Dagur - 14.02.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 14.02.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. febrúar 1990 - DAGUR - 3 fréttir t Reiðvegaáætlun til pgurra ára og gjald á hóíflaðrir til reiðvegagerðar til umræðu á Alþingi: „Tryggja þarf að hóffjaðragjaldið renni óskipt til reiðvegagerðar“ - segir Jón Ólafur Sigfússon, formaður hestamannafélagsins Léttis Alþingi hefur nú til umfjöllun- ar tvö lagafrumvörp og cina þingsályktunartillögu sem snerta umferö ríöandi manna. Með afgreiðslu þessara mála gæti komist mun betri skipan á gerð reiðvega í og við þéttbýl- isstaði en samfara aukinni hestaeign fólks í þéttbýli hafa á stöku stað heyrst háværar óánægjuraddir vegna umferð- ar ríðandi manna. I öðru laga- frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjár verði aflað til reiðvega- gerðar með tveggja króna gjaldi á hverja hóffjöður. Þetta telja flutningsmenn að geti skilað um 10 milljónum á ári til reiðvegagerðar. Jón Ólafur Sigfússon, formað- ur hestamannafélagsins Léttis, segist ekki ósáttur við hóffjaðra- gjaldið. „Ég sé enga ástæðu til þess að við séum að láta borga allt fyrir okkur og tel að hesta- menn geti tekið þátt í þeirn kostnaði sem fram fer. Við get- um ekki alltaf vænst þess að fá hlutina upp í hendurnar fyrir ekki neitt en hins vegar þarf það að vera tryggt að þetta gjald, veröi það samþykkt, renni til reiðvega- gerðar en verði ekki tekið í eitthvað annað eins og dæmi eru um,“ segir Jón Ólafur. Flutningsmenn þessara mála á Alþingi eru nokkrir þingmenn Framsóknarflokks. Meginhug- mynd þeirra er sú að reiðvega- áætlun verði gerð til fjögurra ára í senn og samgönguráðherra verði falið að skipa nefnd til að vinna þessa áætlun og endur- skoða hana reglulega. í þessari vinnu þurfi nefndin að taka mið af nokkrum atriðum, m.a. að bæta aðstöðu hestamanna á þjóð- vegum og haga þannig að öryggi gegn slysum verði sem best og að viðurkennd verði í raun umfcrð ríðandi manna sent hluta af sam- göngum landsmanna. A fjárlögum er varið vissri upphæð til gerðar reiðvega sem Ríkisstjórnin Qallaði um kjarasamning verkfræðinga, tæknifræðinga og tækniteiknara: Stefnir í hættu þeim árangri í eftiahagsmálum sem að er stefnt - samið um hækkun launa sem er langt umfram þá hækkun sem samið hefur verið um á almennum launamarkaði Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í gærmorgun um nýgerða kjarasamninga Stéttar- félags verkfræðinga, Stéttar- félags tæknifræðinga og Stéttar- félags tækniteiknara við Félag ráðgjafarverkfræðinga. I þess- um kjarasamningum er samið um hækkun launa, sem er langt umfram þá hækkun, sem samið hefur verið um á hinum almenna launamarkaði og á milli opinbcrra aðila og starfsmanna ríkis og sveitar- félaga. Umræddir samningar stefna í hættu þeim árangri í efnahags- málum, sem að er stefnt með hin- um almennu kjarasamningum. Ríkisstjórnin telur óhjákvæmi- legt að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir að svo veröi. í því skyni hefur forsætisráð- herra rætt við formann Félags ráðgjafarverkfræðinga og lagt áherslu á að fallið verði frá þess- ari hækkun og samningurinn verði endurskoðaður til samræm- is við hina almennu samninga. Jafnframt hefur ríkisstjórnin ákveðiö að beina þeim fyrirmæl- um til ráöuneyta og ríkisstofnana að engar hækkanir á þjónustu ráðgjafarverkfræðinga og annarra hliðstæðra aðila verði greiddar. Loks hefur ríkisstjórnin leitað álits Verðlagsráðs á því hvort bcita megi ákvæðum laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti til þess að koma í veg fyrir hækkanir á útseldri þjónustu ráðgjafarverk- fræðinga og annarra hliðstæðra aðila. veg- flutningsmenn segja engan inn nægjanlegt til framkvæmda. Því megi auka fé til framkvæmda við reiðvegi með sérstöku gjaldi á hóffjaðrir Með öðru lagafrum- varpi taka tlutningsmenn af öll tvímæli um að Vegagerð ríkisins skuli annast gerð reiðvega, enda sé hún sá aðili í þjóðfélaginu sem best sé búin til að taka að sér slíka framkvæmd. „Hestamennska nýtur vaxandi vinsælda. Umferð ríðandi manna er víða orðin mjög mikil, einkum í nágrenni þéttbýlisstaða. Sam- býli umferðar ríðandi manna við aukna umferð bifreiða getur ver- ið örðugt. Nauðsynlegt er að taka tillit til hestamennsku í umferð- inni umfram það sem gert hefur verið," segja