Dagur - 15.02.1990, Page 1
Mjög að lifna yfir bókunum
hjá hótelunum á Akureyri:
„Nú er meginmálið
að veðrið haldist
stillt og gott“
Þegar tími gefst til skjótast krakkarnir í Barnaskóla Akureyrar út á fótboltavöll og sparka tuöru af krafti. Mynd: kl
Frumvarp um breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun kynnt í gær:
Stjórnir Verkamaimabústaða
verði lagðar niður
„Jú, það er heldur að lifna yfir
þessu en meginmálið er að
veðrið haldist nú stillt og gott
síðari hluta vetrarins og ekki
verði stöðugar truflanir á sam-
göngum eins og gerðist í
fyrra,“ segir Gunnar Karlsson,
hótelstjóri á Hótel KEA um
Lélegur afli netabáta við
Grímsey og Kolbeinsey:
„Þetta virðist
vera steindautt“
„Blessaður vertu. Það er ekk-
ert að hafa, þetta er minna en
ekki neitt,“ sagði Hörður
Gunnarsson hjá G. Ben á
Arskógssandi, þegar hann var
inntur eftir fyrstu vikum
vetrarvertíðar.
Tveir bátar fyrirtækisins,
Sæþór og Arnþór, eru báðir farn-
ir á net en fengið lítið sem
ekkert. Arnþór dró í gær skammt
við Kolbeinsey en hafði sáralítið
upp úr krafsinu en Sæþór lagði
hins vegar netin í gær út af
Eystrahorni.
Bæði Sæþór og Arnþór hafa
farið einn túr austur að Eystra-
horni en höfðu einungis um 20
tonn saman upp úr krafsinu.
„Mér sýnist allar horfur á því
að maður verði að eltast við fisk-
inn hringinn í kringum landið.
Þetta virðist vera steindautt
hérna. Manni finnst það dálítið
furðulegt að síðustu þrjú ár virð-
ist varla koma fiskur hingað
norður fyrir. Það hljóta að vera
einhver skilyrði í sjónum sem
gera þetta að verkurn," sagði
Hörður. óþh
Magnús Gauti Gautason,
kaupfclagsstjóri KEA, segir
óhjákvæmilegt að fækka
starfsfólki fyrirtækisins.
Hann segir að t.d. verði
reynd sú leið að endurráða
ekki í þau störf sem losni.
„Það verður reynt að taka
eins gætilega á þessum mál-
um og hægt er og ef þarf að
grípa til uppsagna verður
reynt eftir mætti að útvega
þeim sem verða fyrir barðinu
á þeim störf innan KEA eða
hjá dóttur- og sameignarfyrir-
tækjum.“
betta segir kaupfélagsstjóri
m.a. í viðtali í nýútkomnum
---BIBSVHBBBHBBBBBBIHSBSflBHBBESSBHHBBBI
bókanir á næstu vikum og
mánuðum.
Starfsfólk hótelanna á Akur-
eyri var sammála um að nú virtist
rólegasti tími vetrarins að baki og
meira væri um bókanir á næst-
unni en verið hafi. Mest er þó
bókað um helgar og þar eru áber-
andi hópar sem eru að koma í
skíðaferðir. Þó er einnig áber-
andi aukinn áhugi fólks á að
koma til Akureyrar og halda árs-
hátíðir og bregða sér í leiðinni á
skíði eða í leikhús. Þetta á bæði
við um hópa úr nágrannabyggð-
unum sem og af Reykjavíkur-
svæðinu.
„Jú, útlitið er ágætt næstu vik-
urnar. Hér var fullt um síðustu
helgi og sama er að segja um
næstu helgi. Og hvað varðar
páskana þá sjáum við fram á
ágæta daga þá einnig,“ sagði
Olga Örvarsdóttir hjá Hótel
Norðurlandi.
„Eins og stendur er talsvert um
að hópar skólafólks panti gist-
ingu en einnig er mikið um pant-
anir frá öðrum hópum, bæði
vegna skíðaferða og ráðstefnu-
halds,“ sagði Francis Eðvarðs-
dóttir hjá Hótel Stefáníu. „Ég
held að rólegasti tíminn sé að
baki, alla vega er mun líflegra um
helgar," bætti hún við. JÓH
Örvar frystitogari Skagstrend-
ings á Skagaströnd er væntan-
legur úr slipp næstkomamandi
KEA-fregnum.
í máli hans kemur m.a. fram
að afkoma KEA á síðasta ári
hafi batnað frá árinu 1988, hins
vegar sé afkoina fyrirtækisins
langt frá því viðunandi.
Magnús Gauti segir að versl-
unarreksturinn sé enn mjög erf-
iður, ekki síst vegna minnkandi
eftirspurnar almennings á síð-
asta ári eftir vörum og þjón-
ustu.
Fram kemur í viðtalinu að á
síðasta ári hafi enn dregist sam-
an sala á unnunt kjötvörum frá
Kjötiðnaðarstöð KEA. Reynt
hafi veriö að bregðast við þess-
urn samdrætti með ýmsunt að-
gerðum en þær hafi ekki enn
bbbbbbbbbbb———
Á blaöamannafundi í gær
kynnti Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráöherra nýtt frum-
varp til laga um breytingar á
félagslega húsnæðiskerfinu.
