Dagur - 14.02.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. febrúar 1990 - DAGUR - 7
Hluti fundarmanna. Myndir: im
einu og sama landinu, þegar þar
byggju tvær þjóöir.
Orlygur ræddi einnig um loðnu-
verksmiðjumál og sagðist vilja
taka undir orð bæjarstjóra varð-
andi loðnuverksmiðju sem nýtti
jarðhita til vinnslunnar.
Sigurður Gunnarsson, sjómað-
ur ræddi m.a. um umhverfismál.
Hélt hann fram hollustu íslenskra
landbúnaðarafurða - þó dýrar
væru og nefndi nokkur dæmi um
mengun erlendis, bæði á láði og
legi.
Hafliði Jósteinsson, verslunar-
maður flutti skörulega ræðu um
stjórnmálaástandið og leiddi
fundarmenn í allan sannleika um
ágæti Framsóknarflokksins, en
varaði fastlega við frjáishyggju-
öflunum.
Hlöðver Hlöðversson frá
Björgum ræddi um leiðir til að
efla vald landshlutanna í eigin
málum, sem hann telur mjög
brýnt. Taldi hann að málinu hafi
verið sýnt fálæti af hálfu ráða-
manna.
Kristján Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri ræddi um útgerð-
ina, stöðu atvinnumála og fyrir-
tækja. Einnig fjallaði hann u'm
samningamálin og sagði að menn
hefðu mjög velt því fyrir sér á
fundi í Verkalýðsfélagi Húsavík-
ur fyrr um daginn hvort treysta
mætti loforðum ríkisstjórnarinn-
ar.
Aðalgeir Olgeirsson, fiskverk-
andi og útgerðarmaður ræddi um
kvótakerfið og sagðist vilja nefna
það millifærslukerfi. Hafði hann
orð á rækjuveiðum fyrir Norður-
landi, þar sem ekki hefði verið
gætt hófs og of mörgum veitt
heimild til. „Pað eru farin að birt-
ast ummæli eftir mönnum í
blöðum, þar sem þeir viðurkenna
fyrir alþjóð að hafa grátið út
þetta og hitt í ráðuneytinu. Er
það kvótakerfi? Er þar verið að
skipta of litlu á of marga, ef
menn geta bara verið nógu þaul-
setnir á bekkjunum? Eiga hinir
sem trúðu því að þetta væru vís-
indi, aðgerðir ráðamanna sem
væru að framkvæma vilja vísinda-
manna þjóðinni til heilla, eiga
þeir að gjalda þess en hinir að
njóta þess? Þetta er staðreynd.
Það eru mér mikil vonbrigði að
Steingrímur skuli nú tala um
sameiningu. Staðreyndin er sú að
í sjávarútveginum eru stofnuð
stór og mikil almenningshluta-
félög með hlutafjársöfnun. Það
er svo aldrei spurt hvort þetta
hlutafé sé greitt, það skiptir ekki
öllu máli, en þegar búið er að
safna loforðunum þá er ausið úr
sjóðunum. Við þetta á svo litli
útgerðarmaðurinn að keppa.
Aðgerðir þessarar stjórnar felast
í því, og ég ætla ekki að segja að
ekki sé margt ágætt við það, að
bjarga stoðum byggðarlaganna,
hitt má fara helvítis til. En virðist
bátaútgerðin ekki ætla að standa
þetta enn betur af sér. meðan
stærri aðilarnir eru komnir aðra
ferð inn í sjóðina. Staðreyndin er
að meðan þú skuldar lítið á bank-
inn þig, en þegar þú skuldar mik-
ið átt þú bankann."
Aðalgeir sagði að stóru fyrir-
tækin hefðu verið að færa arð-
semina sem þau höfðu af báta-
útgerðinni í að kaúpa sér skip
sem forstjórinn við skrifborðið
réði yfir. Síðan kæmu sölu-
samtökin og öll heila kómedían.
með fjölmiðlana meö sér. til aö
veita hver öðrum verðlaun. „Mér
ofbýður þcgar ég sé að blaða-
mennirnir eru að birta myndir af
því þar setn þeir eru að veita
hverir öðrum verðlaun, í flísa-
lögðum sölum, en hráefnið bíður
á bryggjunni í tíu stiga hita. Get-
ur þetta verið verðlauna vcrt, ef
einhver nennir aö ná í það daginn
eftir. Sameinið þiö svo."
