Dagur - 01.03.1990, Qupperneq 10
myndasögur dags
10 - DAGUR - Fimmtudagur 1. mars 1990
-I
ÁRLAND
Daddi Arland!... Egerbúin
aö leita aö þérútumallt!...
Ég er meö gjöf handa þér!
Vá, Friö-
rikka...
handa méri
Já! Mamma byrjaöi aö kenna mér mat-
argerðarlist í gærkvöldi... og ég ákvað
aö geyma eitt af meistarastykkjunum
mínum handa þér, til aö sýna þér hvaöa
tilfinningar ég ber til þín ...
P
Já en, þakka þér
fyrir... Hmm ...
Hvaö er þetta?
... Fyrsta spælda
eggið mitt!
HERSIR
Þegar ég var krakki dreymdi mig um að
búa í tréhúsi og borða ávaxtahlaup.
BJARGVÆTTIRNIR
... en hann er annað hvort mjög
.sterkur, mjög heppinn eða hvoru
tveggja...
# Á vitlausum
stað
Umræöur um hagnýti hraða-
hindrana komu upp á bæjar-
stjórnarfundi í kaupstað
einum á Norðurlandi. Lýstí
einn bæjarstjórnarfulltrúi
óánægju sinni með stað-
setningu þeirra. Annar bæj-
arstjórnarfulltrúi benti þeim
óánægða á, að þó að hindr-
anirnar væru ekki nákvæm-
lega þar sem sá óánægði
ætti leið yfir götuna á rölti
sínu í og úr vinnu, gerðu
þær samt sitt gagn.
# í vitlausri
hæð
Færði nú sá sem var
óánægður með staðsetn-
ingu hraðahindrananna það
í tal að þær hefðu verið
lækkaðar sérstaklega að
ósk annars bæjarstjórnar-
fulltrúa. Ástæðan væri sú
að sá bæjarstjórnarfulltrúi
keyrði um á bíl seiti væri
með svo stífa fjöðrun að sá
hinn sami hefði af heilsu-
farsástæðum verið hættur
að geta keyrt yfir þær. Þótti
honum ekki farið fram á
mikið að færa þær aðeins
fyrst þær voru lækkaðar fyr-
ir hinn.
# Hrossalykt
af málinu
Á umræddum bæjarstjórn-
arfundi kom til tals aö
banna umferð hrossa á
vissu svæði innan bæjarins.
Það þykir þó vafasöm fram-
kvæmd því að einmitt á því
svæði geymir lögreglustjóri
bæjarins sína hesta, það
gæti því orðið vissum erfið-
leikum bundið að fá lög-
reglusamþykkt um málið.
Málið er allt hið versta
viðureignar, því að margir
af valdameiri mönnum bæj-
arins eru annálaðir hrossa
spekúlantar og munu ekki
láta hlut sinn baráttulaust í
þessu máli.
# í upphafi var
orðið
■ ■ • laust
Það hefur haft nokkra breyt-
ingu í för með sér hjá um-
ræddri bæjarstjórn að
svæðisútvarp er tekið til
starfa í kaupstað þessum.
Fréttamaður svæðisútvarps
er viðstaddur flesta bæjar-
stjórnarfundí og þykir með
ólíkindum hvað bæjar-
stjórnarfulltrúar eru mál-
glaðir á þeim fundum. Jafn-
vel fámálustu menn taka oft
og lengi til máls í þeirri von
að orð þeirra komist í svæð-
isútvarpið. Af þessum sök-
um hefur komið til tals að
leggja niður svæðisútvarp í
umræddum kaupstað ...!
Sjónvarpið
Fimmtudagur 1. mars
17.50 Stundin okkar (17).
18.20 Sögur uxans.
(Ox Tales)
Hollenskur teiknimyndaflokkur.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.45 Heimsmeistarakeppnin í handknatt-
leik. Bein útsending frá Tékkóslóvakíu.
Ísland-Spánn.
20.20 Fréttir og veður.
20.50 Fuglar landsins.
18. þáttur - Endur.
21.05 Á grænni grein.
Birkið við efstu mörk.
Annar þáttur í tilefni átaks um land-
græðsluskóga. Sýnt er að birkið náði allt
að 600 metra hæð við landnám. Stóri-
hvammur og fleiri staðir á hálendinu
heimsóttir í fylgd Sigurðar Blöndal.
21.20 Matlock.
22.10 Sjónvarpsbörn.
(Satellitbarn í Norden.)
Samkeppnin um yngstu áhorfendurna.
23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok.
Stöð 2
Fimmtudagur 1. mars
15.35 Með afa.
17.05 Santa Barbara.
17.50 Alli og íkornarnir.
18.20 Dægradvöl ABC's World Sportsman.
19.19 19.19.
20.30 Borð fyrir tvo.
21.20 Sport.
21.50 Reiði guðanna II.
(Rage Of Angels II.)
