Dagur - 14.02.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 14.02.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 14. febrúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON ((þróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÓGNVALDSDÓTTIR, HEIMASI'MI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Broslegir tilburðir Þorsteins Pálssonar Málflutningur sumra stjórnmálamanna er á stundum ansi einfeldnislegur og jafnvel hlægilegur. Sumir leggja ávallt minna upp úr staðreyndum hvers máls en einbeita sér að því að kenna andstæðingunum um allt sem miður hefur farið en þakka sjálfum sér allt hitt. Ef svo „illa“ vill til að slíkir stjórnmálamenn geti ómögulega þakkað sjálfum sér einhvern jákvæðan atburð á vettvangi landsmála, má allavega gera til- raun til að þakka hann öllum öðrum en andstæðingun- um í pólitíkinni, jafnvel þótt þeir eigi stóran hlut að máli. Sem betur fer eru stjórnmálamenn, sem hafa slíkar vinnureglur að leiðarljósi, í minnihluta í íslensk- um stjórnmálum. Mun fleiri láta málefnalega umræðu sitja í fyrirrúmi. Þorsteinn Pálsson, sem á stundum er nefndur bráðabirgðaformaður Sjálfstæðisflokksins, er tvímæla- laust einn þeirra stjórnmálamanna sem skipar sér í flokk hinna fyrrnefndu; þeirra sem ávallt reyna að kenna andstæðingunum um allt sem miður fer í þjóð- lífinu. Þótt hann sjálfur, sem forsætisráðherra í einni mislukkuðustu ríkisstjórn íslandssögunnar, beri einna mesta ábyrgð á þeim erfiðleikum sem steðjað hafa að íslensku atvinnulífi síðustu misserin, heldur hann ótrauður áfram flísarleitinni í herbúðum andstæðing- anna, þrátt fyrir bjálkann í eigin. Eitt nýjasta og jafnframt besta dæmið um hinn ein- feldnislega málflutning formanns Sjálfstæðisflokksins er grein sem hann ritaði í Morgunblaðið þann 3. febrúar sl. Þar fjallar Þorsteinn um nýgerða kjara- samninga og heldur því fram að þeir séu „varnarsigur gegn kreppu ríkisstjórnarinnar" og að „aðilar vinnu- markaðarins hafi með eftirminnilegum hætti tekið fram fyrir hendurnar á ríkisstjórninni.“(!) Ef marka má þessi orð er afstaða formanns stærsta stjórnmála- flokks landsins til nýgerðra kjarasamninga ótrúlega einfeldnisleg. Allir þeir sem fylgst hafa með fram- gangi efnahagsmála hér á landi vita, að ógerlegt hefði verið að semja á þeim nótum sem gert var, nema því aðeins að stjórnvöld hefðu verið búin að skapa til þess svigrúm. Ef stjórnvöld hefðu ekki, svo dæmi sé tekið, verið búin að treysta rekstrargrundvöll undirstöðu- atvinnuveganna verulega á síðustu mánuðum, hefðu kjarasamningar í þessum dúr verið óhugsandi. Einnig vita allir að ríkisstjórnin átti verulegan hlut að máli við gerð þessara kjarasamninga. Hún lofaði því m.a. að auka niðurgreiðslur landbúnaðarvara, halda gjald- skrárhækkunum opinberra fyrirtækja í algeru lágmarki og herða verðlagseftirlit verulega. Hlutur stjórnvalda í nýgerðum kjarasamningum hefur verið metinn á 12-1300 milljónir króna. Af þessu sést vel hversu hjákátleg sú viðleitni formanns Sjálf- stæðisflokksins er, að reyna að telja almenningi trú um að kjarasamningarnir hafi verið gerðir í óþökk ríkisstjórnarinnar. Menn