flutningsmenn í greinargerð sinni um málið. Jón Ólafur segist ekki hafa ástæðu til að ætla að framkvæmd- um við reiðvcgi verði ekki réttlátt skipt niður um landið. í fyrstu hljóti menn að snúa sér að brýn- ustu verkefnunum, þ.e. við stærstu þéttbýlisstaðina. Um ástandið í reiðvegamálum hesta- manna á og við Akureyri segir hann að það sé bæði gott og vont. „Ef við tökum Akureyri sér- stakiega þá höfum við engan reiðveg ef fara á noröur úr bæn- um og varla er fært mcðfram Hörgárbrautinni. Ef fara á austur frá bænum þá erum við tiltölu- lega vel settir þar sem við höfum gamla veginn austur yfir til afnota frá Vegagerðinni. Hefði sá vegur ekki komið til skjalanna og við hefðum verið settir inn á nýja Leiruveginn þá hefði málið horft öðruvísi við. Sé horft fram í fjöröinn þá hefur Vegageröin úthlutað okkur gamla veginum fram að Hrafnagili og hann nýtist okkur mjög vel en hins vegar er ákveðin andstaða gegn því af hálfu bænda að viö fáum að nota þennan veg. Um þá leið er því ekki fullkominn friður. Ef við ætlum hins vegar fram í Eyja- fjörð að austanverðu þá er eng- inn reiðvegur og ekkert um ann- aö að ræða en slitlagið og orð vísra manna hef ég fyrir því að sú skemmd sem hestamenn valda á vegum með slitlagi er meiri en sem ncmur kostnaði við reið- vegi," segir Jón. Hann segist telja þessa þings- ályktunartillögu um reiðvega- áætlun og meðfylgjandi ráðstaf- anir vegna hcnnar til bóta fyrir hestamenn. Nauðsynlegt sé að koma góöu skipulagi á fram- kvæmdir við reiðvegi með ákveð- inni forgangsröð jafnframt því að umferð ríðandi manna verði viðurkennd. JÓH Sjónvarp Akureyri: Klippt á raf- magnið í miðri útsendingu Hún var skammvinn, fegurðin hættulega, hjá þeim sem fylgdust nieð Sjónvarpi Akureyri eftir miðnætti á föstudagskvöld- ið. Myndin Hættulcg fcgurö með VVhoupic Goldberg var nýlega byrjuð þegar útsend- ingin rofnaði. Ahorfendur kunnu þessu illa og létu í sér heyra. Dagur hafði samband við Bjarna Hafþór Helgason, sjónvarpsstjóra, og krafði hann skýringa á útsendingar- rofinu. „Skýringin mun vcra sú að Rafniagnsveitur ríkisins voru í viðhaldsvinnu á einhverjuin rofa og rafmagnið var tekið af á svæðinu þarna fyrir austan. Far með fór rafmagnið af sendinum okkar í Vaðlaheiði. Þetta er ákaflega bagalcgt fyr- ir áhorfendur og ég er mjög óhress með aö þessi viðhalds- vinna skuli ekki vera innt af hendi eítir að útsendingu lýkur," sagði Bjarni Hafþór. Rafmagniö var tekið af klukkan eitt eftir miðnætti og kvaðst sjónvarpsstjórinn hafa heyrt aö þetta heföi líka gerst helgina áður. Hann hafði ekki fengiö staðfest hvort viöhalds- vinna hefði einnig verið þar að baki. en hann vonaðist til aö fá framvegis að tæma dagskrána áöur en rafmagnið er tekið af. SS Sjómannafélag EyjaQarðar: Allur fiskur fari á markaði Stjóru Sjómannufélags Eyjafjarðar ræddi á fundi sl. föstudag in.a. uin kjarainál og þá stöðu sem upp er komin við ákvörðun fiskverös. Stjórnin samþyk- kti eftirfarandi ályktun: „Fundur hjá stjórn Sjó- mannafélags Eyjafjarðar hald- inn 9. fcbrúar 1990 mótmælir harðlega þeim seinagangi sem viðhefst við ákvðrðun fiskverðs. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á að við ákvörðun fiskverðs verði fullt tillit tekiö til þess misréttis sem viðgengst á fiskverði í iandinu. Stjórn Sjómanna- félagsins tclur að eina leiðin til þess að leiörétta þetta misrétti sé að allur fiskur sem kemur á land fari inn á markaöi. Það er algjörlega óviðunandi ástand að ekki skuli vera búið að ganga frá þessu máli nú, þegar hálíur mánður er liðinn frá því að fiskverö átti að liggja fyrir." óþh Verðlagsráð: Hámarksverð á gjaldskrár ráðgjafarverkfræðinga Verðlagsráð samþykkti á fundi sínum í gær að setja hámarks- verð á þjónustu gjaldskrár ráð- gjafarverkfræðinga frá og með 13. febrúar 1990. Jafnframt var sett hániarks- verð á gjaldskrár sjálfstætt starf- andi sérfræðinga sem byggja á kjarasamningum milli Stéttar- félags verkfræðinga og Félags ráðgjafarverkfræðinga eða gjald- skrám Félags ráðgjafarverkfræð- inga. Er ofangreindum aðilum óheimilt að hækka gjaldskrár sín- ar fyrir hvers kyns útselda vinnu og þjónustu frá því sem var 31. desember s.l. og gilda gjaldskrár þær sem voru í gildi sem hámarks- gjaldskrár fyrir þjónustu þessara aðila.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.