Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 15. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RfKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Múlagöngin í dag er brotið blað í samgöngusögu Ólafs- fjarðar. Síðdegis verður síðasta sprengingin í jarðgöngunum í Ólafsfjarðarmúla fram- kvæmd, en verkið hófst á haustdögum 1988. Mikið verk er þó óunnið áður en göngin verða tekin í notkun, en áætlað er að opna þau fyrir umferð í haust. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla hefur vissulega þjónað þörfu hlutverki um árabil og mun gera það áfram til haustsins. í því er helsti og reyndar eini kostur hans falinn, þótt ef til vill megi segja að útsýni af þessum hrikalega fjallvegi hafi glatt margan ferða- langinn um dagana. Annmarkar vegarins fyr- ir Ólafsfjarðarmúla eru á hinn bóginn margir. Grjótskriður falla tíðum á vegarstæðið, eink- um eftir regn, og vegurinn er því stórhættu- legur þeim sem um hann fara. Þá lokast hann oft á vetrum vegna snjóa og skriðufalla og kostnaðarsamt hefur reynst að halda honum opnum. Þessi vegur hefur þegar kostað nokk- ur mannslíf, margir sem um veginn hafa farið hafa hlotið limlestingu eða sloppið með skrámur en flestir hafa hins vegar sloppið með skrekkinn. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðar- múla uppfyllir einfaldlega ekki kröfur byggð- anna beggja vegna Múlans um traustar sam- göngur á landi. Þess vegna er þörfin fyrir jarð- göng svo brýn sem raun ber vitni. Það hefur tekið langan tíma að koma ráða- mönnum þjóðarinnar í skilning um að jarð- gangagerð hér á landi sé sjálfsögð. Þörfin er mikil, því víða á Vestfjörðum, Austurlandi og Norðurlandi eru nálægar byggðir aðskildar af háum fjallvegum sem eru oft lokaðir í lengri tíma á vetrum. Jarðgöng eru varanleg lausn í samgöngumálum og ef við ætlum að halda uppi byggð sem víðast á landinu og treysta byggðakeðjuna, er nauðsynlegt fyrir okkur að feta í spor Færeyinga við jarðganga- gerð. Áður en hafist var handa við gerð jarð- ganga í Ólafsfjarðarmúla, voru jarðgöng á íslenskum þjóðvegum samtals aðeins um 1450 metrar að lengd en í Færeyjum 23 kíló- metrar! - og bætast við þá tölu 1-2 kílómetrar á ári. Þessi samanburður sýnir best hve íslendingar eru skammt á veg komnir í þess- um efnum. Sú reynsla og sú vitneskja, sem menn hafa aflað sér við gerð Ólafsfjarðarganganna munu örugglega koma sér vel við næstu stór- framkvæmdir í jarðgangagerð hér á landi. Þeirra er vonandi ekki langt að bíða. Göngin í Ólafsfjarðarmúla gætu þannig reynst fyrsti kaflinn í nýrri samgöngusögu þjóðarinnar. Með þeim orðum óskar Dagur Ólafsfirðingum og öðrum landsmönnum til hamingju með merkan áfanga. BB Alþjóðlegur dagur neytendaréttar: Auglýsingar kveikja löngun - rætt við börn á Iðavelli um sjónvarpsauglýsingar Alþjóðlegur dagur neytenda- réttar er í dag, 15. mars, en hann var fyrst haldinn árið 1983. Þessi dagsetning var ákveðin í því skyni að heiðra minningu Kennedys Banda- ríkjaforseta, sem árið 1962 tók fyrstur þjóðhöfðingja upp málsvörn fyrir neytendur. Hann setti fram fjórar af sjö lágmarkskröfum neytenda og alþjóðasamtök neytenda bættu síðan þremur við. í tilefni dagsins er efnt til umræðu á dagvistum um auglýsingar og um umhverfismál í skólum. Tilgangur þessarar vakningar á dagvistum og í skólum er að opna umræðu meðal yngstu neytend- anna. Börn eru fullgildir neyt- endur en mjög óvarin gagnvart áhrifamætti auglýsinga. En áður en við víkjum að þessum þætti er rétt að líta á hinar sjö lágmarks- kröfur neytenda: Neytendur eiga rétt á vernd gegn hættulegum vörum, fram- leiðsluháttum og þjónustu. Neytendur eiga rétt á upplýs- ingum til að geta mótað skynsam- legt val og ákvarðanir. Neytendur eiga rétt á fjöl- breyttum varningi og þjónustu á samkeppnisverði. Neytendur eiga rétt á því að sjónarmiða þeirra sé gætt og tek- ið fullt tillit til hagsmuna þeirra. Neytendur eiga rétt til sann- gjarnrar úrlausnar á réttmætum bótakröfum. Neytendur eiga rétt á fræðslu sem gerir þeim kleift að gæta hagsmuna sinna. Neytendur eiga rétt til náttúru- legs umhverfis, sem auðgar líf einstaklingsins. Renata mundi eftir augiýsingu um Braga