Dagur - 14.02.1990, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 14. febrúar 1990 - DAGUR - 11
fþróttir
Pórsmótið í stórsvigi:
María og Vilhelm
voru fljótust
Fyrsta alpagreinamót vetrarins
fór frain í Hlíðarfjalli á laugar-
daginn. Vilhelm Þorsteinsson
varð hlutskarpastur í karla-
ilokki en María Magnúsdóttir í
kvennaflokki.
Skilyrði í Hlíðarfjalli scttu
nokkurn svip á mótið og var María
t.d. eini keppandinn í kvenna-
flokki sem komst báðar umferö-
irnar klakklaust.
Gunnlaugur Magnússon sigr-
aði í flokki 15-16 ára drengja og
Eva Jónasdóttir varð hlutskörp-
ust í flokki stúlkna 15-16 ára.
Viö sögðum frá mótinu í blað-
inu í gær en hér koma úrslitin í
öllum flokkum:
Karlaflokkur:
1. Vilhelm Porsteinsson KA
2. Valdimar Valdimarsson KA
3. Jón Ingvi Árnason Pór
Kvennaflokkur:
I. María Magnúsdóttir KA
Flokkur 15-16 ára drengja:
1. Gunnlaugur Magnússon KA
2. Sigurður Ólason KA
3. Arnar Friðriksson bór
Flokkur 15-16 ára stúlkna:
1. Eva Jónasdóttir Þór
2. Hjördís Þórhallsdóttir F>ór
3. Inga H. Sigurðardóttir Þór
Úr leik 3. tlokks Þórs og KA. Árni Páll Jóhannsson reynir skot að niarki KA en Eggert Signiundsson, Bjarki Braga-
son og llaldur Jóhannsson reyna hvað þeir geta til að stöðva Þórsarann. Ómar Þórsari bíður spenntur á línunni.
Akureyrarmót í handknattleik:
Mynd: AP
Síðari hluti Akureyrarmótsins
í handknattleik fór fram í
íþróttahöllinni á sunnudaginn.
Þórsarar reyndust sterkari í
þessari lotu og sigruðu í fimm
flokkum. KA vann í fjórum og
einn leikur endaði með jafn-
tefli.
Reyndar á eftir að leika í 3.
flokki kvenna og meistaraflokki
karla þannig að KA á enn mögu-
leika á því að komast yfir.
En lítum á úrslit í einstökum
flokkum:
KA-Þór
4. flokkur kvenna 10:6
6. flokkur karla a 9:6
6. flokkur karla b 5:6
6. flokkur karla c 5:1
5. flokkur karla a 10:10
5. flokkur karla b 8:6
4. flokkur karla a 9:14
4. flokkur karla b 15:16
3. flokkur karla 13:16
2. jlokkur karla 18:23
Vilhclm Þorsteinsson.
María Magnúsdóttir.
Stefán Arnaldsson nýkominn frá Tékkóslóvakíu:
Þetta voru engar kúluvarparatýpur
- myndu sigra flest 1. deildarlið karla hér á landi
arsjokk fyrir sig enda hefði
iiann aldrei komið áður til A-
Evrópu.
Á þessu móti sem Stefán og
Rögnvaldur dæmdu á tóku þátt
liö frá Sovétríkjunum, Rúmeníu,
Júgóslavíu, Áustur-Þýskalandi
og svo tvö lið frá gestgjöfunum
Tékkum.
Allt eru þetta A-þjóðir, en þær
eru nú aö undirbúa sig undir A-
heimsmeistarakeppnina í Kórcu
síðar á þessu ári. Sovétmenn
unnu þetta mót og sagði Stefán
að styrkleiki þeirra hefði veriö
geysilcga mikill: „Þaö var reynd-
ar ótrúlegt að sjá hve góðan
handknattleik öll þessi lið spila.
Það kom mér líka á óvart að það
eru engar kúluvarparatýpur í þess-
um liðum heldur léttar og frískar
stelpur. Hraðinn er mikill í
leikjunum en samt sem áður er
handboltinn mjög hreinn og auð-
velt að dæma þessa leiki. Það er
skoðun mín að þessi lið gætu
auðveldlega unnið lakari karla-
liðin í 1. deildinni hér á íslandi og
jafnvel staðið í þeim bestu,“
sagði Stefán.
