Dagur - 15.02.1990, Page 9
Fimmtudagur 15. febrúar 1990 - DAGUR - 9
Minning:
Pétur Aðalgeir Steindórsson
Krossastöðum
Fæddur 22. febrúar 1925 - Dáinn 31. janúar 1990
Fyrst er að vilja veginn finna,
vaka, biðja í nafni hans,
meistaranna meistarans.
Preytast ekki vinna, vinna
vísdóms æðstu köllun sinna:
Leita sífellt sannleikans.
Guömundur Guömundsson.
Hinn síðasta dag janúarmánaðar
barst okkur sú harmafregn að
Pétur Steindórsson á Krossastöð-
um hefði fyrirvaralaust kvatt
þennan heim. Pegar menn búast
svo skyndilega til ferðarinnar
hinstu héðan, hlýtur það aö
tákna að aðkallandi störf hafi
beðið í næsta áfangastað. Ég
nefni þetta hér vegna þess að fyr-
ir Pétri var jarðvistin hér einungis
viðkomustaður á langri þróun-
arbraut. Hingað var hann kom-
inn frá öðrum stöðum og nú er
hann genginn á vit nýrra heirna
sem hann ætíð hafði í sjónmáli.
Pétur var trúaður maður og segja
má að trúin hafi géfið honum
mesta gleði í þessu lífi.
Pétur var fæddur að Gull-
brekku í Eyjafirði 22. febrúar
1925. Hann var sonur hjónanna
Steindórs Péturssonar ættuðum
úr Mývatnssveit og Guðnýjar
Sigurðardóttur frá Merkigili í
Eyjafirði. Pétur var einn þriggja
systkina og lifa þau hann. Pau
eru Sigríður Steindórsdóttir sent
lengst af hefur unnið á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri og
Einar Steindórsson fyrrum bóndi
að Efri-Vindhcimum á Þela-
mörk.
Pétur kvæntist ekki og kaus að
axla sín skinn sjálfur og ganga
einn og óstuddur ævibrautina á
enda.
Árið 1929 iluttist Pétur ásamt
foreldrum sínum og systkinum að
Hólum í Öxnadal og ólst þar
upp. Sem ungur maður stundaði
hann vinnu víða í sýslunni svo
sem algengt var. Veturinn 1943-4
fór hann í Bændaskólann að Hól-
um og útskrifaðist þaðan vetur-
inn eftir.
Pétur kcypti jörðina Krossa-
staði á Þelamörk og hóf þar hefð-
bundinn búskap árið 1947. Þar
átti hánn sitt heimili allt til ævi-
loka. Hafði hann þar lengi kúabú
og einnig hross. Pétur hafði yndi
af hrossum og fór hann ótaldar
ferðirnar urn nágrennið á mörg-
um gæðingnum. Einnig bar við
að hann færi í lengri ferðir á hest-
baki en bústörfin voru ætíð bind-
andi og því erfiðleikum háð að
bregða sér frá um lengri tíma.
Pétri kynntist ég fyrst þegar við
hjónin leystum hann af frá bú-
störfunum á sumrin eftir 1970,
svo hann gæti séð sig um í veröld-
inni. Mjög svo leitaði hugur hans
upp á hálcndi Islands og inargar
urðu ferðir hans um víðáttur
öræfanna. Stóðu þá ljóslifandi
Kvenfélagasamband íslands 60 ára:
Vorvaka og hátíðarfundur í
Reykjavík í tUefiii tímamótanna
- Lizzýarkórinn syngur á hátíðarfundinum og heldur tónleika
1. febrúar 1990 voru 60 ár liðin
frá stofnun Kvenfélagasani-
bands íslands. í tilefni þessara
tímamóta mun K.í. halda Vor-
vöku í Reykjavík dagana 29.-
31. mars nk., ennfremur verð-
ur þá haldinn hátíðarfundur.
Aðalræðumaður fundarins
verður dr. Ellen McLean frá
Nova Scotia í Canada, f.v. for-
maöur Associated Countrywom-
Þessar duglegu stúlkur héldu fyr-
ir nokkru hlutaveltu til styrktar
Rauða krossi íslands. Þær söfn-
en of the World, sem er alheims-
samband kvenfélaga í 70 löndum
í öllum heimsálfum.