kafli. Áhrif auglýsinga á börn Neytendasamtökin láta að sjálf- sögðu til sín taka á alþjóðlegum degi neytendaréttar. Neytenda- félag Akureyrar og nágrennis sendi t.a.m. forstöðumönnum dagvista bréf þar sem leitað er eftir liðsinni við að efla gagnrýni yngstu neytendanna gagnvart auglýsingum. Hvatt er til umræðu á dagvistum um tilgang auglýsinga, til hvaða þátta þær höfða, hverjir leika í auglýsing- um, hvar og hvenær er auglýst og einnig um óbeinar auglýsingar. Haft var samband við fjölmiðla og fór Dagur á stúfana til að kanna viðhorf barna gagnvart auglýsingum. Við fórum á leik- skólann Iðavöll og tókurn nokkra unga neytendur tali. Fyrstur á mælendaskrá er Leó Dan Jóns- son. - Horfir þú á sjónvarpsauglýs- ingar? „Já, stundum." - Manstu eftir einhverri aug- lýsingu? „Já, Braga kaffi auglýsingunni. Mér finnst hún skemmtileg." - En Birna Björgvinsdóttir, hvaða auglýsingum manst þú eftir? „Djús auglýsingu." - Langar þig stundum í það sem er verið að auglýsa í sjón- varpi? „Já.“ Hemmi Gunn og Bleiki pardusinn Við hittum líka stelpu sem sagð- ist heita Renata og spurðum hana um auglýsingar. „Ég man eftir Braga kaffi. Nei, ég drekk ekki kaffi.“ - En Jón Heiðar Kristinsson, horfir þú nokkuð á auglýsingar? Birna kvaðst muna eflir djús auglýs- ingu. húsbréf Húsbréf og verð fasteigna Það getur verið áhugavert að skoða áhrif húsbréfa á verð fast- eigna. Þó svo verð fasteigna ráð- ist að miklu leyti af framboði og eftirspurn eftir húsnæði, þá hefur aðgangur að lánsfé einnig nokkur áhrif á raunverulegt verð. í þess- ari grein er gerður samanburður á raunverði fasteigna við hefð- bundin greiðslukjör annars vegar og húsbréfakjör hins vegar. Samanburður á verði fasteigna við hefðbundin kjör og húsbréfakjör Greiðslutilhögun við hefðbundin greiðslukjör er allt önnur en við húsbréfakjör. Það er einfaldast að skýra muninn með dæmi. (Sjá meðf. töflu.) Við hefðbundin greiðslukjör er útborgun á kaup- ári 75% af kaupverði húsnæðis og eftirstöðvar eru á skuldabréfi til 5 ára með jöfnum afborgun- um. í húsbréfakerfinu getur hlut- ur húsbréfs í kaupverði íbúðar orðið allt að 65%, eins og hér er reiknað með, og 35% borgað út á árinu. Hér er tekið dæmi um íbúð sem kostar 5.000 þús. kr. í fyrra dæminu er útborgunin þannig: Við undirskrift eru greiddar 550 þús. og síðan á tveggja mánaða fresti í fjögur skipti 550 þús. og 500 þús. tvisvar. Samtals 3.750 þús. Eftir- stöðvar af 5 millj. kr. kaupverði, kr. 1.250 þús. eru greiddar með skuldabréfi til 5 ára, sem er verð- tryggt og ber meðalvexti samkv. útreikningi Seðlabanka íslands. í seinna dæminu er útborgunin 1.750 þús. greidd með jöfnum greiðslum 250 þús. á tveggja mánaða fresti og eftirstöðvar kr. 3.250 þús. greiddar með hús- bréfi, sem er verðtryggt með 5,75% vöxtum. Núvirðing Til þess að gera þessa kaupsamn- inga samanburðarhæfa er notað núvirði. Með núvirði er fundið út hvers virði hver og ein greiðsla í kaupsamningunum er í dag. Útborgunin á árinu er alltaf vaxtalaus og óverðtryggð. Við núvirðingu er gerð 20% ávöxtun- arkrafa á þessar greiðslur. Eftir- stöðvabréfið ber vísitölu frá undirritun kaupsamnings og vexti frá afhendingu, sem hér er reikn- að með að verði þrem mánuðum eftir undirritun. Við núvirðingu á eftirstöðvabréfinu er miðað við það verð sem seljandi fasteignar- innar fengi fyrir bréfið ef hann seldi það á verðbréfa-markaði. Hér er miðað við 12% ávöxtun- arkröfu. Við núvirðingu á hús- bréfinu sem ber 5,75% vexti er reiknað með að það seldist með 7% afföllum, sem jafngildir 6,6% ávöxtunarkröfu. Niðurstaða Niðurstaðan af samanburði á þessum tveim greiðsluformum er sú, að raunverulegt verð á hús- næði sem keypt er í húsbréfakerfi er nokkru hærra eða tæplega 3%. Núvirði eða staðgreiðsluvirði þessa 5.000 þús. kr. húsnæðis yrði við hefðbundin kjör kr. 4.506 þús. og við húsbréfakjör kr. 4.628 þús. Þessi niðurstaða þýðir ekki að það þurfi að vera verri kostur fyrir kaupendur fast- eigna að kaupa með húsbréfum, heldur undirstrikar að það er mikilvægt að gera samanburð á raunverulegu kaup-/söluverði þegar uni ólíka greiðslutilhögun er að ræða. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.