Dagur - 15.02.1990, Side 2

Dagur - 15.02.1990, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 15. febrúar 1990 Ófærðin á Akureyri: Mikið að gera á bif- reiðaverkstæðunum Slæm færð undanfarið hefur gert mörgum bfleigandanum á Akureyri gramt í geði. Tals- vert hefur verið um minnihátt- ar tjón á bílum, en bleytan og slabbið hafa auk þess stundum miður æskileg áhrif á rafkerfi ökutækja. í samtali Dags við forráða- menn nokkurra bifreiðaverk- stæða kom fram að talsverð vinna hefur verið á verkstæðunum undanfarnar vikur sem rekja má til vetrarveðráttunnar. Raki safn- ast stundum saman í kveikjulok hreyfla þegar frost og þýða skipt- ast á, og veldur gangtruflunum. Einnig kemur fyrir að kertaleiðsl- ur blotna þegar vatn úr pollum skvettist upp undir vélarhlífar bifreiða. „Pað hefur verið töluvert mikil vinna hjá okkur undanfarið, alveg frá áramótum, bæði vegna tjóna og gangtruflana. Verkefnin koma í bylgjum. Það eru sveiflur í þessu, en ég get ekki sagt annað en að það hafi verið ágætt að gera undanfarið," segir Ellert Guð- STAK sam- þykkti eigin samning í frétt í Degi í gær þar sem fjallað er um að STAK hafi samþykkt kjarasamningana segir að þeir hafi samþykkt kjarasamning ríkisins og BSRB. Hið rétta er að starfsmenn Akureyrarbæjar voru að greiða atkvæði urn samning STAK og Launanefndar sveitarfélaga sem semur fyrir hönd Akureyrarbæj- ar. Efnisatriði saminganna tveggja eru þó svotil alveg sam- hljóða. VG jónsson, framkvæmdastjóri Þórs- hamars hf. Hallgrímur Gíslason, verk- stjóri vörubifreiðaverkstæðis Þórshamars, segir að slæm færð hafi ekki merkjanleg áhrif á bil- anatíðni vörubíla. „Það er und- antekning að nokkuð brotni í stóru bílunum, heilu veturnir líða án þess að við fáum hingað öxul- eða drifbrotinn vörubíl. Þetta er orð- ið svo sterkt og algengt að niður- gírun sé úti í hjólunum þannig að aðalátakið er þar. En það er sæmilegt að gera hérna,“ segir Hallgrfmur. „Eg hef orðið var við mikið af smátjónum á bílum sem enginn veit hvernig hafa orðið. Menn koma líka meira út af gagntrufl- unum og öðru slíku í svona veðráttu en annars, en hérna á verkstæðinu hefur verið mikið að gera frá áramótum,“ segir Sigurður Valdimarsson, sem rek- ur samnefnt bifreiðaverkstæði. „Það er töluvert að gera hjá okkur," segir Ingi Þór Jóhanns- son hjá Bílasölunni hf. „Tjónin koma jafnt og þétt allan ársins hring. Þau hafa ekki aukist undanfarið, finnst mér. Mér finnst vera að lifna mikið yfir við- gerðavinnunni núna en hvort maður á að setja það í beint sam- band við færðina og snjóinn veit ég ekki, bílar eru ekki jafn næmir fyrir bleytu nú og áður fyrr,“ seg- ir Ingi Þór. Óskar Pétursson, verkstjóri hjá bifreiðaverkstæði Höldurs, segir að mikið sé að gera í tjóna- viðgerðum á verkstæðinu. „í kringum síðustu mánaðamót var töluvert um stærri tjón á bílum en þau tjón sem koma núna eru flest minniháttar. Við verðum aðeins varir við að fólk kemur meira vegna raka og annars sem rekja má til veðráttunnar en það er ekki mikið, þetta er orðið svo vel varið í flestum bílum núna,“ segir Óskar. EHB Tilboð BayonesKinKa kr. Rúllupylsa, heil kr. KjúKlingabitar kr. 9 Kg 9 kg 9 k9 Kjörbúð KEA Brekkuqötu 1 Þessa viku huga krakkarnir í Barnaskóla Akureyrar að íslenskum gróðri. Það leyndi sér ekki í gær að krakkarnir hafa gaman af þessu verkefni. Mynd: kl Opin vika í Barnaskóla Akureyrar: Fasta stimdaskráin vék fyrir íslenska gróðrinum Þessa vikuna stendur yfir opin vika í Barnaskóla Akureyrar og er íslenskur gróður viðfangs- efni barna og kennara í vik- unni. Skólanum er skipt upp í nokkur svæði og blandast því nemendur saman í skólastarf- inu óháð aldri. Opnar vikur af þessu tagi eru orðinn fastur lið- ur í starfi skólans og meðal þeirra viðfangsefna sem tekin hafa verið fyrir eru fiskar, Akureyri og fuglar. „Þau eru meðal annars að ræða um gróður í þéttbýli, læra að þekkja