Dagur - 01.03.1990, Síða 9
Fimmtudagur 1. mars 1990 - DAGUR - 9
( Minning:
Stefán Ólafur Jónsson
bifreiðastjóri
Fæddur 21. janúar 1920 - Dáinn 22. febrúar 1990
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur
við vin þinn, því að það sem þér þykir
vænst um í fari hans, getur orðið þér Ijós-
ara í fjarveru hans, eins og fjallgöngu-
maður sér fjallið best af sléttunni.
(Úr spámanninum eftir Kahlil Gibran).
Okkur langar í fáum orðum að minnast
frænda okkar Óla eða Lalla eins og við
köiluðum hann í daglegu tali.
Lalli og Inga áttu 3 börn, Ernu Guð-
laugu sem nú er látin langt um aldur
fram en hún var hjúkrunarfræðingur,
Jón Óla (Bróa), bifreiðastjóra og húsa-
smið á Akureyri og Kristínu Maríu
(Dídí) kennara í Reykjavík.
Lalli var okkur meira en venjulegur
frændi þar sem þeir bræður, hann og
Ingi, ásamt fjölskyldum hafa alla tíð
búið í sama húsinu að Sólvöllum á
Akureyri þar sem við ólumst upp ásamt
börnum þeirra Ingu.
Þegar hugurinn leitar til baka minn-
umst við sérstaklega hans ljúfa og hlý-
lega viðmóts gagnvart okkur börnun-
um, og ekki munum við eftir því að
hafa séð hann skipta skapi.
Með þessum fátæklegu orðum kveðj-
um við frænda okkar og vottum Ingu,
Bróa, Dídí og fjölskyldum okkar inni-
legustu samúð. Þó söknuðurinn sé sár
er hann blandinn þakklæti þar sem nú
eru á enda þær þrautir sem hann þurfti
að líða vegna þess sjúkdóms sem hann
þjáðist af síðustu árin og hafði af lok-
um betur.
Minningin um Lalla og alla hans
ástúð og hlýju mun ylja okkur um
ókomin ár.
Já, þannig endar lífsins sólskinssaga!
Vort sumar stendur aðeins fáa daga.
En kannski á upprisunnar mikla morgni
við mætumst öll á nýju götuhorni.
(Tómas Guðmundsson).
Gréta Berg, Eva Þórunn,
Hrefna Laufey, Eggert Þór,
Edda Ásrún.
Kveðjur frá
Karlakórnum Geysi
Ólafur fæddist í Ytri-Skjaldarvík í
Glæsibæjarhreppi og ólst þar upp hjá
foreldrum sínum Kristínu Stefánsdótt-
ur og Jóni Jónssyni sem þar bjuggu frá
árinu 1917 til 1945.
Snemma bar á sönghneigð og mússik-
gáfu hjá Ólafi. Hann gerðist félagi í
Karlakórnum Geysi haustið 1942 og
sótti æfingar utan frá Skjaldarvík þang-
að til að hann fluttist til Akureyrar með
foreldrum sínum árið 1945. Ólafur
hafði þróttmikia og blæfagra tenórrödd
og var sérstaklega tónviss, enda á hann
treyst sem einn af bestu tenórum
kórsins, að öðrum ólöstuðum. Ólafur
tók þátt í uppfærslu kórsins á Alt-
Heidelberg 1943-1944, þá nýbyrjaður
að syngja í kórnum. Hann mun hafa
tekið þátt í öllum samsöngum kórsins á
35 ára tímabili og var með í öllum
söngferðum bæði innanlands og einnig
utanlandsferðum kórsins, 1952 til
Noregs,_ 1971 til Skotlands og 1974 til
Ítalíu. Árið 1977 hætti Ólafur að mestu
að starfa með kórnum en tók þó þátt í
söng með eldri félögum t.d. á 60 ára
afmæli Geysis 1982.
Geysir þakkar Ólafi ágætt starf í
kórnum um langt árabil.
Með innilegri samúðarkveðju til
eftirlifandi eiginkonu Ingibjargar
Ólafsdóttur og fjölskyldu hans.
Ingvi Rafn Jóhannsson.
Mágur minn og góður vinur, Óli frá
Skjaldarvík andaðist fimmtudaginn 22.
þ.m. eftir langa og stranga sjúkdóms-
baráttu.
Stefán Ólafur eins og hann hét fullu
nafni var sonur hjónanna Jóns B. Jóns-
sonar bónda í Ytri-Skjaldarvík og konu
hans Kristínar M. Stefánsdóttur. Þau
hjón eignuðust 3 syni, elstur var Ingólf-
ur, sem dó í æsku, næstur Ólafur og
nokkuð lang yngstur annar Ingólfur.
Fjölskyldan bjó í Skjaldarvík meðan
þeir bræður slitu barnsskónum, en
flutti til Akureyrar árið 1945.
