Dagur - 14.02.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 14. febrúar 1990
Húsavík:
Fjölmenni á almennum stjómmálafundi
- „Hvert einasta atriði sem er í mínu bréfi verður haldið,“ segir forsætisráðherra um samningana
Almennur stjórmálafundur á vegum Framsóknarfélags
Húsavíkur var haldinn sl. miövikudag. Frummælendur á
fundinum voru Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra
og Guðmundur Bjarnason, heilbrigðismálaráðherra. Einnig
mætti Jóhannes Geir Sigurgeirsson, alþingismaður á fundinn
og svaraði fyrirspurnum. Fundurinn var fjölsóttur og auk
ráðherranna, þingmannsins og Hjördísar Árnadóttur, fund-
arstjóra tóku 11 fundarmenn til máls og einnig barst fyrir-
spurn úr salnum. Það var víða komið við í umræðunum og
bregðum við hér upp nokkrum sýnishornum, héðan og
þaðan, en sú umfjöllun er engan veginn tæmandi, þar sem
fundurinn stóð í hálfan fimmta tíma og margvísleg málefni
voru rædd.
í framsöguræðu sinni sagði
Guömundur Bjarnason, heil-
brigðisráðherra, að hann legði
mikla áherslu á að ná settum
markmiðum varðandi lyfjaútgjöld,
aðhald við sérfræðiþjónustu og á
sjúkrastofnunum. Hann sagðist
vilja hlífa velferðarþjóðfclaginu
en við yrðum að ná utan um hlut-
ina. Hann nefndi sem dæmi að
ríkissjóður þyrfti að greiða átta
milljarða í vexti, og þá peninga
hefði mátt nota til margra hluta,
t.d. næmu allar greiðslur til elli-
og örorkulífeyrisþega tólf millj-
örðum.
Heilbrigðisráðherra barst fyrir-
spurn frá starfsstúlkum á þriðju
hæð Sjúkrahúss Húsavíkur um
hvort breytingar væru í aðsigi
þannig að vænta mætti uppsagna
starfsfólks og lægri launa eftir
endurráðningu. Guðmundur
sagði að auðvitað yrði að gæta
aðhalds í rekstri, kannski enn
meiri nú en verið hefði. „Við tók-
um virkilega til hendinni á síð-
asta ári, þá voru skorin niður
launaútgjöld allra heilbrigðis-
stofnana og í fjárlögum þessa árs
er haldið svipuðu hlutfalli. Þá
hvílir að sjálfsögðu sú ábyrgð á
stjórn og stjórnendum stofnan-
anna, ásamt starfsfólki þeirra, að
þær séu innan þess fjárlagaramma
sem skapaður er og veiti þá bestu
þjónustu sem mögulegt er, miðað
við þann útgjaldaramma." Ráð-
herra sagði að sér væri ekki
kunnugt um að í farvatninu væru
uppsagnir, eða svo róttækar
skipulagsbreytingar sem um væri
spurt á Sjúkrahúsinu í Húsavík.
í lok fundarins ræddi Guð-
mundur um niðurskurð á ríkis-
útgjöldunum. Sagði hann m.a. að
sjómenn hefðu þurft að sætta sig
við minni hlut vegna skerts
kvóta, og það yrðu apótekarar að
gera líka, vegna sparnaðarráð-
stafananna.
Varðandi bátaútgerðina á
Húsavík sagði Guömundur að
nánast útilokað væri að sætta sig
við að menn þurfi að horfa á
þetta allt saman fara í einhverja
rúst, en gætu ekki fundið ein-
hverjar leiðir og náð saman um
að bjarga því, þó Ijóst væri að
það væri ekki einfalt. „Við sátum
hér með fulltrúum heimamanna,
sem hafa verið að skoða þetta
sérstaklega, og það er greinilegt
að þar eru afar erfið viðfangsefni.