Jóhamies Geir Sigurgeirsson.
þingmaður tók næstur til máls og
svaraði fyrirspurnum sem fram
voru komnar. Sagði hann vand-
ann í útgeröinni vera þann að
verið væri að skipta allt of litlu á
of marga. Frekar væri um byggða-
vandamál að ræða en rekstrar-
vandamál, en þetta væri ekkert
minna vandamál fyrir því. Hann
sagöi einnig að nú hefði ef til vill
skapast grunnur fyrir þjóðarsátt
um landbúnað.
Varðandi varaflugvallarmálið
sagöi Jóhannes að misskilnings
hefði gætt - hann hefði ekki mælt
á móti forkönnun. „Ég hef ekk-
ert á móti því að þessi forkönnun
vetði gcrð. Ég hef hins vegar
ekki legið á þeirri skoðun minni
að ég sé ekki fylgjandi hernaðar-
uppbyggingu, sem byggist á því
vígbúnaðarkapphlaupi sem átt
hefur sér stað í heiminum að
undanförnu."
Bjarni Þór Einarsson. bæjar-
stjóri ræddi um vinnslu á loðnu-
mjöli og taldi það unnið á óhag-
kvæman hátt, verksmiðjurnar of
litlar og að þær brenndu innfluttu
hráeftii. Fyrir nokkrum árum
hefði verið reifuð hugmynd utn
að byggja 2-3 tiltölulega stórar
verksmiðjur sem kynntar væru
með jarðhita, auðlind sem viö
ættum og nýttum ekki til fulls.
Möguleiki væri á byggingu slíkrar
verksmiöju á Húsavík ef nýttur
væri jarðhiti frá Þeistareykjum.
Spurði Bjarni hvort ekki væri rétt
að leggja af hinar óhagkvæmu
verksmiðjur, en byggja þeirra í
stað upp nýjar verksmiðjur sem
gætu komið í stað stóriðju á
staðnum.
Annað seni þyrfti að gera til
nýtingar auðlinda okkar væri að
koma með fiskaflann, eða
kvótann, betri að landi, og koma
tneö hann allan, sagði Bjarni
Þór.
Guðmundur Birkir Þorkels-
son. skólameistari Framhalds-
skólans á Húsavík, talaði um
niðurskurð og sparnaðarráð-
stafanir stjórnvalda og sagði aö
til skólamálanna þyrfti allt annað
en slíkar ráðstafanir. Nefndi
hann seni dæmi að í leikskóla
væru ætluð 5-6 börn á
starfsmann, cn í forskóla væri
hver kennari meö 25-30 börn.
Skólana vantaði betur menntað
og fleira fólk til að sinna börnun-
um.
Birkir sagðist vilja minna á að
hér hefði verið stofnaður Fram-
haldsskóli, honum hefði aðeins
verið skaffað eitt hús, Tún. „Það
er búið að berjast í því að fá
byggt við Barnaskólann til þess
að geta notað gagnfræðaskóla-
húsið fyrir Framhaldsskólann.
Okkur þykir þetta ganga hægt.
Við erum komin í stórvandræði.
Það er ekki enn búið að gera
samning um þessar byggingar og
ég heiti á Guðmund Bjarnason,
sérstaklega. Við erum með mynd
at' honum hangandi uppi í skóla
hjá okkur, sem við göngum fram
hjá og horfum á á hverjum degi,
og við viljum að hann bjargi
þessu máli. Þetta er stórmál. Við
vitum að viö eigum góðan liðs-
mann í Guömundi og hvetjum
hann með ráðum og dáð til að
hjálpa okkur að fá viðbygginguna
sem allra l'yrst. og helst á næsta
ári."
Forsætisráöherra svaraöi fram
komnum fyrirspurnum. Varð-
andi varaflugvöll sagði hann að
ekki væri ólíklegt aö forkönnun
færi fram en hann væri næstum/
því viss um að Atlantshtífs-
bandalagið ætlaöi að endurskoða
sínar hugmyndir um byggingu
varaflugvallar.