geta í mesta lagi brosað að þessum tilburðum Þorsteins Pálssonar. Það er þá ekki í fyrsta skipti sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur að sér hlutverk skemmtikraftsins, þótt slíkt hafi síst verið ætlunin. BB. Ásgeir Leifsson: Um vídeóspóluverksmidju íslenskur markaður er í flestum tilfellum smár og því erfitt að finna framleiðslubúnað sem get- ur framleitt með sömu hag- kvæmni og gerist þegar verið er að selja á stærri markaði. Mér sýnist að íslenski markaðurinn fyrir vídeóspólur sé kannski 250.000 spólur á ári. Samt eru a.m.k. fjórir aðilar sem setja saman spólur fyrir þann markað ásamt urmul innflytjenda. Tilgangur Iðnþróunarfélags Þingeyinga er að hafa veruleg áhrif á atvinnusköpun í héraðinu. Hlutverk flestra iðnráðgjafa hef- ur verið að vinna með eða að skapa smærri fyrirtæki en ekki að taka á stærri rriálum. Eins og alkunna er, er samdráttur í íslenska hagkerfinu meðan það er þensla hjá flestum erlendum iðnríkjum. Með tilliti til slæmrar stöðu atvinnulífs á landsbyggð- inni og áforma um iðnaðarupp- byggingu á Reykjavíkursvæðinu er nauðsynlegt að skapa mótvægi í atvinnuuppbyggingu hér í Þing- eyjarsýslum. En hvers konar nýskpöunar- verkefni henta í núverandi ástandi? - Algengast er að sjálfsögðu rekstur og stofnun fyrirtækja þar sem saman fara þekking, reynsla og markaðsþarfir. Þessi verkefni geta bæði farið af stað sjálfstætt en einnig innan starfandi fyrir- tækja og er það oftast hagkvæm- asti kosturinn. - Atvinnurekstur sem byggist á einhverri nálægri auðlind s.s. byggingarefnum, ódýrri orku s.s. jarðhita; sjávarafla, landbúnað- arvörum, náttúrufegurð cða mannlcgri auðlind, liggur oft beinast við. - Þróunarverkefni þar sem tekið er tillit til staðhátta eru að sjálfsögðu æskileg og nú á seinni tímum eru ýmis slík innlend þró- unarverkefni komin eða að koma til framkvæmda. Hins vegar eru þau oft áhættumikil og þurfa langan undirbúningstíma. - Leyfisframleiðsla („licens- ing“) þar sem þekkt framleiðslu- vara er framleidd samkvæmt leyfi rétthafa hennar kemur oft til greina. - Leyfisrekstur („franchis- ing“) þar sem fengið er leyfi til að reka fyrirtæki í mynd móðurfyr- irtækis er mjög algengur erlendis og fer vaxandi hér á landi. Þetta þykir fremur áhættulítil aðferð til að stofna fyrirtæki. - Tilbúin fyrirtæki, sem eru ýmist ný af nálinni eða starfandi og þarf að flytja, taka mun minni tíma til að koma af stað og eru oftast áhættuminni þar sem rekst- ur og umhverfi eru þekkt. Útflutningsframleiðsla Hægt er að hugsa sér ýmsar leiðir en skynsamlegast er að skapa ný verðmæti með útflutningsfram- leiðslu frekar en að fara í sam- keppni á hinum þrönga innan- landsmarkaði. Til eru fyrirmynd- ir af slíkum fyrirtækjum þar sem er Alpan hf. á Eyrarbakka, Leaky pipe í Hveragerði, hin nýja stálbræðsla við Hafnarfjörð, og væntanleg þilplötugerð sunn- an eða suðvestanlands. Fyrir liggja upplýsingar um nokkrar verksmiðjur, sem selj- andi þeirra býðst til að kaupa framleiðslu af eða sjá um sölu. Kostnaðarreikningur við samsetningu á vídeóspólum: (Upplýsingar frá seljanda verksmiðjunnar.) 