Það þarf að leita að leiðum til að
reyna að komast út úr þessum
vanda. Ef til vill duga ekki
almennar leiðir til þess, heldur
þurfa að koma til einhverjar sér-
stakar leiðir. En þær eru ekki
auðveldar. Það er ekki auðvelt
að borga annað fiskverð á einum
stað en öðrum, þó það sé gert
með markaðskerfi og útflutnings-
kerfi. Það er ekki auðvelt að
borga aðra vexti hér en annars
staðar, eða annað verð fyrir olíu,
svo eitthvað sé nefnt. Við þurfum
að skoða hvaða leiðir eru finnan-
legar og mér þætti rr.ikið skarð
fyrir skildi ef sjálfstæð bátaútgerð
legðist af, og vil ekki þurfa aö
hugleiða það að horfa uppá
slíkt."
Hreiðar Karlsson, kaupfélags-
stjóri tók fyrstur til máls á eftir
frummælendum og lagði fyrir þá
nokkrar spurningar, m.a. um það
hvort vænta mætti þess að álver
risi á Tjörnesi í næstu framtíð.
Egill Olgeirsson, útgerðarmað-
ur og stjórnarformaður sjúkra-
hússins m.m., sagði að fyrir-
spurnir um uppsagnir á sjúkra-
húsinu kæmu sér á óvart því hann
kannaðist ekki við neinar slíkar
umræður.
Egill spurði hvort þing-
mennirnir ætluðu að leggja því
lið að byggður yrði varaflugvöllur
í Aðaldal og sagði að sárlega
vantaði vítamínsprautu inn í
kjördæmið.
Egill ræddi vanda útgerðarað-
ila bátanna og sagði að þeir hefðu
kannski verið of stoltir til að láta
í sér heyra fyrr. Enda skýrt í
aðgerðum ríkisstjórnarinnar að
það væru þau sem teldust undir-
stöðuatvinnufyrirtæki í hverju
byggðarlagi sem fengju meðferð,
og þau fyrirtæki sem eru smærri í
sniðum hefðu látið minna í sér
heyra. Samsetningin í útgerðinni
á Húsavík er þannig að hún er
verulega blönduð; togaraútgerð,
þilfarsbátar og trillur. Egill sagði
verst ef aðgerðir ríkisvaldsins
yrðu til þess að aðeins einn þáttur
af þessu gæti orðið eftir. Það
væru menn ákaflega óhressir með
og hann sem framsóknarmaður
væri ekki ánægður með að Fram-
sóknarflokkurinn stýrði slíkum
málaflokkum ef það yrði niður-
staðan.
Varðandi kvótakerfiö sagði
Egill að dapurlegt væri til þess að
hugsa ef það yrði til þess að hinir
ríku yrðu ríkari en hinir fátæku
fátækari, eða stórir stærri og litlir
rninni. „Ég held að það væri ekki
hollt fyrir okkur, eftir áratug eða
svo, aö þurfa að fara með söfnun
um landið og til að kaupa upp-
stoppaðan íslenskan útgerðar-
mann af söfnum erlendis, eins og
gert var með geirfuglinn."
Egill sagði að vandamál báta-
útgerðarinnar virtist ekki bundiö
við Húsavík, nú heyrðist að báta-
sjómenn í Vestmannaeyjum væru
farnir að rísa upp, þó menn héldu
að staðan hefði verið einna best
þar, m.a. vegna þess hve þeir
hefðu nýtt sér erlendan markað.
„Síðustu daga hafa þessi mál ver-
ið í skoðun hér heima og þeim
vísað til þingmanna og stjórn-
valda. Ég vona að menn finni
leiðir og svör við því sem spurt er
um. Ef þetta á að viðhaldast,
held ég að eina leiðin sé sú að
breyta skuldum í hagstæðari lán
eða lán sem ekki eru með afborg-
anir á næstunni, því ég held að
menn séu búnir að leggja út það
sem þeir geta svo ekki þýði að
auka skuldirnar. Mikið af
skuldunum eru við viðskiptaaðila
innan svæðisins sem mikilvægt er
Steingrímur Hermannsson.
Guðmundur Bjarnason.
Hjördís Árnadóttir, fundarstjóri.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
Bjarni Þór Einarsson.
Hreiðar
Örlygur Hnefill Jónsson.
