Dagur - 14.02.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. febrúar 1990 - DAGUR - 5
Ásgeir Leifsson.
Verksmiðjur þessar eru ýmissar
gerðar og er fyrrnefnd víedó-
spóluverksmiðja ein þeirra. Upp-
lýsingar frá seljanda hennar
benda til að hér gæti verið um
hagkvæmt fyrirtæki að ræða. Fyr-
ir liggur að innflutningur iðnað-
arvara frá ísíandi lil bæði EFI'A
og Efnahagsbandalagsins er án
tolla.
Staðsetning
verksmiðjunnar hefur ekki
mikil áhrif á kostnaðinn
Seljandi verksmiðjunnar gefur
upp sem algengt söluverð á spól-
um í þeim gæðaflokki, sem
kostnaðarverðið er miðað við,
DM 4,30 á spólu.
Verð til PX-búða Bandaríkja-
hers: Par er um sameiginleg inn-
kaup fyrir allar PX-búðir hersins
að ræða til að ná niður verðinu.
Pað kom í Ijós að seldar eru
Vestur-þýskar spólur frá fyrir-
tækinu DNF. Söluverð þeirra út
úr búð er á stk. U.S. dollarar
2,95 og er álagningin 30%. Þetta
samsvarar verði sent er DM 3,95.
Þess ber að gæta að þetta eru
stórkaupendur og væntanlega
með lægsta hugsanlegt verð og
ekki er vitað um gæði spólanna
svo verð seljanda verksmiðjunn-
ar DM 4,30 gæti staðist fyrir
smærri kaupendur og hugsanleg
betri gæði.
Einnig liggur það fyrir að inn-
fluttar spólur frá Vestur-Pýska-
landi með japönsku merki kosta í
innkaupum DM 6,30 en það eru
að sögn mjög góðar spólur.
Ef að úr yrði myndu spólurnar
verða fluttar út í gámum sem
taka venjulega 26 rúmmetra eða
a.m.k. 24 rúmmetra af spólurn.
Það eru 2.500 spólur í rúmmetr-
anum svo gámurinn tekur a.m.k.
60.000 spólur. Uppgefinn flutn-
ingskostnaður á slíkum gám til
Vestur-Þýskalands er undir kr.
100.000. Sennilegur flutnings-
kostnaður á ákvörðunarstað er
væntanlega innan við tvær krónur
á spólu svo staðsetningin hefur
ekki mikil áhrif á kostnaðinn.
Betri afkoma en hjá
ísfísktogara
Mönnum ber ekki saman um
vinnulaun við slíka framleiðslu.
Við 3.000.000 spóla framleiðslu á
ári myndu starfa 18 manns á 10
klst. vöktum. Verkalýðsfélag
Húsavíkur gefur upp laun og
launatengd gjöld á mánuði á
starfsmarm kr. 80.000 en greidd
laun og launatengd gjöld hjá
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf.
eru fyrir sama tíma en með bónus
120.000 á mánuði. Miðað við
fyrri töluna og söluverð DM 4,30
yrðu launin við framleiðsluna
rúm 4% af söluverðmæti en rúm
6% miðað við sama verð og
seinni launaforsenduna svo hætt-
an á samkeppni við láglauna-
svæði er ekki ýkja mikil.
Eins og áður sagði er starfs-
mannafjöldi á einni vakt 18
manns og þá 36 á tveim vöktum.
Fjárfesting í stofnkostnaði
utan húsnæðis er líklega um kr.
170.000.000 og verður að skoða
hana í Ijósi annarra möguleika
s.s. í útgerð fiskiskipa en þetta
fyrirtæki virðist koma mun betur
út en t.d. nýr ísfisktogari bæöi
með fjárfestingu, atvinnusköpun,
veltu og afkomu.
500 milljónir
myndbandstækja
Það virðist því sem kostnaðar-
reikningurinn muni geta staðist.
En hvað svo þegar þessi vitneskja
liggur fyrir? Á að korna henni
fyrir á skrá og leggja hana til hlið-
ar eða á að takast á við þetta
verkefni?
Ljóst er að innkaup og sala eru
erfiðustu viðfangsefni slíkrar
verksmiðju. Hægt er að fá bönd
af ýmsum gæðum og á mismun-
andi verði og það sama gildir
væntanlega um sölu aö unnt er að
selja spólur af ýmsum gæðum á
ýmsu verði á mismunandi
mörkuðum.
Sennilega eru um 200-
500.000.000 myndbandstækja í
heiminum sem nota spólur sem
unnt er að framleiða í verksmiðju
þessari. Það er mikill vöxtur í
þessum markaði og eru nú t.d.
aðeins 40% heimili í Vestur-
Þýskalandi með vídeótæki og
hvað þá í Austur-Evrópuríkjum,
Sovétríkjunum og þróunar-
löndunum þar sem vídeógláp er
orðið mjög vinsælt. Það er því
varla mikil hætta á að þessi tækni
verði úrelt á næstu árum.
