Dagur - 15.02.1990, Page 7

Dagur - 15.02.1990, Page 7
Fimmtudagur 15. febrúar 1990 - DAGUR - 7 ----------------------------------\ STEFNIR HF. — vörufl utningar Höfum flutt að Hvannavöllum 12. Sími 22624 — Lena Rós Matthíasdóttir. Lena Rós er Ólafsfiröingur að ætt og uppruna, fædd árið 1972. Hún er á málabraut í 2. bekk í Menntaskólanum á Akureyri en hefur hug á að fara á íþróttabraut í Verkmenntaskólanum með það í huga að leggja stund á nám í íþróttafræði. Ahugamál hennar eru íþróttir, dans og ferðalög. Framtíðaraform eru að læra til íþróttafræði á erlendri grund og „að rannsaka hverja einustu holu á jörðinni," eins og hún segir sjálf. Baldvina Guðrún Jónsdóttir. Baldvina er Akureyringur, fædd árið 1972. Hún er að læra tækni- teiknun í 2. bekk Verkmennta- skólans á Akureyri. Hennar áhugamál eru skíði, ferðalög og líkamsrækt. Baldvina stefnir á nám í arkitektúr í Danmörku en segir að meginmarkmið hennar í framtíðinni sé að komast vel út úr lífinu. Hulda Björk Grímsdóttir. Hulda Björk er fædd árið 1972 á Akureyri og þar er hún alin upp. Hún er á myndmennta- og hand- íðabraut j 1. bekk Verkmennta- skólans. Áhugamál Huldu Bjark- ar eru hestamennska, tónlist, íþróttir, dans og fatahönnun en í framtíðinni hefur hún áhuga á að nema fatahönnun í Bandaríkjun- um. Sólrún Smáradóttir. Sólrún er elsti keppandinn í þess- um hópi, fædd árið 1969. Hún er uppalin á Akureyri og lauk stúdentsprófi af verslunarbraut Verkmenntaskólans. Sólrún er starfandi gjaldkeri í Búnaðar- bankanum í Sunnuhlíð á Akur- eyri og hennar helstu áhugamál eru útivera, lestur góðra bók- mennta, vélhjól, fyrirsætustörf og förðun. í framtíðinni hyggst hún læra förðun og ferðast erlendis. Ásdís Birgisdóttir. Ásdís er fædd árið 1970 og býr á Hrafnagili í Eyjafirði. Hún verð- ur stúdent af málabraut í Mennta- skólanum á Akureyri í vor en í framtíðinni hyggst hún nema arkitektúr eða leggja stund á íþróttafræði við erlendan íþrótta- háskóla. Áhugamál hennar eru íþróttir, útivera, ferðalög og tungumál. Guðrún Tinna Thorlacíus. Guðrún Tinna er uppalinn á Akureyri og þar fædd árið 1971. Hún er á málabraut í Mennta- skólanum á Akureyri og eftir stúdentsprófið ætlar hún að halda áfram í tungumálanámi á erlendri grund og hana heilla störf tengd ferðamálum. Áhuga- mál Guðrúnar Tinnu eru útivera, ferðalög, íþróttir og vélsleðar. Þorstcinn Arnórsson og Halldór G. Pétursson í sýningarsal Náttúrugripasafnsins á Akureyri. Þeir eru miklir áhuga- menn um steinasöfnun og aðalhvatamenn að stofnun Félags norðlenskra steinasafnara. Mynd: kl það er hægt að finna fagra steina uppi í Glerárdal og víða í Eyja- firði. Hér eru gamlar megineld- stöðvar sem hafa þær aðstæður að þar geta vaxið skemmtilegir steinar. Ein er úti á Flateyjar- dalsheiði, önnur í Hörgárdal og nær yfir í Glerárdal og þá er ein frammi við Torfufell. Félagið mun hins vegar ekki auglýsa sam- eiginlegar söfnunarferðir," sagði Halldór. Hann sagði að steinasöfnun væri blanda af vísindamennsku og áhugamennsku og á þeim grundvelli myndi Félag norð- lenskra steinasafnara starfa. Brýnasta mál félagsins er að fá rými fyrir steintegundasafn og vinnuaðstöðu fyrir félagsmenn, en þau mál verða rædd á stofn- fundinum í kvöld. Allir áhuga- menn um steinasöfnun eru vel- komnir á fundinn og Þorsteinn Arnórsson vildi hvetja sem flesta til að mæta, en sjálfur hefur hann safnað steinum í rúm 20 ár. SS AKUREYRARBÆR Kennara vantar við Síðuskóla Vegna forfalla vantar kennara nú þegar í % stöðu við Síðuskóla. Um er að ræða bekkjakennslu í 5. bekk fyrir hádegi. Nánari upplýsingar veitir yfirkennari í símum 22588 og 26555 (heima). Þið gertö betri matarkaup iKEANETTO Athugið opið virka daga frá kl. 13.00-18.30. Laugardaga frá kl. 10.00-14.00. Kynnisl NELTTÓ-veriH KEA NETTÓ Já... en ég nota nú yfirleitt beltið! IUMFERÐAR Irád

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.