Dagur


Dagur - 15.02.1990, Qupperneq 11

Dagur - 15.02.1990, Qupperneq 11
Fimmtudagur 15. febrúar 1990 - DAGUR - 11 íþróttir Getraunir: Þórupp- fyrir KA I fyrsta skipti í langan tíma tókst Þórsurum að skjótast upp fyrir KA í sölu hjá íslensk- um getraunum. Þetta er einnig í fyrsta skipti sem bæði Akur- eyrarliðin eru inni á Topp-10 listanum yfir landið á sama tíma. Þór er í 9. sæti en KA í 10. sæti. Þórsarar seldu í síðustu viku 5.859 raðir en KA-menn 5.569 raðir. Að vanda eru Reykjavíkurlið- in Fram og Fylkir langsöluhæst en nokkru á eftir koma ÍA og KR. Vert er að benda tippurum á að misritast hefur á stöðublaði getrauna leikur nr. 2 á getrauna- seðlinum. Þar er sagt að Crystal Palace eigi að leika við Rother- ham en það rétt er að Crystal Pal- ace á að leika við Rochdale og er sá leikur liður í 5. umferð FA- bikarkeppninnar. Sjónvarpsleikur vikunnar verður viðureign Oldham og Everton í gerfigrasinu í Oldham. Sá leikur er að sjálfsögðu í Bik- arnum enda er Oldham í 2. deild. Oldham-liðið er sterkt á heima- velli þannig að þetta er sýnd veiði en ekki gefin fyrir Liverpool- liðið. Jón Örn Guðmundsson og félagar í Þór náðu sér ekki á strik gegn ÍBK. Mynd: KL Bikarkeppni KKÍ: Þór tapaði í NBA-tölu leik „Það er alltaf svekkjandi að tapa leik og það er enn meira svekkjandi að tapa leik þar sem liðið skorar yfir 100 stig. Það er hins vegar enginn upp- gjafartónn í okkur og við ætl- uni að láta Keflvíkinga hafa fyrir hlutunum í seinni leiknum á Akureyri á sunnudaginn,“ sagði Gylfi Kristjánsson liðs- stjóri Þórsliðsins í körfuknatt- leik en Iiðið tapaði 133:103 fyr- ir ÍBK í Bikarkeppni KKI í Keflavík á þriðjudagskvöldið. Leikur ÍBK og Þórs var skemmtilegur á að horfa. Mikill hraði var í leiknum og hittni leikmanna var góð en hins vegar var varnarleikur beggja liða ekki upp á marga fiska eins og sjá má af lokatölunum. Þórsarar byrjuðu ágætlega og héldu í við Islandsmeistarana. Þegar staðan var 18:17 tóku hins vegar Keflvíkingarnir mikinn kipp og breyttu stöðunni í 31:19. Þann mun tókst Þórsurum aldrei að vinna upp. Staðan í leikhléi var 59:36. Gestirnir byrjuðu síðari hálf- leik ágætlega og minnkuðu mun- inn í 67:53. Síöan kom aftur ágætur leikkafli er Þór breytti stöðunni úr 93:68 í 93:76. En þá var draumurinn búinn fyrir Þórsara og heimamenn sigr- uðu með 30 stiga mun, 133:103, eins og áður sagði. Bestu menn Þórs voru þeir Dan Kennard og Konráð Óskars- so_n. Kennard var drjúgur í vörn og sókn og Konráð barðist nijög vel allan tímann. Aðrir lykil- menn Þórsara fóru allt of seint í gang til að hafa áhrif á gang mála. Guöjón Skúlason átti frábæran leik fyrir ÍBK og einnig var Sandy Anderson drjúgur og tróð nokkrum sinnum með miklum tilþrifum fyrir áhorfendur. Dómarar voru þeir Kristinn Albertsson og Bergur St.cin- grímsson og sluppu þeir þokka- lega frá leiknum. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 36. Sandy 'Ándcrson 27. Sigurður Ingimundarson 19. Magnús Guðfinnsson 19. Falur Harð- arson 16, Albert Óskarsson 7. Einar Ein- arsson 5, Nðkkvi Jónsson 2 og Kristinn Ingólfsson 2. Stig Þórs: Dan Kennard 39. Konráö Óskarsson 23, Guðntundur Björnsson 12, Eiríkur Sigurösson 8, Jóhann Sig- urðsson 8, Jón Örn Guðmundsson 8, Björn Sveinsson 2, Stefán Friðleifsson 2 og Ágúst Guðmundsson I. MG/AP Úrvalsleikur í knattspyrnu: Sex KA-menn í líðínu Júlíus sá eini frá Þór Eins og sagt var frá í Degi í síðustu viku verður úrvalsleik- ur í knattspyrnu á gervigras- vellinum í Laugardal á sunnu- daginn vegna komu Bo Johans- son, hins nýja landsliðsþjálfara í knattspyrnu. Leikurinn verð- ur á milli úrvalsliðs landsins sem Guðjón Þórðarson velur og úrvalsliðs Reykjavíkur sem Asgeir Elíasson velur. Liðin hafa verið valin og á KA 6 menn í Landsliðinu og Þór 1. KA á flesta leikmennina í Landsliðinu en valdir voru menn frá sex liðum, KA, FH, ÍA, Þór, ÍBV og Stjörnunni. Þar að auki var Ólafur Gottskálksson valinn í liðið til þess að hafa fjóra bestu markmenn landsins í