Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 15.03.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmfudagur 15. mars 1990 Akureyringar og nágrannar! Dagana 14. og 15. mars heldur Bókabúðin EDDA sýningu á skrif- stofutækjum á Hótel KEA. Þar er ætlunin að kynna m.a. nýja Ijósritunarvél frá MINOLTA, sem Ijósritar allt að þrjá liti í einni umferð, netbúnað frá NOVELL og AST, VICTOR tölvur og flest það sem viðkemur rekstri fyrir- tækja nútímans. Q BARGATE A S T Canon IIHIHilWinilllllllllllllllllilllII MINOLTA fujitsu OLYMPIA ■■■■ ATH. Einnig verður kynnt tilboð til bænda á VICTOR tölvum og prentur- um. ' VICT0R Opus i I fréttir Bokabuðin Edda a Akureyri stendur fyrir sýningu a skrifstofutækjum a Hotel KEA. Sýningin hofst ■ gær og henni lýkur í dag kl. 18. Sýningin er haldin í samvinnu við Einar J. Skúlason, Magnús Kjaran og Sameind hf. í Reykjavík. Þarna eru kynntar ýmsar nýjungar í skrifstoftækni, svo sem Ijósritunarvélar, netteingingar og fleira. Einnig er kynnt nánar tilboð til bænda í tölvubúnað og fleira sein þeim viðkemur. Mynd: kl Kvóti íslenskra fiskiskipa 1990: Örvar hefur úr meiru að moða Þtögeriðbetri matarkaup ÍKEANEÚO Dilkakjöt í hálfum skrokkum 417 Nautahakk 659 Nautahamborgarar5310 stk. í pk. Flóru kakó 200 g 97 Flóru kakó kvikk 500 g 181 Flóru kókosmjöl 200 g 36 Bragakaffi Columbia Va kg 102 Bragakaffi America V\ kg 91 Athugið opið virka daga frá kl. 13.00-18.30. Laugardaga frá kl. 10.00-14.00. KynnSst NETTÓ-vGrði KEANETTÓ en aðrir norðlenskir togarar Alls er 633 fiskiskipum yfir 10 brúttólestir að stærð úthlutað veiðikvóta á þessu ári og er það 25 skipum færra en í fyrra. Skip á aflamarki eru 407 talsins en 226 á sóknarmarki. Þá fá 245 skip úthafsrækjukvóta og fá 39 loðnubátar hver um 155 tonn í sinn hlut að meðaltali. Fyrr í þessum mánuði birtu Fiskifréttir kvóta allra skipa og ætlum við að glugga í þær upp- lýsingar. ísfisktogarinn Guðbjörg ÍS er með mesta kvóta allra fiskiskipa, 2.552 tonn af þorski og alls 4.241 þorskígildi. Ef við lítum á nokkra norðlenska ísfisktogara þá er Kaldbakur EA með 3.054 þorsk- ígildi, Harðbakur 2.610, Sval- bakur 2.555, Hrímbakur og Sól- bakur eru á sóknarmarki en reiknað aflamark Hrímbaks er 1.789 þorskígildi og Sólbaks 1.634. Björgúlfur EA er með 2.019 þorskígildi, Björgvin 1.860, Þor- steinn 1.367 og Súlnafell 1.048 auk 150 tonna rækjukvóta. Kol- beinsey Í»H er með 2.046 þorsk- ígildi, Júlíus Havsteen 1.197 og 150 tonna rækjukvóta, Rauði- núpur er á sóknarmarki en reikn- að aflamark er 1.662 þorskígildi. Lítum á þorskígildi hjá fleiri togurum, reiknað aflamark er í sviga: Sólberg ÓF 2.234, Ólafur Bekkur (1793), Stálvík S1 (1.725), Sigluvík (1.633), Hegra- nes SK (1.988), Skagfirðingur (1.949), Drangey (1.874), Skafti (1.819) og Arnar HU 2.399. Af frystitogurum er Örvar HU langefstur á blaði með 2.356 tonn af þorski og alls 4.125 þorsk- ígildi. Akureyrin EA er með .3.383, þorskígildi, Sléttbakur 2.431, Sigurbjörg ÓF 2.368, Sigl- -firðingur SI 1.904 og Stapavík 