Dagur


Dagur - 01.03.1990, Qupperneq 12

Dagur - 01.03.1990, Qupperneq 12
Sauðárkrókur Húsavík 95-35960 96-41585 IMiM Akureyri, fimmtudagur 1. mars 1990 Verðlækkun á lambakjöti í dag: - verðlækkun um 26% á síðustu þremur mánuðum Hópur manna safnaðist saman i Sjallanum í gær og fylgdist með leik Islendinga og Kúbumanna í úrslitakeppni HM í handknattleik sem sýndur var í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Leiknum lauk með sigri íslendinga, 27:23, og eru þeir nú í efsta sæti C-riðils. Sjá nánar á bls. 11. Mynd: kl Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar samþykkt sl. þriðjudag: Stærstu framkvæmdaliðir verða skólabygging og umhverfismál - rekstrarafgangur bæjarsjóðs nemur 35% af tekjum Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi sl. þriðju- dag. Heildartekjur bæjarsjóðs, vatnsveitu, hitaveitu og hafn- arinnar nema 190 milljónum króna. Rekstrarafgangur er áætlaður 71,2 milljónir. Til ráðstöfunar eftir aðra fjáröflun eru 119,7 milljónir króna. Af því renna 100 milljónir til framkvæmda. Sameiginlegar tekjur bæjar- sjóðs eru áætlaðar um 136 millj- ónir króna, af útsvari 82 milljón- ir, tekjur af aðstöðugjöldum 29,1 milljón og af fasteignagjöldum 16,3 milljónir. Rekstrarafgangur bæjarsjóðs er 47,7 milljónir, 35% af tekjum. Helstu gjaldaliðir í rekstri eru fræðslumál með 12% af tekjum, yfirstjórn bæjarins 11%, fjármagnskostnaður 9% og hreinlætismál 7%. Afborganir langtímalána eru 9,2 milljónir og tekin ný lán 8,2 milljónir króna. Ráðstöfunarfé bæjarsjóðs er 66,5 milljónir, 47,7 milljóna rekstrarafgangur að við- bættum 18,7 milljóna tekjum af skuldabréfum, gatnagerðargjöld- um og framlagi úr ríkissjóði. Til fjárfestinga og fram- kvæmda renna 55,6 milljónir króna og eru stærstu fram- kvæmdaliðir skólabygging, 25 milljónir, og gatna- og gang- stéttagerð, 17,3 milljónir. Trausti Þorsteinsson, forseti bæjarstjórnar, segir að enginn ágreiningur hafi verið um fjár- hagsáætlunina. „Menn lýstu almennt ánægju með fram- kvæmdagetu bæjarsjóðs sam- kvæmt áætluninni og menn voru sáttir við að höfuðverkefni á árinu verði skólabygging og umhverfismál, gatnagerð og því- urnlíkt," sagði Trausti. Hann sagði að þrátt fyrir svigrúm til framkvæmda væri áfram gætt „Jú, hér er mjög mikill snjór og þarf ekki að bæta miklu á til að hann verði álíka og í fyrra,“ sagði Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri á Grenivík. Leiðin til Grenivíkur var rudd í gær en snjómokstur sóttist seint, enda mikil fyrirstaða. Pá Hjalteyrin EA er nýkomin til Akureyrar, en skipið hefur ekki komið til heimahafnar frá því í október. Ætlunin er að taka Hjalteyrina í viðgerð og endurbætur hjá Slippstöðinni hf. Hjalteyrin hefur verið á ísfisk- veiðum undanfarna mánuði, að- allega á karfa, og hefur aflanum verið landað í gáma í Hafnarfirði og Reykjavík. Togarinn sigldi með aflann úr einni veiðiferð og landaði þá í Englandi. Kristján Vilhelmsson hjá Sam- herja hf. segir að ætlunin sé að breyta vinnslulínunni um borð og nota skipið sem frystitogara. Ákveðnar breytingar eru fyrir- hugaðar í því sambandi, og verð- ur Hjalteyrin í slipp^ um það bil aðhalds og sem dæmi um það yrðu skuldir bæjarins áfram greiddar niður. óþh voru götur á Grenivík hreinsaðar í gær. „Mér finnst allt í lagi að hafa snjó, ef hann bara er til friðs,“ sagði Guðný. Hún sagði að skíðaunnendur á Grenivík kynnu vel að meta snjóinn og skíðatogbrautin væri opin fjórum sinnum í viku. Þá sagði hún að áhugi væri mikill og þrjár vikur, að því að áætlað er. Auk þess verður gert við nokkrar .