Dagur - 01.03.1990, Side 11

Dagur - 01.03.1990, Side 11
Fimmtudagur 1. mars 1990 - DAGUR - 11 fþróftir íslenskur sigur í í'yrsta leiknum - en alvaran tekur við í kvöld er íslendingar mæta Spánverjum íslenska landsliðið í hand- knattleik hóf úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins í hand- knattleik með öruggum sigri á Kúbumönnum í gær, 27:23. íslendingar höfðu yfirhöndina allan leikinn, byrjuðu mjög vel og höfðu níu marka forystu í leikhléi. En afar slæmur kafli í upphafi síðari hálfleik varð til þess að Kúbumönnum tókst að saxa á forystu íslendinga þrátt fyrir að sigurinn væri raun- verulega aldrei í hættu. íslend- ingar hafa forystu í C-riðli eftir fyrstu umferð úrslitakeppninn- ar. íslendingar komu ákveðnir til leiks í gær og greinilegt var að vanmat á Kúbumönnum var ekki fyrir hendi hjá liðinu eins og margir liöfðu óttast. Þeir tóku leikinn strax í sínar hendur og eftir að staðan var orðin 1:1 skor- uðu íslendingar 4 mörk í röð. Áfram jókst munurinn og þegar llautað var til leikhlés var hann orðinn 9 rnörk, 17:8. í síðari hálfleik skoruðu Kúlru- menn fyrsta markið, íslendingar svöruðu strax fyrir sig en síðan kom afar slæmur kafli hjá liðinu og það skoraði ekki mark í 13 mínútur. Kúbumenn gengu á lag- ið og minnkuðu muninn í 4 mörk, 18:14. Þá loksins vöknuðu íslendingar og þrátt fyrir að þeir ættu í nokkru basli eftir þetta var sigurinn aldrei í hættu það sem eftir lifði leiksins. Lokatölurnar urðu sem fyrr segir 27:23. Kristján Arason átti góðan leik með íslenska liðinu gegn Kúbumönnum og skoraði sex inörk. Körfuknattleikur: Þórsarar misstu móðinn - og eru úr leik í bikarnum eftir þriggja stiga tap gegn ÍBK Þórsarar eru úr leik í Bikar- keppni KKÍ eftir þriggja stiga tap 111:114, gegn ÍBK í Iþrótta- höllinni á Akureyri í fyrra- kvöld. Þórsarar töpuðu fyrri leik liðanna með 30 stiga mun og áttu því litla möguleika á að komast áfram en þeir stefndu að sigri í leiknum og framan af var ekki annað að sjá en það myndi ganga eftir. En Þórsarar virtust missa móðinn eftir stór- góðan fyrri hálfleik og Keflvík- ingar náðu forystunni og héldu henni til leiksloka. Þórsarar virkuðu mjög ákveðnir í byrjun og eftir stutta stund höfðu þeir náð 12 stiga for- ystu, 18:6. Keflvíkingar tóku þá aðeins við sér en Þórsarar réðu áfram ferðinni og héldu 3-10 stiga forystu allan hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 61:53. í síðari hálfleik virtist Þórsur- um runninn móðurinn. Eftir 6 mínútur höfðu Keflvíkingar náð forystunni og þeir létu hana ekki af hendi það sem eftir var. Mun- urinn varð reyndar aldrei meiri en 8 stig en sigurinn virtist þó aldrei í verulegri hættu. Reyndar tóku Þórsarar aðeins við sér í lokin og munaði þar mestu um einstaklingsframtak Konráðs Óskarssonar sem skoraði hverja körfuna á fætur annarri en það dugði ekki til, Keflvíkingar sigr- uðu 114:111. Þórsarar geta nagað sig í hand- arbökin yfir þessum ósigri. Þeir voru mun betri aðilinn framan af leiknum og léku á köflum stór- skemmtilega. Konráð Óskarsson var langbesti maður liðsins, datt reyndar niður í seinni hálfleik eins og allt liðið en náði sér aftur á strik í lokin. Þá átti Dan Kenn- ard ágætan leik, sérstaklega í vörninni. Keflavíkurliðið átti ekki góðan dag að þessu sinni. Þeir fengu reyndar stutta upphitun eftir erf- itt ferðalag en skánuðu lítið þeg- ar á leið. Falur Harðarson átti góðan leik og var Þórsurum erf- iður og Sandy Anderson átti ágæta kafla. Dómarar voru Kristján Möller og Helgi Bjarnason og voru þeir slakir. Stig Þórs: Konráö Óskarsson 32, Dan Kennard 23, Jón Örn Guðmundsson 18, Eiríkur Sigurðsson 17, Guðmundur Björnsson 9, Björn Sveinsson 6, Jóhann Sigurðsson 4 og Ágúst Guðmundsson 2. Stig ÍBK: Sandy Anderson 26, Falur Harðarson 25, Guðjón Skúlason 23, Nökkvi Már Jónsson 23, Sigurður Ingi- mundarson 11, Albert Óskarsson 4 og Ingólfur Haraldsson 2. Úrvalsdeildin: Þór mætir Haukum í mMvægum leik Þórsarar mæta Haukum í Úr- valsdeildinni í körfuknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19.30. Leikur þessi er gífurlega mikilvægur fyrir Þórsara