki tilbúnir til að bíða endalaust eftir einhverju svari í þessu máli og sá möguleiki er fyllilega fyrir hendi að við hverf- um alfarið frá þessum kaupum," sagði Bjarki. JÓH verður breytt og er unnið að því að marka nýja stefnu þessa dagana. „Eg átta mig ekki alveg á því hvers vegna þeir sem eru með varning í tengslum við vetrar- íþróttir grípa ekki þetta tækifæri til að kynna vörur sínar. Þeir virðast hafa litið á sýninguna fyrst og fremst sem sölusýningu og talið að hún væri of seint á ferðinni til að skila árangri. Einn- ig fannst mörgum fyrirtækjum í Reykjavík dýrt að setja upp sýn- ingu hér, eða eins og oft er sagt: Það er dýrara að fljúga norður en suður," sagði Þröstur Guðjóns- son, hjá Vetraríþróttahátíðar- nefnd. Undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi. Aðspurður sagði Þröstur að „Englendingur- inn fljúgandi" myndi ekki mæta til leiks í skíðastökki en kappar frá Ólafsfirði og Siglufirði munu væntanlega halda uppi merki íþróttarinnar. Hvað alpagrein- arnar varðar sagðist Þröstur ekki geta nefnt nein fræg nöfn ennþá. Hins vegar hafa fyrirspurnir bor- ist frá erlendum skíðaköppum, t.d. frá Danmörku og Lúxem- borg. SS Bifreiðastjórafélagið Sleipnir: Kjarasairamiguriim felldur Félagsmenn í Bifreiðastjóra- félaginu Sleipni felldu glænýj- an kjarasamning félagsins við vinnuveitendur á félagsfundi í fyrrakvöld. Ekki hefur verið ákveðið frekar hvert næsta skref í þessari kjaradeilu verður. Sem kunnugt er voru kröfur Sleipnismanna í upphafi um yfir 100% launahækkun. Öllum að óvörum, skrifaði samninganefnd félagsins undir kjarasamning sem í öllu var sambærilegur samningi ASI og vinnuveitenda sem gerð- ur var nýlega. Um leið og skrifað var undir, var verkfalli sem stóð yfir frestað. Á fundi í fyrrakvöld var samn- ingurinn felldur sem fyrr segir, en þrátt fyrir það, ekkert ákveðið með frekari aðgerðir. Hefur t.d. verið fallið frá aðgerðum þegar þing Norðurlandaráðs fer fram hérlendis í lok mánaðarins. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.