Eins og að hverfa 30 ár
aftur í tímann
í sambandi við dvölina sagði
Stefán að hún hefði verið hálfgert
mcnningarsjokk fyrir sig. Mótið
fór fram í borginn Cheb, rétt við
landamæri A-Þýskalands, og þar
er mikill iðnaður. „Mengunin var
gífurleg því öll iðjuver og heimili
eru kynt með kolurn. Ef maður
fór út í hvítum sokkum voru þeir
orðnir svartir þegar upp á hótel
var aftur komið. Síðan var öll
hreinlætisaðstaða langt fyrir neð-
an það sem við þekkjum og flest-
ar byggingar og önnur mannvirki
voru í mikilli niðurníðslu. Það
var helst íþróttahúsið scm var í
þokkalega ástandi," sagði Stefán.
Mataræði var mjög einhæft og
sagði Stefán að lítið eða ekkert
hefði verið til í verslunum í borg-
inni. „Fátækt var greinileg og
sögðu innfæddir okkur að fólk
leitaði mikið huggunar í áfengi,
því vodka væri ódýrt í landinu.
Þó var bjartara yfir fólki vegna
pólitísku breytinganna sem átt
liafa sér stað í landinu að undan-
förnu. Þaö er hins vegar mikið
verk fram undan hjá þessari þjóð
því að koma þarna er eins og að
hverfa 30 ár aftur í tímann,"
sagði Stefán.
Þeir félagarnir stoppuðu einn
dag í Prag á leiðinni heim og það
var allt annar blær yfir þeirri borg
að sögn Stefáns. „Þar er mikið af
merkum byggingum og söfnum
sem hægt er að skoða og við
hefðum gjarnan viljað vera þar
lengur.“
Stefán vildi taka það fram að
skipulagning á mótinu hefði verið
góð og væri greinilega mikið
kapp lagt á það að láta kom-
andi Heimsmeistarakeppni í
karlaflokki fara vel fram. „Það er
nú fundað á hverjum degi og ég á
ekki von á öðru en mótið fari vel
fram.“
Töluvert var rætt um mögu-
leika íslenska liðsins við þá
Stefán og Rögnvald og var það
yfirleitt samdóma álit flestra að
íslendingar hefðu alla burði til
þess halda sæti sínu sem A-þjóð.
„Það er hins vegar skammt á milli
sorgar og gleði í þessum bransa
þannig að það er best að halda
sig við jörðina þrátt fyrir að
leikirnir við Rúmena að undan-
förnu lofi góðu fyrir mótið í
Tékkóslóvakíu," sagði Stefán
Arnaldsson handknattleiksdóm-
ari.
Stefán Arnaldsson handknatt-
leiksdómari er nýkominn heim
frá Tékkóslóvakíu þar sem
hann dæmdi, ásamt Rögnvaldi
Erlingssyni, á mjög sterku
kvennahandknattleiksmóti.
Stefán sagöi að styrkleiki
kvennanna heföi komið sér á
óvart en dvölin í Tékkóslóvakíu
hefði verið hálfgert menning-
Stefán Arnaldsson handknatfleiksdómari segir að ferðin til Tékkóslóvakíu
hafi verið hálfgert inenningarsjokk fyrir sig. Mynd: ap
Staðan
2. deild karla
Fram 14 12-1- 1 352:303 25
Haukar 14 8-1- 5 355:317 17
Selfoss 14 7-2- 5 334:318 16
UBK 14 8-0- 6 311:304 16
FH-b 14 8-0- 6 341:349 16
Valur-b 13 7-0- 6 313:304 14
Þór 14 5-3- 6 334:324 13
ÍBK 14 5-1- 8 305:310 11
UMFN 13 3-1- 9 296:343 7
Ármann 14 1-1-12 276:348 3
3. deild B-riðill Völsungur 13 11-1-1 343:263 23
Fram-b 11 9-0-2 324:273 18
ÍH 12 7-1-4 298:253 15
Fylkir 12 6-1-5 317:297 13
UBK-b 11 5-1-5 260:273 11
Grótta-b 10 3-1-6 219:236 7
Ármann-b 9 2-1-6 225:264 5
Reynir 10 2-0-8 233:292 4
Ögri 10 1-0-9 216:283 2
2. deild kvenna
Selfoss 14 12-0- 2 297:235 24
ÍBV 12 8-1- 3 234:220 17
UMFA 14 8-0- 6 260:239 16
ÍBK 14 7-2- 6 256:233 15
ÍR 15 5-1- 9 304:338 11
Þór 13 4-1- 8 313:322 9
Þróttur 11 1-0-10 154:201 2
Þórsarar hlutskarparí
- unnu 5 flokka en KA 4 flokka