1.839 auk 100 tonnarækjukvöta. Reiknað aflamark eftirtalinna frystitogara sem eru á sóknar- marki er í þorskígildum: Mána- berg ÓF 2.118, Stakfell ÞH 2.075, Margrét EA 2.030 og 196 tonn af rækju og Hjalteyrin 1.514 og 148 tonn af rækju. SS Gagnrýni á skattlagningu flotvinnugalla: Skattfijálsir ef útgerðin kaupir „Flotgallar eða flotvinnugallar eru ekki lögbundnir. Þeir eru öryggisbúningar sem sjómenn nota við vinnu sína um borð, fyrst og fremst á opnum skipum, til dæmis loðnuflotan- um. Kaupi útgerðin slíkan búnað handa áhöfnum sínum er um rekstrarvöru að ræða. Framsóknarmenn á Húsavík hafa ákeðið að halda skoðana- könnun til leiðbeiningar um val frambjóðenda á lista flokksins fyrir komandi bæjar- stjórnarkosningar. Auk félaga í Framsóknarfélagi Húsavíkur er stuðningsmönnum flokksins heimil þátttaka í könnuninni. Framkæmd skoðanakönnunar- innar var ákveðin á fundi stjórnar félagsins og uppstillinganefndar á þriðjudag. Að sögn Egils Ol- geirssonar, sem starfar í uppstill- ingarnefnd, var ákveðið að leita eftir uppástungum og hugmynd- Virðisaukaskattur leggst ekki á, vegna þess að útgerðirnar draga þá virðisaukaskattinn frá sem innskatt vegna aðfangs í reglulegum skattuppgjörum sínum,“ segir í minnisblaði um flot- og vinnugalla sem fjár- málaráðuneytið hefur sent frá sér vegna gagnrýni frá konum um um skipan sex efstu sæta listans. Með niðurstöður könn- unarinnar verður farið sem trún- aðarmál og þær einungis notaðar til leiðbeiningar við gerð tillögu að uppstillingu á lista. Skráðum félögum í flokknum hafa verið send bréf og kjörgögn en aðrir stuðningsmenn flokksins geta vitjað gagna á Skrifstofu flokks- ins að Garðarsbraut 5 og er hún opin frá kl. 18-19, í dag og á morgun. Á sunnudag ber öllum þátttakendum að skila atkvæða- seðlum og er skrifstofan þá opin frá kl. 16-19, en þá lýkur könnun- inni. IM sjómanna í Vestamannaeyjum á skattlagninu þessara bún- inga. Fram kemur í upplýsingum ráðuneytisins að björgunargallar eru lögbundin öryggistæki á sjó, notaðir við sjóslys. Ekki er unnið í björgunargöllum. Á þessa galla leggst ekki virðisaukaskattur þar sem um er að ræða rekstrarvörur útgerðanna. Flotgallarnir eiga sér liins veg- ar ekki langa hefð en hafa engu að síður náð útbreiðslu í flotan- um og nýleg atvik sýna að þeir geta komið að veruleg gagni. Séu þeir notaðir að staðaldri þarf tvo til þrjá á ári. Siglingamálaráð hefur nýlega viðurkennt þrjár gerðir af flotgöllum en hins vegar hefur þessi búnaður ekki verið lögbundinn á íslenskum fiskiskip- um enn. „Virðisaukaskattur leggst á flotgalla eins og aðra verslunar- vöru. Ljóst er að ef slíkur bún- aður yrði lögbundinn öryggisbún- aður væri enginn skattur greiddur af göllunum. Eins og áður sagði er einnig ljóst að enginn skattur leggst á flotgalla ef einstök útgerðarfyrirtæki kaupa þá fyrir áhafnir sínar,“ segir ennfremur í tilkynningu fjármálaráðuneytis- ins. JÓH Framsóknarmenn á Húsavík: Skoðanakönnun um helgina

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.