Dagur - 01.03.1990, Page 4

Dagur - 01.03.1990, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 1. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróftir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Mikilvægi nor- rænnar samvinnu Þessa dagana stendur yfir í Reykjavík árlegt þing Norðurlandaráðs. Þing sem þetta er haldið til skiptis í höfuðborgum ríkjanna fimm, sem fulla aðild eiga að ráðinu. Auk þeirra eiga sjálfsstjórnar- löndin innan norrænu ríkjanna, þ.e. Færeyjar, Grænland og Álandseyjar, sérstaka aðild að Norðurlandaráði. Norðurlandaráð var stofnað árið 1952 og hefur allt frá stofnun gegnt mjög þýðing- armiklu hlutverki í norrænu samstarfi. Það er eins konar samstarfsvettvangur þjóðþinga allra Norðurlandanna og hefur frumkvæði um flest þau málefni er varða norræna samvinnu. Þing Norður- landaráðs, forsætisnefnd ráðsins og fastanefndir þess starfa á milli þinga og undirbúa þau mál sem þar eru til umfjöllunar. Á vegum Norrænu ráð- herranefndarinnar eru síðan starfræktar fjölmarg- ar menningar- og rannsóknarstofnanir. Þetta fyrir- komulag hefur gefist mjög vel og vakið athygli annarra þjóða, enda er lýðræðislegri skipan milli- ríkjasamstarfs vandfundin. Á liðnum áratugum hefur þessi samvinna Norðurlandanna skilað miklum árangri á ýmsum sviðum, ekki síst á sviði menningar og lista. íslenskt samfélag er ekki stórt á norrænan mæli- kvarða og af þeim sökum höfum við tvímælalaust haft mikið gagn og mikinn styrk af þessu samstarfi Norðurlandaþjóðanna. Þetta er vert að hafa í huga þegar rætt er um starfsemi Norðurlandaráðs. Það er allt of algengt hér á landi að umræðan um nor- rænt samstarf snúist einkum um kostnað vegna ferðalaga og fundarhalda. Minna hefur farið fyrir umræðum um það hvaða hag við höfum af þessu samstarfi. Slíkt verður reyndar aldrei metið til fulls en fullyrða má að íslendingar fá aftur margfalt verðgildi þeirra peninga sem þeir veita árlega til samstarfsins á vettvangi Norðurlandaráðs. Fyrir þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík nú, ligg- ur tillaga um að skerða norræna samvinnu veru- lega. Annars vegar er lagt til að allmargar stofnan- ir og verkefni á sviði rannsókna verði lögð niður og hins vegar að fjárveitingar til annarra stofnana og viðfangsefna Norðurlandaráðs verði lækkaðar um 10%. Vonandi bera fulltrúar á þinginu gæfu til að fella þessa tillögu, því ef hún nær fram að ganga, mun draga mjög úr þróttmiklu samstarfi Norður- landaþjóðanna. Slíkur afturkippur kæmi á versta tíma, því nauðsyn öflugrar samvinnu norrænna þjóða á sem flestum sviðum, hefur sjaldan verið brýnni en nú. Milar breytingar eiga sér stað í Evrópu og samkeppni þjóða á milli mun stóraukast í kjölfar sameiginlegs markaðar Evrópubandalags- ins árið 1992. Við þessar aðstæður þurfa Norður- landaþjóðirnar að auka samstarf og samvinnu sín á milli en kasta hugmyndum um hið gagnstæða fyrir róða. BB. húsbréf Tími húsnæðiskaupenda er dýrmætur, segir Jón Hallur m.a. í umfjöllun sinni um húsnæðislánakerfið. MynJ. kl Samanburður á nýja og gamla húsnæðislánakerfinu Hinn 15. nóvember sl. hóf Hús- bréfakerfið göngu sína. Hús- bréfakerfið er nýtt form á fjár- mögnun húsnæðiskaupa hér á landi og er ætlað að leysa eldra kerfi af hólmi. í þessari og næstu greinum mun ég ræða um húsbréf frá ýmsum sjónarhornum. Til dæmis áhrif þess á fasteignaverð, afföll og ávöxtun og áhrif