Vönduð framhaldskvikmynd í tveimur
hlutum byggð á metsölubók Sidney
Sheldon.
Fyrri hluti.
Aðalhlútverk: Jaclyn Smith, Ken Howard,
Michael Nouri og Angela Lansbury.
23.25 Hefnd busanna.
(Revenge of the Nerds.)
Sprenghlægileg unglingamynd sem segir
frá fimm drengjum og uppátektarsemi
þeirra í skólanum.
Aðalhlutverk: Anthony Edwards, Robert
Carradine og Curtis Armstrong.
00.55 Dagskrárlok.
Rás 1
Fimmtudagur 1. mars
6.45 Veðurfregnir ■ Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 i morgunsárið.
- Erna Guðmundsdóttir.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00
og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar
laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir • Auglýsingar.
9.03 Litli barnatíminn: Norrænar þjód-
sögur og ævintýri.
„Lassi litli", finnskt ævintýri eftir Zachris
Tobeiius.
Sigriður Amardóttir les.
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi.
Umsjón: Haraldur Bjarnason.
10.00 Fréttir.
10.03 Neytendapunktar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Á dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit ■ Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir ■ Aug-
lýsingar.
13.00 í dagsins önn - Innhverf ihugun.
Umsjón: Þórarinn Eyfjörð.
13.30 Miðdegissagan: „Fátækt fólk“ eftir
Tryggva Emilsson.
Þórarinn Friðjónsson les (7).
14.00 Fréttir.
14.03 Snjóalög.
Umsjón: Snorri Guðvarðarson.
15.00 Fréttir.
15.03 Leikrit vikunnar: „Dauðinn á hæl-
inu“ eftir Quentin Patrich.
Lokaþáttur.
15.45 Neytendapunktar.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
16.08 Þingfréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Bach og Mozart.
18.00 Fréttir.
18.03 Að utan.
18.10 Á vettvangi.
18.30 Tónlist • Auglýsingar ■ Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir ■ Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar.
19.32 Kviksjá.
20.00 Litli barnatíminn.
20.15 Tónlistarkvöld Útvarpsins.
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan.
22.15 Veðurfregnir • Dagskrá morgun-
dagsins.
22.20 Lestur Passiusálma.
Ingólfur Möller les 16. sálm.
22.30 „Ást og dauði í fornbókmenntun-
um.“
4. þáttur: „Köld em kvennaráð."
23.10 „Það eru ekki til neinar tilviljanir",
smásaga eftir Isac Bashevis Singer.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Fimmtudagur 1. mars
7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn
í ljósið.
Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson
hefja daginn með hlustendum.
08.00 Morgunfréttir.
- Morgunútvarpið heldur áfram.
9.03 Morgunsyrpa.
Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra
Eyjólfsdóttir.
Neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðj-
ur kl. 10.30.
11.03 Þarfaþing
með Jóhönnu Harðardóttur.
- Morgunsyrpa heldur áfram, gluggað í
heimsblöðin kl. 11.55.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu
með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur-
eyri.)
14.03 Hvað er að gerast?
Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem
er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl-
miðlum.
14.06 Milli mála.
Árni Magnússon leikur nýju lögin.
Stóra spurningin. Spurningakeppni
vinnustaða kl. 15.03, stjórnandi og dóm-
ari Dagur Gunnarsson.
16.03 Dagskrá.
Dægurmálaútvarp.
Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars-
dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn
J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson.
Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00.
Stórmál dagsins á sjötta tímanum.
17.30 Meinhornið: Óðurinn til gremjunn-
ar.
Þjóðin kvartar og kveinar yfir öllu því sem
aflaga fer.
18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni
útsendingu. Sími 91-38500.
19.00 Heimsmeistaramótið í handknatt-
leik í Tékkóslóvakíu: Ísland-Spánn.
Samúel Örn Erlingsson lýsir leiknum.
20.30 Útvarp unga fólksins.
Sigrún Sigurðardóttir, Oddný Eir Ævars-
dóttir, Jón Atli Jónasson og Sigríður Arn-
ardóttir.
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Rokksmiðjan.
00.10 í háttinn.
01.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12,
12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24.
Næturútvarpið
1.00 Áfram ísland.
2.00 Fréttir.
2.05 Bítlamir.
3.00 „Blítt og létt..
4.00 Fróttir.
4.05 Glefsur.
4.30 Veðurfregnir.
4.40 Á vettvangi.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
5.01 A djasstónleikum.
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
6.01 í fjósinu.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Fimmtudagur 1. mars
8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Hljóðbylgjan
Fimmtudagur 1. mars
17.00-19.00 Létt síðdegistónlist. Óskalaga-
síminn opinn.
Stjórnandi: Pálmi Gudmundsson.
Fréttir kl. 18.00.