Ymis störf stundaði Óli á sínum
yngri árum, bæði til sjós og lands en
hann hóf leigubifreiðaakstur fyrir 40
árum og hélt því áfram meðan heilsa og
kraftar leyfðu.
Ég kynntist Óla fyrst árið 1953 er ég
trúlofaðist Ingólfi bróður hans. Þegar
við síðan giftum okkur haustið 1954
fluttum við í hús sem þeir feðgar voru
búnir að byggja yfir fjölskyldurnar að
Sólvöllum 7 Akureyri, og þar höfum
við öll búið síðan.
Óli kvæntist árið 1951 Ingibjörgu
Ólafsdóttur ættaðri úr Skagafirði, og
eignuðust þau 3 börn, Ernu sem fórst
af slysförum fyrir 2 árum, Jón Óla sem
búsetlur er á Akureyri og Kristínu
Maríu búsetta í Reykjavík. Barnabörn
þeirra eru 5. Á okkar heimili urðu
börnin 5, svo oft var fjör og mikið um
að vera í kring um allt þetta ungviði.
En í Óla augum var sjálfsagður hlutur
að líta til með unga fólkinu - hann var
sérstaklega barngóður og heimakær.
Ekki leitaði hann hamingjunnar langt
yfir skammt, því hana fann hann á
heimilinu með sínu fólki.
Fjölskyldurnar héldu áfram að
stækka í allar áttir. Tengdabörn -
barnabörn - ættingjar og vinir söfnuð-
ust gjarnan saman á Sólvöllunum, og
var þá oft leitað til Óla frænda, sem öll-
um vildi gott gera, ekki síst þeim
yngstu í fjölskyldunum. Ætíð var hann
ljúfur og í góðu skapi, ég man aldrei
eftir að hafa séð hann reiðan eða
argan.
Að leiðarlokum er gjarnan litið um
öxl og rifjaðar upp minningar um sam-
verustundir liðinna ára, þær eru margar
hjá þessum 2 fjölskyldum sem búið
hafa „Undir sama þaki“ síðastliðin 36
ár. Það er margs að minnast, ekki síst í
sambandi við starf þeirra bræðra í
Karlakórnum Geysi. Þar sungu þeir
báðir í tugi ára. Margar góðar minningar
eru frá söngferðum með Geysi bæði
innanlands og utan. Oft var safnast
saman við störf og Ieiki í þágu kórsins,
þá lét ÓIi falla ýmsar smellnar athuga-
semdir sem komu öllum í gott skap.
Hans persónueinkenni var þessi nota-
lega glettni, en aldrei sagt neitt öðrum
til hnjóðs.
Sagt er að þeir sem eru góðir við
börn og gamalt fólk séu góðmenni.
Þetta á vel við Óla, því eins og áður
segir var hann einstaklega barngóður,
og einnig reyndist hann öldruðu fólki
mjög vel og í áraraðir var hann Stefáni
Jónssyni föðurbróður sínum, sem
stofnaði Dvalarheimili aldraðra í
Skjaldarvík, ómetanleg stoð og var þar
á bæ litið á hann sem nokkurskonar
bjargvætt.
Óli minn, ég kveð þig í hinsta sinn
með hlýhug og þakklæti frá mér og fjöl-
skyldunni, við vonum að þú megir öðl-
ast frið og vellíðan í þínum nýju heim-
kynnum.
Fjölskyldu og vinum sendum við
samúðarkveðjur. Hulda.
Hann Óli frændi minn er látinn, búinn
að fá hvíld eftir langan og erfiðan
sjúkdóm. Ég trúi því að hann sé með
dóttur sinni, foreldrum og öðrum
skyldmennum sem flust hafa áður yfir
móðuna miklu sem skilur á milli lífs og
dauða.
Stefán Ólafur Jónsson eins og hann
hét fullu nafni, fæddist í Ytri-Skjaldar-
vík í Glæsibæjarhreppi. Foreldrar hans
voru: Faðir Jón Jónsson Jóhannessonar
bónda í Ytri-Skjaldarvík, en kona
Jóns Jóhannessonar var Sólrún Odds-
dóttir Benediktssonar í Flöguseli.
Móðir Kristín Stefánsdóttir Oddssonar
frá Dagverðareyri og kona Stefáns var
Ólöf Árnadóttir Árnasonar á Björgum
í Arnarneshreppi. Forfeður Ólafs hafa
því verið bændafólk duglegt og vel
gert. Ólalíur ólst upp í Ytri-Skjaldar-
vík til fullorðinsára. Eftir barnaskóla
var hann á námskeiði í Syðri-Skjaldar-
vík sem Stefán klæðskeri föðurbróðir
hans kostaði og hugsað var sem undir-
búningur að skólanámi. Þetta nám-
skeið stóð í þrjá mánuði seinnipart
vetrar 1936. Kennari var Eiríkur
Stefánsson í Skógum á Þelamörk.