vaxta- bóta á fjármagnskostnað. í þess- ari grein mun ég gera samanburð á hinu nýja húsbréfakerfi og eldra kerfi. Samanburður á Húsbréfa- kerfí og eldra kerfí 1. Lánstími Einn megin kostur húsbréfakerf- isins er sá, að með upptöku þess styttist verulega afgreiðslutími lána. í stað þess að geta þurft að bíða í 2-3 ár eftir láni, tekur afgreiðsla húsbréfa hámark 3 vikur. Fyrir húsnæðiskaupendur er tíminn afar dýrmætur, því það að vera í óhentugu húsnæði, borga háa húsaleigu eða geta ekki flutt milli byggðarlaga getur kostað ómælda fyrirhöfn og fjármuni. 2. Lánsfé í eldra kerfinu er hámarkslán frá húsnæðisstofnun kr. 4.000.000 til kaupa á nýju húsnæði og kr. 2.900.000 til kaupa á eldra hús- næði. Með húsbréfum er hægt að fá lánað allt að 8.000.000 kr. að uppfylltum þeim skilyrðum að kaupandi geti sannað endur- Jón Hallur Pétursson skrifar greiðslugetu sína af svo háu láni. Hærra lán veldur því að kaupend- ur þurfa minna að leita eftir dýru skammtímafjármagni og jafnar greiðslubyrði afborgana og vaxta. 3. Vextir Húsbréf bera hærri vexti en hefð- bundin húsnæðismálastjórnarlán, eða 5,75% vexti á móti 4,5%. Um leið og húsbréfakerfið var tekið upp voru teknar upp svo- kallaðar vaxtabætur. Greiðsla vaxtabóta úr ríkissjóði er háð eignum og tekjum viðkomandi húsnæðiskaupanda. Þeim er því ætlað að greiða niður fjármagns- kostnað hjá þeim sem helst þurfa þess með. Niðurgreiðsla á fjár- magnskostnaði húsnæðiskaup- anda af hálfu ríkisins ætti því að vera mun réttlátari en í eldra kerfinu, þar sem ríkið hefur greitt niður fjármagnskostnað allra húsnæðiskaupanda. En um vaxtabæturnar mun ég ræða í sérstakri grein síðar. 4. Greiðslubyrði og greiddir vextir Endurgreiðsluform lánanna er svokallað jafngreiðslulán, sem þýðir að ársgreiðslan er alltaf jafnhá krónutala á föstu verðlagi. Af einnar milljón króna skuld greiðast í húsbréfakerfi 76.378 kr., á nióti kr. 55.402 í eldra kerfi. Greiðslubyrðin er hærri af húsbréfum, vegna þess að þau eru til 25 ára meðan eldri lánin eru til 40 ára. Heildarendur- greiðsla af hverri milljón í hús- bréfum er samtals kr. 1.891.000, en í eldra kerfinu kr. 2.160.000. Því eru greiddir vextir í húsbréfa- kerfinu um fjórðungi lægri upp- hæð en í eldra kerfi. Að lokum Hér hafa verið rakin nokkur atriði sem snerta þá sem hyggjast fara út í fasteignaviðskipti, hvort heldur sem kaupendur eða selj- endur. Það má ætla að húsbréf muni verða stór þáttur í viðskipt- um með fasteignir á næstu árum, auk þess að vera nýr kostur sem sparnaðarform. í næstu grein mun ég fjalla um húsbréf og kaup-/söluverð fasteigna. Höfundur er viðskiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands hf. M.S. deild stofnuð á Norðurlandi eystra Þann 25. febrúar sl. var stofnuð norðausturdeild M.S. félags ís- lands. M.S. (multiple sclerosis) er miðtaugakerfissjúkdómur sem veldur ýmiss konar lömun í sjúkl- ingum. Engar viðhlítandi skýr- ingar hafa fundist á orsökum sjúkdómsins þrátt fyrir miklar og margvíslegar rannsóknir vísinda- manna víða um heim. Um það bil 200 íslendingar eru haldnir M.S., sem á íslensku hefir stundum gengið undir nafninu heila- og mænusigg. Þeir M.S. sjúklingar á Norð-Austurlandi sem ekki hafa heyrt af stofnun félagsins eru vinsamlega beðnir að hafa sam- band við Björn Agnarsson í síma 24096 eða Tómas Guðmundsson í síma 25348.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.