Ræddi hann um vanda útgerö-
arinnar og sagði m.a. að staðir
eins og Raufarhöfn og Þórshöfn
ættu aö vinna saman. Sagði hann
einnig að nauðsynlegt gæti oröið
að tveir útgeröarmenn báta
slægju sér saman um útgerð cins
báts. annars færi kvótinn stöðugt
minnkandi á einstaka báta. Það
sem í stefndi með þorskkvótann
væri hrollvekja fyrir íslcnskt
þjóöfélag.
Sagði forsætisráöherra að ef til
innflutnings landbúnaðarvara
kæmi væri óhjákvæmilegt að gera
sér grein fyrir þeim niðurgreiðsl-
um sem væru erlendis og tolla
vöruna þannig aö íslensk fram-
leiðsla gæti keppt. „Viö veröum
að fylgja mjög vel eftir kröfum
um hreinleika matvælanna. Ég
hef sagt í mörg ár að hér verði að
setja upp mjög strangar kröfur
um efni í innfluttum matvælum,
og það var ekki fyrr en Guð-
mundur Bjarnason kom í sæti
heilbrigðisráðherra að hann setti
reglur um þaö."
Ráðherra ræddi um forscmdur
samninganna og sagði m.a.:
„Hvert einasta atriði sem er í
mínu bréfi verður haldið." 1M
Samkomuhúsið á Akureyri:
Stórsveit Tónlistarskólans
með tónleika í kvöld
- Edward Frederiksen við stjórnvölinn á ný
í kvöld kl. 20.30 heldur Stór-
sveit Tónlistarskólans á Akur-
eyri tónleika í Samkomuhúsinu
á Akureyri en þetta eru fyrstu
tónleikar vetrarins. Tónleikarn-
ir eru lokapunkturinn í nám-
skeiði sem Edward Frederiksen
hefur stjórnað í skólanum síð-
ustu dagana en hann stjórnar
sveitinni á tónleikunum í
kvöld. Edward er einn af
stofnendum Stórsveitar Tón-
listarskólans en hann var kenn-
ari við Tónlistarskólann á
Akureyri á árunum 1982-1986.
Edward segir að það hafi verið
í tengslum við námskeiðshald
hins kunna djassista Paul
Wiedens á árinu 1983 sem Stór-
sveit Tónlistarskólans varð til. í
upphafi voru þó ekki margir af
meðlimum sveitarinnar nemend-
ur í skólanum en með árunum
hefur þetta snúist við og nú er
meirihluti sveitarinnar skipaður
nemendum skólans. Óhætt er því
að segja að meðalaldurinn hafi
lækkað verulega frá stofnun
sveitarinnar og segir Edward að
sveitin sé í yngri kantinum miðað
við stórsveitir hér á landi en þetta
sé fólk á svipuðum aldri og gerist
í slíkum sveitum erlendis. Enn
eru þó nokkrir af upphaflegum
meðlimum í sveitinni enn starf-
andi. Edward stjórnaði sveit-
inni til ársins 1986 en þá flutti
hann suður yfir heiðar. í þetta
skiptið hélt hann fimm daga
námskeið í Tónlistarskólanum
þar sem spilað var í minni hópum
á daginn en á kvöldin var sam-
æfing hjá allri sveitinni. Um
dagskrána á tónleikunum í kvöld
segir Edward að leikin verði mörg
þekkt lög og af þeim megi nefna
„Misty" og „Lullaby of birdland".
„Einhverjar óvæntar uppákomur
verða eflaust líka og vel getur svo
farið að vaktir verði upp gamlir
draugar," segir hann.
Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri á æflngu í fyrrakvöld. Fimm daga námskciði lýkur með tónleikum í
Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld. Myn(j: kl
Akureyringum gefst kostur á
að heyra oftar í sveitinni í vetur
því ætlunin er að spila bæði í
Menntaskólanum og Verkmennta-
skólanum. Og líkt og venja er
orðin fyrir verður lokahnykkur-
inn í vetrarstarfinu tónleikar í
maí í vor. JÓH