Lizzýarkórinn, sem er söngkór
kvenna úr Suður-Þingeyjarsýslu
mun koma til Reykjavíkur og
syngja á hátíðarfundinum. Stjórn-
andi kórsins er Margrét Bóas-
dóttir. Kórinn ntun einnig halda
tónleika í Langholtskirkju
sunnudaginn 1. apríl.
uðu 2.800 kr. Stúlkurnar heita
Svanhvít Elva Einarsdóttir, t.v.,
og Halla Björk Garðarsdóttir.
Vorvakan hefst með opnun
listaverkasýningar á Hallveigar-
stööum. Listasafn Alþýðusam-
bands íslands hefur góðfúslega
orðiö viö beiðni K.í. um að setja
saman sýningu byggða á lista-
verkum eftir íslenskar konur.
Stjórn og starfsmenn K.í.
stefna að því að halda á þessu
afmælisári ráðstefnu um heimilis-
og hússtjórnarfræðslu, sem allt
frá stofnun K.í. hefur veriö
áhuga- og baráttumál sambands-
ins.
Kvenfélagasamband íslands
mun á þessu ári kynna starfsemi
sína með ýmsu móti, meðal ann-
ars mcð veglegri afmælisútgáfu á
tímariti sambandsins, Húsfreyj-
unni.
Á þessu afmælisári eru 22 hér-
aðssambönd í K.Í., í þeim eru
um 250 kvenfélög með um 23
þúsund meölimi.
Formaður K.í. er Stefanía M.
Pétursdóttir.
Hvað er JC?
í tilefni 10 ára afmælis JC
Súlna 9. inars nk. mun félagið
standa fyrir kynningarfundi
um JC í kvöld kl. 20.30 á Hótel
Norðurlandi.
Boðið er upp á kaffi og með-
læti. JC er félagsskappr fyrir alla
á aldrinum 18-40 ára. Verið
hjartanlega velkomin.
Félagar í JC. Súlum.
(Frcttatilkynning.)
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta,
á eftirtaldri fasteign
fer fram á eigninni sjálfri
á neðangreindum tíma:
Naustir, við Húsavíkurhöfn, þingl.
eigandi þb. Nausta hf., mánudaginn
19. feb. '90, kl.14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Landsbanki íslands, þb Nausta hf.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
Bæjarfógeti Húsavíkur.
i r-rv »■
. ..?• -
Hlutavelta til styrktar
Rauða krossi íslands
fyrir honum atburðir þeir sem
þar höfðu átt sér stað um aldabil.
Einnig ferðaðist hann til fjar-
lægra landa og kom hann þá til
baka víðsýnni og reyndari.
Fyrir nokkrum árum breytti
hann búskaparháttum og hætti
kúabúskap. Þess í stað fékk hann
sér jarðýtu og vann með henni
þar sem verkefnin kölluöu. Eftir
það átti hann fleiri stundir fyrir
sig og hugðarefni sín. Hin síðustu
ár vann hann í Efnaverksmiðj-
unni Sjöfn á Akureyri og þangað
var stefnan þegar kalliö kom.
Pétur \ar maður rólegur í fasi
en gekk ákveðinn til verks. Hann
var traustur og yfirvegaöur og
honurn mátti treysta. Ég sendi
ættingjum hans samúðarkveðjur
og bið þess að sú framtíðarsýn
sem Pétur hafði megi rætast og
hann gangi nú til starfa í nýjum
heimi svo sent hugur hans stefndi
til.
Valberg Kristjánsson.
----------------------------. ——
AKUREYRARBÆR
Frá Glerárskóla, Akureyri
Vegna veikinda vantar nú þegar
dönskukennara
í fullt starf fyrir 7.-9. bekki.
Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 21395 og
21521 og hjá yfirkennara í símum 25086 og 25243.
Skólastjóri.
Oskum að ráða starfsmann
í fullt starf til að annast umboð fyrir
fiRH HiniOÐIN
Þarf að vera vanur ferðaþjónustu.
Upplýsingar í síma 26100.
töevttmiki Kaupvangsstræti 4
BOKVAL sími 26100 Akureyri
JÓN FORBERG JÓNSSON,
Skarðshlíð 30 f, Akureyri,
sem lést 12. febrúar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 16. febrúar kl. 13.30.
Helga Stefánsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginkona mín,
HÓLMFRÍÐUR EYSTEINSDÓTTIR,
Grenivöllum 16, Akureyri,
lést að heimili sínu að morgni 14. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda.
Reynir Vilhelmsson.