leiknum. Reykjavíkurúrvalið er að mestu skipað leikmönnum frá KR, Val og Fram. Síðan eiga Fylkismenn einn mann en athygli vekur að enginn Víkingur kemst í liðið. En lítum þá á liðin tvö. Það skal þó tekið fram að ekki hafa allir þessir leikmenn gefið svar hvort þeir ætla að vera með eður ei. Landið: Haukur Bragason KA Erlingur Kristjánsson KA Bjarni Jónsson KA Ormarr Örlygsson KA Alexander Högnason KA Kjartan Einarsson KA Júlíus Tryggvason Þór Björn Jónsson FH Ólafur Kristjánsson FH Andri Marteinsson FH Hörður Magnússon FH Sigurður B. Jónsson ÍA Haraldur Ingólfsson ÍA Sigursteinn Gíslason ÍA Hlynur Stefánsson ÍBV Tómas I. Tómasson ÍBV Ingólfur Ingólfsson Stjörnunni Ólafur Gottskálksson KR Reykjavík: Birkir Kristinsson Fram Kristján Jónsson Fram Viðar Þorkelsson Fram Dregið í bikarnum í fótboltanum: Leiftur fær Völsung - TBA og Magni á Akureyri yfir í 1. urnferð og þar á meðal Tindastóll, Neisti, Hvöt og HSÞ- í gær var dregið í 1. umferð bikarkeppni KSÍ en þá eru neðri deildarliðin í pottinum. Fyrir okkur norðanmenn eru athyglisverðustu drættirnir viðureignir Leifturs og Völsungs, Dalvíkur og KS og TBA og Magna. Síðan hefur Umf. Langnesinga tilkynnt þátttöku og fær Reyni Á. í heimsókn. Síðan eru nokkur lið sem sitja b. Það er athyglisvert að Leiftur og Völsungur mætast enn eina ferðina í bikarnum en þessi lið hafa oft háð harða baráttu í þess- ari keppni. Síðan má líka búast við hörkuleik á Dalvík er heima- menn taka á móti Siglfirðingunt. Áætlað er að þessir leikir fari fram 26. maí næstkomandi. Kristinn R. Jónsson Fram Þorsteinn Þorsteinsson Fram Baldur Bjarnason Fram Guðmundur Steinsson Fram Pétur Arnþórsson Fram Bjarni Sigurðsson Val Sævar Jónsson Val Ingvar Guðmundsson Val Antony Karl Gregory Val Steinar Adolfsson Val Rúnar Kristinsson KR Gunnar Oddsson KR Anton Jakobsson KR Gunnar Skúlason KR Pétur Pétursson KR Örn Valdimarsson Fylki Bjarni Jónsson leikur með Úrvalsliði landsins. „Landsleikur“ í Höllinni: KA gegn Könimum - bandaríska landsliðið í handknattleik til Akureyrar Bandaríska laudsliðið í hand- knattleik kemur til landsins í dag og tekur þátt í 6-liða móti í Garðabæ um helgina. Síðan bendir allt til þess að banda- ríska liðið konii hingað norð- ur og leiki gegn KA í íþrótta- höllinni á Akureyri á þriðju- dagskvöldið n.k. Mótið í Garðabæ stendur yfir alla helgina. Þátttökuliðin eru Unglingalandslið íslands, Bandaríkin, Stjarnan, KR, Grótta og Valur. Liðunum er skipt upp í tvo riðla og eru þrjú fyrstnefndu liðin saman í riöli og síðan þau þrjú síðastnefndu í öðrum riöli. Aö nokkru er að keppa því sigurliðið fær 100 þúsund krón- ur í verðlaun, liðið í 2. sæti hlýt- ur 50 þúsund og 25 þúsund verða veitt fyrir 3. sætið. Bandaríska liðið kemur hing- aö á vegum HSÍ en þar sem í nógu er að snúast hjá Hand- knattleikssambandinu vegna landsleikja íslendinga gegn Sviss í kvöld og annað kvöld tók Stjarnan að sér að sjá um Bandaríkjamennina. Það liggur nánast ljóst fyrir að Bandaríkjamennirnir koma hingað norður og keppa við KA á þriðjudagskvöldið. Banda- ríkjamenn eru með vaxandi lið í handboltanum og þeir unnu m.a. íslendinga á Friðarieikun- unt í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Þeir hafa þó citthvað dregist aftur úr síðan þá og þeir töpuðu m.a. illa fyrir Kúbu í úrslitaleik á Ameríkuleikunum fyrir skömmu. Eins og tlestum er kunnugt leika íslendingar einmitt gegn Kúbumönnum í fyrsta leik á Heimsmeistaramót- inu í Tékkóslóvakíu síðar í þessum mánuði. Það verður hins vegar gaman fyrir handknattleiksáhugamenn norðan heiða að berja þetta bandaríska lið augum því marg- ir mjög frambærilegir hand- knattleiksmenn leika með lið- inu. Þar er fremstur í flokki Steve Gross en hann leikur um þessar mundir á Spáni sem sýnir að þar er enginn aukvisi á ferð- inni. Það er því vert að hvetja menn til að mæta í Höllina á þriðjudagjnn til að sjá KA eiga við banparíska landsliðið í handknattleik.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.