Endurskipulagning á kerflnu
hefur staðið yfir frá því í maí
laugardag en hann hefur verið
frá veiðum síðan 2. janúar síð-
astliðinn. Gagngerar breyting-
skilað þeim árangri sem aö hafi
veriö stefnt.
Hins vegar kemur fram hjá
Magnúsi Gauta að Mjólkursam-
lag KEA sýni nú betri rekstur
en árið 1988. Ástæðuna segir
hann þá leiðréttingu sem fengist
hafi á verðlagningu samfara því
að tekist liafi að lækka kostnað
og hagræða í rekstri.
Um árið 1990 segist kaupfé-
lagsstjóri KEA vera nokkuð
vongóður. Ef takist að halda
nýgerða kjarasamninga muni
atvinnurekstur vcrða mun auð-
veldari viðfangs og ákvarðanir
og áætlanagerð markvissari.
óþh
1988 og í júlí 1989 skipaði ráð-
herra nefnd til starfa sem skil-
að licfur tillögum um endur-
skipulagningu og framtíðar-
skipan félagslega húsnæðis-
kerflsins. Frumvarpið var
kynnt í ríkisstjórninni á þriðju-
ar voru gerðar á millidekki
skipsins, sett ný blóðgunarkör
ásamt nýju færibandakerfl og
skipið yflrfarið á allan hátt.
Jafnframt fór áhöfn skipsins í
björgunar- og slysavarnaræf-
ingar.
Atvinnuástand á Skagaströnd
hefur verið nokkuð gott það sem
af er árinu og næg vinna verið í
frystihúsinu. Örvar, frystitogari
Skagstrendings hf., fer væntan-
lega á veiðar næstkomandi laug-
ardag eftir breytingar á milli-
dekki og almenna yfirferð.
Að sögn Sveins Ingólfssonar,
framkvæmdastjóra Skagstrend-
ings, er atvinnuástand nokkuð
gott og kemur til með að batna
þegar Örvar kemst á veiðar.
Arnar, ísfisktogari Skagstrend-
ings, landaði góðurn afla á mánu-
dag og er nú á veiðum en hann
hefur séð frystihúsinu fyrir nægu
hráefni til að halda uppi vinnu
það sem af er árinu.
Að sögn framkvæmdastjóra
Skagstrendings hf. er gott hljóð í
Skagstrendingum og menn bjart-
sýnir á nýhafið ár. „Ef tíð verður
skapleg þá verður þetta ágætis
ár,“ sagði Sveinn. kg
dag og í gær í þingflokkunum.
Nefndin skilaði sameiginlegum
niðurstöðum í fernu lagi. í fyrsta
lagi drög að frumvarpi til laga um
Húsnæðisstofnun ríkisins þar
sem kafiinn um félagslega hús-
næðiskerfið er endurskoðaður. í
öðru lagi tillögur um breytt
skipulag Húsnæðisstofnunar
ríkisins og stjórn húsnæðismála í
landinu, í þriðja lagi tillögur um
húsaleigubætur, leigumiðlanir og
aukið framboð leiguhúsnæðis og
í fjórða lagi tillaga um endur-
skoðun laga urn húsaleigusantn-
inga. Nefndin lagði ríka áherslu á
að jafna mun milli leigjenda og
eigenda íbúða.
í nefndinni voru fulltrúar frá
Félagsmálaráðuneytinu, Hús-
næðisstofnun, ASÍ, BSRB,
VMSÍ, samtökunum Þak yfir
höfuðið, Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, Alþýðuflokknum,
Framsóknarflokknum og Alþýðu-
bandalaginu. Að sögn félags-
málaráðherra náðist góð sam-
staða í nefndinni en ólík sjón-
armið og áherslumunur kom
fram varðandi skipan í húsnæðis-
nefndir sveitarfélaga.
Meðal breytinga í frumvarpinu
má nefna að lagt er til að stjórnir
Verkamannabústaða og leigu-
nefndir sveitarfélaga verði lagðar
niður og húsnæðismál sveitar-
félaga verði sett undir sérstakar
húsnæðisnefndir sveitarfélaga. í
húsnæðisnefndum eigi sæti þrír
fulltrúar sveitarfélagsins kjörnir
af sveitarstjórn og tveir fulltrúar
tilnefndir af stærstu samtökum
launafólks í sveitarfélaginu.
Jóhanna Sigurðardóttir vildi
leggja áherslu á að húsnæðis-
nefndirnar verði alfarið á ábyrgð
sveitarfélaganna og þannig tækist
að samræma húsnæðismál innan
viðkomandi sveitarfélags. -bjb
Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA:
Óhjákvæmilegt að fækka starfsfólki
- aíkoma KEA hefur batnað frá 1988 en er langt frá því viðunandi
Skagaströnd:
Togarinn Örvar væntanlegur úr slipp
- heldur á veiðar næstkomandi laugardag