ísskemmdir sem urðu á botni Starfsmcnn Slippstöðvarinnar hf. munu vinna á vöktum vegna viðgerða á Hjalteyrinni EA, skipi Samherja,sem kom- ið er í sleða stöðvarinnar. Botn togarans þarfnast viðgerða vegna skemmda sem urðu í ís. Að sögn Gunnars Arasonar, framleiðslustjóra Slippstöðvar- innar, verður vaktavinnan vegna í dag verður lambakjöt, það sem merkt er „Lambakjöt á iágmarksverði“, lækkað um 16% í verði og nær verðlækk- un einnig til vinnslukjöts úr 5. og 6. verðflokki. Verðlækkun- in nú tekur til 1050 tonna af lambakjöti og stendur þessi verðlækkun næstu þrjá mán- uði. Ætlunin er að selja 800 tonn af „Lambakjöti á lágmarksverði“ á þessum tíma og 250 tonn af vinnslukjöti. Verðlækkunin í fyrrnefnda flokknum er 66,25 kr/ kg, eða 16%, en verðlækkunin á vinnslukjötinu er 30,00 kr/kg, eða 14%. „Lambakjöt á lágmarksverði" verður næstu þrjá mánuðina selt í 6 kg. pokum í gæðaflokkunum Dl-úrval og DI-A. Smásöluverð- ið í fyrrnefnda flokknum verður 437 kr/kg en 417 kr/kg í DI-A. Samkvæmt þessu kostar 6 kg. poki í Dl-úrval 2.622 kr. en 2.502 kr. í DI-A. Samkvæmt upplýsingum Sam- starfshóps um sölu lambakjöts er þetta önnur verðlækkun á þessu kjöti á rúmum 3 mánuðum. Samtals hefur þetta kjöt lækkað í verði um 26% á þessu tímabili. Talið er að jafnvægi náist milli framboðs og eftirspurnar um miðjan þennan mánuð en dreif- ing á kjöti í verslanir hefst nú um vaxandi á Grenivík á gönguskíð- um. „Ætli séu ekki flestar konur í þorpinu sem ganga um á göngu- skíðum og töluvert af karlpen- ingnum líka,“ sagði Guðný. „Segja má að þetta svæði henti vel fyrir gönguskíðin. Menn geta sett skíðin á sig við húsvegginn hjá sér og valið um fjölda skipsins. Áð sögn Kristjáns verður frysti- fyrirkomulaginu um borð breytt bolvinnu við skipið. Samkvæmt samningum málmiðnaðarmanna er um að ræða tvær átta tíma vaktir, sú fyrri hefst kl. 5.30 að morgninum en síðari vaktinni lýkur kl. 22.30. Áætlað er að þessi verkþáttur taki tvær vikur, unnið verður á laugardögum en ekki sunnudaga. Gunnar segir að eftir sé að kanna helgina. Eingöngu er um að ræða nýtt kjöt á þessari útsölu en sem kunnugt er hefur öllu eldra kjöti verið ráðstafað. JOH 1. mars í dag: Ár frá „Bjórdegmum“ Eitt ár er nú liðið frá því að sala á áfengum bjór var leyfð á ný hérlendis. Um síðustu ára- mót höfðu verið seldir tæplega 7 milljónir lítra af bjór í versl- unum ÁTVR um allt land frá 1. mars í fyrra sem er um 37 lítrar á hvert mannsbarn yfir 15 ára aldri. í Dagsijósi í Degi í dag er spjallað við ýmsa aðila sem tengj- ast komu bjórsins á einn eða ann- anshátt og eru þeir allir sammála um að.reynslan hingaðtil sé frek- ar góð. Framkvæmdastjóri Sanitas er ánægður með þeirra hlutdeild í markaðnum þó hann hafi sjálfur spáð meiri heildarsölu í upphafi. Lögreglan segir að ölvunarakstur hafi ekki aukist og reynsla veit- ingamanna virðist sú að menn verði ekki eins illa drukknir af bjór og öðru áfengi. Sjá nánar í Degi í dag. VG skemmtilegra gönguleiða.“ Vitlausu veðri dag eftir dag fylgir gæftaleysi og vegna þess hefur lítill afli borist á land á Grenivík síðustu daga og vikur. Guðný segir þetta afleitt ástand, en ekki sé um annað að ræða en vona að úr rætist með hækkandi sól. óþh nokkuð, og er hluti vinnunnar við breytingarnar í formi tilboðs hjá Slippstöðinni hf. EHB ísskemmdirnar, en eftir að það verður gert er hægt að segja til um hversu margir starfsmenn verði á hvorri vaktinni. „Segja má að lágmarkið sé að tíu menn séu á vaktinni en þeir geta líka verið fleiri. Það fer eftir umfangi skemmdanna,“ segir Gunnar Grenivík: Nóg af snjó og flestar konur á gönguskíðum Hjalteyrin EA: Slipptekin á Akureyri og vmnslidínu breytt Slippstöðin hf.: Vaktavinna við Hjalteyrina EA Þúsund tonn á þriggja mánaða útsölu

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.