því sigri þeir Haukana ná þeir Valsmönnum að stig- um. Valsmenn hafa nú hlotið 14 stig í Úrvalsdeildinni en Þórsarar 12. Reynismenn hafa aðeins hlot- ið 2 stig þannig að ljóst er að þeir leika í 1. deild að ári en Þór og Valur berjast um að losna við leik um Úrvalsdeildarsætið við næst efsta lið 1. deildar. „Mér líst mjög vel á þennan leik. Við leggjum allt í sölurnar og menn eiga eftir að svitna veru- lega. Eg segi ekki að það eigi eft- ir að renna blóð en það verður örugglega ekki langt frá lagi,“ sagði Kjartan Bragason, formað- ur Körfuknattleiksdeildar Þórs í samtali við Dag. Það er sem sagt mikið í húfi og eru Akureyringar hvattir til að fjölmenna í höllina og hvetja Þórsara til sigurs í þessum mikil- væga leik. Fyrri hálfleikur íslenska liðsins var mjög góður og sýnir að liðið er til alls líklegt þegar sá gállinn er á því. Varnarleikurinn var mjög góður og Guðmundur varði vel í markinu. Þá var leikgleðin alls ráðandi í sóknarleiknum og leikkerfi liðsins skynsamlega útfærð, gjarnan spilað upp á hornamennina sem nýttu sér það nreð ágætum, sérstaklega Bjarki Sigurðsson sem átti mjög góðan leik í hægra horninu. Flestir álitu því formsatriði að Ijúka síðari hálfleik og því miður virtist sem leikmönnum íslenska liðsins fyndist það einnig. Slæmi kaflinn sem gjarnan skýtur upp kollinum í leikjum liðsins er vissulega áhyggjuefni og slíkur kafli gæti hæglega reynst dýrkeyptur gegn sterkari liðum. Ómögulegt er að segja nokkuð um framhaldið út frá þessum leik því öruggt er að hin liðiri tvö sem eru með íslend- ingum í riðli eru mun sterkari. Það má því segja að alvaran byrji í dag. Bjarki Sigurðsson átti mjög góðan leik í gær og skoraði 7 mörk úr 8 skottilraunúm. Krist- ján Arason skoraði 6 mörk, Guð- mundur Guðmundsson 4, Sigurð- ur Gunnarsson, Geir Sveinsson, Þorgils Óttar og Sigurður Sveins- son 2 hver og Héðinn Gilsson og Valdimar Grímsson 1 mark hvor. íslenska liðið mætir Spánverj- um í dag og hefst leikurinn kl. 19. Önnur úrslit Þegar blaðið fór í vinnslu í gær höfðu borist úrslit úr fjórum öðrum leikjum og voru þau á þessa leið: A-riðill: Ungverjaland-Frakkland 19:18 B-riðill: S-Kórea-Rúmenía 24:26 C-riðill: Júgóslavía-Spánn 17:18 D-riðill: Sovétríkin-Pólland 26-21 Staðan í C-riðli umferð: eftir 1. ísland Spánn Júgóslavía Kúba 1 27:23 2 1 18:172 1 17:18 0 1 23:27 0 Körfuknattleikur: UMFN lagði Tindastól - eftir 15 stiga forskot í hálfleik Á þriðjudagskvöldið léku Tindastóll og UMFN í úrvals- deildinni ■ körfuknattleik. Tindastóll leiddi inest allan fyrri hálfleik og hafi 15 stiga forskot, 53:38. Tindastóll missti síöan forskotið niður í seinni hálfleik og tapaði með 10 stiga mun, 88:98. Stigahæst- ir voru „kanarnir“ í liðun- um, þeir Releford hjá Njarð- vík með 32 stig og James Lee hjá Tindastóli með 30. Leikurinn byrjaði með mikl- um hraða og eftir aðeins fimm mínútur var staðan orðin 22:19 Tindastóli í hag. Tindastóll jók síðan muninn jafnt og þétt og var með 15 stiga forskot í hálfleik. í byrjun síðari hálfleiks gekk svo allt á afturfótunum og náðu Njarðvíkingar fljótlega að jafna leikinn eftir heldur ráðleysislegt spil Tindstælinga. Á lokamínút- unum sigu Njarðvíkingar framúr og sigruðu með 10 stiga mun, 88:98. Besti leikmaður Tinda- stóls var Lee sem var stigahæstur og hirti auk þess fjölda frákasta, einnig var Sturla sterkur. Hjá Njarðvíkingum voru Jóhannes Kristbjörnsson og Patrik Rele- ford bestir, í annars jöfnu liði. Athygli vakti að Haraldur Leifs- son lék með Tindastóisliðinu á ný eftir nokkurt hlé. Dómarar voru þeir Kristinn Albertsson og Guðmundur St. Maríasson, og hafa þeir eflaust einhvern tíma dæmt betur. Stig Tindastóls skoruðu þeir Lee 30. Valur 14, Sturla 22, Sverrir 7, Pétur Vopni 7, Björn 4 og Haraldur 4. Stig Njarðvíkur skoruðu þeir Rele- ford 32, Teitur 20, Friðrik Rúnars. 14. Jóhannes Kristbj. 13. Helgi Rafnsson 8, Isak Tómasson 6, Friðrik Ragnarsson 3 og Ástþór Ingason 2. kg Janies Lee skoraði 30 stig og hirti fjölda frákasta þegar Tindastóll tapaði fyr- ir Njarðvík í fyrrakvöld.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.