Dagur - 15.02.1990, Page 3

Dagur - 15.02.1990, Page 3
Fimmtudagur 15. febrúar 1990 - DAGUR - 3 -J fréttir Ólafs^örður: Fasteignagjöldin lækkuð um nálægt 10% Bæjarstjórn Ólafsfjarðar sam- þykkti í fyrradag að lækka fast- eignagjöld af íbúðarhúsnæði í bænum um nálægt 10 prósent. Fasteignastuðull er lækkaður úr 0,44 í 0,40. Þessi lækkun svarar til 3500 króna lækkunar á 35 þúsund króna álögðu fast- eignagjaldi á þessu ári. Stuðull fasteignagjalda á atvinnuhús- næði í Ólafsfirði verður 1,15 í ar. Gjaldskrá hitaveitu og leikskóla í Ólafsfirði: Fryst út þetta ár vegna nýgerðra kjarasamninga Bæjarstjóm Ólafsfjarðar hefur ákveðið að frysta gjaldskrá Hitaveitu ólafsfjarðar út þetta ár. Birna Friðgeirsdóttir lagði fram tillögu á bæjarstjórnar- fundi í fyrrakvöld um að vegna nýgerðra kjarasamninga bæri bænum að leggja sitt af mörk- um með því að fresta öllum fyrirhuguðum hækkunum á hitaveitu og leikskóla. Að sögn Bjarna Kr. Grímsson- ar er tekið fram að ef lagður verði á svokallaður orkuskattur áskilji bæjarstjórn sér rétt til að hækka gjaldskrá. Bjarni segir að Ólafsfirðingar liafi legið undir gagnrýni vegna hækkunar á gjaldskrá hitaveit- unnar 1. febrúar sl. „En það er allt í lagi að fram komi að við erum með næst ódýrstu hitaveitu á landinu ásamt með Húsvíking- um og Dalvíkingum. Rúmmetr- inn af heitu vatni hjá okkur ,er seldur á 25.90 krónur meðan að rúmmetrinn á Akureyri er seldur á um 100 krónur. Eg hygg að hækkunin á síðustu tveimur árum á gjaldskra Hitaveitu Akureyrar nemi öllum orkukostnaði í Ólafs- firði. Þessi nokkurra aura hækkun 1. febrúar var hugsuð til að trvggja rekstraröryggi Hitaveitu Ólafs- fjarðar. Hins vegar teljum við hitaveituna vel búna og byggja á það gömlum merg að við treyst- um okkur til að frysta frekari hækkanir út þetta ár,“ sagði Bjarni. óþh Björn Valur Gíslason, fulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ólafsíjarðar: Ekki öll sagan sögð af lækkun fasteignagjalda - tillögu minnihluta um lækkun fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði vísað frá Björn Valur Gíslason, einn af minnihlutinn hafi lagt til að fallið þremur fulltrúum í minnihluta yrði frá öllum gjaldskrárhækkun- bæjarstjórnar Ólafsfjarðar, um, orkusölu og öðrurn gjöldum segir að í fréttum af lækkun af þjónustu bæjarins fasteignagjalda í Ólafsfirði, hafi þess ekki verið getiö að minnihlutinn hafi lagt til að öll fasteignagjöld, af bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði, yrðu lækkuð. Meirihlutinn hafi hins vegar vísað tillögunni frá og sainþykkt einungis lækkun á íbúðarhúsnæði. Björn Valur segir ennfremur að ekki hafi komið fram að „Meirihlutinn vísaði tillögu okkar frá en samþykkti frávísun- artillögu forseta bæjarstjórnar um að lækka aðeins fasteigna- gjöld af íbúðarhúsnæði og hækka hitaveitugjaldskrá ekki meira á árinu, með þeim fyrirvara að ekki yrði lagður orkuskattur á hitaveitur. Það er rétt að taka fram að gjaldskrá hitaveitunnar var hækkuð á nefndum bæjarstjórn- arfundi afturvirkt til 1. janúar sl. og með þeirri hækkun hefur hita- veitan hækkað á einu ári um 30 prósent. Leikskólagjöldin voru hækkuð í síðasta mánuði og því eru öll þessi gjöld nýlega hækkuð," sagði Björn. Hann sagði ennfremur að ekki hefði komið fram að meirihluti bæjarstjórnar hafi samþykkt á bæjarstjórnarfundinum sl. þriðjudag gegn atkvæðum full- trúa minnihluta að verða við beiðni Tónskóla Ólafsfjarðar um 10% hækkun skólagjalda á þess- ari önn. óþh Fyrsti formlegi viðræðufundur Alþýðubandalags- og Alþýðuflokksfólks á Dalvík í gær um sameiginlegt framboð: Hugmyndir okkar virðast faJla saman eins og flís við rass - segir Þóra Rósa Geirsdóttir, bæjarfulltrúi í gær var fyrsti formlegi við- ræðufundur fulltrúa Alþýðu- flokks- og Alþýðubandalags- fólks á Dalvík um sameiginlegt framboð þess við bæjarstjórn- arkosningarnar á Dalvík. Eins og Dagur hefur áður greint frá gerði