Að loknu þessu námskeiði fór Ólafur
í Laugarvatnsskóla sem þá var tveggja
vetra skóli. Þar vakti hann meðal ann-
ars athygli fyrir ágætan árangur í sundi.
Eftir námið á Laugarvatni stundaði
hann sjómennsku um tíma ásamt fleiri
störfum.
Snemma bar á góðri söngrödd hjá
Ólafi. Hann gerðist félagi í karlakórn-
um Geysi og sótti æfingar utan frá
Skjaldarvík tvo fyrstu veturna og far-
arskjótinn var oftast reiðhjól, þar til
fjölskyldan flutti til Akureyrar árið
1945 í Glerárgötu 9 þar sem búið var í
9 ár.
Árið 1954 flutti fjölskyldan að Sól-
völlum 7 í tveggja hæða hús sem Ingólf-
ur bróðir hans byggði, en hann var þá
orðinn byggingameistari, nú forstjóri
Trésmiðjunnar Reynir sf. á Akureyri.
Ólafur giftist Ingibjörgu Ólafsdóttur
1. ágúst 1951, og hafa þau búið á Sól-
völlum 7 síðan. Þau eignuöust þrjú
börn: Ernu Guðlaugu, sem lést í bíl-
slysi fyrir rúmum tveimur árum, Jón
Óla sem er leigubílstjóri á Akureyri og
Kristínu Maríu, sem sér um heimili lát-
innar systur sinnar.
Eins og fyrr segir byrjaði Ólafur ung-
ur að syngja í Geysi og söng þar fyrsta
tenor um hálfan fjórða áratug. Hann
hafði þróttmikla og blæfagra tenorrödd
og var mjög tónviss og öruggur söng-
maður og hafði glöggt eyra fyrir öllu
því er betur mátti fara í söng.
Ólafur hóf leigubílaakstur árið 1947,
fyrst með annari vinnu en síðar sem
aðalatvinnu. Hann vann sér traust í því
starfi og hafði jafnan nóg að gera.
Hann þótti mjög góður bílstjóri og
alveg sérstaklega áreiðanlegur í öllum
viðskiptum og var þess vegna mjög
eftirsóttur ökumaður. Mörg ár hafði
Ólafur fastar ferðir milli Akureyrar og
Elliheimilisins í Skjaldarvík, sem
Stefán klæðskeri stofnaði og rak af
miklum myndarskap. Segja má að
Ólafur hafi verið Stefáni sem hægri
hönd í mörg ár. Hann annaðist allskon-
ar innkaup og útréttingar fyrir Stefán,
auk þess sem hann ók honum hvert
sem hann þurfti að fara.
Kynni mín af Ólafi frænda mínum
voru mikil og góð allt frá barnsaldri og
fram á síðustu ár. Til hans var leitað ef
eitthvað bar útaf og mig vantaði bíl og
alltaf var sömu góðu fyrirgreiðslunni að
mæta hjá honum. Ég er honum sérstak-
lega þakklátur fyrir öll góðu samskiptin
á liðnum árum og alla hans miklu
greiðasemi.
Blessuð sé minning hans.
Eftirlifandi eiginkonu, börnum,
bróður og öðru skyldfólki votta ég inni-
lega samúð niína.
En minningin um góðan dreng lifir.
Árni J. Haraldsson.
FRAMSÓKNARMENN
AKUREYRI
Skrifstofa
Framsóknarflokksins,
Hafnarstræti 90, Akureyri,
veröur opin fyrst um sinn mánudaga til föstudaga frá kl. 16.00
til 19.00, síminn er 21180.
Hafið samband - Lítið inn - Látið skrá ykkur til
starfa vegna bæjarstjórnarkosninganna.
METHUSALEM GUÐJÓNSSON,
Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
er andaðist þann 25. febrúar verður jarðsunginn frá Akureyr-
arkirkju mánudaginn 5. mars kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Dvalarheimilið Hlið
Akureyri.
Vandamenn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
HÓLMFRÍÐAR EYSTEINSDÓTTUR,
Grenivöllum 16.
Guð blessi ykkur öll.
Reynir Vilhelmsson,
Eysteinn Reynisson, Jórunn Marinósdóttir,
Páll Reynisson, Kristín Jóhannsdóttir
og barnabörn.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS
(2.FLB1985
Hinn 10. mars 1990 er níundi fasti gjalddagi vaxtamiöa verötryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 9 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiðimeð 50.000,- kr. skírteini
kr. 3.787,40
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. september 1989 til 10. mars 1990 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985
til 2844 hinn 1. mars 1990.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 9 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1990.
Reykjavík, febrúar 1990
SEÐLABANKIÍSLANDS