Aðalgeir Olgeirsson.
að hægt sé að flytja til stofnsjóða
með einhverjum ráðum, þannig
að þeir peningar sem útgerðar-
menn skulda komi inn í bæinn
svo þeir dragi ekki allt hér niður
með sér.“
Sigurður Jónsson, sjómaður,
sagðist furða sig á að ekki hefði
verið rætt um lífeyrismálin á
fundinum. „Aðalvandamálið í
dag er hvernig menn eru búnir að
snúa sér út réttindi hjá ríkinu.
sem þeir hafa aldrei borgað
iðgjald af. Enn koma hópar sam-
an og gera samþykktir og ég efast
um að þetta hafi farið fyrir
Alþingi. Það væri gaman ef Guð-
mundur vildi upplýsa hvað marga
ríkisstarfsmenn Tryggingastofn-
un hefur á fóðrum, sem hafa full-
an lífeyri úr Lífeyrissjóði ríkis-
starfsmanna. Fyrir nokkrum
árum síðan kom ekki ómerkari
maður en félagsmálaráðherra,
með Kjartan Jóhannsson sem
fylgdarmann. Þá hélt hann uppi
heilmikilli umræðu um lífeyris-
sjóðina, talaði þá alltaf um einn
lífeyrissjóð og svo tryggingarnar
á bak við. Ég spurði hann eftir
því hvaða hlutverki Trygginga-
stofnun ætti að gæta í að fóðra
hann, og hann vildi ekki svara
því. Nú langar mig að Guðmund-
ur svari þessu. - Verður hann
með þessa kalla á fóðrum?. Ég
gerði það einu sinni að gamni
mínu að spyrja Stefán Valgeirs-
son út í þetta og spurði hvort
Eysteinn hefði ekki verið talinn
nákvæmur þegar hann var að
telja úr ríkiskassanum hér í eina
tíð. Hann játaði því og þá spurði
ég hvernig hann héldi að Eysteini
líkaði nú þegar verið væri að telja
honum upp úr kassanum. Ég álít
að menn sem starfa hjá ríkinu í
tveimur og þremur störfum eigi
ekki að geta verið á tvennum og
þrennum lífeyrisréttindum. Þá
væri betra að hafa þá áfram á
kaupi hjá ríkinu, því sem þeir
hafa þegar þeir hætta, heldur en
að fara með þá út í sjóöina."
Óskaði Sigurður að Guðmund-
ur gerði grein fyrir þessu máli við
tækifæri og sagði að sér skildist
að það lægi fyrir ríkisstjórninni,
þar á meðal væri tillaga frá hag-
stofustjóra um hvernig að þessu
skyldi staðið.
„Það virðast vera draugar í
forsætisráðuneytinu. Geir er
draugur. Þar er starfað í anda
Geirs Hallgrímssonar, þetta er
draugagangur," sagði Sigurður.
„Forsætisráðherra gaf í skyn
hræðslu við útlendinga í sam-
bandi við EB samningana, en var
það ekki Hermann Jónasson sem
lokaði á þá á Raufarhöfn ’34? Ég
man ekki betur. Þá böröust menn
fyrir sjálfstæðu íslandi, en í dag
keppast allir um að komast á
mála hjá útlendingum. Þetta er
stórhættulegt," sagði Sigurður
m.a. og var honum heitt í hamsi.
Örlygur Hnefill Jónsson var
næstsíðastur á mælendaskránni.
Sagðist hann hafa áhyggur af því
ástandi sem væri að skapast. Sjáv-
arútvegur og landbúnaður byggi
orðið við kvótakerfi en það gerðu
þjónustugreinarnar ekki. Fólk
hefði brugðist við þessu með því
að fara suður yfir heiðina og ekk-
ert lát virtist vera á þeim fólks-
flutningum. Byggðastofnun hefði
reiknað það út fyrir tveimur
árum síðan að það væri orðið
þjóðhagslegt tap af hverjum ein-
um sem flytti suður. Það væri
spurning hvort ekki mætti fara að
snúa straumnum við. Þetta æli
auðvitað á úlfúð og óeiningu í