Alþýðubanda- lagsfélagið á Dalvík samþykkt í síðasta mánuði þar sem íýst var yfir vilja til samfylkingar vinstra fólks í kosningunum í vor og ákveðið að leita eftir samstarfi við Alþýðuflokksfólk. Þessu erindi svaraði Alþýðuflokksfólk jákvætt sl. þriðjudagskvöld og í framhaldi af því var ákveðinn fyrsti viðræðufundur í gær. Á fundinum voru fimm fulltrúar beggja flokka. Þóra Rósa Geirsdóltir, fulltrúi Alþýðubandalags og annarra vinstri manna í bæjarstjórn Dal- víkur, sagði í samtali við Dag fyr- ir fundinn í gær að hún væri mjög bjartsýn á sameiginlegt framboð. „Þær hugmyndir sem við höfum annars vegar og þær hugmyndir sem Alþýðuflokksfólk het'ur hins vegar um sameiginlegt framboð virðast falla eins og flís við rass,“ sagði Þóra Rósa. óþh Samningamir samþykktir á Hofsósi Samningarnir voru samjiykktir hjá Yerkalýðsfélaginu Arsæli á Hofsósi á þriðjudaginn. Að sögn Agnesar Gamalíels- dóttur formanns voru samning- arnir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum. Frekar dræm mæting var á fundinn, aðcins 9 mættu. Jón Karlsson skýrði samningana fyrir fundar- gestum og án neinnar umræðu voru þeir samþykktir eins og áður sagði. kj Vegna breyttra tekjustofna- laga var um síðustu áramót ákveðið að lækka fasteigna- gjaldsstuðul úr 0,62 í 0,44. Þetta var gert, að sögn Bjarna Kr. Grímssonar, bæjarstjóra, í því skyni að bærinn héldi hlutfalls- lega sömu tekjum af fasteigna- gjöldum og hann hafði áður haft. „Okkur er heimilt aö hafa stuöul- inn 0,625 en þá hefði sú gífurlega hækkun sem varð vegna hækkun- ar á álagningarstofninum komið fram,“ scgir Bjarni. „Við erum enn að vinna í fjárhágsáætlun og töldum okkur fært aö vera í 0,44 til þess að reyna halda svipuöum tekjum þannig að fasteignagjöld- in sem slík hækkuðu ekki ineira en sem næmi hækkun á bygging- arvísitölu milli ára. Nú er komið í ljós að hækkunin verður ekki sem nemur byggingarvísitölu milli ára, en er í raun raunlækkun frá síðasta ári." Bjarni segir að með raunlækk- un fasteignagjalda á þessu ári verði bæjarfélagið vissulega af nokkrum tekjum. ,.Á móti ber aö horfa á það að Ólafsfjörður er skuldugt sveitarfélag og við ætl- um að vegna minnkandi fjár- magnskostnaðar rnuni skuldir okkar og vaxtagreiðslur jafnvel minnka meira en sem nemur þeim fjármunum scm við verðum af vegna raunlækkunar fasteigna- gjalda." óþh DAGUR Sauðárkróki S 95-85960 Xorðlcnskt dagblað Rækjuverksmiðjan , Sigló: Akvörðun um sölu tekin á næstunni Fjármálaráðuneytið sendi fyrir skömmu bréf til hluta- félaganna tveggja sem áhuga hafa lýst á að kaupa rækjuverksmiðju Sigló á Siglufirði, þar sem verk- smiöjuhúsið og hluti véla- kostsins var boðinn til sölu. Sveinbjörn Óskarsson, deildarstjóri í fjármálaráðu- neytinu, segir að ákveðinn frestur hafi veriö gefinn til að svara bréfi þessu, og hafi svör borist bæði frá Sunnu hf. og Sigluncsi hf. áður en hann rann út. Svcinbjörn vildi ekki gefa nánari upplýsingar um tilboö hlutafélaganna í eigur Sigló. Ríkissjóður keypti eignirnar á 90 milljónir króna, og sagði Sveinbjörn að ríkið vildi fá það fé til baka. Þegar Siglunes hætti starf- semi sinni og verksmiöjan var slegin ríkinu urðu flestir starfsmennirnir atvinnulausir. Viðbragða fjármálaráðuneyt- isins hefur veriö beöiö með eftirvæntingu í bænum, en nú virðist lausn málsins vcra á næstu grösunt. „Viö gefum okkur mjög skamman tíma núna,“ sagöi Sveinbjörn, aðspurður um það hvenær niðurstaða liti dagsins Ijós. Samkvæmt heimildum Dags á Siglufiröi vill fjármálaráðu- neytið selja verksmiðjuna á 100 milljónir króna. og verði ákvörðun um söluna tekin fyr- ir mánaðamót. EHB UNNUHÍB Föstudagur kl. 15.00-18.30 Nektarkynning frá Sól ★ ídýfur, kex og kökur frá Sanitas ★ TILBOÐ Kjúklingahlutar nú kr. 579,- áður kr. 670,- Opnunaitími frá kl. 09.00-20.00 mánudag til föstudag og laugardaga frá kl. 10.00-20.00. Kjörbúö KEA Sunnuhlíö N

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.