íslenskar jurtir, læra jurtalitun, fræðast um trjáteg- undir og yrkja um blóm. í þessu starfi er því komið inn á fjöl- margt tengt gróðri,“ segir Soffía Stephensen, yfirkennari í Barna- skóla Akureyrar í samtali við blaðið. Soffía segir að hefðbundin stundaskrá hafi verið lögð til hliðar þessa vikuna en þess í stað fái börnin fyrirmæli frá sínum umsjónarkennara á hverjum morgni á hvaða svæði þau eigi að vera. Kveikjan að þessu efni seg- ir Soffía vera landgræðsluátak í landinu og vöntun á umfjöllun um gróður í kennslubókum barna. „Það hefur ekki verið endurskoðað og unnið upp nýtt námsefni um gróður þannig að lítið fer fyrir þessum málum í kennslubókunum," segir Soffía. Áhugi barnanna á þessu efni hefur reynst mikill og í ljós hefur komið að börnin hafa misjafna þekkingu á þessu sviði. „En þetta er gaman og áhuginn er mikill hjá öllum og til marks um það höfum Kaupmáttur minnkaði um 8% frá þriðja ársfjórðungi 1988 fram að sama ársfjórðungi í fyrra þegar miðað er við að tímakaup landverkafólks í Alþýðusambandinu hækkaði að meðaltali um 10% á þessu tímabili og framfærsluvísitalan um 19%. Þetta kemur fram í fréttabréfi Kjararannsóknar- nefndar. Ef litið er á hækkun mánaðar- tekna á sama tímabili, þ.e. hækk- un heildarlauna með yfirvinnu, þá er kaupmáttarrýrnunin aðeins minni, eða 7%. í því sambandi má geta þess að kannanir Kjara- rannsóknarnefndar sýndu að meðalfjöldi vinnustunda fólks í fullu starfi dróst verulega saman milli áranna 1987 og 1988. Á árinu 1989 hefur vinnutími hins við verið að veita því athygli að klósettferðir hafa alveg dottið út þessa vikuna,“ sagði Soffía. JÓH vegar nánast staðið í stað miðað við árið 1988. í úrtakstöflu Kjararannsóknar- nefndar yfir starfsgreinar má sjá að mánaðartekjur skrifstofukarla hækkuðu mest á umræddu tíma- bili, eða um 19,1%, úr rúmlega 105 þús. kr. í tæplega 122 þús kr. Kaupmáttur þeirra stóð í stað. Mánaðartekjur skrifstofukvenna hækkuðu um 15,3%, iðnaðar- manna um 11,2% og eru þeir jafnframt tekjuhæstir af úrtaks- hópunum með 123.500 kr. á mánuði. Mánaðarlaun verka- manna hækkuðu um 9,6%, af- greiðslukvenna um 8,6%, verka- kvenna um 7,5% og verkakarla um 4,3%. Kaupmáttur hinnar síðastnefndu minnkaði um ,12,,3% en meðaltalið er um 7% eins og áður sagði. SS Fréttir frá Kjararannsóknarnefnd: Kaupmáttur minnkaði um 7-8% milii áranna ’88 og ’89 - mánaðarkaup skrifstofufólks hækkaði mest Skákþing Akureyrar: Hörkukeppni í öllum flokkum - úrslitin ráðast um helgina Bogi Pálsson er efstur í A- flokki á Skákþingi Akureyrar eftir sjö umferðir með 5 vinn- inga, en staðan er tvísýn vegna biðskáka. Stefán Andrésson trónir í efsta sæti í B-flokki með 6 vinninga af sjö möguleg- um. Biðskákir verða tefldar í kvöld en Akureyrarmótinu lýkur um helgina. Lítum á stöðuna eins og hún er í dag. A-flokkur: 1. Bogi Pálsson 5 v. 2. Rúnar Sigurpálsson 41/2 v. 3. Magnús Pálmi Ornólfsson 3'/2 v. og 2 biðskákir. 4.-5. Reimar Pét- ursson og Jón Árni Jónsson 3/2 v. 6. Gylfi Þórhallsson 3 v. og 2 bið- skákir. 7. Þór Valtýsson 3 v. og biðskák. B-flokkur: 1. Stefán Andrés- son 6 v. 2. Þórleifur Karlsson 5 v. 3. Smári Teitsson 4 v. og bið- skák. 4. Örvar Arngrímsson 3/2 v. og biðskák. í unglingaflokki hafa verið tefldar fjórar umferðir. Þar eru Þórleifur Karlsson og Smári Teitsson efstir með 3/2 vinning og síðan kemur Örvar Arngríms- son með 3. Eftir 9 umferðir af 13 í drengja- flokki eru þrír efstir og jafnir með 7/2 vinning, þeir Páll Þórsson, Gestur Einarsson og Magnús Ásbjörnsson. Fjórði er Einar Jón Gunnarsson með 7 vinninga. Biðskákir verða tefldar á fimmtudagskvöld, 8. umferð á föstudagskvöld og 9. umferð á sunnudag. Þar með lýkur keppni í A- og B-flokki. Lokasprettur- inn verður án efa spennandi, t.d. mætast Bogi og Rúnar í 8. umferð. Keppni í yngri flokkun- um lýkur á laugardag. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.