Ekki hægt að reisa
stóriðjuver alls staðar
Hver markaöur vídeóspóla er á
hinum ýmsu markaðssvæðum.
hvaða verð og hvaða söluvenjur
er ekki vitaö en slík þekking er
nauðsynleg fyrir framhald verk-
efnisins.
Engin ástæða er til að halda að
niðurstaða þessa reiknings sé eins-
dæmi heldur má búast við því að
hægt sé á sömu forsendum að
framleiða margs konar tæknivör-
ur til útflutnings á landsbyggð-
inni. í mörgum ef ekki flestum
tilfcllum þarf þó að gera það í
samvinnu við erlenda fram-
leiðendur til aö fá aðgang að
tækni og mörkuðum.
Þetta gildir ekki bara fyrir
þetta verkefni heldur öll önnur
verkefni sem eru af þessari stærð
og beinast aö útflutningi. Það er
atvinnupólitískt mál hvort og
hvernig á að taka á slíkum
málum. Það þarf að finna þcim
farveg líkt og með stóriöjumálin.
En þetta er nauðsynlegt því ekki
er hægt að reisa stóriðjuvcr alls
staðar þar sem byggja þarf upp
atvinnulíf á íslandi.
Höfundur cr iönráðgjafi á Húsavík.
Óánægður notandi Hitaveitu Akureyrar:
Of miklar hækkanir á gjaldskrá
- Hitaveitan:
„Ég er ekki sáttur við Hitaveitu
Akureyrar. Hún hækkar í hverj-
um mánuði á sama tíma og menn
hafa tekið höndum saman, m.a. í
kjarasamningum, að halda öllum
hækkunum í skefjum.
Tölur frá því í júlí á síðasta ári.
Á reikningi 1.7. 1989 var mér
gert að borga 80,80 krónur fyrir
lítrann. Fyrir ágúst borgaði ég
80,80 krónur og 439 í mælagjald,
1.9. 1989 borgaði ég 82.90 og 395
í mælagjald (það var lækkað í
einn mánuð), 1.10. 1989 borgaði
ég 84.10 og 400 krónur í mæla-
gjald, 1.11. 1989, 1.12. 1989
borgaði ég 87.70 og 417 í mæla-
gjald, næsta greiðsla var 88.80 og
422 krónur í mælagjald og loks
97.50 og 575 í mælagjald.
Hitaveitan hækkar með öðrum
orðum í hverjum einasta mánuði
og þætti mér gaman að vita hvort
svo eigi að halda áfram.“
Magnús E. Finnsson hjá Hita-
veitu Akureyrar svarar:
„Hækkanir á gjaldskrá Hitaveitu
Akureyrar hafa verið bundnar
byggingavísitölu frá 1. janúar í
Gjaldskráin fylgir byggingavísitölu
mismunandi stórum stökkum eft- I mánuðum, m.ö.o. að bygginga-
ir því hve margir mánuðir hafa vísitalan hækkar ekki jafn mikið
þar verið inni. Ef hægir á verð- og á síðasta ári mun gjaldskrá
lagshækkunum t' landinu á næstu | Hitaveitunnar taka mið af því.“
Auglýsing frá Niðursuðuverksmiðju KJ:
„Undrast mjög
vandlætingu Bjöms“
Brynjólfur Brynjólfsson
hringdi:
„Ég er ekki sáttur við þær
athugasemdir sem Björn Snæ-
björnsson gerði við auglýsingu
frá Niðursuðuverksmiðju K.
Jónssonar og ég undrast mjög
vandlætingu hans. Hann hlýtur
að vita það eins og aðrir að fólk
er misjafnlega ábyggilegt til
vinnu og þessi verksmiðja hefur
örugglega í sinni þjónustu stóran
hóp af ábyggilegum og duglegum
konum. Nú óskar verksmiðju-
stjórinn eftir fleiri slíkum konum
og honum hlýtur að vera frjálst
að auglýsa eftir þeim. Ég hélt
líka að Kristján legði það mikið
til atvinnumála hér í bænum að
það væri ekki ástæða fyrir
framámenn í launþegasamtökun-
um að víkja að honum á þennan
hátt. Ég undrast það að Björn
skyldi ekki láta kyrrt liggja því ég
sé ekkert athugavert við auglýs-
inguna.“
/--------------------------\
Öskudagsbúningar
Hárkollur andlitslitir.
Legokubbar
25% afsláttur
20 gerðir, Legoland, Tækni og Fabuland.
Bómullarpeysur, nýtt
Sendum myndalista.
BETRI KJÖR FYRIR
SELJENDUR SKULDABRÉFA
Vegna vaxtalækkunar á verðbréfamarkaði
undanfarna mánuði seljast góð veðskuldabréf
nú á 12-13% ávöxtunarkröfu. Þetta þýðir
hærra verð fyrir seljendur skuldabréfa. Nú tekur
aðeins 1-2 daga að selja góð veðskuldabréf.
Sölugengi verðbréfa þann 14. feb.
Einingabréf 1 4.662,-
Einingabréf 2 2.560,-
Einingabréf 3 3.068,-
Lífeyrisbréf ............... 2.344,-
Skammtímabréf ......... ■ ■ • • 1 ,588
KAUPÞÍNG
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700