1. Hráefniskostnaður DM 1,20 2. Vídeóbandiö DM 1,80 3. Laun og launatengd gjöld (18 starfsmenn, 3.000.000 spólur á vakt á ári, 2 vaktir) DM 0,25 4. Umbúðir DM 0,20 5. Ýmislegt (flutningskostnaður, vextir o.fl.) DM 0,15 Breytilegur kostnaður: DM 3,60 Fastur kostnaður á ári: 1. Stjórnun DM 150.000 2. Húsaleiga (1000 m2) DM 120.000 3. Orkukostnaður DM 40.000 4. Afskriftir (fjárfesting DM 4.500.000) DM 900.000 5. Vextir (10% við 1/2* DM 4.500.000) DM 225.000 6. Ýmislegt DM 65.000 Fastur kostnaður á ári alls: DM 1.500.000 Fastur kostnaður á spólu: DM 0,25 Heildar kostnaður DM 3,85 Söluverð á spólu (miðaö viö px búðir): DM 3,95 Reiknað er með 10% vöxtum á öllu fjármagni Brúttó hagnaður á spólu 0,10 Brúttó hagnaður á 6.000.000 spólur DM 600.000 Ætla má að unnt verði að selja um 100.000 spólur innanlands á um DM 2,00 hærra veröi svo viöbótarhagnaður gæti verið um DM 200.000 -1 lesendahornið - Farfuglaheimili á Akureyri: Aðstaðan við Bjarmastíg rnirn erfiðari en við Stórholt Vegna lesendabréfs í blaðinu þann 1. febrúar s,l. um farfugla- heimili við Bjarmastíg, frá íbúa við Stórholt, hefur blaðinu borist eftirfarandi lesendabréf frá brottfluttum íbúa við Stórholt: „Það má taka undir það að rekstur Farfuglaheimilisins Stór- holti 1 hafi ekki orðið íbúum í götunni til mikils ama. En þá má þess líka geta, að þar hefur verið atvinnurekstur í ca. 40 ár og þeg- ar fyrst hófst starfsemi í Stór- holti, voru örfá hús í götunni og að fólk sem seinna fluttist í göt- una, vissi af þessum rekstri. Þess má og geta, að það fólk sem gistir á farfuglaheimilum, kemur gangandi, í einkabílum, á mótorhjólum og hópferðabílum og þegar aðstaðan er borin sam- an við þessi tvö heimili, þá er annars vegar þröng gata í Bjarmastíg án auka bílastæða og hins vegar í Stórholti, þar sem aðkeyrsla er góð og bílastæði fyr- ir allt að 25 bíla. Svo vekur annað furðu en það er að fest er kaup á húsnæði inni í íbúðahverfi, til atvinnureksturs, án þess að leitað sé eftir leyfi til svona reksturs hjá bæjaryfirvöld- um og íbúum götunnar. Heldur er eignin keypt og svo reynt að pressa á um Ieyfi til slíks atvinnu- reksturs. Þar fyrir utan eru þarna á ferð- inni utanbæjarmenn, sem koma hingað og ætla í sanikeppni við heimamenn sem hafa lagt hart að sér við að byggja upp sinn eigin atvinnurckstur á undanförnum árum.“ Ægisgötuíbúi kvartar undan snjómokstri: Af hverju var Ægisgatan skifin útundan? íbúi í Ægisgötu hringdi. „Ég vil leyfa mér að kvarta undan snjómokstri bæjarstarfs- manna hér í Ægisgötunni. Á dögunum voru götur hér á Eyrinni mokaðar. Eiðsvallagatan var rudd og við gengum út frá því að götur í nágrenninu yrðu einnig ruddar. Þeir létu það hins vegar eiga sig. Daginn eftir varð ég var við það að auk Eiðsvallagötunnar voru þeir búnir að nioka, Lund- argötuna, Gránufélagsgötuna, Eyrarveginn og tóku sama dag Hríseyjargötuna og helminginn af Ránargötu. Með það fóru þeir af Eyrinni og skildu eftir helming af Ránargötu og alla Ægisgötu. Nú kunna að vera eðlilegar skýringar á þessu en samt sem áður finnst mér skrýtið að skilja eftir eina götu ómokaða.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.